Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Síða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Síða 9
Fimmtudagur5. nóvember 1998 Fréttir 9 / 00 stærstu hjá Frjálsri verslun: Huginn hf. borgar næsl- hæstu laun á landinu -Vinnslustöðin nr. 32 og hefur hækkað um 4 sæti Þekki uel hlutskipti einstæðra En aðeins að þér Þóra, þú hefur verið fráskilin í tólf ár. Hver er þín per- sónulega reynsla? „Ég þekki hlutverk einstæðrar móður mjög vel og hef líka verið með langtíma veikt bam Ég þekki því nrjög vel þessa erfiðleika og þá ekki síst þá fjárhagslegu að halda hópnum saman og að ná sáttum þannig að feður bamanna hafi umgengni og samskipti við þau. Ég þurfti dálítið langan tíma til þess að ná því, en það gekk að lokum." Þú talar um laun einstæðra mæðra. Hvemig koma meðlagsgreiðslur inn í það dæmi? „Það er bara ein fyrirvinna og valið snýst bara um það að vera útivinnandi. Þetta bitnar að sjálfsögðu á bömunum okkar. Auk þess sem launin, sem við erum að vinna fyrir, duga engan veginn fyrir þeim útgjöldum sem við stöndunr frammi fyrir. Við lendunr alltaf í þessum skuldahala, sem einstæðir foreldrar eru að velta á undan sér. Flestir vilja og reyna að vera sjálfstæðir, til dæmis með því að koma sér þaki yfir höfuðið og að geta lifað lágmarks fjölskyldulífi. Bama- bætur skerðast til að mynda við allt of lág laun, eða 47.000 kr. á mánuði. Það sér það hver sem vill að við slíkar aðstæður nást aldrei endar saman. Það kom einmitt fram á fundinum í Eyjum, hjá stúlku sem er að reyna að eignast íbúð og borga af lánum að það er svo lítið eftir, þegar lán, dagvist- argjöld. rafmagn og hiti hefur verið greitt. Svo fara þessar mæður og reyna að fá aðstoð til þess að kljúfa þessa erfiðustu bagga. Að teknu tilliti til launa, bamabóta og meðlags- greiðslna, tekst það ekki, vegna þess að ramminn er svo þröngur. Samt duga ekki þessi einföldu laun vegna þess að öll viðmið til framfærslu fjölskyldu miðast við að báðir for- eldrar vinni úti. Allar kannanir og útreikningar segja að lágmarkslaun verði að vera 160 til 200 þúsund kr. á fjölskyldu á mánuði. Þetta eru engin laun einnarfyrirvinnu. Vaxtabæturtil einstæðra foreldra em lægri heldur en til hjóna. Hins vegar eru útgjöldin alltaf þau sömu, hvort sem em einstæðir eða hjón en einstæðir eru lægri í tekjumörkum og vaxtabótum." Þóra segir að einstæður forsjárlaus faðir sem þurfi að borga meðlag með einu til þremur börnum geti ekki myndað sér annað tjölskyldunrynstur. „Það hefur verið talað um það undanfarið að öryrkjar og aðrir bóta- þegar geti ekki myndað fjöl- skyldutengsl vegna tekjutengingar launa. Þetta er að verða eins hjá einstæðunr foreldrum. Ég get tekið dæmi af einstæðum föður sem þarf að borga með þremur bömum og er kannski í sambandi við konu sem á þrjú börn. Ef þau fara í sambúð missir hún bamabæturnar og mæðra- launin, vegna þess að þá er hún komin nreð fyrirvinnu sem ætlast er til að taki við þessari fjölskyldu. Hann hefur hins vegar alltaf sín böm til að sjá um og borga með áfram. þrátt fyrir það. Þess vegna flosnar sambandið annað hvort upp eða þau verða að búa á sinn hvomm staðnum, svo að bömin hennar haldi sínum rétti. Fólk er þess vegna komið upp við vegg, sem eng- inn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Það eru orðnir allt of margir sem standa frammi fyrir þessu.“ 21% undir fátækramörkum Þóra segir að hún hafi verið á ráð- stefnu á dögunum um jaðarhópa sam- félagsins, þar sem þetta hafi komið mjög glöggt fram. „Emnig kom fram að 21 % einstæðra mæðra í íslensku þjóðfélagi er undir fátæktarmörkum." Hvemig horfa þessi mál við gagnvart námsfólki. Hefur það verið skoðað eitthvað sérstaklega? „Ég veit nú ekki hvemig er með meðlagsgreiðslur hjá námsfólki á háskólastigi. Hins vegar var gerð könnun á vegum Rauða krossins fyrir nokkru síðan, þar sem kom fram að ungar einstæðar, ómenntaðar mæður væru verst setti hópurinn í þjóð- félaginu í dag. Þá tók félagið sig til og stofnaði náms- eða styrktarsjóð fyrir einstæða foreldra. Það er verið að úthluta úr honum þriðja árið í röð núna. Þetta hefur verið styrkur frá 50.000 kr. og upp í 100.000 kr. en það er úthlutað úr þessum sjóði tvisvar á ári, haust- og vorönn. Þetta er fyrst og fremst hugsað fyrir einstæða foreldra sem em í námi, þar sem ekki er um námslán að ræða, vegna þess að margir einstæðir foreldrar, sem eru í námi, geta ekki verið í fullu námi, vegna stöðu sinnar og eru því alltaf með skert námslán, vegna þess að þau geta ekki sýnt nauðsynlega tímasókn. Það er líka mögulegt að fólk flosni upp frá námi, ef kemur til skilnaðar á námstíma." Er hægt að segja að skilnaðir séu tíðari hjá ákveðnum stéttum þjóðfélagsins og mér dettur þá í hug hvort sjómenn skilji oftar en aðrar stéttir? „Mér hefur nú fundist skilnaðir eiga sér stað í öllurn stéttum. Hitt er annað mál að það má kannski segja að skilnaðir séu algengastir í láglauna- stéttunum. Það koma oft upp erfið- leikar og skilnaðarmál út af erfiðri fjárhagsstöðu heimilanna og það er ekki gott með tilliti til þess að öll sveitarfélög auglýsa sig sem fjöl- skylduvæn." Þóra segir að fjölskylda hætti ekki að verða fjölskylda þótt foreldrar skilji. „Ég hef alltaf verið á móti því að við séum ekki sögð fjölskylda, þó að aðeins sé eitt foreldri á heimilinu. Hins vegar erum við séð félagslega sem fjölskylda, en ekki skattalega. Ég vil mótmæla þessu, því að fjölskylda er byggð upp þar sem er karl, kona og böm. Þó svo að annað foreldrið falli út úr myndinni, hvort sem það gerist við skilnað eða fráfall maka, þá hættum við ekki að vera fjölskylda þó að einhverjir erfiðleikar komi upp.“ Hvað um þátt kirkjunnar í skiln- aðarmálum. Nú er jafnan samasem merki milli trúarinnar og hjóna- bandsins. „Ég hitti nú prestinn héma og spurði hann út í ýmis mál. Hann er hins vegar það nýkominn til starfa og er ekki farinn að kynnast þessum málum mikið hér í Eyjum og ég bar fundinum kveðju mína frá honum. En varðandi fjölskylduna og kirkjuna, þá er fjölskyldumynstrið, einstætt foreldri með bam, fullkomlega viðurkennt af kirkjunni. Hins vegar er það rétt hjá þér að það er prestanna að leita sátta og mikið atriði að það sé gert, því að stundum em hjónaskilnaðir fljót- fæmislegir. Þess vegna er mjög mikið atriði að prestamir komi þama að. Ef hins vegar sættir nást ekki verður oft um skilnað að ræða, en þrátt fyrir það er nauðsynlegt að það sé bæði í sátt við kirkjuna og aðra. Skilnuðum er hins vegar alltaf að tjölga og það hlýtur að segja að eitthvað mikið sé að í samfélaginu, þegar slfkt gerist.“ í árlegri úttekt Frjálsrar verslunar á 100 stærstu fyrirtækjum landsins 1997 er Vinnslustöðin efst fyrir- tækja í Vestmannaeyjum í 32. sæti og hafði hækkað sig um fjögur sæti frá árinu 1996 þegar hún var í 36. sæti. Næst kemur Isfélagið í 51. sæti og lækkar úr 47. sæti 1996. Samkvæmt úttektinni var velta Vinnslustöðvarinnar 4.5 milljaraðar og hafði aukist um 22%. Velta ís- félagsins losaði 3,1 milljarða og hafði aukist um 1% milli ára. Eðlilega bera ísfélagið og Vinnslu- stöðin höfuð og herðar yfir önnur fyrirtæki í bænum og verður að leita aftur í 205. sætið til að finna næsta fyrirtæki úr Vestmannaeyjum. Þar er á ferðinni Bergur-Huginn sem árið á undan var í 236. sæti. Veltan var 562 milljónir og hafði aukist um fjórðung. Bæjarveitur Vestmannaeyja hækka úr 239. sæti í 226. með veltu upp á 440 mílljónir króna og hafði hún aukist um 2%. Fyrirtækjum er líka raðað upp eftir launum og þar eiga Eyjamenn fyrir- tæki í 2. sæti. Er það Huginn hf. útgerð sem gerir út loðnuskipið Hugin VÉ. Meðallaun tólf starfsmanna voru tæpar 6,8 milljónir króna og beinar Hunagreiðslur voru 81 milljón. Isleifur ehf. sem gerir út Isleif VE er í 6. sæti með 5,5 milljónir sem eru meðallaun 15 starfsmanna. Bergur- Huginn ehf. sem gerir út frysti- togarann Vestmannaey VE og tog- bátinn Smáey VE er í 11. sæti og þar eru meðallaun 44 starfsmanna 4.8 milljónir. Frár hf. sem gerir út togbát með sama nafni er í 14. sæti og borgar níu mönnum 4,2 milljónir. Sæhamar hf„ útgerð, sem gerir út togbátinn Gjafar VE og netabátinn Guðrúnu er í 26. sæti. Þareru laun 30 starfsmanna Fyrirhugaðar eru miklar breyt- ingar á fyrirkomulagi deildanna í Heilbrigðisstofnuninni í Vest- mannaeyjum, að sögn Gunnars Gunnarssonar. framkvæmdastjóra HIV. Verið er að athuga hvort hægt er að færa báðar deildirnar, handlæknisdeild og lytlæknisdeild, á 2. hæð hússins. Vilyrði fyrir fjármagni hefur fengist fyrir breytingum af þessu tagi frá heilbrigðisráðuneytinu. Ef athugun Ieiðir í Ijós að ekki verður unnt að færa báðar legudeildir á eina hæð þarf samt að fara í mjög viðamikið viðhald á húsnæðinu en ekki hefur enn fengist vilyrði fyrir tjárveitingu í það. Niðurstaðan um hvort þetta er hægt á að liggja fyrir í fyrstu vikunni í nóvember. Gunnar býst við að ef niðurstaðan verður sú að báðar deildirnar verði endurskipulagðar og starfsemi 2. hæðar suðurálmu færð á 3. hæð, eins og stefnt er að, verði reikningurinn líklega um 50-100 milljóniren engin kostnaðaráætlun hefur verið gerð enn þar sem þetta er enn á hönnunarstigi. Gunnar reiknar með að spamaður verði af þessu til lengri tíma litið, eða nokkrar milljónir á ári. Búist er við að framkvæmdirnar taki um tvö til þrjú ár ef af verður. A meðan verður senni- lega að senda nokkra langlegu- sjúklinga til Reykjavíkur til meðferðar vegna framkvæmdanna en Gunnar segir að aðrir sjúklingar verði ekki sendir burtu. 3.8 milljónir að meðaltali. Vinnslu- stöðin er í 63. sæti þar sem 382 fengu rétt liðlega 3 milljónir að meðaltali í laun. Fiskmarkaður Vestmannaeyja er í 84. sæti og þar fá sjö ársverk tæplega 2.9 milljónir í laun. Herjólfur er í 138. sæti en þar fá 29 ársverk rúmlega 2,5 milljónir í laun. ísfélagið er í 155. sæti en þar fá 310 ársverk að meðaltali rúmlega 2,4 milljónir í laun. Sparisjóður Vestmannaeyja er svo í 194. sæti þar sem ársverk eru 13 og fá þeir að meðaltali 2,3 milljónir í árslaun á síðasta ári. A lista yfir yfir stæstu vinnuveit- endurna er Vinnslustöðin f 24. sæti en meðalfjöldi starfsmanna 382 á síðasta ári og Isfélagið er í 31. sæti með 310 starfsmenn. Vinnslustöðin er í 31. sæti á lista yfir fyrirtæki sem eru með mest eigið fé í krónum talið. Er eigið fé Vinnslustöðvarinnar liðlega 2,5 milljarðar króna. ísleifur ehf. skilar mestri arðsemi eigin tjár fyrir skatta af fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Er félagið það eina úr Eyjum sem er að finna á þessum lista sem telur 55 fyrirtæki. Arðsemin er 112, eigin- tjárhlutfallið 11 og eigið fé 40 milljónir króna. Samantekt FV er skipt niður í tjölda flokka sem fyrirtæki og stofnanir í Vestmannaeyjum komast ekki inn á en eru inni á öðrum. Vestmanna- eyjabær er með 10. mestu veltuna af sveitarfélögum en veltan var 683 milljónir króna. Skipalyftan er 10. stærsta fyrirtækið í málm- og skipasmíði með veltu upp á 223 milljónir. Bæjarveitur eru í sama sæti yftr orkuveitur með veltu upp á 440 milljónir og loks má nefna Lífeyris- sjóð Vestmannaeyja sem er í 19. sæti yfir stærstu lífeyrissjóðina með inn- greiðslur upp á 1,2 milljarða. „Við erum aðallega að horfa á samnýtingu starfsfólks. Það væri miklu þægilegra að fá að flytja fólk milli deilda til að aðstoða við ýmislegt ef þess þarf með þegar ekki þarf að hlaupa upp og niður stigana hér. Þetta á sérstaklega við á kvöld- og nætur- vöktum,“ segir Gunnar. Það er þó líka um að ræða einhverja fækkun á rúmum en að sögn Gunnars er mjög sjaldgæft að full nýting sé á rúmunum á sjúkrahúsinu. Stofnunin hefur starfað í húsinu að Sólhlíð 10 í um 25 ár og Gunnar segir að á þeim tíma hafi sáralítið viðhald verið á húsinu og nú standist húsið hvorki nýjustu brunavarnareglugerðir né byggingareglugerðir. Árið 1994 -1995 var þó ráðist f að klæða húsið að utan vegna mjög mikils leka f því. Gunnar segir að þegar það var gert hafi forsvarsmenn Heil- brigðisstofnunarinnar fengið vilyrði fyrir tjárveitingu f viðhald sem hafi átt að koma til framkvæmda þegar veggimir hefðu þornað. Nú hafa veggimir náð að þorna ágætlega en ekkert hefur heyrst um málið síðan. Rekstur Heilbrigðisstofnunarinnar er liins vegar mjög erfiður, að sögn Gunnars, þannig að ekki er hægt að ráðast í framkvæmdir án aukatjárveit- ingar. Þessi grein erendurbirt því breytingar sein gerðar voru á henni skiluðu sér ekki inn á tölvudisk. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar. Tryggö lágmarks framfærsla Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi hjá Vestmannaeyjabæ segir það staðreynd að einstæðir foreldrar standi mun verr að vígi heldur en aðrir þegnar samféiagsins vegna þess að aðeins sé um eina fyrirvinnu að ræða. „Það er búið að skerða þetta kerfi svo mikið. Barnabæturnar eru tekjutengdar og skerðast við 570.000 kr. á ári. Börn teljast á framfæri foreldra til 18 ára aldurs og verða nú ekki sjálfráða fyrr en 18 ára. BArnabæturnar detta því niður við 16 ára aldur en foreldrar geta hins vegar ekki nýtt sér persónuaflsátt þeirra." Guðrún segir að ekki hafi verið gerð nein sérstök úttekt á fjölda einstæðra foreldra í Vestmannaeyjum. „Við vitum ekki hvort þeir eru hlutfallslega fleiri í Eyjum en annars staðar á landinu. en tjöldi einstæðra mæðra er hins vegar margfalt meiri en feðra. Sú aðstoð sem bærinn veitir til þessa hóps er niðurgreiðsla og forgangur á leikskólum og niðurgreiðsla dagvistar hjá dagmæðmm. Þeir allra tekjulægstu geta fengið lágmarks framfærsluaðstoð. Einnig er hægt að sækja um húsaleigubætur, en það er sérkerfi og ekki innan þessarar framfærsluaðstoðar sem ég nefndi.“ Varðandi lausn þessara mála gagnvart einstæðum foreldrum, telur Guðrún að nauðsynlegt sé að stokka upp kerfið og skilgreina hlutina betur. „Kannski er lausnin sú að komið verði upp sérstöku fjölskylduráðuneyti, þar sem þessi mál gætu verið undir einni stjóm. því það eru of margir sem koma að þessum málum, eins og málum er hagað núna.“ Samkvæmt upplýsingum sem Fréttir öfluðu sér og koma frá Hagstofu Islandseru kjamafjölskyldur í Eyjum 31. desember 1997 1185. Þar af eru níu karlar með 10 böm og 99 konur 143 böm. Stærð fjölskyldu þar sem karlinn er einn með böm er að meðaltali 2,11 og kona með böm 2,44. Fyrirhugaðar breyt- ingar á sjúkrahúsinu

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.