Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Side 13

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Side 13
Fimmtudagur5. nóvember 1998 Fréttir 13 Ársfundur Þróunarfélags Vestmannaeyja: Félagið er ekki drauma- verksmiðja pólitíkusa -Engin verkefni hafa verið unnin þar sem ekki er hægt að rökstyðja niðurstöðuna á faglegum grunni. Það er slyrkur okkar og í dag er það í raun eins og sjálfstætt fyrirtæki\ þar sem árangur þess er metinn af verkunum, segir Bjarki Brynjarsson framkvæmdastjóri Frá ársfundi Þróunarfélagsins. Ársfundur Þróunarfélags Vestmannaeyja var haldinn síðastliðinn laugardag. Að sögn Bjarka Brynjarssonar framkvæmdastjóra félagsins var tilgangur fundarins að fara yfir starfsemi Þróunarfélagsins fyrir árið 1997, en árið í ár er annað starfsár félagsins. Ársreikningar félagsins voru lagðir fram auk þess sem fundurinn var hugsaður sem umræðuvettvangur fyrir eigendur félagsins og stjórnarinnar en félagið er í eigu Vestmannaeyjabæjar, Bæjarveitna, Hafnarinnar og Rannsóknaseturs Háskófans í Vestmannaeyjum. Hjá Þróunarfélaginu eru nú 2,9 stöðugildi með öllu Fjölbreytt verksvið Bjarki segir að almennt um starf- semina hafi komið fram fjölbreytt verksvið félagsins sem að mestum hluta snúist um rekstrarráðgjöf og rekstrartæknilega hluti, auk þjónustu við fyrirtæki og stofnanir bæjarins. Annars vegar snýst starfsemin um nýsköpun í atvinnulífi, nýja fram- leiðslu, eða ný fyrirtæki og hins vegar að aðstoða fyrirtæki sem eiga í við rekstrarerfileika að stríða. Oft kemur inn í þetta leit að fjármagni sem er fólgið í því að hjálpa einstaklingum að sækja um styrki og lán, auk þess að skrifa greinargerðir og skýrslur. Stærsta verkefnið af þessum toga er Keikóverkefnið, sem öll fyrirtæki í Rannsóknasetrinu lögðu mikla vinnu í, í samvinnu við Vestmannaeyjabæ." Þróunarfélagið hefur einnig með höndum verkefnisstjómun í samstarfi við fyrirtæki. „Ef fyrirtæki vill fara út í einhver sérverkefni, getur verið gott að hafa utan að komandi aðila til þess að skipuleggja og drífa verkefnið áfram, vegna þess að stjómendum fyrirtækja gefst ekki alltaf tími til að leggja mikla vinnu í slík verkefni. Oft em verkefnin þess eðlis að þægilegra getur verið að hafa utan að komandi aðila sem sér hlutina í öðm ljósi.“ VERKSTJÓRN Á STÓRU Evrópuverkefni Eitt þeirra verkefna sem Þróunar- félagið er með verkefnisstjórn yfir er Evrópuverkefnið IT4FOOD. „Þetta er verkefni í upplýsingatækni fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og nær í raun langt út fyrir Vestmannaeyjar, því það er einnig unnið í samstarfi við fyrirtæki í Evrópu. Við emm einnig í nokkmm rannsóknarverkefnum, sem tengjast frekar stjórnun en að sjá um lausn verkefnanna, en þó á það við í nokkmm verkefnum líka. Það kom fram á fundinum að rannsóknarráð hafi verið að taka út svona verkefni og bentu á að þetta verkefni væri eitt af betur heppnuðum verkefnum sem styrkt hefðu verið frá Evrópusam- bandinu. Þetta hefur að sjálfsögðu komið Eyjum á kortið og sýnir fram á að ýmislegt er hægt að gera án þess að vera staðsettur í Reykjavík“ Þriðji þátturinn í starfsemi Þróunarfélagsins er stefnumótunar- vinna, sem áhugi er fyrir að styrkja enn frekar í starfseminni. „Þetta er fólgið í því að vinna meira lang- tímaáætlanir. Til lengri tíma litið er kannski ekki rétt að Þróunarfélagið sé að koma á laggimar fyrirtækjum. Fólk spyr oft hversu mörg fyrirtæki Þróunarfélagið hafi stofnað, en reynslan hefur sýnt að það þarf að vera frumkvöðull með hverri hugmynd. Það er ekki nóg að hugmyndirnar verði til einhvers staðar annars staðar og frumkvöðulinn vanti. Við höfum verið meira í því að vinna í rekstarumhverfinu og þeirri þjónustu sem hugmyndin þarfnast." Bjarki segir að fjórði þátturinn í starfseminni séu ferðamálin. „Ferða- málafulltrúi er starfsmaður Þróunar- félagsins og er í nánu samstarfi við ferðamálasamtök Vestmannaeyja, en hét áður ferðamálráð. Þaðernýmæli að ferðamálafulltrúi heyri beint undir Þróunarfélagið, en það á kannski sérstaklega við um ferðamálin það sem ég nefndi í sambandi við langtímaáætlanir. Þar þyrfti að vinna stefnumótun og langtíma skipulag." Faglegur GRUNNUR Á fundinum lagði Bjarki einnig áherslu á það að vinna Þróunar- félagsins væri eingöngu á faglegum gmnni. „I dag vinnur Þróunarfélagið í raun eins og sjálfstætt fyrirtæki, þar sem árangur þess er metinn af verkunum. Þróunarfélagið er ekki draumaverksmiðja pólitíkusa og á ekki að vera. Það em engin verkefni sem unnin hafa verið af félaginu þar sem ekki hefur verið hægt að rökstyðja niðurstöðuna á faglegum gmnni og það er styrkur Þróun- arfélagsins. Menn hafa oft lent í vandræðum á landsbyggðinni þar sem menn hafa ætlað einhverju öðm en faglegum sjónarmiðum að ráða ferðinni. Til lengri tíma hefur það reynst mörgum sveitarfélögum þungur baggi. Ársreikningar félagsins vom einnig lagðir fram á fundinum og kom fram að tekjur félagsins em í fyrsta lagi frá Vestmannaeyjabæ og stofnunum hans. Raunar er ekki fjárframlag frá Rannsóknasetri Háskólans, hins vegar leggja samstarfsnefnd Háskólans og Vestmannaeyjabæjar, sem eiga Rann- sóknasetrið, fram skrifstofuaðstöðu. „Þróunarfélagið hefur einnig sértekjur vegna vinnu við verkefnisstjómun og styrki sem félagið fær til að vinna kannanir, auk annars fyrir fyrirtæki.'1 VANTAR FJÖLBREYTTARA ATVINNULÍF Bjarki segir að það hafi komið fram að ekki væri atvinnuleysi í Vest- mannaeyjum. Hins vegar hafi skort á ljölbreytnina í atvinnulífinu. „Fólk fer í nám og auknar kröfur eru um fjölbreytni afþreyingarinnar. Vinnu- hlutfall minnkar og alþreyingin er stærri þáttur. I því sambandi kom fram áhugi á því að byggja upp fyrirtæki sem veita störf fyrir sérmenntað fólk. Einnig kom fram að eitt af stóm vandamálunum er hversu fátt ungt fólk hefur áhuga á því að fara í sjómennsku og skipstjómamám, sem þó em hálaunuð störf á sjó, en ungt fólk hefur ekki áhuga. En það er mjög mikilvægt að gleyma ekki þeim þáttum sem byggja á sjómennsku og gera þá þætti meira aðlaðandi fyrir fólk. Yngra fólk hefur áhuga á því að gera eitthvað annað en samfara þessu þarf mikla þróunarvinnu sem getur tekið langan tíma.“ Laust VIÐ PÓLITÍK Bjarki segir að komið hafi verið inn á hvernig menn vildu sjá framtíð Þróunarfélagsins. „Það má segja að félagið hafi þróast frá atvinnu- og ferðamálafulltrúa með aðsetur í ráðhúsinu og þar af leiðandi smitaður pólitísku umhverfi. Út frá því þróaðist Þróunarfélag Vestmannaeyja sem litið hefur verið á sem sjálfstætt fyrirtæki, sem sinnir ákveðnum verkefnum fyrir bæinn og fær til þess framlög en er líka frjálst til að sinna öðrum verkefnum. Þar af leiðandi hefur sjálfstæði félagsins aukist og það verið betur í stakk búið að vinna á faglegum grunni, heldur en ella. Við viljum gjaman sjá í framhaldinu að stigið verði skref að sjálfstæði til fulls og að því verði breytt í hlutafélag. Þá yrði til félag sem yrði sjálfstætt ráðgjafar- fyrirtæki, sem myndi kaupa ákveðna þjónustu, svipað og gerist í gegnum framlög bæjarins til Þróunarfélagsins í dag. Þannig gæti þetta nýja hluta- félag haft frjálsari hendur til að afla verkefna og ætti auðveldara með að stækka sem slíkt. Auk þess að verða fyrirtæki sem sinnir störfum fyrir bæinn í rekstarráðgjöf, atvinnuupp- byggingu og stefnumótun. Þá yrði til fyrirtæki eins og við viljum fá í bæinn, sem myndi þá geta skapað störf fyrir þá sem farið hafa í sérhæft nám og vilja koma hingað aftur." Stefnt AÐ HLUTAFÉLAGI Er ekki alltaf ákveðin hætta á því að slík verkefni gætu skarað einhverja pólitíska hagsmuni? „Það er kannski alltaf viss hætta á því, vegna þess að framlög til félags- ins eru nú háð pólitískum ákvörðunum, en stefnan er að gera félagið að hlutafélagi og þá verða þessi tengsl algerlega rofin og félagið sjálfstætt starfandi fyrirtæki og stjórn þess skipuð hluthöfum. Þróunar- félagið yrði síðan verðmetið og hlutur bæjarins þá væntanlega seldur á markaði. Stefna bæjarins nú er að minnsta kosti sú að eiga ekki hlut í félögum. Þetta yrði því svipað ferli og gerist í hlutafélagavæðingu ríkis- fyrirtækja nú. Það vom allir sammála um að þetta yrði besta leiðin til þess að gera félagið að öfiugu fyrirtæki. Gæðakröfumar yrðu meiri vegna þess að ef bærinn til dæmis væri ekki ánægður með þjónustu þessa nýja fyrirtækis myndi hann geta lcitað eitthvað annað. Slíkt fyrirtæki myndi einnig kalla á aukinn starfskraft." Skilar HAGNAÐI Þróunarfélagið er rekið með hagnaði og nam hann tveimur milljónum króna. Bjarki segir að það hafi lítið gildi að telja alltaf upp verkefni sem eru í gangi og skoðun. „Menn sem eru að vinna í einhverjum málurn hafa kannski ekki mikinn áhuga á þvt að leggja það alltaf fram í fjölmiðlum hvað Þróunarfélagið hafi verið að gera. Verkefni geta verið þess eðlis að tímasetning á því hvemig og hvenær þau koma fram í fjölmiðlum gæti skaðað ýmsa hagsmuni sem liggja til grundvallar. Fólk hefur verið að gagnrýna að það viti ekki nóg um starfsemi félagsins, en ég held að það sem Þróunarfélagið hefur verið að gera hafi verið vel kynnt." Iðngarðar að fmmkvæði fólks út í bæ em eitt þeirra verkefna sem Þróunarfélagið tók að sér. „Við fengum húsnæði og gerður var samningur um þann rekstur við Sparisjóðinn og haldinn opinn fundur. Síðan reyndist enginn áhugi á þátttöku í þessum iðngörðum. Þess vegna hefur ekkert gerst í því og málið í biðstöðu. Fólk var meira að leita eftir einhvers konar tómstundasmiðju, þar sem það vildi koma inn í fullskapað umhverfi. Flestir vom ekki með það í huga að byggja upp ný fyrirtæki. Það var hins vegar hugsunin hjá okkur að lélta þann feril. UV keypti húsnæðið sem fengið hafði verið fyrir iðngarða og yfirtók samninginn við Sparisjóð- inn, en það lokaði ekkert á iðngarðana sem slíka og því verkefni hefur ekkert verið stungið undir stól.“ Bcnedikt Gestsson Fyrir skömmu afhentu konurnar í kvennadeild ÍBV unglingaráðum ÍBV-íþróttafélags myndarlega fjárupphæð. Samtals gáfu konurnar 600 þúsund krónur sem skiptast jafnt á milli handbolta og fótbolta. Frá vinstri, Óskar Freyr Brynjarsson frá handboltanum, Guðrún Ragnarsdóttir, Ragnheiður Víglundsdóttir, Laufey Grétarsdóttir, Guðný Einarsdóttir, Klara Tryggvadóttir, Þóra Ólafsdóttir og Jón Óskar Þórhallsson frá fótboltanum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.