Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 4

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Side 4
4 Fréttir Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Guðjón Jónsson, sælkeri, rollubóndi og lífskúnstner skorar á mig í síðustu Fréttum. Mér finnst að Guðjón ætti að koma síðar meir aftur og gefa okkur uppskrift að fiskibollum í dós a la Hrauney!! Það er hans sértækasta uppskrift og erfitt að leika eftir þær matreiðslukúnstir. Jæja, þar sem við erum ævifélagar og vinir ætla ég ekki að bregðast vini mínum og reyna við eitlhvað ætilegt. Þar sem við erum Vestmannaeyingar og höfum sérstöðu varðandi sjávarfang þá kemur hér uppskrift að skaifi handa fjórum: Skarfaveisla: Bringur af 3 toppskörfum (eða dfiaskörfum þá 2 stk. Ath. mun stærri fugl) salt og pipar 2 msk. olía blönduð ber Sósa: 5 dl. sjófuglasoð (sjá sjófuglasoð) 1-2 msk hrútaberjahlaup (hægt að nota rifsber) 30 g smjör 30 g hveiti 3 dl tjómi salt og pipar. Hitið soðið og hrærið berjahlaupið saman við. Búið til smjörbollu, þ.e.a.s. smjör og hveiti hitað og hrært saman og notað til að þykkja sósuna. Sjóðið sósuna í 10 mín. Bætið þá rjómanum við og sjóðið ál'ram í 3 mín. Kryddið með salti og pipar eftir þörfum. Hitið ofninn í 180°. Urbeinið skarfabringumar og kryddið þær með salti og pipar. Hitið olíuna á pönnu og brúnið þær í 1 mín. hvorum megin Setjið pönnuna í heitan ofninn og steikið bringumar þar í um 6 mín. Takið pönnuna úr ofninum og skerið bringumar þversum í þunnar sneiðar. Hitið á meðan sósuna á pönnunni sem bringumar vom steiktar á. Raðið bringunum á diska og hellið sósunni yfir og skreytið með berjunum. I þennan rétt má einnig nota súlu, lunda eða svartfugl. Sigurmundur Einarsson er sælkeri þessarar viku Sjófuglasoð: 1 kg bein af svartfugli eða öðrum sjófugli sojaolía, 1 gulrót, 2 laukar. Hvíti hlutinn af 1 blaðlauk, eitt blaðlauksblað, grænt, í kryddpoka. lOsteinseljustönglar, lOhvítpiparkorn. 4 einiber, 2 lárviðarlauf, 1/2 msk salvía, 1/2 msk timjan, 3 dl maltöl, vatn, 1 tsk. salt. Höggvið bein smátt, hitið sojaolíu og brúnið mjög vandlega ásamt grænmetinu við mikinn hita í ofni eða á pönnu. Látið krydd í kryddpoka. Látið bein, grænmeti, kryddpoka og vatn krauma við vægan hita í 2 klukkustundir. Bætið regulega vatni út í og fleytið froðu og fitu vel ofan af. Sfið soðið og sjóðið áfram þar til helmingur er eftir. Of't vill koma lýsisbragð af sjófugli, sérstaklega ef hann er skotinn seinni part vetrar, þá dugar að bæta við ögn af maltöli eða sojasósu. Nú er besti tíminn til að ná sér í góðan svartfugl ef menn hafa aðstöðu til. Það eina sem þú þarft er bátur, samkvæmt lögum má hann ekki ganga meira en 8 mííur til fuglaveiða (þ.e.a.s. trilla, mjög líklegt verð ca 8-15 milljónir), haglabyssa (ekki hægt að kaupa nema með skotvopnaleyfi), skotvopnaleyfi (tekur 3 mánuði á kvöldnámskeiði í Reykajvík), veiðileyfi til veiða á fugli, má ekki vera sértækt veiðileyfi í úteyjum (fæst ekki nema með skotvopnaleyfi), þú verður að vera 500 metra frá bjargi, og nokkur önnur atriði svona ca. 48, þannig að þú sérð að þetta er nánast fyrir alla!! Við lifum í þjóðfélagi jafnaðar og frelsis!! Svartfugl með gráðostasósu og gljáðum vínberjum: U.þ.b. ein bringa á mann Hreinsið himnu og fitu af bringunum, kryddið með salti og pipar, Steikið í olíu í 3-5 mín. Sósa: 4 msk. portvín 2 msk. gráðostur 1 tsk. blábeijasulta 1 1/2 dl soð 1/2 tsk. garðablóðberg 2 msk. kalt smjör. Setjið portvín, soð, sultu og gráðost á pönnuna og síðan kalt smjör eftir að suðan kemur upp. Þykkt með maizenamjöli. Meðlæti gljáð vínber og léttsteikt græn- meti í smjöri á pönnu. Ég ætla að skora á Mara pípó (Marinó Sigursteinsson) Gaui segir að hann kunni uppskriftina að fiskibollum í dós!! Handboltaliði ÍB Vhefur gengið þokkaiega í deildinni í haust, m.a. lögðu þeir FH örugglega hér heima um helgina og eru einnig komnir áfram í bikarnum. í bikarleiknum gegn Breiðabliki á dögunum kom inn á Gunnarnokkur Sigurðsson og skoraði tvö mörk. Gunnar er annars þekktari tyrirað vera markvörður í knattspyrnuliði ÍBV en sýndi þarna að hann kann einnig nokkuð fyrir sér í handboltanum. Hann er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Gunnar Sigurðsson. Fæðingardagurog ár? 14. ágúst 1975. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Unnustan heitir Hrefna Jóhannesdóttir. Börn engin enn sem komin er. Stendur vonandi til bóta. Menntun og starf? Lærður smiður og vinn sem slíkur hjá Steina og Olla, þeim sannleikselskandi mönnum. Laun? Sæmileg. Helsti galli? Skapstór. Helsti kostur? Að vera Vestmannaeyingur, þeir eru upp til hópa gallalausir. Uppáhaldsmatur? Lambahryggur og piparsteik, en sitt i hvoru lagi. Versti matur? Pitsa. Uppáhaldsdrykkur? Kók hjá Hlyn Stefáns. Uppáhaldstónlist? U-2 og Sálin. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að spila fótbolta og vera með Hrefnu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að tapa í íþróttum. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Maður gerir lítið fyrir eina milljón, það segir Daddi trukkur allavega. Uppáhaldsstjórnmáiamaður? Þingmenn úr Eyjum. Uppáhaldsíþróttamaður? Magnús bróðir. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Nei, bara í ÍBV í handbolta og fótbolta. Uppáhaldssjónvarpsefni? Táknmálsfréttir, það er friður á meðan. Uppáhaldsbók? Andrés Önd og Lukku Láki. Hvað metur þú mest í fari annarra? Stundvísi. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Leti. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Vestmannaeyjar. Af hverju ertu kominn í handboltann líka? Til að halda mér í formi og hafa gaman af. Hefði ekki verið eðlilegra að þú yrðir varamarkvörður frekar en að spila úti? Nei, því að ég er miklu betri en Svavar Vignis. Kemur þetta til með að rekast á æfingar í fótboltanum? Já, það gerir það en fótboltinn gengur fyrir. Hvort er skemmtilegra að spila handbolta eða fótbolta? Ég sagði það áðan, fótbolta en handboltinn er skemmtilegur líka og góð tilbreyting, gott fyrir okkur markmennina. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Handbolti? Sigmar Þröstur. Fótbolti? Titlar hjá ÍBV. Þorbergur Aðalsteinsson? Fæ ég að vera með næst? Eitthvað að lokum? Allir að mæta í næsta heimaleik og sjá hver skorar tíu mörk (ef hann fær að vera með). Gunnar Sigur er Eyjamaður vikunnar MlKLU BETfíl EN SVAVAR Þann 28. september eignuðust Ásdís Jensdóttir og Kristján Jákup Joensen son. Hann vó 12 merkur og var 52 sm að Iengd. Með honum á myndinni eru stóru systur hans Ásta María (eldri) og Ebba Maríanna (eldri). Fjölskyldan býr í Gjógv í Færeyjum. Þann 30. september eignuðust Ingibjörg Þorsteinsdóttir og Lúðvík Jóhannesson dóttur. Hún vó 13 merkur og var 49 sm að lengd. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir. 0 1 r d s ] 3 o r - 1 undirbúningi mun vera stofnun regnhlífasamtaka meðal handbolta- áhugamanna. Þetta mun gert af illri nauðsyn þar sem íþróttamiðstöðin heldur hvorki vatni né vindi og því nauðsynlegt að klæða sig vel áður en menn sækja þar leiki. Nú mun í bígerð að skipta um loftklæðningu sem væntanlega mun hægja eitthvað á vatninu en þó ekki stöðva það því þakið lekur. Ótrúleg rýrnun hefur verið á sælgæti í sjoppunni í íþróttamiðstöðinni af völdum músa sem þar gera sig heimakomnar, og það jafnvel svo að meira hverfur ofan í mýsnar en mannfólkið. Einum góðum manni varð á orði að það væri nú merkilegt ef mýs væru farnar að hafast við i íþrótta- miðstöðinni, því hann hefði nú haldið að þær þyrftu að komast í skjól! HUSEY JCT HÚSEV BYGGINGAVÖRUVERSLUN VESTMANNAEYINGA A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heima- götu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Spora- fundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 19:00 og 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Áthugið símatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. 19. nóvember UK 17, D7 tónleikcir 21. nóvember Islandsmeistaramótið í vaxtarrœkt í Islensku Operunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.