Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Síða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Könnun starfstíma í framhaldsskólum: Tölvunarfræðingarnir í heimsókn í Athafnaveri unga fólksins. Örn Jónsson er lengst til vinstri á myndinni og Guðjón bæjarstjóri og Páll Marvin lengst til hægri. Athafnaver unga fólksins: Tölvunarfræðingar frá Háskðlanum í heimsókn Á fimmtudaginn í síðustu viku voru tölvunarfræðinemar frá Háskóla Islands í heimsókn í Vest- mannaeyjum. Nemarnir eru á öðru og þriðja ári í tölvunarfræði og var heimsóknin til Eyja hugsuð sem liður í námskeiði um upplýs- ingasamfélagið sem Orn Jónsson kennir í tölvunarfræðinni, en hann er eins og kunnugt er einn af verndurum og guðfeðrum Athafna- vers ungs fólks í Eyjum. Nemendurnir skiptu sér í þrjá hópa þar sem hver hópur fékk eitt verkefni sem hann svo skilar um heimsóknina. Einn hópurinn mun skila verkefni um Athafnaverið, annar um Evrópu- verkefnið IT4FOOD og sá þriðji um Tölvun hf og þá þjónustu sem það fyrirtæki hefur með höndum í Eyjum. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri bauð hópinn velkominn og sagði í stuttu máli frá tölvukerfi to^pns og tengingu þess við hinar ýmsu slofnanirog fyrirtæki. Varhannekki í vafa um að miklir möguleikar væru fólgnir í nettenginum og ekki síst fjarfundabúnaði þeim sem nú væri liltækur í Eyjum og staðsettur er í Athafnaverinu. Sagði hann slíkan búnað ekki síst nauðsynlegan fyrir samfélag eins og Eyjar, þar sem samgöngur geta verið strjálar sökum veðurs og ekki ætíð hægt að mæta á fundi sem nauðsynlegir væru Páll Marvin Jónsson forstöðumaður Athafnaversins kynnti nemunum starfsemi versins, tildrög, markmið og þær hugmyndir sem eru í farvatninu varðandi Áthafnaverið. Einnig sagði hann frá þeim tækjakosti sem nú þegar er til staðar í verinu. Tjáði hann og vilja sinn til að efla samstarf við tölvunarfræðiskor Háskólans. Örn Jónsson guðfaðir lýsti yfir ánægju sinni með móttökumar í Eyjum og sagði að Vestmannaeyjar væru gott fordæmi fyrir byggðarlög sem efla vildu tölvusamgöngur á upplýsingaöld. „Mér þótti mjög við liæft að koma með hópinn til Eyja í tengslum við þetta námskeið sem ég kenni og sjá hvemig Vestmanna- eyingar hafa notfært sér nýjustu tækni og möguleika sem upplýsingasam- félagið ber í skauti sínu.“ Á myndinn eru Guðjón Hjör- leifsson, Páll Marvin Jónsson og Örn Jónsson ásamt lölvunarfræðinem- unum þegar þeir skoðuðu At- hafnaverið. Á sjónvarpsskjánum má sjá ljósmyndarann í litla rammanum neðst til hægri á skjánum, hvar hann tekur myndina af hópnum. Davíð í Tölvun er á skjánum, en hann var í beinu sambandi við kynninguna í gegnum fjarafundabúnaðinn í At- hafnaverinu. Kveðið er á um að árlegur starfs- tími framhaldsskóla skuli eigi vera skemmri en 9 mánuðir og að þar af skuli kennsludagar eigi vera færri en 145. Gildandi kjarasamningar fram- haldsskólakennara og fjármálaráðu- neytis gera ráð fyrir 175 vinnudögum kennara á árlegum starfstíma skóla og auk þess 4 vinnudögum fyrir upphaf eða eftir lok skólaárs. Auk þess binda ákvæði fyrrgreindra kjarasamninga lengd prófatíma við 6 vikur á skólaári. Menntamálaráðuneytið birtir nú í fyrsta skipti upplýsingar um nýtingu árlegs starfstíma í framhaldsskólum og eru þær fyrir skólaárið 1997 - 1998. Upplýsingarnar byggjast á svörum framhaldsskólanna við spum- ingalista sem menntamálaráðuneytið sendi skólunum í lok maímánaðar 1998. Óskað var meðal annars eftir upplýsingum um fjölda kennsludaga, prófdaga og vinnudaga kennara. Listarnir voru sendir til 31 fram- haldsskoja og bar að skila þeim fyrir 16. júní. Allir skólamir hafa nú skilað inn svömm. Ef Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum er skoðaður sérstaklega kemur í ljós að reglulegir kennsludagar skólaárið 1997 -1998 voru haust 68, vor 69, eða alls 137 en flestir em þeir 149 í Hússtjómarskólanum Hallorms- stað. Skertir kennsludagar vom: haust 2, vor 4, alls 6. Meðaltal skólanna er 4. Hæsta gildið er 4 en lægsta 0. Reglulegir prófdagar: haust 10, vor 11, alls 21. Meðaltal skólanna er 20 dagar. Flestirem þeir 31 en fæstir 12. Fjöldi vinnudaga kennara á árlegum starfstíma skóla: haust 85, vor 92 alls 177. Þama trónir Fram- haldsskólinn á toppnum. Meðaltalið er 173 en fæstir dagar em 165. Fjöldi vinnudaga kennara utan starfstíma skóla: haust 2, vor 2, alls 4. Þama er Framhaldsskólinn í meðal- lagi en flestir em vinnudagar utan starfstíma 17 en fæstir 1. Miðað við fjölda vinnudaga kennara í Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum á árlegum starfstíma skóla verður ekki annað séð en að Framhaldsskólinn standi sig vel, því skólinn hefur hæsta gildi af þessum 31 skóla sem sendir vom spum- ingalistarnir. Lægsta gildi er hins vegar 165 hjá Iðnskólanum í Hafnarfírði og Flensborgarskóla. Fyrirlestur um sykursýki Alþjóðadagur sykursjúkra verður Jtaldinn laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Við það tækifæri ætlar Samúel Sveinn Bjarnason að halda fyrilestur unt sykursýki, hreyfingu og mataræði í Arnardrangi kl 15:00. Á eftir verður spjall á léttu nótunum og mun Sammi sitja fyrir svörum. Allir eru velkomnir, sérstaklega sykursjúkir og þeir sem hafa áhuga á heilbrigðu líferni. Fréttatilkynning. Sigurgeir Jónsson skrifar i&tdegi Af keisarans skeggi Flestir vinnudagar kennara í Framhalds- skólanum í Eyjum Islendingar hafa alltaf haft mikla þörf fyrir að vera upp á kant við aðrar þjóðir. Yfirleitt ekki þó nema eina í einu en meðan á því stendur em það vondir menn og konur sem búa í því landi. Lengi vel hötuðust Islendingar út í Dani sem allt áttu að hafa gert okkur til miska á liðnum öldum. Nú til dags heyrist varla nokkur maður hallmæla þeirri ágætu þjóð enda l'áir sem muna svo langt aftur að rifja upp meintar misgerðir þeirra gegn okkur. Einna helst að skólafólk hatist við að læra dönsku. Á dögum þorskastríðanna voru Bretar að sjálfsögðu hataðir en það var um skamman tíma og hefur löngu gróið um heilt. Þá þurlli að finna nýjan blóraböggul, einhvern til að standaí stappi við og hatast út í. Og þess^-stundina eru það Norðmenn sem bæði eru'óalandi og óferjandi. Þeir hafa sýnt okkur hvers kyns ójöfnuð, bæði í markaðsmálum og ekki þó síður í aðgengi að fiskitniðum. Þetta hvort tveggja og raunar fleira hefur gert Norðmenn að óvinum Islands númer eilt í dag. Og nú hefur lleira bæst við. Af einskærum skepnuskap (sem Norðmenn eiga nóg af) ætla þeir sér nú að eigna sér hina ástsælu feðga, Eirík rauða og Leif heppna, sem báðir unnu sér það til ágætis að finna ný lönd í vestri. Fram til þessa hefur eignarréttur Islendinga á þeim feðgum ekki verið dreginn í efa, a.m.k. ekki á Islandi. En nú þegar til stendur á aldamótaári að baða sig upp úr frægðarljóma þeirra og aðallega í vestur- heimi, þá tilkynna Norðmenn að allt sé slíkt á kolröngum forsendum, þeir feðgar hafi alla tíð verið Norðmenn og verði það áfram. Amen. Öll helstu dagblöð í Noregi hafa að undanfömu verið yfirfull af lesendabréfum um þetta mál þar sem flestir halda fram norskum uppmna feðg- anna. Eitthvað hafa íslendingar reynt að malda í móinn en mega sín lítils gegn margfrægri norskri frekju og yfirgangi. I hugum allra sannra íslendinga er þetta svo alvarlegt mál að fiskveiðideilur og markaðsþrætur em hjóm eitt samanborið við það. Skrifari hefur eilítið kannað þetta forræðismál sem hefur þá sérstöðu að hvorugur þeirra, sem deilt er um forræðið yfir, er enn á meðal vor og láta sér sennilega báðir í léttu rúmi liggja hver niðurstaðan verður. Ekki verður það véfengt að Eiríkur rauði fæddist í Noregi. Aftur á móti fluttist hann til Islands og átti þar nokkra viðdvöl. Ekki mun hann þó hafa sótt um ís- lenskt ríkisfang enda slíkt ekki tíðkað á hans dögum. Svo fluttist hann til Grænlands og sótti heldur ekki um ríkisfang þar. Því er það spurning hvort telja á hann Norðmann, Islending eða Grænlending og fer eftir hvort menn vilja láta ráða ættemi, fæðingarstað eða búsetu. Nokkuð öruggar heimildir herma að Leifur heppni hafi fæðst á íslandi, í Dölum vestur. Norðmenn bekenna slfkt með fyrirvara. Faðir hans var norskur og því er sonurinn norskur líka og væntanlega allt hans kyn. Líkast til vom ein- tómir Norðmenn hér á landi allt fram til ársins 1944 þegar lýst var yfir sjálfstæði, sé tekið mið af þessari kenningu. Nú hafa íslendingar verið einkar duglegir að eigna sér hitt og þetta fólk sem hefur átt uppmna sinn hér á landi, t.d. Vilhjálm Stefánsson, landkönnuð og Bertel Thorvaldsen mynd- höggvara. Báðir em þeir taldir góðir og gegnir Islendingar þar sem þeir áttu ættir hingað að rekja og skiptir þá engu máli þótt þeir hafi dvalist nær allan sinn aldur annars staðar. Þótt nokkuð sé liðið á aðra öld frá því að Islendingar fluttust í stórum stíl vestur um haf, köllum við afkomendur þeirra enn Islendinga, með smáafbrigði þó eða Vestur-íslendinga. Skiptir þá engu hver þeirra meining og skoðun er, Islendingar skulu þeir áfram vera, enda unnt að rekja ætterni þeirra hingað. Ekki er óalgengt að íslendingar fiytjist bú- ferlum til annarra landa og setjist þar að, fái ríkisborgararétt þar ytra. Velflestir munu þó telja sig Islendinga áfram og kynna sig sem slíka. Svipað er uppi á teningnum þegar Vest- mannaeyingar flytja héðan upp á fastalandið, þeir telja sig áfram Vestmannaeyinga þó svo að þeir búi ekki hér lengur. T.d. myndi staðar- haldarinn í Viðey, Ragnar Sigurjónsson, sennilega bregðast ókvæða við, dytti einhveijum í hug að kalla hann Reykvíking þótt meira en áratugur sé síðan hann flutti héðan. Meðal annars af þessum sökurn gætum við Islendingar átt erfitt með að standa fast á rétti okkar um yfirráð á feðgunum fyrmefndu. Þeirra þjóðemi er nefnilega ekki alveg á hreinu. Engu að síður er það náttúrlega hrein ósvífni af Norðmönnum að koma fram á þennan hátt og spuming hvort ekki ætti að kalla Eið sendihena heim, láti þeir ekki af þessum yfirgangi. Skrifari býst við að þessir ásteytingarsteinar geti enst okkur íslendingum eitthvað fram á næstu öld til að agnúast út í Norðmenn. Kannski koma þá einhverjir og leysa þá af, rétt eins og Dani og Breta á sínum tíma. Þjóðmálaumræðan á Islandi er nefnilega ekki ósvipuð og var í lúkarsþvarginu á gömlu togurunum, þar urðu menn að þvarga og skipti ekki meginmáli um hvað var þvargað, aðalatriðið var að halda þvarginu gangandi. Þess vegna bíður skrifari þess með talsverðri tilhlökkun að næsta þvargmál komi upp og væntanlega verður þess ekki langt að bíða. Það er þegar menn taka að rífast um hvort halda eigi upp á aldamótin þegar árið 2000 gengur í garð eða þegar árið 2001 kemur. Það mál er svo gagnmerkt að skrifari á þess von að ættemi fyrmefndra feðga muni falla í skuggann af því og jafnvel muni einhverjir gleyma að hatast út í Norðmenn fyrir vikið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.