Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Qupperneq 11

Fréttir - Eyjafréttir - 12.11.1998, Qupperneq 11
Fimmtudagur 12. nóvember 1998 Fréttir 11 Foreldrar Helgu með systurnar Gyðu og Kristínu. Systurnar Gyða, Kristín og Helga. ég var sjö ára. Þá fór ég í fyrsta skipti á Þjóðhátíð. Það var skemmtileg lífsreynsla. Alli leiddi mig um þama á Þjóðhátíðinni að sýna mér mannlífið um kvöldið. Það var fjöldasöngur og lagið sem var sungið var „Hann kyssti hana kossinn einn, kossinn einn og hann kyssti hana kossa tvo, kossa tvo og svo framvegis og þegar komið var í kossa átta, fórum við Alli. Einnig man ég eftir að ég bar út blöð í Eyjum, þetta sumar, Eyjablaðið eða eitthvað álíka blað. Ég tók hjólið mitt og páfa- gaukinn minn með mér til Eyja þannig að Sína fékk mig ekki alveg eina. Það sem gerðist svo var að ég fór með Sínu og Alla í mikið ferðalag upp á land. í því ferðalagi heimsótti Sína vinkonu sína í Deild í Fljótshlíð og næsta sumar var ég komin þangað í sveit og var þar mörg sumur eftir það.“ Dauft í leikhúsinu en fjör á ballinu Helga kom einu sinni sem leikari í leikferð til Eyja með Alþýðuleik- húsinu árið 1981, en þar setti hópurinn upp Blómarósir eftir Ólaf Hauk Sím- onarson og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði. „Ég hafði verið í Leik- listarskóla leikhúsanna, sem starfaði bara í eitt ár, því í kjölfar hans kom Leiklistarskóli ríkisins sem ég fór í og þar var skólabróðir minn, Andrés Sigurvinsson, einn góður Eyjapeyi. Ég man að Vestmannaeyingar voru ekki duglegir að koma á þessa sýningu, þrátt fyrir frábæra aðstöðu sem þeir höfðu í Samkomuhúsinu og að í leikarahópnunt var ein Eyjapæja. Þarna var eitthvað Verkamannasam- bandsþing, leiðinlegt veður og fátt fólk í leikhúsinu, en það var fjör á ballinu. Við sigldum með Herjólfí frá Eyjum í leiðindaveðri og við þurftum að mæta klukkutíma fyrr vegna þess að við vorum með mikinn farangur, heilt bílhlass af leikmynd og leik- munum og það varð að festa bílinn niður - því spáin var slæm. Það var líka hlegið að okkur að vera borða áður en við lögðum af stað, því fólk varð mjög sjóveikt um borð og ég ein af þeim. Ég man það líka að ein leikkonan kallaði á mömmu sína, en ekki manninn sinn þegar henni leið hvað verst. Þetta eru svona brot sem koma upp í hugann.“ Sterkarí litir í Eyjum Eru Vestmannaeyjar eitthvað alveg sérstakar fyrir þér í minningunni? „Já. Mér finnst grasið og allir litir miklu sterkari og fallegri í Eyjum. Sérstaklega græni liturinn. Hann er miklu grænni. Ég veit ekki hvort þetta er einhver innri ljómi frá manni sjálfum, sem endurspeglast í nátt- úrunni. En þetta er að minnsta kosti partur af mér. Ég kom frá þessum stað. En það er nú svo með minnið þegar verið er að rifja upp æskuna að maður man ekki hvað maður man í alvörunni, eða hvað maður man vegna þess að maður hefur haldið því við í minningunni með því að skoða myndir og þess háttar frá fyrri tímum. Ég get samt ekki sagt að ég muni eftir mér sem lítilli stelpu í Eyjum.“ KuikmyndagerðíEyjum Nú komstu til Eyja í sumar í tengslum við sjónvarpsverkefni, sem bandarísk sjónvarpsstöð stóð fyrir hér á landi. Segðu mér aðeins frá því. „Einn ágætur maður, Einar Gúst- afsson, sem er starfsmaður Ferða- málaráðs í New York, þurfti að finna tvo unglinga í unglingasjónvarpsþátt. Þar sem Einar og Sigmar B. Hauks- son, eiginmaður Helgu, höfðu unnið náið saman í sambandi við verkefnið „Good moming America" komst hann ekki hjá því að kynnast syni okkar. Hann sá að þar var peyi á réttum aldri og ófeiminn og skikkanlegur í ensku. í gegnum hans vina- og kunningjahóp fundum við stúlkuna. Eitt af því sem ákveðið var að gera var að fara til Eyja, þar sem mynda átti einn þessara þátta og sýna hvers konar ævin- týraland ísland væri og hvað æskufólk gerði sér til dægrastyttingar og væri einkennandi fyrir fyrir viðkomandi stað. Hins vegar hafði ég ekkert með val á tökustöðum að gera. En af því að þetta unga fólk þurfti að gista, þótti ekki annað við hæfi en að einhver fullorðinn færi með þeim og þar sem mér rann blóðið til skyldunnar og veitti ekki af því að fara í frí, fór ég með.“ Sérðu fyrir þér að þú munir verða í nánari tengslum við Vestmannaeyinga í framtíðinn? „Aður en ég gerðist blóma- kaupkona var ég í alls konar upp- setningum, leikstjóm og sá um árshátíðir. Kannski ég eigi eftir að koma til Eyja í tengslum við eitthvað slíkt. Með Blómálfarekstrinum hef ég verið aðeins í því að skipuleggja og leikstýra atriðum á árshátfðum. En mér finnst mjög skemmtilegt að stýra öðrum og vinna með fólki sem hefur undirbúið skemmtiatriði sem það hefur samið fyrir árshátíðir. En þetta hefur verið mjög vinsælt, sérstaklega hjá stærri fyrirtækjum. Þetta getur stundum verið þriggja mánaða undir- búningstími fyrir eina árshátíð. En oft eru best lukkuðustu árshátíðimar þar sem starfsfólkið sjálft sér um skemmtiatriðin. Svo þegar tíminn kemur þá er rétti tíminn fyrir Eyjar.“ Kvenréttindabaráttan Þú hefur komið að mörgu um ævina, en hvemig stendur á því að þú ferð að hella þér út í kvenréttindabaráttu? „Kvenréttindabarátta, það er ég. Mér finnst svo eðlilegt að opna munninn og tala, ef mér finnst ástæða til. Það hefur ýmsu orðið ágengt í málefnum kvenna, en þó er talsvert langt í land að staða karla og kvenna sé jöfn í samfélaginu. Þá þarf sam- félagið á því að halda að til séu konur, sem tilbúnar eru að opna ntunninn og tala, og berjast íýrir því að jafn gott sé að vera kona og karl í þessu þjóðfélagi. Það kemst aldrei á neinn endanlegur jöfnuður. Kvennabarátta þarf að vera sífellt á verði og vakandi. Það þýðir ekkert að leggjast á koddann og segja að nú sé allt í lagi.“ Hvemig finnst þér staðan í dag? „Hún er voða leiðinleg. Það er ekkert spennandi að gerast. Þetta er líklega gerjunartími og það er ekki mikill æsingur í gangi. Mér finnst hins vegar að veita þurfí konum persónulegt sjálfstæði til þess að þær geti fari þá leið sem þær vilja. Hver kona á að skynja og fínna þá leið sem hún vill fara. Það eru ótal leiðir og engin réttari en önnur. Bara að konur séu vakandi, og opni munninn, þegar þeim finnst ástæða til. Það er fúll þörf fyrir kvennabaráttu og hún á fullan rétt á sér.“ Er eitthvað sem heitir karlabarátta í þínunt huga? „Það skemmtilegasta sem ég hef orðið vitni að lengi var þegar karlar tóku sig saman undir merkinu „Karlar gegn ofbeldi" þar sem þeir vom að hjálpa hver öðrum til að vinna bug á ofbeldishneigð karla. I skólunum em komnir pabbahópar, því auðvitað er þetta spurning um að fá karlana með inn í þennan dásamlega uppeldisheim. Ég segi kannski ekki mýkri mál, en þetta er svo mannbætandi og karlar þurfa á því að halda, auk þess sem samfélagið þarf á hæfileikum og hugmyndum kvenna að halda á þeirra forsendum. Við komumst ekki af nema konur fái líka að stjóma." Karl-kerlingar Eru ekki komnar tvær konur á heimilið og karlmennskan og karl- mennskuímyndin fyrir róða? Helga hlær. Er þetta ekki andstætt öllum nátt- úrulögmálum ef svo má segja? „Náttúran fínnur sér alltaf farveg, svo að ég held að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Það er stundum sagt að fólk verði að byrja heima hjá sér. Kvennabaráttan gengur ekki út á það hver vaskar upp á heimilinu og hefur ekkert með það að gera.“ En hver verður vitund barnanna um kynin ef karlinn verður svona kvenleg týpa? „Ég get ekki séð að það sé neitt kvenlegt að klæða og fæða bamið sitt. Karlinn getur farið á sínar veiðar fyrir því. Fjölskyldan hlýtur náttúrulega líka að standa körlunum næst, að minnsta kosti nær en veiðistöngin.“ Hvemig plumar Blómálfurinn sig með öllu öðru sem þú hefur verið að fást við? „Hann hefur það mjög gott. Hann flytur inn blóm og selur, auk ýmis konar gjafavöm. I því sambandi get ég nefnt að ég er í óbeinu sambandi við Eyjar, vegna þess að verslunin Róma í Eyjum er í góðum viðskiptum við Blómálfinn. Héma er ég sjálfs míns frú innan um aila blómálfana og á mig sjálf. I þessu starfi þarf listræna hæfileika við blómaskreytingarnar. Það þarf að tjá og túlka samúð, gleði og allan skalann. Hémaerulíkamiki! samskipti við fólk og fjölbreytileikinn mikill. Alveg eins og ég vil hafa það,“ segir Helga og snarar sér fram í verslunina til hennar Petru að selja viðskiptavinunum blóm. Benedikt Gestsson Minna, engin venjuleg mamma Árið 1988 kom út bókin Minna „engin venjuleg mamma“ eftir Helgu Thorberg. Þessi bók er byggð á minningarbrotum Guðfinnu Breiðfjörð eða Minnu, eins og hún var kölluð, móðir Helgu. Bókin er skrifuð í kringum þessi brot, þar sem höfundur ávarpar móður sína í 2. persónu. Þannig verður sagan eins og samtal kringum brotin sem móðir hennar skildi eftir. Helga kom til Eyja á sínuni tíma til þess að vinna að þessari bók og afla efnis um þann tíma sem fjölskyldan var í Eyjum. Við grípum aðcins niður í bókina þar sem Minna segir frá fyrstu ferð sinni til Eyja þá 17 ára: „I fýrsta skipti sem ég heimsótti Eyjamar var ég 17 ára unglingsstúlka. Ég fór þangað sem hárgreiðslunemi með meistara mínum að setja pennanent í Eyjakonur. Veðrið var vont. Skipið sem við komum með gat ekki lagst að bryggju heldur varð að hala okkur niður í lóðsbátinn sem valt svo mikið að ofsahræðsla ætlaði að ná tökum á mér. Ég þorði ekki að fara niður í koju, kaus heldur að sjórinn skvettist yfir mig þegar báturinn klauf öldurnar. En Heimaklettur fannst mér stórkostlegur og landslagið hreif mig. Mér datt ekki í hug að þama ætti ég síðar eftir að eiga heima." Minna var mjög virk í leiklistarlífinu í Eyjum og stofnaði meðal annars leikfélag sem hún kallaði Halastjömuna. Én fyrsta sýningin í Eyjum sem hún tók þátt í með LV, var Lénharður fógeti, sem leikstýrt var af Arndísi Björnsdóttur. „Þú lékst þama eitt af aðalhlutverkunum, Guðnýju bóndadóttur á Selfossi. Um framistöðu þína má lesa: „Hefur frúin ekki sést hér á sviði áður, en mun hafa leikið annars staðar. Tekst frúnni vel að sýna geðþrif og svipbrigði, auk þess sem hún hefur góða söngrödd og er frjálsmannleg á leiksviðinu. Fer hún vel með hlutverk sitt.“ Siðar á ævinni brotnar Minna ándlega undan því álagi sem hún lifir við og er langdvölum á geðsjúkrahúsum og undir handleiðslu lækna. „Mínar síðustu minningar um þig em um einstaklega lítilláta og óeigingjama móður sem sagði þegar hún sá að ég sat enn hjá ^enni: „Elskan mín, ertu þarna ennþá.“ Þú verður áfram hjá mér í huga mínum, þó að ég ljúki hér með þessari sögu þinni. Ég verð bara að vona að ein kona, hún Minna, sé sátt við hana. Saga þín er hér með komin á bók og vonandi verður henni tekið eins og þú væntir, hún á að vera innlegg í umræðuna unt breytt viðhorf til fólk nteð geðræn vandamál. Saga þín er verðugt framlag til þessa málstaðar."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.