Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Blaðsíða 1
mwtmiL mwKwii icviwttWK mntti umiift nwui Vetraráœtlun Frá Eyjum Frá Þorl.höfn Mán - lau Sunnudaga Aukaferðir föstudaga kl. 08:15 kl. 14.00 kl. 15.30 kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19.00 /mícw/HÁd Sími 481 2800 Fax 481 2991 14eriói(ur Sfld og meiri sfld Rannsókn vegna jarð- ganga milli lands og Eyja að hefjast -Göngin kosta 8 -10 milljarða, segir Árni Johnsen Næstu daga verða hafnar rannsóknir á möguleikum þess að koma á vegasambandi milli lands og Eyja. Tillaga um fjárveitingu og heimild til samgönguráðherra þar að lútandi var samþykkt á Alþingi í vor en hefur ekki komið til framkvæmda ennþá. A fundi, sem Arni Johnsen al- þingismaður stóð fyrir á laugar- daginn, sagði Halldór Blöndal, samgönguráðherra, að hann hefði haldið að Vegagerðin væri þegar byijuð á verkinu en svo væri ekki. Sagðist hann ætla að sjá til þess að hafist yrði handa á næstu dögum. Kom fram hjá honum að líklega væru jarðgöng besti kosturinn. „Það þarf ekki að tíunda hvað göng þýða fyrir Vestmannaeyjar sem eru þriðji eftirsóttasti ferðamannastaður landsins. Hér þarf að auka fjölbreytni og göng gætu orðið ein leið til þess,“ sagði Halldór. Ámi sagði að byijað yrði á að taka saman fyrirliggjandi gögn um jarðlög milli lands og Eyja. Ljóst væri að jarðgöng yrðu að koma upp við þjóðveginn við Seljalandsfoss. Sagði hann að miðað við þá reynslu sem þegar er fyrir í gerð jarðganga ættu göng milli lands og Eyja að kosta 8 til 10 milljarða. Tæplega 100 manna hópur, starfsmenn Tals hf. og fjölskyldur, tylltu niðurfæti í Eyjum á sunnudaginn. „Við förum reglulega með fjölskyldurnar í ferðir og þegar fréttist að fara ætti til Eyja og skoða Keikó, var áhuginn mikill,“ segir Eyjamaðurinn Ólafur Árnason. „Ferðin heppnaðist frá- bærlega og var vel tekið á móti okkur. Allt gekk upp, sumir höfðu ekki komið til Eyja áður og börnin langaði að skoða Keikó og svo er alltaf svo gott veður í Eyjum,“ Antares VE kom inn til Vest- mannaeyja á sunnudagskvöldið með 540 tonn af sfld sem fengust í Faxaflóanum. Síldinni var landað hjá ísfélaginu og fór langstærstur hluti sfldarinnar í frystingu. Þetta var mjög góð og falleg sfld og var mikil sfldar- stemmning hjá starfsfólki ísfélagsins, en alls voru um hundrað manns sem vinna við sfldina í þessari töm. Er unnið allan sólarhringinn. Eins og sést á þessari mynd var mikill handagangur í öskjunni og góð sveifla í frystingunni. Antares hélt aftur á miðin síðastliðinn þriðjudagsmorgun í þeirri von að finna meira af hinu dýra silfri hafsins. GGI LDU ingar NA amálin á ægilegan h Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉUINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Var djóðhátfðar- borflinueytt? Lögreglunni í Vestmannaeyjum hefur verið falið að rannsaka meint spjöll sem hafa átt að hafa verið unnin á fornminjum í Herjólfsdal í sumar. Það er fornleifanefnd sem fer fram á rannsóknina, en rannsóknin er í höndum Tryggva Kr. Olafssonar lögreglufulltrúa. „Rannsóknin snýst um hvort hinu sögulega þjóðhátíðarborði hafi verið eytt og þá hvort umrætt borð hafi verið hið forna þjóðhátíðarborð, eða eitthvert annað borð.“ Fornleifanefnd er þriggja manna nefnd, skipuð af menntamálaráð- herra, hvar í eru fulltrúar Háskóla Islands, þjóðminjaráðs, og ráðu- neytisins. Núverandi forntaður nefndarinnar er Páll Sigurðsson. Meðal þeirra gagna sem forn- leifanefnd byggir ósk sína á um rannsókn em greinar sem birtust í blöðum í sumar. Tryggvi segir að þessi frumrann- sókn miði að því að afla gagna í málinu og í framhaldi af því meta viðkomandi aðilar hvort ástæða sé til kæru. „Eg legg hins vegar ekkert mat á það, hvemig fram- haldið verður," segir Tryggvi. Sæbjargarmálið pólítiskt leíkrit -segir Cuðni Agústsson Heimildir eru fyrir því að Árni Johnsen muni Ieggja fram lagafrumvarp um afturvirkni kvóta, en málið er borið upp vegna strands og meintrar rangrar afskráningar Sæbjargar VE 56 árið 1984. Guðni Ágústsson alþingismaður, hefur lýst sig andvígan téðu fmmvarpi og segir að þetta mál hafi verið tekið upp fyrir tíu árum en hafi fallið út af borðinu þá. „Ég hef fulla samúð með Hilmari Rós- mundssyni og stöðu Vestmanna- eyja í þessu máli. En mér finnst þetta vera pólitískt leikrit. Ég vil hins vegar fá að varpa fram þeirri spurningu, hvers vegna 1. þing- maður Suðurlandskjördæntis á þingi og sjávarútvegsráðherra flytur ekki málið.“ Guðni segir að ef einhver ætti að taka málið föstum tökum væri það Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra. „Af hverju ekki? Ég hygg að það sé vegna þess að hann sér þau rök, sem ekki ganga upp í málinu. Ef þetta frumvarp nær í gegn, hversu mörg mál munu þá fylgja í kjölfarið? Eg hefði talið að dómsmálaleiðin hefði verið líklegri til þess að skila þessu máli í skynsamlegan farveg."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.