Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Blaðsíða 16
Verð áður Verð nú Kornax hveiti, 2 kg b-99 59 Flórsykur, 500 g kf-79 64 Púðursykur, 500 g kr. 81 69 Strósykur, 2 kg b-199 169 Ljóma smjörlíki, 500 g b+17 119 Konsum suðusúkkulaði 500 g bA% 169 Notið einstakt Frétto- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293 SIMI FIRÐIR FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM DwgltterMkknrtékméimtr. Voruafgreiðsla tidldÍBgawagl 4 Sfnl 481 3440 Voruafgreiðsla í Reykjavík Cinsl S81 3030 Öll móttaka ferðamanna. skóla- og íþróttahópa FAX 481 1927 0)481 1909 - 896 6810 Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson smmenmiiii V481-2943, l» 897-1178 Atvinnuleysi ísögulegu lágmarki Atvinnuástand hefur verið mjög gott í Vestmannaeyjum undan- farnar vikur. Langt er síðan jafnfáir hafa verið á skrá yfir at- vinnulausa og um þessar mundir, þá má telja á fingrum beggja handa. Á miðvikudag í síðustu viku voru níu manns skráðir at- vinnulausir, fjórar verkakonur, einn verkamaður, tveir versl- unarmenn og tveir frá Starfs- mannafélagi Vestmannaeyja- bæjar. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja, sagði að atvinnuástandið væri mjög þokkalegt. „Ég held að flestir fái vinnu í dag sem biðja um hana. Þeir fáu, sem skráðir eru at- vinnulausir, eru aðilar sem ekki em gjaldgengir á hinum harða vinnumarkaði í Vestmannaeyjum, ýmissa hluta vegna,“ sagði Jón. Frekar vantar fólk til starfa en hitt, t.d. hefur Vinnslustöðin sótt um leyfi til að flytja inn 20 útlendinga til starfa hjá fyrirtækinu. Á laugardaginn var dagur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn hátíðlegur víða um land og Leikfélag Vestmannaeyja lét ekki sitt eftir liggja. Leikfélagið er nú að undirbúa æfingar á barnaleikritinu Bangsimon og notaði tækifærið til þess að minna á leikritið og starfsemi Leikfélagsins af þessu tilefni. Vinir Bangsimon komu sér því fyrir á góðum stað í bænum þennan dag og seldu hunang (hvað annað) og hunangsbrauð. Því miður komst Bangsimon ekki á þennan gjörning með vinum sínum, vegna þess að óttast var að hann myndi borða allt hunangið. Á myndinni má sjá nokkra vini Bangsimons ásamt krökkum sem fylgdust með af áhuga. F.v. Kaninka, Grísinn, Asninn, Uglan og ein upprennandi stjarna hjá Leikfélaginu sem er í kisubúningi. Vonir standa til að Leikfélagið frumsýni leikritið um næstu mánaðamót og í framhaldi af því að sýna það um hverja helgi fram til jóla. Sæbjargarmálið: Afstaða Siglinga- stofnunar óbreytt Sveinn Andri Sveinsson einn eigenda Sæbjargar VE 56 sem strandaði árið 1984 hefur staðið í nokkrum bréfaskriftum undan- farið við Siglingastofnun vegna afskráningar skipsins og hugsan- legra möguleika á að fá loðnu- kvóta þann sem á skipinu var, til útdeilingar á ný vegna mistaka Siglingamálastofnunar sem þá hét. I svörum Siglingastofnunar ítrekar stofnunin fyrra álit sitt að ekki sé hægt að útdeila kvóta af skipi sem hefúr verið afskráð, að hennar mati á eðlilegan hátt. I bréfi stofnunarinnar frá 13. febrúar síðastliðinn er staðfest að ekki hafi fundist hjá stofnuninni skrifleg gögn varðandi umrædda afskráningu, en þess jafnframt getið „að við framkvæmd afskráningar strandaðra skipa hjá Siglinga- málastofnun ríkisins mun það ekki hafa verið gert að almennu skilyrði fyrir slíkum afskráningum að fyrir lægi skrifleg beiðni eða önnur gögn þar að lútandi."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.