Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 19.11.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 19. nóvember 1998 Það hefur löngum verið mörgum manninum þyrnir í augum að standa frammi fyrir því að hætta að vinna á efri árum og þurfa hugsanlega að láta tímann líða í aðgerðaleysi. Mörgum er þetta óbærilegt, hvort heldur af heilsufarsástæðum eða öðrum sökum. Aðrir þrjóskast við og finna sér eitthvað að dútla við þegar starfsævinni lýkur. Sumir hlakka lfka til þeirra daga að geta hætt daglegu brauðstriti og hafa átt sér þann draum lengi að snúa sér að öðru. Á þessum málum eru margar hliðar. Fréttir ákváðu að skoða þá hlið sem snýr að mönnum sem enn þá hafa fullt starfsþrek og ákváðu að láta ekki tímann líða án þess að taka sér eitthvað fyrir hendur. sj álfgefið að Kfið sé 1 Einar segir að liessi smíðauinna hjá sér sé að mestu leyti bundin við veturinn. „Ég hei bað mörg önnur áhugamál sem ég stunda yfir sumarið að hað er lítill timi til aðsinnasmíðunum. Égstunda mikið golf og fer í úteyjar í lunda ogslíktásumrin. Mérfinnst vanta eitthvað í árið ef ég kemst ekki í útey á sumrin. Smíðarnar eru bví aðallega stundaðar í svartasta skammdeginu og begarvonterveður. : I < 1 ^ 1 8 1 ' ú 1 « Veit ekki hvað er láta sér leiðast -segir Einar Ólafsson sem rennir m.a. penna í frístundum sínum Árið 1987 seldi Einar Ólafsson, skipstjóri og útgerðarmaður, loðnu- skipið Kap II og fór í land. Hann hafði verið á sjó frá 18 ára aldri og fannst komið nóg. „Mér fannst passlegt að hætta þegar vel gekk. Vinnslustöðin keypti bátinn og á hann enn og síðan hef ég ekki komið á sjó fyrir utan einn og einn trillutúr mér til garnans. Eg var lengst af vélstjóri en slæddist út í að vera með bát sjálfur.“ Ég hafði mælt mér mót við Einar heima hjá honum í Hrauntúninu, eftir að mér hafði tekist að sannfæra hann um að erindið væri gott. Hann lét til leiðast, en taldi jafnvel miklar líkur á því að ég myndi hvort eð er ekki ftnna staðinn og lenda á röngum stað. Ég fékk samt greinargóðar leiðbeiningar og eins og við mátti búast fann ég staðinn, ekki mjög móður eftir gönguna. Dyrabjallan, smá bið, hurðarhúnninn, dyragættin og Einar tekur þéttingsfast í hendi og allt í einu finnst mér hann vera innsæismaður. Hann brosir og biður mig að bíða, hann verði að fara út hinum megin, því skórnir hans séu þar. Við ætl- uðum nefnilega að rölta út í bílskúr. þar sem Einar hefur tryggt sér hlýja en smáa aðstöðu til þess að vinna að einu helsta hugðarefni sínu; smíðum. Þegar ég sé aðstöðuna og þá nægjusemi sem mér finnst felast í þessu umhverfi, er ég allt að því sannfærður um að Einar hljóti að hafa einhverja sýn á tilveruna, sem ekki á samleið með neinni annarri. „Þetta byrjaði bara sem fikt,“ segir Einar. ,,Ég keypti rennibekk árið 1990 og svo varð þetta einhvers konar árátta. I fyrra fór ég svo á helgar- námskeið í rennismíði sem ég hafði mjög gott af, því það er nauðsynlegt að kunna að beita sér rétt við rennibekkinn. Þannig að í fyrstu var þetta eins og latína fyrir mér. Hins vegar hef ég alla tíð dundað ýmislegt og smíðað, þó ég hafi ekki haft kunnáttu til þess.“ Hvað er það sem þú rennir aðallega? „Það eru pipar- og saltstaukar og einnig pennar, en þegar ég var að byrja í þessu renndi ég aðallega skálar og því um líkt. Ég hef líka verið að útbúa húsaskilti, en það er miklu grófari smíð en pennar og pipar- staukar. I þetta nota ég alls konar viðartegundir bæði innlendar og Hér er ég sjálfum mér nógur -og þarf ekki að leika mér að tuskuboltum, segir Friðþjófur Másson sem tekur renniverkstæðið fram yfir Eldri borgarafélagið Fiddi í Valhöll hætti að vinna fyrir einu ári, en hafði verið afgreiðslu- stjóri hjá Herjólli í tuttugu ár og þar áður til sjós. „Reyndar var ég kallaður staðarhaldari síðustu árin hjá Herjólli og kunni því bara vel. Eg var þá það sem stundum er kallað allt muligt maður,“ segir I’iddi þegar ég banka upp á hjá honum í bilskúrnum, hvar hann hefur komið sér upp rúmgóðu og vistlegu smíðaverkstæði. Hann situr við helilbekk og drekkur kaffi, fær sér í nefíð og vindilsmók með hléum. „Það versta sem fuilorðinn maður gerir er að gera ekki neitt, eða liafa ekkert fyrir stafni.“ Það er allt mjög þrifalegt og skipulagt hjá Fidda og hann fer að segja mér hvernig hann hagar tíma sínum í skúrnum. „Hér er ég með allt til alls, rennibekk, sagir, tæki og tól, kaffi vindil, neftóbak og svo get ég farið í sturtu þegar ég hætti við rennibekkinn þar sem ég hef verið að búa til þessa hluti sem ég hef verið að dútla við. Ég varð sjötugur í fyrra og pantaði renni- bekk frá fjölskyldunni í afmælisgjöf, svo ég hefði eitthvað að gera ef tóm gafst til. Nú tómið hefur gefist bærilegt og nú er ég farinn að renna skálar, kertastjaka og nokkra fundarhamra hef ég gert." Sturta í bílskúrnum, fyrirgefðu verk- stæðinu? . Já þetta er bæði bílskúr og verkstæði og þetta með sturtuna er bara praktískt atriði. Ég held að ég haft ekki farið í sturtu inni hjá mér í ein sex ár. Það er miklu betra héma. Enginn vatnsaustur út um allt, heldur rennur þetta beint í niðurfallið. Sjáðu, hér steypti ég upp smá kant til þess að stýra vatninu rétta leið.“ Mér sýnist þú hið mesta snyrtimenni, miðað við að hafa hér bæði versktæði og bílskúr? Ja, ég veit það ekki nteð sjálfan mig, en ég vil hafa röð og reglu á hlutunum og geta gengið að þeim á vísum stað. Það kom til mín maður einu sinni. sem sagðist ekki myndi nokkum tíma bjóða mér í sinn skúr, því að þar væri allt í drasli.“ Varstu búinn að eiga þér þennan draum lengi að konta þér upp rennibekk að smíða við í ellinni? „Nei ekki get ég nú sagt það. Þetta var eins og hver önnur hugmynd sem kviknaði, en hins vegar var ég búinn að ákveða að ég ætlaði ekki að sitja auðum höndum þótt ég hætti að vinna. Eldriborgarafélagið var búið að bjóða mér að koma og henda einhverjum fisbolta út í loftið, bocchia trúi ég það heiti. Ég sagði að það væri ekkert fyrir mig og við það sat. Hér er ég sjálfum mér nógur og þarf ekki að leika mér að tuskuboltum." Fiddí segist aldrei hafa komið nálægt smíðum áður, hó geti hann kannski ekl svarið hað af sér að hafa komíð nálægt smíðí hriggja húsa um ævina, auk hess ai hafa dyttað að ýmsu heima hjá sér.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.