Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Friður2000safnar jólagjöfumfrá íslenskumbörnum Friður 2000 hefur undanfarin ar staðið fyrir því að safna jólagjöfum frá íslenskum börnum og færa fátækum börnum úti í heimi. Verður svo einnig um þessi jól. Tekið verður á móti pökkum hér í Vestmannaeyjum á Bröttugötu 23 á kvöldin og um helgar. Þeir sem hafa áhuga á að gleðja fátæk börn vinsamlegast pakkið gjöfunum inn í jólapappír og merkið hvort er fyrir strák eða stelpu og fyrir hvaða aldur. Það má skrifa bæði á íslensku og ensku. Upplýsingar veitir Konný, sími 481-2282 og 698-2282. Fréttatilkynning Handverksmarkaður íAlbvðuhúsinu Nú hefur hópuir handverksfólks tekið sig saman og ætlar að vera með handverksmarkað í Al- þýðuhúsinu. Opið verður laugar- dagana 28. nóvember, 5. og 19. desember frá kl. 13:00 til 18:00. Ymsar uppákomur verða, svo sem söng- og tónlistaratriði, bamahom, kaffisala, kynningítr, og happdrætti. Mjög mikið úrval af vörum og tilvalið að kaupa jólagjaíimar, en sjón er sögu ríkari. Við viljum tninna á happdrætti sem fylgir auglýsingu sem borin verður í hús í dag, en skila þarf miðanum í kassa í Alþýðuhúsinu og verður dregið um fimm vinninga hvern laug- ardag. Með von urn góðar undir- tektir og jólastemmningu. Handverkshópurinn Fréttatilkynning Vínningshafíá Amerískumdögum í tengslum við Ameríska daga sem voru á dögunum hjá verslunum KA, efndu KÁ og Flugleiðir til ferðaleiks fyrir viðskiptavini sína. I vinning var utanlandsferð fyrir tvo til Minneapolis í Bandaríkjunum. Hinn heppni vinningshafi er Þómnn Óskarsdóttir Smáratúni 20 Selfossi. Karl West verslunarsjóri KÁ á Selfossi og Sigurður Gunnar Markússon sölustjóri verslunar- sviðs KÁ afhentu Þórunni vinn- inginn Fréttatikynning ikkieinsdæmiað brjár konur sítjí í bæjarráði I síðustu Fréttum er því varpað l'ram hvort það sé í fyrsta skipti f sveitarstjórn að þrjár konur hafi setið í bæjatráði. Þetta er ekki einsdæmi því hinn ágæti Eyja- maður og fyrrum bæjarstjóri í Mosfellsbæ Páll Guðjónsson, segir að þetta hafi gerst þar á bæ árið 1991. JðlafundurAglow Jólafundur Aglow verður mið- vikudagskvöldið 2. desetubr kl. 20.00 í safnaðarheimili Landa- kirkju. Kafft og veitingar, verð kr. 400. Allir velkomnir, konur og karlar. Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir barnaleikritið Bangsimon undir leikstjóm Guðjóns Sigvaldasonar Fmmsýning verður laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00 Önnur sýning verður sunnudaginn 29. nóvember kl. 14.00 Nœstu sýningar verða alla laugardaga og sunnudaga kl. 14.00 Miðasalan opnuð klukkutíma fyrir sýningu. Miðapantanir í síma 481-1940 og eftir klukkan 18.00 hjáRunaí síma 481-2269 Fjör á árshátíð Vinnslustöðvarinnar Árshátíð Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum var lialdin með miklum glæsibrag í Týsheimilinu laugardaginn 14. nóvember og mætti vel á þriðja hundrað manns í teitið sem sem tókst í alla staði mjög vel. Darri Gunnarsson var veislustjóri kvöldsins og reytti af sér brandarana. Guðmundur Kristinsson, starfsmaður Vinnslustöðvarinnar, fór með gamanmál um samstarfsfólkið og Árni Johnsen kom og stjórnaði fjöldasöng cins og honum einum er lagið og náði upp góðri stemmningu. Hljómsveit Vinnslustöðvarinnar, sem ncfnist Vélar og vandræði sló í gegn og í lokin lék hljómsveitin Karma fram á nótt. Foreldrar Íslandsmeístarans í vaxtarræki Stína og Hörður, skemmtu sér konunglega. Topparnir skemmtu sér eins og aðrir. Þarna má sjá Binna að- stoðarframkvæmdastjóra, Geir stjórnarformann og Sighvat fram- kvæmdastióra. Þrfátiu af 100 f hönnunaiKeppni úr Hamarsskóla Á sunnudaginn 29. nóvember næstkomandi mun fara fram Fata- hönnunarkeppni grunnskólanema í 8., 9., og 10. bekkjum í Laug- ardalshöllinni. Keppnin ber yfir- skriftina -Fegurð og frelsi- og er haldin í samvinnu við Newman’s Own, sem er styrktaraðili keppn- innar. Krakkarnir hafa verið að vinna að undirbúningi þessarar keppni í haust og hafa 30 krakkar í Hamarsskóla, af 100 sem sendu inn tillögur af öllu landinu, verið valin til þess að taka þátt í keppninni. Á hverju ári er markmið keppninnar að auka á listsköpun unglinga en þema keppninnar hefur alltaf verið nýtt á hverju ári. Allir unglingar í 8., 9., og 10. bekkjum grunnskóla landsins áttu kost á að senda inn teikningar en fagfólk velur síðan úr eina teikningu fyrir hvem bekk og hvem skóla. Á sunnu- deginum kl. 08:00 byrja svo förðunarfræðingar, módel og að- standendur að koma sér fyrir. Keppnin mun svo standa yfir allan daginn og úrslit væntanlega tilkynnt seinnipartinn á sunnudeginum. Allurágóði af keppninni (þátttöku- gjald og aðgangseyrir, kr. 100) mun renna óskiptur til styrktar sykur- sjúkum bömum og mun Ingvar Karlsson, eigandi Newmans Own á Islandi og aðal styrktaraðili keppn- innar, afhenda Áma Þórssyni yfirlækni á bamadeild Landsspítalans ásamt 10 til 12 sykursjúkum bömum upphæðina.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.