Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Side 17
Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Fréttir 17 Blrgltta hefur búlð í Álaborg í Danmfirku í flmm og hðlfl ðr og hefur nð vorlð valln í danska unglingalandsllðlð bæði var að ég æfði ekki mikið og svo munar mikiu að hafa ekki þjáifarann sinn með sér á mótum. Ef manni gengur illa þá er mjög gott að hafa góðan þjálfara, sem hægt er að tala við. Þjálfarinn minn er reyndar færeyskur og heitir Jón Bjarnason og er mjög góður.“ Birgitta hefur mikinn áhuga á því að leggja rækt við sundið sem keppnisgrein og segist hafa mikinn metnað. „Það þýðir ekkert að vera í þessu ef maður hefur ekki áhuga.“ En er ekki mikill munur á því að synda í laugum á íslandi og erlendis? , Jú það er mikill munur,“ segir Birgitta. „Það er miklu meiri klór í laugum erlendis en á íslandi og þær eru heitari, en þar eru hins vegar útilaugar. I Danmörku eru innilaugar, en vatnið aftur á móti kaldara. Það er betra að keppa í kaldari laugum. En í Vestmannaeyjum er vatnið hlýrra og mikið salt í því. Þetta er spurning um hverju maður er vanur.“ En saknar þú ckki Vestmannaeyja? , Jú mjög mikið og langar að eiga heima þar, en ég get ekki tekið ákvörðun um það fyrr en ég er orðin átján ára. Þá er aldrei að vita nema ég komi heim,“ segir hin efnilega sunddrottning. Birgitta Stefanía Hólmgeirsdóttir úr Eyjum gerir það gott sundi í Danmörku: Danir vilja að hún æfi með danska landsliðinu Það er alltaf gaman að heyra af Islendingum á erlendri grund sem eru að standa sig vel og ekki eru Vestmannaeyingar síst hrifnir af sínu fólki á framabraut í útlöndum. Birgitta Stefanía Hólmgeirsdóttir er Vestmannaeyingur. Hún er 13 ára gömul dóttir Hólmgeirs Jóhannssonar og Elísabetar Jónsdóttur. Birgitta hefur búið í Alaborg í Danmörku í fimm og hálflt ár og hefur nú verið valin í danska unglingalandsliðið í sundi. Um síðustu helgi tók hún þátt í sundmóti í Kaupmannahöfn þar sem tíu bestu stelpurnar úr hverju liði voru valdar til keppni. Birgitta hefur æft sund í þrjú ár og segir að sér hafi gengið mjög vel fram til þessa. „Ég æfði fyrst í tvo mánuði einu sinni í viku, en var svo færð upp og æfði þrisvar í viku. Nú æfi ég á hverjum degi með með liði númer eitt í mínum aldursflokki og hef verið beðin um að æfa með danska unglinga- landsliðinu.“ Birgitta hefur stað sig best í 100 m bringusundi og 100 m skriðsundi og það er í þeim greinum sem hún hefur náð lágmörkunum til þess að verða valin í danska landsliðið. „Lágmarkið í skriðsundinu er 1.05 mínútur og ég var einni sekúndu undir því, en lágmarkið í Birgitta gerir sig klára fyrir sund- spreti bringusundinu er 1.21 mínúta og ég var fjórum sekúndum undir því.“ En þarftu ekki að vera danskur ríkisborgari til þess að synda með landsliðinu? „Ekki ef ég syndi á mótum innanlands eða á vina- og æfingamótum milli landa, en ef ég tæki þátt í einhverjum stærri keppnum eða Ólympíuleikum, þá verð ég að vera danskur ríkis- borgari. Mér finnst nú samt of snemmt að fara að hugsa um Olympíuleikana núna. Samt er ég nú að hugsa um að gcrast danskur ríkisborgari, en ég er búin að segja jjjálfara mínum í unglingalandsliðinu sem er reyndar Islendingur og heitir Ragnar Guðmundsson, að ef ég kæmist á Olympíuleika þá myndi ég vilja keppa fyrir Islands hönd. Hann varð að vísu dálítið súr, en sagðist myndi gera það sjálfur ef hann stæði frammi fyrir slíku vali.“ Birgitta segist alltaf hafa komið til Islands á sumrin og verið bæði í Eyjum og á fastalandinu. „I sum- ar var ég þrjár vikur á hvorum stað og æfði aðeins með Sundfé- lagi Hafnarfjarðar og fékk að taka þátt í Sundmeistaramóti Islands í sumar. Reyndar gekk mér ekki vel á því móti, enda meira kannski til gamans gert, Hljómleikar D-7 á Höfðanum sl. fimmtudagskvöld: Kraftmikill og persónulegur stíll á sinn líka meðal hljómsveita sem em að kveða sér hljóðs. Þótt heyra mætti áhrif úr ýmsum áttum þá máðust þau út og til var eitthvað sem kalla má þeirra. Enda var lagavalið líka nokkuð slungið og hefði sómt sér vel á dagskrá hljómsveita kringum 1970. Það er ekki nokkur vaft á þvf að D-7 er hörku tónleikahljómsveit. Þeir náðu góðum tökum á salnum og fengu alla til að vera með og var ekki annað að sjá og heyra en tónleikagestir kynnu vel að meta bæði efnisvalið og flutninginn. Hljómsveitin flutti tvö frumsamin lög, annað þeirra „You wish me something" var geysi grípandi rokk- ballaða, sem söngvarinn fór einkar vel með og varð mér hugsað til sæludaga á gömlum grammafón þar sem Ian Anderson söngvari Jethro Tull Iyfti sálinni í æðra veldi. Góður klassískur rokkari. Seinna lagið, „Better“ var kannski ekki eins grípandi, en ágætis- hljómagangur í þvf. I bland flutti hljómsveitin svo lög eftir þekktar hljómsveitir fyrr á áraum, eins og Bítlana, Simon og Garfunkel. Chuck Berry og fleiri, auk nútíma átrúnaðargoða ungs fólks; Oasis, Pearl Jam og Pál Oskar. Sökum ungs aldurs áheyrenda, líklega frá 12 til 15 ára, voru flestir farnir kl. 22:00 og spuming um að byrja tónleikana fyrr, svo krakkarnir hefðu getað verið alla tónleikana, og þar af leiðandi ekki háðir reglum um Ólafur söngvari fær áheyrendur tíl að taka lagið. útivistartíma. Eitt sem ég reyndar fór að velta fyrir mér á heimleiðinni var eitthvað sem hefur verið kallað kynslóðabil. Vegna þess að einhvem veginn fannst mér að þessir tónleikar hefðu getað höfðað jafnt til foreldra og unglinga. Og geri ég það nú hér með að tillögu minni að D-7 efni til tónleika þar sem hrista mætti kynslóðimar saman. Hugsið um það. Benedikt Gestsson Hin orkuríka Vestmannaeyja- hljómsveit D-7 hélt tónleika á Höfðanum síðastliðið fimmtudags- kvöld. Tónleikarnir voru haldnir í samvinnu við UK-17, unglinga- klúbb íslandsbanka, sem er klúbbur fyrir unglinga á aldrinum 12 - 17 ára, þó mér sýndust krakkarnir vera frekar nær tólf ára aldrinum. D-7 ætluðu að stíga á svið kl 21:00, en vegna tæknilegra örðugleika varð dálítil seinkun. Þegar hljómsveitin svo steig á sviðið hófu þeir leikinn af miklum krafti og héldu uppi fullri keyrslu alla tónleikana, reyndar með fimm mínútna pásu, en svo var allt keyrt upp aftur. Efnisskrá tónleikanna var mjög fjölbreytt og tók trúlega nokkurt mið af þeim áheyrendum sem tónleikamir voru stílaðir á. Engu að síður er ákveðinn undirliggjandi persónulegur stfll sem einkennir flutning hljóm- sveitarinnar sem fellur mér, fram- sæknum og rokkblúsuðum, vel í geð. Það er eitthvert undirliggjandi „dræv“ í fiutningi hljómsveitarinnar sem ekki Hljómsueitin nær uel til áheyrenda og á fullt erindi tíl fólks áöllum aldri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.