Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 26. nóvember 1998 Smári Harðarson íslandsmeistari í vaxtarrækt 1998: Súpermann tekur flugið -Vann sinn þyngdarflokk, heildarverðlaunin og pósu verðlaunin Smári kom Sii Bað henn „Þetta var tilfinningarík stund og keppnin vel heppnuð,“ sagði Smári Harðarson, nýkrýndur Islands- meistari í vaxtarrækt þegar Fréttir slógu á þráðinn til hans á þriðju- dagsmorguninn þar sem hann var staddur á hótelherbergi í London með Sigurlínu Guðjónsdóttur sam- býliskonu sinni. „Auðvitað vonaðist maður til að ná góðum árangri en að ná öllum pakkanum kom þægilega á óvart. Vinir og vandamenn vom að segja að ég væri bestur og ætti alla möguleika á að sigra en auðvitað getur maður aldrei verið viss um sigur fyrirfram." Smári vill ekki þakka sér einum sigurinn og segir að Hressóijölskyldan, eins og hann vill kalla eigendur. starfsfólk og nemendur sína á Hressó, hafi stutt dyggilega við bakið á sér. „Ég er í raun orðlaus og þakka öllum sem hjálpuðu mér með einhverjum hætti. Það er ógleymanlegt fyrir okkur Ragga að það skuli mæta fjöldi manns í íslensku óperuna til að styðja við bakið á okkur. Þarna fann maður hvað maður á góða vini en ekki bara kunningja í þessum hóp sem er í kringum Hressó. Anna Dóra og Jóhanna stóðu fyrir því að fá fólkið til að mæta og fyrir þeirra RAGNAR ÞOR Ragnarsson lenti í þriðja sæti í -75 kg flokki á íslands- mótinu í vaxtarrækt uni síðustu helgi. Ragnar Þór segir að keppnin hafi verið jöfn og spennandi í þessum flokki, en þetta sé í annað sinn sem hann taki þátt í Islandsmótinu. „Eg keppti síðast fyrir tveimur árum og lenti í þriðja sæti þá líka, þannig að ég stefndi að því að ná betri árangri núna. En þetta er niðurstaðan og við hana uni ég þé að ég sé ekki mjög ánægður.“ Ragnar segir að þrátt fyrir að hann hafi aðeins náð bronsinu, þá hafi verið mjög gaman að taka þátt í mótinu. „Þetta var mjög skemmti- legt og frábær stemmnig. Stuðnings- menn sem komu á mótið frá Vestmannaeyjum eiga stóran hlut í velgengni okkar sem komu frá Eyjum og tókum þátt í keppninni. Stuðningsmennirnir áttu stóran hlut í þessum sigri og vert að þakka hlut þeirra í frábærri stemmningu á staðnum.“ Þrátt fyrir að hafa bara náð þriðja sætinu, þá ætlar Ragnar Þór ekki að láta deigan síga. „Eg held að öllum líkindum áfram og stefni á fyrsta sætið að ári,“ segir Ragnar Þór að lokum. I'llbeback, Smárierekki týpaíannaðsætið Smári Harðarson er flestum Vest- mannaeyingum kunnur. Við þekkjum Smára sem sundþjálfara, líkamsræktar- þjálfara, athafnamann í Keikóverk- efninu og svo ekki síst fyrir einlægan og afdráttarlausan áhuga á vaxtarrækt. Hann hefur keppt á Islandsmeistara- mótinu í vaxtarrækt nokkur undanfarin ár með sífellt betri árangri og síðasta ár varð hann annar í sínum þyngdarflokki og þriðji í heildarkeppninni. Smári er ekki maður sem lætur sér nægja annað sætið og því kom það ekki nokkrum manni á óvart að hann ætlaði að keppa í ár. Ekki vantaði heldur áhugann meðal bæjarbúa. Fjöldi aðila hefur styrkt hann á margvíslegan hátt og fimm fremstu bekkir Islensku Oper- unnar, þar sem mótið var haldið, voru skipaðir stuðningsfólki Smára frá Vestmannaeyjum, af Reykjavíkur- svæðinu og töluverðum fjölda sam- starfsmanna Smára hjá Free Willy samtökunum, frá Bandarikjunum. Reyndar nálgast það kraftaverk að við skyldum fá svo góð sæti, því miðamir á keppnina seldust upp á einum og hálfum tíma. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin í Islensku Operunni, en undan- farin ár hefur keppnin verið í Loftkastalanum, en það húsnæði nægði ekki lengur. Það er ljóst að Islenska Operan dugir ekki heldur, svo nú liggur fyrir að það þarf að ftnna keppninni stærra húsnæði að ári. Undirbúmngur Það er ekki fyrir hvem sem er að taka þátt í þeim undirbúningi og æfingum sem tilheyra því að vera keppandi á vaxtarræktarmóti. El'tir keppnina í fyrra tók Smári sér vikufrí. Það stóð til að hafa það lengra en hann var strax farinn að hugsa til næsta Islandsmeistaramóts. Því hafa æfingar hans staðið linnulaust yfir frá 1. desember í fyrra og þar til þremur dögum fyrir mótið um síðustu helgi. Innan við fimm æfingadagar hafa fallið úr á þessu 12 mánaða tímabili. Jól, þjóðhátíð, afmælisdagar og annað þess háttar hefur ekki haft áhrif á æfingar og markmiðið allan þennan tíma hefur aðeins verið eitt, að vinna Islandsmeistaratitilinn í vaxtarrækt 1998. Þar að auki er mataræðið til að gera hvem meðalmann vitlausan. Fitu- og sykurlítið í fyrstu átta til níu mánuði. Alltaf passað upp á að fá nóg prótein (fiskur, kjöt, mjólkurvörur) og nóg kolvetni til að hafa orku í æfingarnar (brauð, kornvömr, ávextir). Eftir þessa fyrstu átta mánuði ársins milli móta fer að káma gamanið, því þá minnkar matarskammturinn um svona 20%. Prótein eykst sem hlutfall en kolvetni minnkan Sykur og fita hverfur nær alveg. A mæltu máli þýðir þetta: Morgunkom í morgunmat með undan- rennu út á. Próteindrykk um tíuleytið. Þurrt brauð, skyr og undanrennu í hádeginu. Próteindrykk í eftirmið- daginn og fitulaust kjöt og hrísgrjón í kvöldmat. í þrjá mánuði og aldrei svindlað. Til að auka enn á yndis- leikann þarf að stunda brennsluæftngar sem skila bestum árangri ef þær em gerðar á morgnana, strax þegar maður vaknar og á fastandi maga. Brennslu- æfingarnar em skokk og hraður gangur í 30 - 40 mínútur á dag, fimm daga vikunnar. Síðustu vikuna má ekki borða neitt salt eða krydd (það bindur vatn í líkamanum) og ekki fara í ljós (bindur vatn í húðinni). Síðustu 3 dagana neyta menn ekki vökva. Ekki einn sopa. íhverjuerkeppt I vaxtairæktarkeppni dæma fimm dómarar auk aðaldómara keppendur eftir þremur atriðum aðallega. Massa, þ.e. vöðvamassa keppenda. Samræmi, þ.e. samræmi milli líkamshluta. Og skurði, þ.e. hve vel keppendum hefur tekist að ná af sér fitu til að vöðvar og vöðvaskil sjáist. Keppt er í fjórum þyngdarflokkum, auk flokka unglinga, kvenna og fullorðinna karla og einnig í heild- arkeppni kvenna og karla en í henni keppa þeir bestu úr öllum flokkum. Auk þess eru veitt verðlaun fyrir skemmtilegustu rútínu (sýningu). Þannig getur sami keppandi unnið sinn þyngdarflokk, heildarkeppnina og rút- ínuverðlaunin. Keppnin sjálf Keppnin hófst á forkeppni kl 13 á laugardaginn var. Þar fara keppendur í gegnum sína rútínu og dómarar hafa betri tíma til að meta hvern og einn heldur en um kvöldið í aðalkeppninni. Það var ljóst nokkru fyrir keppnina að Magnús Bess, margfaldur íslands- meistari í flokki Smára og margfaldur sigurvegari í heildarkeppninni yrði því miður ekki með. En Magnús var svo óheppinn að slíta brjóstvöðva í keppni á Islandsmeistaramótinu í bekkpressu síðastliðið vor. Keppnin var þó engu að síður hörð og fyriifram bjuggust menn helst við að Smári yrði í vandræðum í heildarkeppninni og þar voru þeir Guðmundur Bragason og Jón Gunnars- son taldir hættulegastir. Islandsmeist- aramótið í vaxtarrækt er sífellt að verða glæsilegra og Daníel Olsen mótsstjóri og hans fólk eiga heiður skilinn fyrir þær framfarir sem orðið hafa á þessu mótshaldi undanfarin ár. Samhliða þessum framförum hefur áhuginn aukist og þar með áhorfendafjöldinn. Urslitin I þyngdarflokki Smára kepptu einnig þeir Vihjálmur Hauksson og Hermann Haraldsson og var ekkert vitað fyrirfram um þá nema að þeir hefðu bætt sig verulega milli ára. Þeir Guðmundur og Jón kepptu í sama þyngdarflokki og því nokkur eftir- vænting um hvor hefði betur. Guðmundur þrautreyndur keppnis- maður í vaxtarrækt. Samsvarar sér alltaf vel og búinn að vinna þennan flokk oft. Jón aftur kraftlyftingamaður, ekki á sínum heimavelli en þekktur fyrir mikinn vöðvamassa og að hafa krafta í kögglum. Það verður að segjast eins og er að Guðmundur hefur oft verið í betra formi en nú. Jón kom aftur gífurlega sterkur inn í keppnina, meiri massi og betur skorinn en Guðmundur en samt vann Guðmundur Bragason flokkinn. Þetta voru ekki einu úrslitin þar sem mörgum fannst dómurum verða á mistök og oft eins og ákveðið tregðu- lögmál sé í gildi þegar nýir menn koma inn í keppnina. Guðmundur hafi unnið oft áður en Jón sé nýr og því hafi Guðmundur unnið. Ekkert skal fullyrt um þetta hér en persónulega hefði ég gefið Jóni mitt atkvæði fram fyrir hinn ágæta íþróttamann Guðmund Braga-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.