Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 20
Verð áður Verð nú Hotið einstakt tækifæri FLUTNINGAR - VESTMANNAEYJUM ,M M—árt- JL » 1---- VOyfOyill ivivn nVwfT Q fUflil fWH Vri Vöruafgreiðsla Skiidlngovegi 4 Sími 441 3440 Vöruafgreiðsla í Reykjavík AðaHlufningar Höðinsgöfu 3 Sfmi 581 3030 Fjárbændur, sem eiga fé í Elliðaey, urðu fyrir því í haust að talsvert af fé þeirra drapst. Leiddu menn getum að því að ónýtt bóluefni hefði átt einhverja sök á þeim fjárdauða auk þess sem ekki hafði ailt féð verið bólusett. Skrokkarnir liggja enn úti í eyju og þykir ekki að þeim sérstök prýði. Olafur Kristinsson er einn þeirra fjárbænda sem eiga fé í Elliðaey. Hann sagði að milli 30 og 40 fjár hefðu drepist í haust, mest lömb en einnig eitthvað af ám. Um 15 aðilar eiga þetta fé. „Auðvitað ætlum við að fjarlægja skrokkana," sagði Olafur. „Skýringin á því hvað þetta hefur dregist er ofur einföld. Það hefur bara ekki verið leiði um helgi út í Elliðaey síðan í október. Raunar var slarkfært einn dag en þá áttu menn ekki heimangengt. Við stefnum að því að fara í desember og dysja hræin eða koma þeim í sjó fram. Þetta verður allavega horfið fyrir vorið, menn þurfa ekki að hafa áhyggjur af því,“ sagði Ólafur að lokum. Kornax hveiti, 2 kg ktr^99 Flórsykur, 500 g kt>^9 Púðursykur, 500 g JaHfl Strásykur, 2 kg ktrW) Ljóma smjörlíki, 500 g ktrW Konsum suðusúkkulaði 500 g ktr+96 Rútuferðlr-Bustours Öll móttaka ferðamanna,: skola rottahopa Sendibílaakstur innanbæjar. Vilhjálmur Bergsteinsson SEMBlfSltöftBIU. 0481-2943, f* 897-1178 Simmi sagði nei takk Á mánudag sagði Þorbjörn Jens- son, landsliðsþjálfari í handknatt- Ieik, í sjónvarpi, að hann hefði haft samband við ákveðinn markvörð um að koma í Iandsliðshópinn en sá hefði gefið afsvar við því. Þorbjörn greindi ekki frá því hver umrædd- ur markvörður var en hann var enginn annar en Sigmar Þröstur Óskarsson, markvörður IBV. „Jú, það er rétt,“ sagði Sigmar Þröstur. „Þorbjöm hafði samband við mig eftir leikinn á sunnudag og spurði hvort ég væri til. Eg taldi hins vegar ekki rétt að taka því. Bæði er að ég er meiddur í baki og eins em talsverðar annir framundan hjá mér, próf og annað. Þess vegna ákvað ég að gefa þetta frá mér. En ég get ekki neitað 30 til 40 kindahræ í Ellióaey Veröa farin fyrir vorið, segja fjárbændur því að auðvitað yljar þetta manni um hjartaræturnar, að vera boðið í lands- liðið á gamals aldri. Hefði ég verið í lagi líkamlega er aldrei að vita nema ég hefði tekið þessu en mér fannst ekki rétt af mér að fara að vera þrándur í götu ungra og efnilegra markmanna sem em að banka upp á hjá landsliðinu. Það er til nóg af góðum og frambærilegum strákum í þetta,“ sagði Sigmar Þröstur. Þess má geta að markvörður nr. tvö í landsliðinu er einmitt ungur Vest- mannaeyingur, Birkir Ivar Guð- mundsson (Guðlaugssonar og Elsu Valgeirsdóttur) en hann spilar með Stjömunni. Landsliðið er því ekkert á flæðiskeri statt þó að Sigmar Þröstur hafi ekki treyst sér í slaginn. Björgunarfélag Vestmannaeyja var með opið hús á laugar- daginn í tilefni af 80 ára afmæli félagsins. Fólki var boðið að skoða húsakynni Björgunar- félagsins við Faxastíg 38, auk þess sem björgunarskipið Þór var til sýnis. Myndin er tekin um borð í Þór af þremur félögum Björgunarfélagsins, þeim Einari Erni Arnarsyni, Þorbirni Víglundssyni og Birgi Ólafssyni. Sjá bls. 6 Loönubræösla ísfélagsins: Verður gangsett í dag í dag er fyrirhugað að taka hina nýju loðnubræðslu Isfélagsins formlega í notkun. Þessi nýja verksmiðja er búin að vera í smíðum síðan í fyrra og er að vonum mikil ánægja ríkjandi meðal starfsmanna og stjórnenda Isfélagsins með þennan áfanga. Verksmiðjan er ein sú fullkomnasta á landinu, mun afkastameiri en eldri verksmiðjan og ekki síst umhverfis- væn, svo leitun er samjöfnuðar. Einnig em nýmæli að Bæjarveitur munu kaupa umframorku loðnu- bræðslunnar til upphitunar húsa í Eyjum, en kælivatn verksmiðjunnar er það heitt að hægt er að nýta það áfram. Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 • Fax 481-1293

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.