Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 26.11.1998, Blaðsíða 19
19 Fimleikafélagið Rán tíu ára Fimleikafélagið Rán verður tíu ára. þann 29. nóvember næstkomandi. 1 tilefni af því ætlum við að selja barmnterki og lyklakippur með merki félagsins á fimmtudag, í dag og föstudag. I framhaldi af því verðum við með afmælissýningu í íþróttamiðstöð- inni laugardaginn 28. nóvember kl. 13.30. Viljum við hvetja bæjarbúa til þess að halda upp á daginn með okkur og láta sjá sig. Fimleikafélagið Rán Maríe og Lúsí meiddar Tveir leikmenn kvennaliðs ÍBV í handknattleik, þær Marie og Lúsí, eiga við meiðsli að stríða. Marie meiddist á hné í síðustu viku og er talið að liðþófarnir hafi skaddast. Hún fer í speglun á mánudaginn og þá kemur í ljós hve alvarleg meiðslin eru. Þó er talið nær öruggt að Marie verði frá í að minnsta kosti 4 vikur. Lúsí, markmaður ÍBV, tognaði á liðbandi í ökkla fyrir skömmu, en hún losnar úr gifsi á laugardaginn og ætti því að geta farið að æfa og spila með liðinu á nýjan leik. Slagur um KÁ bik- arínn hefst í kvöld Nissandeildin: Afturelding 26 - ÍBV 22 Enn eitt útitapið Eyjamenn mættu Aftureldingu í Nissan-dcildinni á sunnudaginn. Eyjamenn hafa verið heillum horfnir í útileikjunum í vetur og enn og aftur varð engin breyting þar á. Lokatölur voru 26 - 22 og í hálfleik 11 - 6. Eyjamenn byrjuðu afleitlega í þessum leik og skoruðu ekki mark úr fyrstu 8 sóknum sínum. Heimamenn spiluðu skynsamlega og höfðu yfir í hálfleik, 11-6. I seinni hálfleik kom IBV-liðið mun grimmara til leiks og náði að saxa verulega á forskot heimamanna og náðu Eyjamenn að komast einu marki yftr, þegar langt var liðið á seinni hálfleikinn. En Afturelding var öruggari á enda- sprettinum og hafði sigur í lokin, 26 - 22. „Það er enn eitt tapið hjá okkur. Við byrjuðum mjög illa en klóruðum í bakkann í seinni hálfleik og náðum að komast einu marki yfir á tímabili, en þeir voru yfírvegaðri og öruggari í lokin og því fór sem fór,“ sagði Sigmar Þröstur Oskarsson, fyrirliði ÍBV. En hvers vegna kemur ekki meira út úr júgóslavnesku skyttunni, Rakanovic? „Eg bara veit það ekki. Hann er gjörsamlega úti á þekju í útileikjunum og hvers vegna, það veit ég ekki," sagði Sigmar að lokum. Guðfinnur Kristmannsson og Sigmar Þröstur léku best Eyjamanna. Mörk ÍBV: Giedrius 8/2, Guðfmnur 7, Valgarð 3, Svavar 2, Sigurður 1, Emil 1 Varinskot: Sigmar Þröstur 14 Vignir Svavarsson fagnar heimasigri með syni sínum. Enn hefur hann ekki náð því að geta fagnað sigri á útivelli á þessu keppnistímabili. Deildarkeppnin í körfunni: Mfl. IV Byrja með tveimur sigrum Dagana 26. og 27. nóvember munu ÍBV og Selfoss spila um titilinn Suðurlandsmeistarar 1998 í handknattleik. Það er KÁ sem standa mun fýrir keppninni og mun gefa bikar sem mun heita KÁ bikarinn. KÁ er styrktaraðili beggja félaganna og hefur verið ákveðið að leikið verði um bikarinn árlega og úr því skorið hverjir verða Suður- landsmeistarar hvert ár. Leikið er eftir reglum sem notaðar eru í Evrópukeppni, þar sem mörk á heimavelli skipta ntáli ef úrslit eru jöfn. Fyixi leikurinn er í Vest- mannaeyjum fimmtudaginn 26. nóv kl 20.30, en seinni leikurinn er á Selfossi föstudaginn 27. nóvember kl. 20.00. Frítt er inn á leikina og fólk hvatt til að mæta og hvetja sína rnenn. Fréttatilkynning UM helgina lék meistaraflokkur IV sína fyrstu leiki í deildarkeppninni á þessu tímabili. Báðir leikirnir unnust örugglega og ljóst er að liðið er líklegt til afreka í vetur. Fyrir tímabilið bættust tveir nýir leikmenn í hópinn, þeir Amsteinn Jóhannesson, en hann er ekki ókunnugur í herbúðum ÍV, þar sem hann lék með liðinu fyrir nokkrum ámm, og síðan er það Þorvaldur Öm Amarson. Báðir þessir leikmenn koma frá Akureyri og em mjög sterkir og traustir leikmenn. Þess má geta að það var ung Vestmannaeyjasnót sem nældi sér í Ámstein, eða Ádda eins og hann er alltaf kallaður, og færi vel ef fleiri ungar stúlkur í Vestmannaeyjum nældu sér í góða körfuknattleiksmenn! Vert er J)ó að taka fram að allir leikmenn IV stóðu sig vel í þessum leikjum og eru augljósar framfarir þeirra allra og breiddin í liðinu er mun meiri en í fyrra. Þetta verður til þess að menn þurfa að berjast um sæti í liðinu og það er af hinu góða. Úrslit í lcikjunum voru eftirfarandi: ÍV-Sindri 78-51 Addi 17(1 þriggjastiga), Júlli 14(2 þriggjastiga!!), Valdi 14, Michael 13, Davíð 8, Diddi 3, Daði 3(1 þriggjastiga), Gummi 2, Sæþór 2 og Ástþór 2. ÍV-Dímon 77 -51 Michael 22, Davíð 16(3 þriggjastiga), Addi 16(2 þriggjastiga), Júlli 8(1 þriggjastiga), Valdi 7, Diddi 6 og Daði 2 stig. Bikarkeppni HSI: IBV Old boys Ákall til ágætra Vestmannaeyinga Nú hefur verið dregið í 16-liða úrslit í bikarnum og urðu það Völsungar frá Húsavík sem mega bíta í það súra epli að tapa stórt gegn okkur í næsta leik. Það formsatriði fer væntanlega fram laugardaginn 5. desember nk. og verður auglýst nánar á Sky Sport og TV 1000. Völsungar eru þannig dottnir út úr keppninni en verða vonandi heppnari á næsta ári. Undir- búningur ÍBV-liðsins fyrir úrslita- leikinn í febrúar er hins vegar að fara að hefjast og er verið að semja við auglýsendur og sjónvarps- stöðvar. Þó em nokkur atriði sem tengjast liðinu, ekki alveg á hreinu. Þar ber hæst að eftir frammistöðuna í síðasta leik tilkynnti Þór Valtýsson að hann væri hættur með old boys liðinu og hygðist leggja skóna á hilluna. Þetta kom nú reyndar ekki eins og skrattinn úr sauðarleggnum fyrir aðra leikmenn og þá sem sáu síðasta leik og mætti Þór vissum skilning1 egna þessarar ákvörðunar sinnar. ). i ns vegar þótti rétt að reyna að tala um fyrir stráknum þar sem hann hefur nú spilað með old boys liðinu án þess að missa úr leik síðastliðin 17 ár. Þessar viðræður standa nú yfir og eru á mjög við- kvæmu stigi. Þá er okkur enn nokkur vandi á höndum. Völsungar eru frá Húsavík og teljast því óumdeilanlega norðlenskt lið. Nokkur blæbrigða- munur er á tungumáli þeirra og okkar Eyjamanna. Venjulega ætti slíkt ekki að valda neinum vandræðum en þar sem sjálfskipaður fyrirliði IBV old boys hefur átt í nokkrum tungu- málaerfiðleikum við fyrirliða annarra liða þá hefur verið ákveðið að sjálfskipaður fyrirliði okkar muni hafa með sér túlk þegar hann ræðir við norðlenska fyrirliðann. Eyjamenn af norðlensku bergi brotnu mega því búast við því að til þeirra verði leitað í þessu skyni en allt er þetta að sjálfsögðu hugsað til að koma í veg fyrir óþægindi og leiðindi fyrir sjálfskipaðan fyrirliða IBV. Stóru fréttimar em hins vegar þær að nokkrir nýir leikmenn em á leiðinni í liðið og þ.á.m. hefur ákveðinn núverandi landsliðsmaður sóst mjög eftir því að komast í liðið. Er þar verið að tala um töluverðar greiðslur til liðsins ef af því verður. Frekari fréttir um framvindu mála verða í næstu FRÉTTUM og mun þá skýrast hvort Magnús Bragason leikur áfram með liðinu en ákveðið hefur verið að standa fyrir skoðanakönnun um það mál og geta áhugasamir haft samband við FRÉTTIR og látið í Ijós skoðun sína á þessu álitaefni. P.s. Áhorfendur á síðasta leik hafa án efa orðið varir við það þegar Sigurður homamaður Friðriksson, tók vítakast í byrjun síðari hálfleiks og brenndi af, að mikil fagnaðarlæti bmtust út meðal ÍBV-liðsins. Hið sanna er að Sigurður hafði um það mörg orð í hálfleik að hann væri vítaskytta liðsins og bauð öllu liðinu í ókeypis gos eftir leikinn og bætti síðan við að óhætt verði að leggja líka undir mat á Lanterna fyrir allt liðið ef hann myndi klikka. Eins og sannur Fagurlystarmaður var Sigurður öryggið uppmálað allt leikhléið eða alveg þangað til í byrjun stðari hálfleiks þegar hann stóð á vítapunktinum, brotnaði niður og þmmaði í markmanninn við mikinn fögnuð þyrstra og svangra leikmanna ÍBV. Hvenær er mæting í matinn Sigurður? ÍBV-Old boys Fjölliðamót í körfu Helgina 14. - 15. nóvember fór fram fjölliðamót í körfuknattleik. Þetta var keppni í drengjaflokki og var það 1. deild, c-riðill, sem fram fór hér í Eyjum. Ásamt drengja- flokki ÍV, léku í þessum riðli lið Grindavíkur. Breiðabliks og Laug- dæla. Mótið tókst mjög vel og árangur ÍV var ágætur. Ennþá skortir talsvert á leikæfingu hjá drengjununt og samæfingu í spili. Úrslit leikjanna urðu jjessi: ÍV - Grindavík 63 - 57 Gummi 37, Daði 10, Hafsteinn 8, Raggi 6, Andri 2. ÍV - Laugdælir 34 - 63 Gummi 18. Daði 8, Raggi 7 og Hafsteinn 1. ÍV - Breiðablik 42 - 60 Gummi 20, Daði 7, Hafsteinn 6, Raggi 5, Andri 2 og Guðlaugur 2. Breiðablik var langsterkasta liðið og flytjast þeir upp í b-riðil. Komust upp Þriðji flokkur karla lék um helgina í fjölliðamóti. sent fram fór hér í Vestmannaeyjum. Leikið var í 2. deild og gerðu Eyjapeyjar sér lítið fyrir og unnu deildina og spila því í L deild á næsta íjölliðamóti. Úrslit urðu sem hér segir: ÍBV - Valur2 19-19 Unnar 6, Sigurður Ari 5, Elías 4. Sigurður 2 og Einar 2. ÍBV-FH 17-16 Unnar 5, Sigurður Ari 4, Sigurður 3, Kári 2, Gunnar 2, Einar 1 ÍBV - Haukar 16-14 Unnar 4, Elías 4, Gunnar 4, Sigurður Ari 2, Sigurður 1, Einar 1. Kristinn Jónatansson markmaður varði stórkostlega allt mótið. Þess má geta að Kristinn leikur með þremur flokkum; 4., 3. og 2. fiokki. Strákamir í 3. flokki eiga heiður skilinn fyrir frammistöðuna og einnig fyrir ntjög góða og skemmtilega leikskrá, sent þeirgáfu út fyrir mótið. Þjálfarar eru Mickail Akbashev og Sigurður Bragason, sem stöðugt er að sanna sig á þjálfarasviðinu. Sigur hjá 2. flokki Annar flokkur karla fékk lið FH í heimsókn á laugardaginn. Leikið var í Eyjunt og voru Eyjapeyjar alltaf skrefinu á undan gestunum. Staðan í hálfieik var 16 - 12. Seinni hálfleikur var svipaður þeim fyrri og sigruðu Eyjapeyjar örugglega í leiknunt, 33 - 26. Margir sprækir strákar eru í þessum fiokki og ber þar helst að nefna Sigurð Ara Slefánsson, sem er mikið efni, og Ríkharð B Guðmundsson, sem er nijög öflug hægri handar skytta. Mörk IBV: Sigurður Ari 10, Gottskálk 6. Birgir 5, Ríkharð 5, Jóhann 4, Unnar 2, Elías 1. Þjálfarar eru Mickail Akbashev og Helgi Bragason. Helgi stýrði sínum mönnum í þessum leik og er þar á ferðinni mjög skynsamur og röggsamur stjómandi. f KVÖLD: Suðurlandsmeistarar Kl. 20.30 ÍBV - Selfoss Föstudagur 27. nóvember Kl. 20.00 Selfoss - ÍBV Kl. 20.00 ÍBV - Haukar mfl.kv. Laugardagur 28. nóvember KL. 13.30 Afmælissýning Fim- leikafélagsins Ránar í Iþrótta- miðstöðinni Þriðjudagur 1. desember Kl. 20.00 ÍBV - ÍR mfl.kv. Miðvikudagur 2. desember Kl. 20.00 ÍBV - Fram mfl.ka.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.