Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 10. desember 1998 ^Mtoenkiir pottréHur Sigurður Sigur- bjömsson skoraði í síðustu viku á Guðfinn Kristmanns- son, handboltamann meðÍBV. „Ég þakka Didda vörubílstjóra fyrir áskomnina, þessum harða stuðnings- manni V-listans. Hann lét sér ekki nægja á sínum tíma að skutla flaggstönginni um allan bæ fyrir V-listann heldur setti hann vörubílinn í V, listanum til stuðnings, og ók þannig um bæinn. En V-listinn varð undir í kosningunum eins og allt annað sem Diddi styður, samanber Liverpool og Michael Schumacher. En hér kemur framandi réttur sem gott er að prófa á aðventunni áður en kemur að skötunni á Þorláksmessu. Indverskur pottréttur: með gulrótum, eplurn og banönum 600 g lambakjöt í bitum 2 tsk. karrý 2 laukar 1 stór gulrót 1 epli 2 tsk. timian salt pipar 2-3 msk. Mango Chutney 2-3 dl vatn og kjötkraftur 1-2 dl rjómi eða kaffirjómi 1 banani smjör eða matarolía til steikingar firc.i Guðfinnur Kristmannsson er sælkeri þessarar viku Skerið lambakjötið í bita og brúnið það í smjöri eða olíu í potti. Gætið þess að brúna það ekki of mikið. Hitið karrýið í smjörinu. Saxið lauk og skerið gulrót í þunnar sneiðar. Eysjið eplið og rífið það á grófu rifjámi. Bætið öllu út í pottinn ásamt timiani, salti, pipar og mangó mauki. Bætið vatni og kjötkrafti saman við og látið krauma í 30 mín. eða þar til kjötið er meyrt. Hellið ijómanum út í og hrærið vel. Skerið banana í þunnar sneiðar og steikið í smjöri á pönnu. Setjið steiktar bananasneiðar ofan á kjötréttinn og berið fram. Gott er að bera með þessu hrísgrjón og Mango Chutney. Eg ætla að skora á stærsta dverg í heimi, að sögn bróður hans, eða Svavar Vignisson. Þessi lOOkílóadvergurhlýtur að borða mikinn og góðan mat og mér finnst rétt að við fáum hlutdeild í þeim matseðli líka." O T - Vatn virðist sækja hart að íþróttahúsum bæjarins um þessar mundir. Við höfum sagt frá r.egnveðrinu sem herjar á gesti Iþróttamið- stöðvarinnar, en nú á regntímanum hefur vatn leitað upp um niðurföll inn í Týsheimilið. Það er vonandi að það fari að stytta upp því auðsjáanlega erum við ekki viðbúin svona veðurfari. - Nú fara „þólitísku" blöðin okkar að rísa úr öskustónni og safna styrkjum meðal fyrirtækja, innan bæjar og utan. Það kemur mörgum sþánskt fyrir sjónir að þeir sem að þessum blöðum standa skuli ekki bara kalla hlutina réttum nöfnum og biðja um styrki í stað þess að vera að eyða peningum í prent- kostnað og kalla þetta blaðaútgáfu. Flest er þetta það ómerkilegt að það fer ~~D S jP~ beina leið í ruslið m,eð öðrum aug- lýsingabæklingum. A því eru þó undantekningar. Þeir sem standa í útgáfustarfsemi árið um kring undrast oft örlæti þeirra fyrirtækja sem dæla auglýsingatekjum a 4 - 5 staði, þar sem auglýsingagildið er afar takmarkað, fyrir utan það að umfjöllun um það sem er að gerast í bæjarfélaginu, og þar með hjá fyrirtækjunum, er einungis i tveimur miðlum hér í Eyjum, Fréttum og Dagskrá. Þarna er semsagt komin sparnaðarleið fyrir þá sem gæta þurfa aðhalds í sínum rekstri. Notið auglýsinga- peningana í auglýsingar og látið aðra um að borga eldsneyti í Sorpu. - Árni Johnsen þykir nokkuð öruggur í fyrsta sætið hér á Suðurlandi eftir að o r helsti atvinnuöfuguggi og vinsælasti söngvari landsins hóf að búa til um hann sögur sem fiöldi manns ber vitni að eru ósannar. Hann bar því við. að hann hafi hræðst svo ákaflega að Arni yrði menntamálaráðherra. Ekki er það nú sjálfgefið að fyrsti þingmaður Sunnlendinga ■ sé ráðherra. Reyndar hafa heyrst þær raddir að Arni Johnsen hafi verið farinn að skyggja á frægðarsól stórsöngvarans og hann hafi að hætti smápíka, farið á taupum. Þó Eyjamenn seu stoltir af sinum þingmanni, þá eru menn ekki alveg á að hans frami liggi endilega í sönglistinni þótt hann haldi reyndar stærstu tónleika á íslandi einu sinni á ári í Brekkunni í Herjólfsdal. Því telja menn móður- sýkiskast stórsöngvarans með öllu ástæðulaust. 7>vermóðska1 ættinni Jólaverslun er komin vel af stað og ber kaupmönnum saman um að hún sé sist lakari að þessu sinni en á undanförnum árum. Fyrr á árinu var Verslunin 66 opnuð á nýjum stað, við Vestmannabrautina, þar sem Hressó var áður. Eyjólfur Heiðmundsson, verslunarstjóri, erEyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson. Fæðingardagur og ár? 14. mars 1959. Fæðingarstaður? Vestmannaeyjar. Fjölskylduhagir? Kvæntur Gerði Garðarsdóttur og við eigum þrjú börn. Menntun og starf? Verslunarpróf. Starfa við H. Sigurmundsson, Hótel Þórshamar, Verslunina 66 og fleira. Laun? Ágæt. Helsti galli? Það er töluverð þvermóðska í ættinni, ég segi ekki hvorri ættinni. Helsti kostur? Umburðarlyndur, það kemur úr hinni ættinni. Uppáhaldsmatur? Indverskur humarréttur sem ég einn kann uppskriftina að. Versti matur? Hafragrautur, hrísgrjóna- grautur og Ora grænar baunir úr dós. Uppáhaldsdrykkur? Rauðvín. Uppáhaldstónlist? Allt sem er Ijúft í eyra. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Er þetta ekki nokkuð nærgöngul spurning? Samverustundir með eiginkonu og börnum. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að slá blettinn, sem betur fer er langt þangað til maður þarf að hafa áhyggjur af því. Þó veit maður aldrei ef hann ætlar að halda áfram að rigna eins og hann hefur gert upp á síðkastið. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Gefa eiginkonunni nýja eldhúsinnréttingu. Uppáhaldsstjórnmálamaður? í dag er það Davíð Oddsson. Uppáhaldsíþróttamaður? Jón Arnar, tugþrautarmaður. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Oddfellow. Uppáhaldssjónvarpsefni? Horfi ekki mikið á sjónvarp. Helst Stundina okkar. Uppáhaldsbók? Les ekki bækur. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fals og hroki. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Gullfoss. Byrjar jólaumstang, auglýsingar og annað of snemma í dag? Nei, aldrei of snemmt. Finnur þú fyrir því að fólk leiti upp á land til innkaupa? Já, finna ekki allir fyrir því? Er bjart yfir verslun í Vestmannaeyjum? Já, ég ætla ekkert að fara að væla yfir því, þá væri eins gott að pakka saman og hætta. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? Jól? Hátíð. Jólasveinar? Börn. 66 ? Fatnaður af ýmsu tagi. Eitthvað að lokum? Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, takk fyrir allt liðið. Þetta var flott, nú þarf ég ekki að senda nein jólakort! Eyjólfur Heiðmundsson Drengur Þann 3. nóvember eignuðust Auður Bára Ólafsdóttir og Björgvin Arnaldsson son. Hann vó 16 merkur og var 56 sm að lengd. Ljósmóðir var Drífa Björnsdóttir QélajteéMaLan. h&fai cl nioi'Lfiui fiLs tudtuj. Grenikrossar og greinar á leiði. Útiluktir Munið íslensku jólatrén, styrkið Landgræðsluna. Jólatrésfætur og allt á tréð. Pantið tímanlega. Gylltur litur er sígildur. Úrval af gylltum kertum, þ.á.m. gylltu pýramídakertin frá Heimaey. Fallegar ódýrar trévörur. Nýjar Ijósaseríur. Gjöríð svo vel að líta inn. A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir í húsi félagsins að Heima- götu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Spora- fundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 19:00 og 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið simatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. Acbfimi 12. desember Skötukvöld Hrekkjalóma 13. desember Jólatónleikar Kórs Landakirkju 15. desember Jólatónleikar barnakóranna 6. janúar Þrettándahátíðahöld 6. janúar Þrettándaball

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.