Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1998, Blaðsíða 14
22 Fréttir Fimmtudagur 10. desember 1998 Tískusýning í LANDAKIRKJA Fimmtudaginn 10. desember Kl. 17. TTT - kirkjustarf 10-12 ára barna. Kökuskreytingar og málun. Síðasti funduríTTTíyrir jól. Kl. 20:30. Opið hús fyrir unglinga KFUM og -K húsinu. Sunnudagur 13. desember Lúsíumessa. Kl. II. Bamaguðsþjónusta. Helgileikur barna úr ð.bekk Hamarsskóla. Litlir lærisveinar, mikill söngur, bæn og sögur. Hirðakertið tendrað. Kl. 14. Guðsþjónusta. Koma má ábendingum um fyrirbænir til prestanna. Bamastund á sama tíma. Mola- sopi á eftir í safnaðarheimilinu. Kl. 20:30. Æskulýðsfundur í Landakirkju. Þriðjudagur 15. desember Kl. 16. Kirkjuprakkarar (7-9 ára). Lokafundur fyrir jól. Kökur og huggulegt. Miðvikudagur 16. desember Kl. 10. Foreldramorgunn. Sam- vera foreldra með ungum bömum sínum. Kl. 12.05. Bænar- og kyrrðar- stund í hádeginu. Síðasta fræðslustund fermingar- barna fyrir jól. Næsti biblíulestur verður mið- vikudagskvöldið 13. janúar á næsta ári. Fimmtudagur 17. desember Kl. 11. Helgistund í Hraun- búðum. Öllum opin. Korna má ábendingum um fyrirbænir til prestanna fyrir stundina. Kl. 20:30. Opið hús fyrir unglinga í KFUM og -K húsinu. Viðtalstími prestanna er á mánudögum kl. 17-18 og þriðju- daga til föstudagakl. 11-12 árdegis fram að áramótum. Síminn á skrifstofum sóknar- prests og prests er 481 2916. Bréfsíminn (faxið) hefur fengið nýtlnúmer481 1845. Netfang Landakirkju er kirkja@eyjar.is netfang sóknar- prestsins, sr.Kristjáns Bjömssonar er klerkur@eyjar.is og netfang prestsins, sr. Bám Friðriksdóltur, er barafrid@eyjar.is Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Föstudagur Kl. 16.30 Styrktarbasar fyrir Lindina. Kl. 17.30 Barnastarfið 6-9 ára. Kl. 20.30 Unglingamir í ljósi Biblíunnar. Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma í umsjá Unu Amadóttur. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma. Trú þú á Drottin Jesú. Endur- koma hans er í nánd. Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan 3-7 ára. Hjartanlega velkomin. Jesús Kristur mætir. Aðventkirkjan Laugardagur 5. dcsember Kl. 10. Biblíurannsókn. Kl. 11. Guðsþjónusta. mikill söngur og tónlist. Kl. 17. Aðventustund með söng og tónlist. Allir velkomnir. Biblían talar: Sími 481-1585 „Þetta er í annað skiptið sem við tökum okkur til og höldum tískusýningu með þessum hætti. Fyrir tveimur árum vorum við í Flugstöðinni en nú var það tækjahús flugvallarins,“ segir Gunnar Ingi Gíslason kaupmaður í Smart sem hélt tískusýningu með skemmtiatriðum á föstudags- kvöldið í fyrrnefndu húsi. Tækjahúsið er stærsta bygging- in við flugvöllinn og þar er hátt til lofts og vítt til veggja og þó ótrúegt sé hentar húsið ekki illa til uppákoma eins og Gunnar Ingi og Auður Ásgeirsdóttir í Smart buðu upp á. Um 400 manns mættu til að fylgjast með því sem þarna var boðið upp á auk þess að þiggja léttar veitingar. I boði var lifandi tónlist, krakkar úr Hamarsskóla sýndu 10 kjóla úr Newmans Ovvn fatahönnunarkeppninni, íslandsmeistarinn í vaxtarækt, Smári Harðarsson sýndi hvað í honum býr og fólk úr Hressó sýndi listir sínar. Að lokum var svo kynning á jólalínunni í dömu- og herrafatnaði. Sýningin tókst í alla staði vel og var Gunnar Ingi að vonum ánægður með hvernig til tókst. „En ég vil að það komi fram að við Auður eigum ekki allan heiðurinn því margir komu að verki hjá okkur. Er ég þakklátur öllum sem þar komu að verki, sýningarfólki og öðrum sem aðstoðuðu við undirbúninginn. Dagmar Skúladóttir sá um tískusýninguna, Jónína Magnúsdóttir útbjó snitturnar, Rúnar Karlsson sá um tónlist, Ellý og Kiddi sáu um þjónustu, Hárgreiðslustofa Guðbjargar sá um hárgreiðslu, Aníta um snyrtingu og Jón Ingi á Lundanum kom líka við sögu. Þessu fólki vil ég öllu þakka fyrir þeirra framlag,“ sagði Gunnar Ingi að lokum. Glæsilegra getur það ekki orðið. Bingó verður í Þórsheimilinu í kvöld fimmtudaginn 10. desember kl 20:30. Vinningar: 5000 kr gjafabréf frá Eðalsport og Axel Ó; 4000 króna gjafabréf frá Miðbæ, Bókabúðinni, Gullbúðinni og Oddinum; 3000 kr. gjafabréf frá Fótó og Eyjablómi; 20.000 kr. úttekt í Vöruvali og 5000 kr. peningapottur. Unglingaráð ÍBV tækjageymslu Þannig eiga ungu mennirnir að klæðast í uetur. Myndir Sigfús Gunnar. Auður, Dagmar og Gunnar höfðu fulla ástæðu til að fagna í lok sýningarinnar. Kór Landakirkju: Ingveldur Yr syngur á j ólatónleikunum Kór Landakirkju heldur sína árlegu jólatónleika í Landakirkju sunnudaginn 13. desember kl. 20.30. Efnisskrá verður fjölbreytt og flutt verða verk eftir innlenda og erlenda höfunda, m.a. Helga S. Ólafsson, G.F. Handel, L. Luzze o.fl. Einsöngvari á tónleikunum verður Ingveldur Yr Jónsdóttir en hún mun koma fram með Kór Landakirkju og einnig flytja einsöngslög við undirleik Guðmundar H. Guðjónssonar, orgelleikara og stjómanda kórsins. Þá koma fram á tónleikunum Védís Guðmunds- dóttir, sem leikur á þverflautu og Elísa Guðjónsdóttir sem leikur á altflautu. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn og kosta kr. 800.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.