Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 8
8
Fréttir
Fimmtudagur 14. janúar 1999
Fasteignamat ríkisins:
lasteignaverð í sérbýlí hvergi
lægra en í Vestmannaeyjum
■Vantar nýtt húsnæði en verð þeirra nýlegu eigna sem þó koma á skrá hefur heldur farið upp á við sem er jákvætl; segir
Jón G. Valgeirsson fasteignasali um stöðu fasteignamarkaðarins í Eyjum þar sem mikið afgömlum húsum er íboði
I Eyjum er húsnæði mjög gamalt og í raun vantar nýtt húsnæði.
Samkvæmt upplýsingum
sem Fasteignamat ríkisins
hefur látið frá sér fara er
fasteignaverð í sérbýli miðað
við hvern fermetra lægst í
Vestmannaeyjum, eða
37.970. Landsmeðaltalið á
hvem fermetra er 56.028.
Hafa ber í huga að tölur
þessar eru frá 1997, en tölur
fyrir 1998 eru ekki tilbúnar
fyrr en í fyrsta lagi um
miðjan febrúar.
Frá því í byrjun árs 1996 hefur fer-
metraverð íbúðarhúsnæðis á höfuð-
borgarsvæðinu hækkað um 11,5%.
Fermetraverð íbúðarhúsnæðis á
höfuðborgarsvæðinu tímabilið janúar
til nóvember 1998 hækkaði hins vegar
um 6,8% sem mun vera mest hækkun
á landinu. Ekki voru tiltækar tölur um
hvort fasteignaverð í Eyjum hefði
hækkað eða lækkað á síðasta ári
miðað við árið á undan.
Meðalfermetraverð á landinu er
hæst í Garðabæ, 66.999 og Mosfells-
bæ 66.233, þá kemur Bessastaða-
hreppur 62.985 og Reykjavík 61.239.
Eins og áður sagði er fermetra verðið
lægst í Vestmannaeyjum, 37.970 þar
fyrir ofan eru Isafjarðarbær 41.394,
Stykkishólmur 43.192, Selfoss 44.396
og Vatnsleysustrandarhreppur 44.968.
Fjöldi samninga sem eru í þessu
úrtaki yfir Vestmannaeyjar eru 20 og
meðalaldur húsa/íbúða er 38 ár eða
byggð 1961. Útreikningar fasteigna-
verðs byggja á völdu úrtaki kaup-
samninga sem berast Fasteignamati
ríkisins. Fjöldi íbúða eða húsa vísar til
fjölda kaupsamninga sem falla í þetta
úrtak, en hann er ekki nauðsynlega
jafn heildarfjölda kaupsamninga.
Avallt eru til umfjöllunar steinhús
reist 1940 og síðar, nema annað sé
sérstaklega tekið fram. Fermetra-
stærðir em séreignarfermetrar. Sérbýli
eru einbýlishús og raðhús. Til höfuð-
borgarsvæðis teljast: Reykjavík,
Kópavogur, Seltjarnames.Garðabær,
Hafnarfjörður, Mosfellsbær og Bessa-
staðahreppur.
Töllur um fasteignaverð tilgreina
jafnframt stærð og aldur í úrtaki. Bent
skal á að aldur og stærð húsnæðis
getur verið mismunandi milli úrtaka.
Þess vegna ber að taka tillit til þessara
þátta þegar borin em saman verð milli
staða og tímabila.
Jón G.Valgeirsson héraðsdómslög-
maður og fasteignasali hjá Lög-
mönnum Vestmannaeyjum segir að
menn verði að athuga hvað sé verið að
bera saman og á hvaða forsendum.
„Fasteignamarkaður í Eyjum lýtur
nokkuð öðmm lögmálum en til dæmis
á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir það
fyrsta þá er markaðurinn hér nú frekar
sölumarkaður en kaupmarkaður, stærð
húsnæðis og aldur skiptir einnig máli.“
Jón G. segir að framboð eldra
húsnæðis sé meira heldur en kaup-
endur. „Það eitt og sér ætti kannski að
vera næg skýring á lágu verði hér, en
lfka kemur til hvernig samsetning
byggðarinnar er og efnahagsástand á
hverjunt tíma. Hér í Eyjum er hús-
næði mjög gamalt og í raun vantar
nýtt húsnæði en verð þeirra nýlegu
eigna sem þó koma á skrá hefur heldur
farið upp á við sem er jákvætt. En
varðandi þetta meðalverð á fermetra
og það hversu lágt það er hérna tel ég
að tveir þættir vegi þyngst. I fyrsta
lagi er það aldur húsanna hér og svo
stærðin. Það virðist vera að Vest-
mannaeyingar hati byggt nokkuð stórt
á sínum tíma en meðaltal stærðarinnar
er 200 fermetrar. Þetta helst síðan í
hendur við aldur húsanna en meðal-
byggingarár er 1961 samkvæmt
þessum tölum. Þegar önnur byggðar-
lög eru borin saman eru húsin miklu
yngri og fermetraljöldinn minni. Það
er svo annað mál hvers vegna ekki er
meira framboð á nýni húsum, en hluti
af því er trúlega sá að ekki hefur verið
byggt hér í sama mæli og annars
staðar á landinu meðal annars vegna
mikil framboðs á eldra húsnæði og
íbúaþróun síðustu ára,“ segir Jón.
Fimmtudaginn 17. desember fékk
afgreiðsla Eimskips í Vestmanna-
eyjum bómulyftara. Bómu-
lyftarinn er 67,5 tonn að þyngd og
kom hingað með m/s Lagarfossi.
Jóhann Kristján Ragnarsson, af-
greiðslustjóri Eimskips í Eyjum, segir
að lyftarinn sem er af Valmet gerð
muni koma til með að verða til
mikillar hagræðingar á gámasvæði
félagsins og allri afgreiðslu. „Þetta er
fyrsti bómulyftari sem kemur til Eyja
og hefur það verið draumur okkar
lengi að fá svona lyftara Lyftarinn
kom hingað frá Reykjavík, þar sem
hann hafði verið í notkun í Sunda-
höfninni. Engu að síður býður hann
upp á miklu tleiri möguleika en sá
lyftari sem við höfum verið með fram
að þessu og mun auka og bæta alla
vinnutilhögun og bjóða upp á fleiri
möguleika en gamli gámalyftarinn
bjó yfir.“
Jóhann segir að lyftigeta þessa
bómulyftara sé 40 tonn og hann geti
staflað gámum í ijórar hæðir næst sér.
„í annarri röð lyftir hann 27 tonnum í
þrjár hæðir og 14 tonnum í tvær
hæðir fjærst sér. Lyftarinn minnkar
einnig útgröft á gámum í stæðum ef
hægt er að ná í ákveðinn gám í miðri
stæðu án þess að færa alla aðra gáma
frá," segir Jóhann að lokum.