Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 1
Slysavarnaskóli sjómanna var með námskeið fyrir sjómenn í
síðustu viku þar sem m.a. var æfð björgun með þyrlu. Bls. 16.
Menningarfé til Eyja
Á dögunum gaf menntamála-
ráðherra út yfirlýsingu um sam-
þykkt ríkistjórnarinnar um að
útdeila einum milljarði á næstu
misserum til fimm staða á landinu
hvar af einn er Vestmannaeyjar, til
eflingar menningarstarfsemi á
landsbyggðinni.
Sigurður Einarsson formaður bæjar-
ráðs segir að hann skilji þetta sem
viljayfirlýsingu n'kistjórnarinnar.
„Það er gert ráð fyrir því að þetta fé
renni til bygginga menningarhúsa, eða
til lagfæringar og eða uppbyggingar
eldra húsnæðis. Þetta kemur á sama
tíma og samþykkt um byggingu tón-
listarhúss í Reykjavík og er kannski
tóbak í friðarpípuna milli lands-
byggðarinnar og höfuðborgarsvæð-
isins að auki. Bæjarráð samþykkti
þakkir og hefur komið þeim á
framfæri við ráðherra ríkisstjóm-
arinnar."
Sigurður segir að mennta-
málaráðherra muni skipa nelnd í
framhaldi af þessari yftrlýsingu þar
sem hugmyndimar verði þróaðar
frekar. „Hvernig framhaldið verður
og með hvaða hætti verður farið með
þetta fé í Vestmannaeyjum get ég
ekkert um sagt á þessu stigi málsins.
Hins vegar er það ljóst að þetta er gott
tækifæri fyrir Vestmannaeyinga. Þess
vegna verður þetta fé notað með þeim
hætti að það skili árangri og verði í
samræmi við vilja ríkisstjórnarinnar.
Það er alls ekki tímabært að tjá sig um
þetta mál í smáatriðum, eða hvort
farið verður í nýbyggingu eða
endumýjun eldra húsnæðis."
Fiórír lífeyríssjóðir kanna hagkvæmni á samruna:
Frumkvæðifl kom frá Eyjum
Á föstudaginn undirrituðu stjórnir
Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, Líf-
eyrissjóðs Austurlands, Lífeyris-
sjóðs verkalýðsfélaga á Norður-
landi vestra og Lífeyrissjóðs
Norðurlands viljayfirlýsingu um að
könnuð verði hagræðing af
samruna þessara sjóða. Frumkvæði
að samrunaviðræðum lífeyrissjóð-
anna kemur frá Vestmannaeyjum
og segir Magnús Kristinsson,
formaður stjórnar Lífeyrissjóðs
Vestmannaeyja að menn hafi ekki
marga kosti í stöðunni þegar litið er
til framtíðar.
„Þessir lífeyrissjóðir þurfa að eflast
ætli þeir að standa við skuldbindingar
sínar og tryggja félögum sínum sem
bestan lífeyri. Umhverfið er að
breytast, verður erfiðara fyrir minni
sjóðina. Með tilkomu séreignadeilda
þarf mikið fjármagn til að ná sem
hagstæðastri fjármögnun. Við gátum
ekki farið einir af stað með okkar
eigin séreignadeild og erum þess
vegna með sameiginlega séreigna-
deild með Lífeyrissjóði Norðurlands,"
segir Magnús.
Hann segir að fyrsta skefið hafi verið
að leita eftir samstarfi við lífeyrissjóði
í Rangárvallasýslu og á Selfossi en þar
á bæ haft enginn áhugi verið. „Það er
deginum ljósara að lífeyrissjóðir eiga
eftir að stækka um leið og þeim
fækkar og við hefðum með tímanum
runnið inn í einhvem af stóru
sjóðunum í Reykjavík. Þetta er sú
staðreynd sem við stóðum frammi
fyrir eins og aðrir lífeyrissjóðir á
landsbyggðinni. Með þessum
viðræðum erum við að hafa áhrif á
þróunina."
Magnús segir að í sínum huga snúist
málið ekki um persónur eða hvar
aðalstöðvar sameiginlegs lífeyrissjóðs
verða. Aftur á móti verði að tryggja að
fjármagni úr sjóðunum verði beint inn
á hvert svæði eins og stjóm
Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja hefur
haft að leiðarljósi. „Það ganga allir
óbundnir til þessara samninga en
mikið yrði ég hamingjusamur ef í vor
lægju fyrir samþykktir um samruna
sjóðanna," sagði Magnús að lokum.
Hver var arkítekt Listaskólans?
Þorgerður Jóhannsdóttir, oddviti
minnihlutans í bæjarráði, hefur verið
iðin við að bóka og koma með
fyrirspumir á bæjarráðsfundum. Á
síðasta fundi bæjarráðs var engin
undantekning þar á. Þorgerður benti á
að á gögnum Vestmannaeyjabæjar á
Intemetinu væru allnokkrar vitleysur
og bað um að þær yrðu leiðréttar og
réttum upplýsingum haldið við.
Þá óskaði Þorgerður eftir upp-
lýsingum um hver verið hefði
innanhússarkitekt við Listaskólann.
Ekki fékkst svar við því á fundinum.
þótt þar væm þrír aðalforkólfar
sjálfstæðismanna en Þorgerður sagðist
vonast til að fá svar á mánudaginn
kemur. Þorgerður spurði líka hvort
könnun hefði farið fram um vaming
frá vernduðum vinnustöðum en 4.
des. sl. var samþykkl að slík könnun
færi fram. Ekki fékkst heldur svar við
þeirri fyrirspurn og sagðist Þorgerður
vænta svars við henni líka á mánudag.
Á þessum sama fundi lagði Þorgerður
einnig fram umbeðnar upplýsingar til
formanns bæjarráðs sem hann óskaði
eftir á fyrri fundi ráðsins um störf og
uppbyggingu Sigurgeirs Scheving til
ferðamála. Þetta kom fram vegna
uppsagnar á samningi við þá aðila
sem haft hafa aðgengi til kvik-
myndasýninga í Félagsheimilinu.
Þorgerður sagði að sér hefði þótt lítið
gert úr 16 ára starfi Sigurgeirs að
ferðamálum, sérstaklega þar sem
aldrei hefði komið athugasemd um
þau. En Sigurgeir hefði tekið saman
skýrslu um störf sín og hefði hún
verið afhent formanni bæjarráðs eins
og um var beðið.
Hasssmygtið á Breka:
Gæsluvarðhaldið skal standa
Að sögn Karls Gauta Hjaltasonar
sýslumanns er úrskurður fallinn í
Hæstarétti í kærumáli kvennanna
tveggja sem úrskurðaðar voru í
gæsluvarðhald vegna hassmálsins
sem upp kom í síðustu viku.
Samkvæmt úrskurði Hæstaréttar sem
birtur var rétt fyrir hádegi í gær
staðfestir hann gæsluvarðhaldið yftr
hassdömunum. Karl Gauti sagði auk
þess að rannsókn málsins miðaði vel
áfram. „Þetta er umfangsmikið mál,"
segir Karl Gauti. „í kílóum metið er
þetta stærsta fíkniefnamál sem upp
hefur komið á landinu á undanfömum
missemm."
Karl Gauti segir að í framhaldi af
þessu máli verði fíkniefnasölum og
eiturlyfjasmyglumm engin grið gefin
í Vestmannaeyjum. „Við höfum
unnið markvist að fíkniefnamálum í
haust og fundur þessa hass á dögunum
er tvímælalaust árangur af því.“
Fréttir em með ítarlega umljöllun um
stöðu fíkniefnamála í Vestmanna-
eyjum í blaðinu í dag þar sem rætt er
við fjölda manns sem afskipti hafa af
slíkum málum, hvort heldur í
forvamarstarfi eða löggæslu. (sjá bls.
14 og 15).
Verbúðir í notkun á ný
Vinnslustöðin er að taka ver-
búðirnar í notkun á ný eftir tíu
ára hlé.
Sighvatur Bjamason lramkvæmda-
sjóri Vinnslustöðvarinnar segir að
Vinnslustöðin geri ráð fyrir að um
íjömtíu manns ntuni verða í vinnu
hjá stöðinni fram á vor vegna
loðnuvertíðarinnar. „Viðgerumráð
fyrir að þetta verði aðallega
Skandinavar sem koma hingað til
vinnu vegna loðnuvinnslunnar auk
bolfiskvinnslunnar, en það hefur
reynst erfitt að fá heimamenn til
starfa og enn þá vantar töluvert af
karlmönnum í vinnu hjá okkur.
Þetta er líka hluti af breyltum tíðar-
anda í sambandi við vinnutíma land-
vinnslufólks og einhvern veginn
verðum við að mæta þessum nýju
kröfum."
Sighvatur segir að nú sé Kap á
loðnu fyrir austan land og að hún
hafi landað 180 tonnum á Eskifirði
fyrr í vikunni. „Sighvatur Bjamason
VE kernur um aðra helgi eftir
breytingar í Póllandi og hann mun
hefja loðnuveiðar strax."
> Vetraráœtlun Herjólfs
Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f.
RÉTTINGAR OG SPRAUTUN:
Flötum 20 - Sími 481 1535
VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ:
Græðisbraut 1 - sími 481
Mán - lau
Sunnudaga
1-f eriólfur
Frá Eyjum Frá Þorl.höfn
kl. 08.15
kl. 14.00
kl. 12.00
kl. 18.00
Sími 4812800 Fax 4812991