Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 14. janúar 1999 Fréttir 17 LESENDABREF - Sigurður Einarsson skrifar Meðallaun í Eyjum um 20% hærrí en á landsvísu Við áramót er l gott að setjast niður og horfa jafnt til baka og fram á veginn. Eitt af því sem skiptir máli er I samanburður á | búsetu hér miðað við aðra staði á landinu. Byggðastofnun hefur undanfarin ár gert samanburðartöflu á fjölda árs- verka og meðallaunum í hinum ýmsu atvinnugreinum og á hinum ýmsu landsvæðum. Það er þægilegt að vinna þetta, þar sem Vestmannaeyjar eru sérstakt skattumdæmi. Þessar töflur innihalda fjölda ársverka og meðallaun í hverri atvinnugrein em birtar hér á síðunni, þar sem fólk getur glöggvað sig sjálft á tölunum í töflunni en þær em frá 1996, sem em nýjustu upplýsingar, sem liggja fyrir. Laun einstakra starfsgreina Þegar taflan er skoðuð, kemur í ljós að laun sjómanna em hæst af at- vinnugreinunum hér í Vestmanna- eyjum og um tvöfalt hærri en meðallaun. Laun við fiskveiðar em 13% hæixi í Vestmannaeyjum en annars staðar á landinu, sem þýðir að sjómenn í Vestmannaeyjum bera að meðaltali 13% meira úr býtum heldur en félagar þeirra utan Vestmannaeyja. Annað sem mér finnst athyglisvert í þessari töflu er það að fisk- vinnslufólk í Vestmannaeyjum er með 14% hærri meðallaun en á landsvísu. Þetta hlýtur að teljast mjög jákvætt fyrir þá sem vinna við sjávarútveg í Eyjum og fyrir samfélagið í heiid. Það er líka athyglisvert þegar taflan er skoðuð að laun við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum koma næst á eftir fiskveiðum og samgöngum, á undan iðnaði, verslun, þjónustu, bankastörf- um o.fl. Sýnir það best, hversu fiskvinnslan stendur sterkum fótum hér í Vestmannaeyjum. Það er því miður þannig og var vitað áður að það er fyrst og fremst í þjónustugreinunum, verslun, iðnaði, bankastarfsemi o.fl., sem meðallaun í Vestmannaeyjum eru nokkru lægri en landsmeðaltalið. Ég er með þessu að benda á þessar samanburðartöflur án þess að leggja neinn dóm á það hver laun eigi að vera heldur að bera okkur saman við landsmeðaltalið. Skemmtilegt og gróskumikið mannlíf Við kannanir Félagsvísindastofnunar á flutningi fólks innanlands hefur komið fram að fólk leggur mikið upp úr góðri og vellaunaðri atvinnu. Það sem fólk leggur ekki síður upp úr er að menningar- og félagslíf sé fjölbreyti- legt og þróttmikið. í því felst, að það þarf að vera skemmtilegt og grósku- mikið og mikið um að vera og ýmis tækifæri til afþreyingar. Við Eyjamenn höfum kynnst því vel undanfarin tvö ár að glæsilegur árangur ÍBV í knattspymu hefur haft mikil og jákvæð áhrif og eflt samstöðu Eyjamanna hvar sem þeir búa á landinu. Goslokahátíðin sl. sumar tókst líka vel og er gott dæmi um jákvætt hugarfar og góða samstöðu. Mörg fleiri dæmi mætti taka til en þessi em tekin af handahófi. Þetta tekst ekki nema að allir sem hér búa leggi sitt af mörkum til þess að gera þetta. Við skulum því halda áfram á sömu braut. Spennandi tækifæri I síðustu viku var tilkynnt af hálfu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ákveðið hafi verið að reisa á næstu ámm fimm menningarsetur á landsbyggðinni, m.a. í Vestmannaeyjum. Þetta eru Samanburður á tekjum Landsmeðaltal 1996 Mcðal- Atvinnugrein Ársverk % laun Frávik Landbún. 5.351 4,2% 779 0 Fiskveiðar 6.467 5,1% 3.513 0 Fiskvinnsla 7.562 6,0% 1.736 0 Iðnaður 16.152 12,7% 1.891 0 Byggingar 9.817 7,7% 1.602 0 Verslun 19.056 15,0% 1.591 0 Samgöngur 8.757 6.9% 1.945 0 Bankar oll. 11.050 8,7% 2.015 0 Þjónusta 42.591 33,6% 1.745 0 Samtals 126.802 100% 1.816 0 Vestmannaeyjar 1996 Meðal- Atvinnugrein Ársverk % laun Frávik Landbún. 3 0.1% 925 19% Fiskveiðar 479 21,6% 3.970 13% Fiskvinnsla 405 18,2% 1.971 14% Iðnaður 208 9,4% 1.866 -1% Byggingar 131 5,9% 1.489 -7% Verslun 237 10,7% 1.327 -17% Samgöngur 116 5,2% 2.047 5% Bankai' ofl. 106 4,8% 1.676 -17% Þjónusta 534 24,1% 1.631 -7% Samtals 2.221 100% 2.202 21% mjög ánægjuleg tíðindi fyrir Eyja- menn. Það á eftir að vinna úr þessu, m.a. hvemig þetta verður gert en þetta gefur okkur lækifæri til að efla hér menningu og mannlíf með ýmsu móti og verður það nú hlutverk okkar heimamanna að nýta tækifærið. Á þessari stundu er óljóst hversu hratt þetta gengur fyrir sig en bæjaryfívöld hafa fullan hug á að fylgja málinu vel eftir. Gert er ráð fyrir að stafkirkja verði reist hér á næsta ári á svæðinu norðaustur af Skansinum í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á íslandi. Það er mjög viðeigandi og ánægjulegt fyrir Vestmannaeyinga að þessari þjóðargjöf Norðmanna skuli verða fundinn staður hér í Eyjum. Bestu nýárskveðjur til allra Vestmannaeyinga! Sigurður Einarsson Lesendabréf -Drífa Hjartardóttir skrifar: §5 Fíkniefna síminn Að gefnu tilefni vill Tryggvi Olafsson lögreglufulltrúi koma því á framfæri að fólk þarf ekki að óttast upplýsingasíma lög- reglunnar. „Almenningur verður að fara að vakna og aðstoða lögreglu við að upplýsa þá meinsemd sem fíkniefnaneysla er í samfélaginu. Vestmannaeyingar og lands- byggðin em ekkert undanþegin innflutningi á eiturlyfjum. Þessi upplýsingasími er alveg lokuð lína og það er fullkominn trúnaður milli lögreglu og þeirra sem veita upplýsingarnar. Ég fullyrði það að við emm full- komlega traustsins verðir." Tryggvi segir að þessi sími sé því miður ekki mikið notaður. „Við fáum reyndar frekar upplýsingar í gegnum almenna símann, en fólk verður að hafa þetta sem valkost. Hins vegar em allar ábendingar kannaðar og tekið mark á þeim upplýsingum sem okkur berast, enda er gagnkvæmt traust besta vega- nestið í þessum efnum.“ Rétt er að ítreka enn á ný símanúmerið og benda fólki á að nýta sér þennan möguleika. Síminn er: 481-1016. Ágætu lesendur Á næsta ári verða 50 ár liðin frá því er vélskipið Helgi fórst á Faxaskeri og eldsvoðinn varð í Hraðfrystistöðinni. Þessir atburðir eru öllum ógleymanlegir sem þá lifðu og hafa þeir sett mark sitt á fjölda fólks. Ég hef áhuga á að hljóðrita frásagnir sjónarvotta af slysinu og eldsvoðanum. Mig langar því að biðja þá, sem muna þessa atburði og vilja segja frá þeim, að hafa samband við mig. Éinnig væri ég þakklátur fyrir allar ábendingar um heimildir og viðmælendur. Kveðja, Arnþór Helgason. Hagsmunir lands byggðarinnar Byggðaþróun í landinu er mál sem varðar alla íslendinga og er samofin menningu okkar og sögu. Einhæft atvinnulíf, húshitunarkostn- aður, raforka, vöruverð, kostnaður við framhaldsmenntun, allt þetta eru þau atriði sem fólk finnur fyrir og er aðalástæða fyrir búferlaflutningum. Það er því nauðsynlegt að það verði þjóðarsátt um jöfnun lífskjara. Atvinnumál Á haustdögum lagði forsætisráðherra fram tillögu til þingsályktunar um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998 - 2000. Asamt tillögunni eru lagðar fram rannsóknir á því hvað það er sem veldur byggðaröskun og hvemig hægt er að spoma við þessari öfugþróun. Þróun undangenginna ára er á- hyggjuefni og alvarlegustu ágjöfma hafa sjávarútvegsbyggðimar fengið. Sú staðreynd sem fram kemur í rannsókn Stefáns Ólafssonar er að fimmti hver starfsmaður í fiskvinnslu á landsbyggðinni hyggi á búferla- flutning á næstu tveim ámm, er mjög alvarleg. Á síðustu tíu ámm hefur íbúum landsins fjölgað um tíu prósent, en íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur hins vegar íjölgað um nítján prósent. Á þessu tímabili er mismunur aðfluttra og brottfluttra á landsbyggð- inni samtals rúmlega tólf þúsund. Auka þarf tiltrú fólks á lands- byggðinni Afstaða fólks til búsetu á lands- byggðinni er á margan hátt jákvæð og mun fleiri vilja flytja út á land en þaðan til höfuðborgarsvæðisins. Efnhagsástand er um þessar mundir betra en en verið hefur um langa tíð. Það gerir aðstæður einkar jákvæðar fyrir nýtingu auðlinda landsins og er atvinnulífi á landsbyggðinni því sérstaklega mikilvægt. Samkvæmt tillögu forsætisráðherra er ætlunin að jafna húshitunarkostnað. Samkvæmt fjárlögum ríkisins fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir afgangi á rekstri ríkisins. Hagsæld og velferð einkenna íslenskan ríkis- og þjóðar- búskap og íjárlög ríkisins vom afgreidd skömmu fyrir jól. Höfundur gefur kost á sér í prófkjörí Sjálfstœðisflokksins. wr Lífeyrissjóður Sveitarfélaga Fimmtudaginn 14. janúar kl 17.30 verður kynningarfundur í sal Listaskólans um Lífeyrissjóð sveitarfélaga. Fulltrúar lífeyrissjóðsins koma, ef veður leyfir, kynna sjóðinn og starfsemi hans og svara fyrirspurnum. Gerð verður grein fyrir nýjum möguleikum í lífeyrismálum starfsmanna í Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar. Nótt í Féló Það verður Nótt í Féló fyrir 8. 9. og 10. bekkinga annað kvöld föstudag 15. janúar og verður húsið opnað kl. 21.00 og lokað kl 23.00. Fjölbreytt dagskrá verður alla nóttina. Skráning þátttöku er í lúgunni í Féló. FORELDRAR ATHUGIÐ, að einungis þeir sem skrá sig verða Nótt í Féló og ekki aðrir. Ykkur er velkomið að hafa samband við okkur og kanna hvort ykkar unglingur er hjá okkur. Síminn er 481-2280. Sjáumst hress í Féló

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.