Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 14. janúar 1999 LANDA- KIRKJA F'ininUudaginn 14. janúar: Kl. 11.00 Helgistund í Hraunbúð- um. Öllum opin. Kl. 17.00 TTT- starf 10-12 ára krakka hefst að nýju. Kl. 20.30. Opið hús á vegum unglingadeildar KFUM & K í samnefndu húsi. Sunnudaginn 17. janúar: Kl. 11.00 Bamaguðsþjónusta. Þau börn, sem eiga plastpoka sunnudagaskólans frá því í haust, úika þá með en fá nú nýjar bækur og nýja miða að líma inn. Allir hjaitanlega velkonrnir. Kl. 14.00 Guðsþjónusta. Það er mjög gott að sækja messu þó að jóiin séu afstaðin! Kl. 16. Guðsþjónustu dagsins út- varpað í Útvaipi Vestmannaeyja. Þriðjudaginn 19. janúar: Kl. 16.00 Kirkjuprakkarar hefja starfið að nýju á nýju ári. Miðvikudaginn 20. janúar: Kl. 10.00. Foreldramorgnar. Gott sanrfélag. Heitt á könnunni. Kl. 12.05. Bæna- og kynðarstund í 20 mín. Fyrirbæn og hljóð stund. Kl. 20.30. Bibliulestur í KFUM & K húsinu. Sunnudaginn 24. janúnr verður aðalsafnaðarfundur Ofanleiússóknar eftir messu kl. 14:00 í Landakirkju. Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknamefndin. Verið hjartanlega velkornin! Sóknarprestur. Hvíta- SUNNU- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma. Trú þú á Drottin Jesú. Endur- koma hans er í nánd. Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan 3-7 ára. Hjartanlega velkomin. Jesús Kristur mætir. Aðvent- KIRKJAN Laugardagur 16. janúar Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Allir velkomnir. Biblían talar Sími 481-1585 Árni Johnsen alþingismaður: Stækkun og endurreísn flug- stöðvarinnar fyrir 70 milli. króna í júlímánuði næstkomandi á að vera lokið stækkun og endurbyggingu flugstöðvarinnar á Vestmannaeyja- flugvelli. Um er að ræða stækkun til austurs og endurskipulagningu í öllu húsinu auk þess að skipt verður um þak. Framkvæmdin kostar um 70 milljónir króna en allt bendir til þess að flugstöðin verði mjög haganleg og falleg að loknu verki. Fyrir þremur árum lagði ég fram tillögu í Flugráði, þar sem ég á sæti, um stækkun stöðvarinnar og endur- byggingu, því víða voru hlutir famir að láta á sjá auk þess að byggingin var ekki aðgengileg fyrir þann rekstur sem þar er. Vestmannaeyjaflugvöllur er jú annar umferðamesti flugvöllur innan- landsflugsins utan Reykjavíkur en fleiri farþegar fara um Akureyrar- ilugvöll. Það skiptir miklu máli að öll aðstaða í ferðaþjónustunni í Vest- mannaeyjum sé eins góð og vönduð og kostur er, því allt er þetta hluti af ímynd Vestmannaeyja. Fyrst var veitt fjármagni til undirbúnings, úttekt á þörfum og þróun umferðar og þjónustu á vellinum og úttekt á því sem þyrfti að breyta og bæta. Bjami Snæbjömsson arkitekt hefur lagt mikla vinnu í verkið og öll nýting og umferð um flugstöðina á að verða haganlegri. Skilið verður á milli afgreiðslu þeirra sem em að koma og fara. Brottför verður vestanmegin í húsinu,en komufarþegar koma austan megin inn í húsið, í nýbygg- ingunni.Opið er á milli komu og brottfarar,en miðsvæðis verður veit- ingaaðstaða sem færist sunnanmegin í húsið. Skrifstofum flugfélaganna verður breytt, aðstaða byggð fyrir bílaleigur og ferðaskrifstofur, snyrt- ingum breytt og allt tekið í gegn eins og sagt er. Líður nú að því að flugvöllurinn verði í mjög góðu standi, bæði flugbrautir, mannvirki og tækjabúnaður,en í ár verða einnig sett ný og öflug ljós á báðar flugbrautimar, næsta ár verður nýtt slitlag lagt á flugbrautimar og ýmiss konar tlug- þjónustubúnaður kemur einnig til, allt til að auka öryggi og þjónustu við þá nær 90 þúsund farþega sem fara árlega um Vestmannaeyjaflugvöll. Verktaka- fyrirtækið Steini og Olli framkvæmir endurreisn og stækkun flugstöðvar- innar og áætla verklok um miðjan júlí. Laust til umsóknar Þróunarfélag Vestmannaeyja leitar að öflugum starfsmanni til starfa á skrifstofu félagsins. Starfið felst í fjármálastjóm, gerð rekstraráætlana, vinnu við úttektir og kannanir, o.fl. Viðkomandi þarf að hafa fmmkvæði og geta unnið sjálfstætt að úrlausn verkefna. Um fjölbreytt og skemmtilegt starf er að ræða sem jafnframt er mjög krefjandi. Umsóknum skal skila til Þróunarfélags Vestmannaeyja, Strandvegi 50, 900 Vestmannaeyjum, eigi síðar en 20. janúar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Bjarki A.Brynjarsson, framkv.stj., í síma 481 1111. Þróunarfélag Vestmannaeyja LESENDABREF - Kristín Þórarinsdóttir skrifar Markviss búselusfefna • allra hagur Þann 6. febrúar n.k. verður próf- kjör sjálf- stæðisflokksins á Suðurlandi. Eg hef ákveðið að gefa kost á mér til starfa fyrir kjördæmið. Eitt af stefnumálum mínum er markviss búsetustefna. Búsetuþróun á íslandi er flestum ljós. Ekki er óeðlilegt að einhver breyting verði þar á, en á heildina litið hefur hnignunin orðið mun meiri en reiknað var með. Helstu orsakir fyrir brottflutningi samkvæmt rannsóknum em atvinnu- málin en þau vega þyngst, einnig menntunaraðstæður og hinn almenni lífskjarasamningur þ.e.a.s. óánægja með verðlag, húshitunarkostnað, viðhald vegakerfis, tekjuöflunarmögu- leikar o.s.frv. Flestir vita hvemig þróun til sveita hefur verið. Sveitimar hafa hægt og sígandi tæmst alla þessa öld og þróun sjávarútvegsins hefur haft áhrif. Tímamir breytast, kröfumar em meiri, samkeppnin harðari og breytingar örari. Snúa þarf vöm í sókn og styrkja byggðina. Það mun reyna á stjórvöld, en fyrst og fremst á bæjar- og sveitarstjómir og íbúa hversu vel tekst til í framtíðinni. Markmiðið á að vera, eftir- sóknarverð sveitarfélög, sem geta aðlagað sig að breyttu umhverfi og breyttum markaðsaðstæðum, ekkert ósvipað og í fyrirtækjarekstri. Góð stjórnun og ábyrg fjármálastefna, gróskumikið atvinnulíf, fjölbreytni, nýsköpun og jöfnun lífskjara er forsenda fyrir því að blómleg byggð haldist. Gerðar verða strangari kröfur í menntamálum í framtíðinni, þar sem áhersla verður lögð á innri gæði skólans. Góður skóli sem skilar árangri í starfi er eftirsóknarverður. Menntun mun skipta mun meira máli á næstu áratugum en á þeim síðustu. Endurmenntun og fjarkennsla verður einn mikilvægasti þátturinn, sem gera verður aðgengilegan. Kappkosta ber að hafa gæði heil- brigðisþjónustunnar og hagkvæmni í rekstri hennar að leiðarljósi. Heilsu- gæslan er homsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu sem standa verður vörð um. Byggja þarf upp öflugt forvamastarf sem skilar árangri. Margt hefur þegar áunnist á Suðurlandi og má þar nefna kröftugan uppgang í ferðaþjónustu og einnig þá sérstöðu sem við höfum í garðyrkju, en þessu hvom tveggja þarf að hlúa betur að. Stefna ber að ENN betra Suðurlandi, þar sem fjölbreytni er í fyrirrúmi í atvinnulífinu, á umhverfisvænum nótum, með mannauðinn og það hugvit, fmmkvæði, og áræðni sem honum fylgir. Takist okkur það er framtíðin okkar. Að lokum óska ég Sunnlendingum velfamaðar á nýju ári. Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.