Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 14.01.1999, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 14.janúar 1999 Fréttir 11 Axel staddur í uöruskemmu í borginni Trier í Þýskalandi. að koma vörum áfram Úr sportvöruversluninni að Vestmannabraut 30 sem Axel og Dadda ráku í prjú ár Englands á ári og keyptum af enskum heildsölum beint af lager," segir Axel. „Það gekk mjög vel. Nú fara dætur okkar til Englands tvisvar til þrisvar á ári og kaupa enska félagabúninga.“ Skófjölskylda Synir Döddu og Axels hafa líka látið að sér kveða í skóverslun og eru þeir fimmti ættliðurinn sem eru í skó- verslun innan íjölskyldunnar. ,,Nú eru margir komnir með umboð með öðrum mönnum tengdum Eyjum og annar sonur okkar er með umboð fyrir skó og fatnað. Hann rekur heild- verslun í Reykjavík sem heitir íslenska skófélagið. Hann er einnig með skóverksmiðju í Portúgal ásamt hinum syni okkar. Þetta er eins og hjá bændunum, sonurinn tekur við búinu, en langafi minn Lárus G. Lúðvígsson er sá fyrsti sem flytur inn skó á landinu. Hann er brautryðjandinn í þessu og stundum segi ég að skó- verslunin sé frá 1877 þegar Lárus G. Lúðvígsson var stofnað." segir Axel. Hvað er eftirminnilegast í þessum fjörutíu ára verslunarrekstri að því er ykkur finnst? „Þegar opnaðist fyrir innflutning var alveg virkilega skemmtilegt að versla," segir Axel. „Það var allt nýtt fyrir manni og fólkinu líka. Fólk var í biðröðum að kaupa skó. Eg man einhverju sinni þegar ég sat við skrifborðið mitt og var að taka saman hvað mikið hefði verið keypt inn fyrir sumarið. Það voru fimm þúsund pör af skóm af öllu tagi. Þetta jafngilti einu pari á hvem íbúa og var bara fyrir hálft árið.“ „Þegar við byijuðum,“ bætir Dadda við „var stúlka sem vann hjá okkur. Hún hljóp alltaf út á götu, þegar ný sending kom og lét vita af því. Þetta lærði hún niðri í Bjarma hjá Helga Ben, en þá var þetta greiðasemi við fólk að láta það vita. Núna erum við kannski með hundrað tegundir á lager, en þegar við byrjuðum að skipta við Adidas umboðið vomm við með þrjár tegundir. Það þótti nóg og fólk mjög ánægt með úrvalið. En ég er sammála Axel í því að þegar innkaup vom gefm frjáls vom gósentímar í verslun." Axel og Dadda segja að þau hafi aldrei komist á það stig að vilja hætta verslunarrekstri og flytja af eyjunni. „Nei við höfum aldrei velt því fyrir okkur, fyrr en þá núna. Ástæðan er kannski fyrst og fremst vegna þeirrar neikvæðu umræðu um landsbyggðar- verslunina; að hún sé að deyja út og eigi enga eða litla framtíð fyrir sér. Svona umræða dregur fólk að sjálfsögðu mikið niður. Á maður þá að vera að standa í þessu? Auðvitað er það neikvætt ef fólk er að flykkjast í verslunarferðir á haustin til Reykjavíkur og erlendis. Þetta á ekki bara við gagnvart skóverslun, heldur einnig matvömverslun. Við viður- kennum þó alveg að í sumum tilvikum kunni að vera ódýrara í stórmörk- uðum. Við í okkar geira emm alveg samkeppnishæf í verði miðað við Reykjavík. Fólk verður oft undrandi þegar varan kostar jafn mikið og oft minna en til dæmis í Hagkaup. Þar vega þungt strákamir okkar. Það kostar hins vegar heilmikið að fara í verslunarferðir. En auðvitað er fólk að gera þetta að skemmtiferðum líka og það er ekkert að því og við emm ekkert á móti því að fólk versli þar sem það sjálft kýs, en samt fmnst okkur allt í lagi að fólk hugsi fyrir því hvað það kostar að halda verslun í heimabyggð. Það þýðir að við verðum að leggja rækt við að kaupa heima. Og það em nokkur byggðar- lög, þar sem þetta hefur skeð og heimamenn leggja rækt við verslun heima hjá sér og skilst mér að bæði Kópavogsbúar og Hafnfirðingar hafi snúið sér í auknum mæli að verslun í sinni heimabyggð og fari helst ekki til Reykjavíkur til að versla. Auðvitað skiptir þetta allt máli. Ég man líka eftir því þegar Kaupfélagið lagði upp laupana héma á sínum tíma. Þá brá fólki vemlega, af því að ímynd þess í hugum fólks var alltaf - Kaupfélagið mitt, en á hinn veginn helv. kaup- maðurinn -. En maður verður alltaf leiður þegar verslun í bænum hættir, sem maður telur að eigi rétt á sér.“ Hafamargbyggtvið En ekki er endalaus vöxtur jyrir hendi? „Nei, auðvitað ekki. Það er hægt að fara út í fleiri vömflokka, en þá þyrftum við að stækka húsnæðið eina ferðina enn og eins og er, emm við ekki að spá í það. Við erum marg búin að byggja við á Vestmanna- brautinni og látum líklega þar við sitja að sinni.“ Axel og Dadda segjast hafa átt mjög góða viðskiptavini í Eyjum í þessi fjömtíu ár. „Við eigum mjög góðan og tryggan hóp, sem hefur haldið tryggð við okkur, en auðvitað höfum við líka velt því fyrir okkur hvar aðrir kaupa sína skó sem aldrei koma inn í verslunina hjá okkur, nema til að kaupa skóreimar eða skóáburð." Hvemig er með gœði á skófatnaði, eru þetta ekki orðnar einnota vörur nú orðið þar sem tíska hreytist miklu örar heldur en áður var? „Nei nei alls ekki,“ segir Axel. „Það er að sjálfsögðu hægt að fá skó í öllum gæðaflokkum, en fólk borgar þá fyrir það. Það er hægt að fá hand- saumaða skó eins og vom framleiddir fyrir fimmtíu ámm. En það er kannski ekki lagt eins mikið í skó sem fólk notar til daglegra nota. Hér áður vom íþróttaskór alltaf búnir til úr leðri og rúskinni, en það er á undanhaldi nú. Nú er miklu meira lagt í saumaskap, púða og loft í slíkum skóm en minna af leðri. Skómir em ömgglega miklu betri nú þó svo að efnin séu ekki eins dýr. En við höfum aldrei farið niður á lágt plan.“ „Mér finnst fólk líka kaupa skó til þess að þeir endist," segir Dadda. „Hvort sem það eru unglingar eða fullorðnir. Þó svo að h'ftími tískunnar sé stuttur þá vill fólk eiga vandaða skó sem það þarf ekki að henda eftir stuttan tíma. En fólk er almennt miklu betur skóað heldur en var í eina tíð. Fyrir nokkmm ámm, þegar fólk hafði ekki eins mikið fé handa í millum eins og nú og allt dalaði, þá var krafan um að kaupa nóg og ódýrt. Maður svaraði þessu og leitaði að nógu ódým. Við fómm samt aldrei niður á botn eins og margar aðrar búðir, vegna þess að við höfum alltaf svarað fyrir þá vöm sem við höfum verið með. Ef hún er eitthvað gölluð þá tökurn við hana til baka. Það gengur hins vegar ekki ef maður selur einnota vöm.“ Hvemig líst ykkur á framtíð ykkar skóverslunar. Verður hún fimmtíu ára gömul? „Það er ekki gott að segja hvort maður lifir það," segja þau bæði og hlæja. „En ef við fáum rörið milli lands og Eyja þá er það ekki spurn- ing,“ segir Dadda. „Þá verður mikil verslun í Vestmannaeyjum. Það fínn- um við á brottfluttum Vestmannaey- ingum, því þeir eru mjög duglegir að versla við okkur og fólk sem kemur ofan af landi verslar yfírleitt mjög vel í Vestmannaeyjum. Til að mynda var túristaverslun hjá okkur mjög góð síðastliðið sumar. Fólki finnst líka þægilegt að geta gengið að sinni búð á vísum stað eins og skóbúðinni okkar í fjömtíu ár á sama stað. Þettaerálíka fastur punktur í samfélaginu eins og trúðurinn sem við setjum í gluggann hjá okkur um jólin. Fólki fínnst að þetta þurfi að vera og er partur af bæjarlífinu.“ Axel og Dadda segjast hins vegar vona að fólk vilji versla í sinni heimabyggð, þó að ekki vilji þau koma á neinum hömlum eða kvóta í því sambandi. „Það eru margir sem koma til okkar og furða sig á því hversu gott úrval er hjá okkur og einnig furðar það sig á að verðið sé það sama hér og jafvel lægra. Við vonum að fólk fari að meta fag- mennsku, þekkingu og góða þjónustu og taki það fram yfir ópersónulega þjónustu. Við vonum líka að fólki fari að fjölga héma og sem betur fer bendir margt til þess að hér séu hlutir á uppleið. Við getum hins vegar ekkert sagt til um það hvort við verðum áfram í þessu eða ekki. Þaðeraldrei að vita nema við myndum selja ef einhver sýndi áhuga á því að kaupa. En við höfum ekkert verið að hugleiða að hætta á þessu stigi málsins, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er.“ Benedikt Gestsson Nokkrar sögur úr verslunar- rekstri skóverslunar Axels O. „Þegar við unnum hjá Lárusi G. Lúðvígssyni í Bankastrætinu í Reykjavík var venjan að þéra kúnnann," segir Dadda. „Að þúa þótti mjög dónalegt. Þegar við komum hingað til Éyja var ekki nokkur maður sem að tamdi sér þéringar. Því fólk hefur alltaf verið svo alþýðlegt og almennilegt í Vestmannaeyjum. Við vorum því stundum í mestu vandræðum, alin upp við þéringar í verslunarstörfum. Þess vegna fór maður að ávarpa kúnnann í þriðju persónu. Til að mynda með því að segja: Get ég aðstoðað. Einhverju sinni kom kona í búðina og bað mig um að geyma fyrir sig skó. Sjálfsagt, segi ég og hvaða nafn má ég skrifa. Þá segir hún: Skrifaðu bara Bagga á Gjábakka. Ég hafði aldrei á ævinni kynnst neinu svona, en eftir öll þessi ár man ég þetta enn þá.“ „Ég man eftir einni konu,“ segir Axel. „Hún keypti skó á Þorláksmessu á manninn sinn og kom á Þorláksmessu að ári og skilaði þeim. Ég veit ekki hvað henni gekk til, en við tókum skóna aftur. En það er eitt sem við höfum alltaf gert, en það er að endurgreiða vöru, ef fólk hefur verið óánægt eða einhver galli komið fram. Eins ef fólk hefur fengið inneignamótu hjá okkur þá hefur okkur fundist að hún þyrfti ekki að vera háð neinum tímatakmörkunum, því þetta eru peningar sem fólk á hjá okkur og hlýtur að mega leysa þá út þegar því hentar." „Einhverju sinni kom kona inn í búðina og spyr hvort Axel sé ekki við, því hún ætlaði að kaupa inniskó. Axel var ekki við, en konan sagði að hún vildi heldur tala við Axel því að hann vissi allt um þarfir hennar.“ Gömul mynd úr Skóverslun Axels ð. að Kirkjuvegi 15

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.