Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 16.06.1999, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 16. júní 1999 Fréttir 19 Fámennt Landsmót Kiwanismanna Kiwanismenn héldu Landsmót sitt í golfi í Vestmannaeyjum um helg- ina. Fyrirhugað var að halda rnótið á laugardag en vegna stanslausrar rigningar var völlurinn á floti og ekki leikhæfur fyrr en á sunnudag. Þá var mótið sett á í indælis veðri. Alls tóku 24 þátt í mótinu, þar af 13 frá Vestmannaeyjum og mun þetta fáiuennasta mót sem um getur hjá Kiwanis. Slæmt veðurútlit átti sinn þátt í því, svo og að lengi var ófært með flugi framan af helgi. Vestmanna- eyingar fengu bróðurpartinn af þeim verðlaunum sem í boði voru, þeir Atli Elíasson og Sigmar Pálmason unnu lægri forgjafarflokk karla með og án forgjafar. Olísmenn hirtu sjálfir öll verólaunin Hið árlega Kaffístofumót Olís í golft var haldið sl. föstudag og var þetta í annað sinn sent mótið er haldið. Rétt til þátttöku hafa fasta- gestir á kaffistofu Olís, þeir sem leika golf, og skulu taka með sér einn óvanan íþróttinni. Alls mættu 18 til leiks, níu gamalreyndir og rnu sem ntinna kunnu iyrir sér. Leikinn var svonefndur betri bolti. níu holur í úrhellisrigningu, og slegið til skiptis. I hófi að leik loknum voru afhent verðlaun en tvenn verðlaun eru veitt, fyrir efsta og neðsta sæti. I efsta sæti urðu Olísmennimir Sigurður Þ Sveinsson og Óskar Jósúason en í neðsta sæti sjálfur umboðsmaður Olís, Magnús Sveinsson og ónefndur iðnaðar- maður er lék með sem félagi hans. Cantat 3 um helgina Stórmót í golfi er á laugardag, Opna Cantat 3 mótið og em verðlaun hin glæsilegustu, farsímar og aðrir góðir símar sem Landssími Islands gefur. Skráningarfrestur í mótið rennur út á föstudag kl. 17 en mótið hefst kl. níu á laugardag. KFS úr leik í bikarnum KFS mætti IR-ingum á þriðju- dagskvöldið í 32 liða úrslitum Coca Cola bikarsins. Leikið var á blautum og forugum Helgafellsvelli sem setti mark sitt á leikinn. KFS varð að sætta sig við 1 - 2 tap en sigurinn hefði getað lent hvomrn megin sem var. Landssímadeildin: IBV 1 - Fram 1 Góð keyrsla í fyrrí hálf- leik naejði ekki til sieurs Eyjamenn náðu að aðeins að hrista af sér slenið frá leiknum gegn Breiðabliki og mættu grimmir til ieiks gegn Fram á sunnudaginn. Þessi grimmd entist þó aðeins fyrri hálfleikinn en sá tími hefði átt að nægja Eyjamönnum til að gera út um leikinn. En færin nýttust iila og var staðan í leikhléi 1 - 0 Eyjamönnum í vil. Seinni hálfleikur var jafnari en um leið var hann einn grófasti leikur IBV í langan tíma og var uppskeran 4 gui spjöfd og eitt mark sem á einhvern óskiljaniegan hátt var dæmt af. Bjami Jóhannsson, þjálfari, gerði umtalsverðar breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Fram. Hlynur Stef- ánsson fór úr vöm á miðjuna og Guðni Rúnar tók sæti hans í vöminni. Bjami Geir Viðarsson kom nýr inn í byijunarlið í stöðu hægri bakvarðar og ívar Bjarklind var færður fram í stöðu framliggjandi miðjumanns. Hvort þessi breyting var af hinu góða eða ekki þá var fyrri hálfleikur nokkuð vel spilaður af hálfu Eyja- manna sem réðu algjörlega gangi leiksins. Þetta skilaði sérá 17. mínútu þegar Ingi Sigurðsson hirti boltann af tám Framara og skoraði. Eyjamenn átti kost á að gera fleiri mörk í hálfleiknum en heppnin var ekki þeirra megin og var 1 - 0 forysta í hálfleik verðskulduð. Hlynur fyrirliði hafði meiðst í íyrri hálfleik og kom Færeyingurinn Allan Mörköre kom inn á fyrir hann eftir leikhlé. Allan á eftir að aðlagast liðinu en þama er greinilega mjög sterkur leikmaður á ferðinni. Svo verður tíminn að leiða það í ljós hvemig hann á eftir að nýtast ÍBV. Eyjamenn misstu dampinn illilega niður í seinni hálfleik og um leið komust Framarar betur inní leikinn án þess þó að skapa sér hættuleg færi. Þegar um 15 mínútur era liðnar af síðari hálfleik skorar Hollendingurinn í liði þeirra mjög ódýrt mark. Hann fékk sendingu innfyrir vöm ÍBV og skoraði framhjá Birki sem átti þama mjög lélegt úthlaup. Eftir markið reyndu heimamenn hvað þeir gátu að sækja og náði Steingrímur Jóhannesson að koma boltanum í netið. Steingrímur var sagður rangstæður og markið dæmt af. INGA var vel fagnað af samherjum sínum eftir að hann skoraði markið gegn Frarn á sunnudaginn. Var það einn af mörgum furðulegum dómum eins furðulegasta dómaratríós sem hér hefur lengi sést. A lokamínútunum rembdust Eyja- menn eins og rjúpan við staurinn en inn vildi boltinn ekki hjá andstæð- ingunum. Jafntefli var ekki ósann- gjamt í þessum leik en Framarar áttu kost á að krækja sér í stigin þrjú á síðustu mínútu leiksins. Þá komust þeir innfyrir vöm ÍBV en Birkir varði skot úr dauðafæri. Eftir frábæra byrjun hefur ÍB V liðið hikstað og það illilega í útileikjum. Þar er eins og leikmenn vanti sjálfstraust og vilja til að sigra. Þama era brestir sem enginn nema þjálfarinn getur barið í. Landssímadeildin: Valur2 - ÍBV 1 Heppnin ekki með Eyjastúlkum ÍBV-stelpurnar urðu að sætta sig við tap þegar þær mættu Val sem eins og KR hefur ekki enn tapað stigi í deilinni. Lokatölur urðu 2-1 en í hálfleik var staðan 1 -1. Fljþtlega í upphaft fyrri hálfleiks fékk ÍBV á sig hálf klaufalegt mark og tók það liðið nokkum tíma að ná vindi í seglin á ný. Það tókst þó og með mikilli baráttu tókst Eyjastúlkum að jafna með marki Karenar Burke. Strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks tókst Valsstúlkum að skora mark sem tryggði þeim þrjú stig úr leiknum. Þrátt fyrir mótlætið gáfust IB V-stelpumar ekki upp. Þær náðu að skapa sér nokkur góð færi en því miður höfðu þær ekki heppnina með séraðþessu sinni. KAREN Burke hefur skorað grimmt fyrir IBV. Kemur Borís til Eyja Eyjamenn hafa verið í viðræðum við hinn frábæra þjálfara, Boris Akbashev, sem er faðir Mikhail Akbashev, yfirþjálfari yngri flokka IBV. Boris hefur dvalið hér á landi í 10 ár og þjálfað lengst af hjá Val og alið af sér okkar bestu hand- knattleiksmenn í dag. Eins og flestum er kunnugt er Boris aðstoð- armaður hjá íslenska landsliðinu og yrði það gríðarlegur fengur fyrir handboltann f Eyjum ef hann kæmi hingað til starfa, en það skýrist sem fyrr segir á morgun. Gullkorn frá Jóa Pé. Þeir félagar í handknattleiksráði vora að peða um verðandi and- stæðinga íslands í Evrópukeppninni í handknattleik og Jóhann Pétursson hræddist aðeins eitt lið og sagði: „Eg vona aðeins að íslendingtu' dragist ekki á móti Kúbu í Evrópukeppninni!!" Búið að semja við markmann frá Túnis Eyjamenn hafa samið við Túnis- rúmenska markmanninn, Soltaen Majeri, sem er 26 ára gamall. Að sögn Magnúsar Bjagasonttr hjá handknattleiksráði ÍBV á Soltaen mjög glæsilegan feril að baki. „Hann hefur spilað með landsliði Túnis og einnig rúmenska lands- liðinu. Soltaen varð rúmenskur meistaii árið 1993 og Túnismeistari 1996. Þá spilaði hann með liði KSCZUVAJ í Póllandi og varð pólskur ineistari með þeim og með því liði komst hann einnig í undanúrslit í Evrópukeppninni. í fyrra spilaði hann svo með liði Mulhouse í Frakklandi," sagði Magnús. „Þá erum við einnig í við- ræðum við vinstrihandarskyttu og vonandi fara þau mál að skýrast á næstunni," sagði Magnús að lokum. ÍBV slapp fyrir horn gegn Leikni Bikarmeistarar ÍB V komust í hann krappan þegar þeir mættu 3. deildarliði Leiknis á útivelli f fyrrakvöld í 32 liða úrslitum bikarkeppninnar. Jafnt var undir lok Ieiksins, 2 - 2, en á lokamínútunum tókst Eyjamönnum að skora tvö mörk og gera þannig út um leikinn. Eyjamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og strax á upp- hafsmínútum náði Ingi að skora fyrsta rnark leiksins. En Adam var ekki lengi í paradís því Leiknis- menn náðu að jafna skömmu síðar. Þannig var staðan í leikhléi en fljótlega í seinni hálfleik náði Hlynur að bæta við marki en enn og aftur náðu frískir Leiknismenn að jafna. Það var allt útlit fyrir framlengingu en gömlu brýnin, Hlynur og Ingi, vora á öðra máli og gulltryggðu IBV farmiða í 16-liða úrslitin. Framundan: Laugardagur 19. júní Kl. 14.00 IBV - KR á Hásteinsvelli í Landssímadeildinni. Þriðjudagur 22. júní Kl. 20.00 Fjölnir - ÍBV í Meist- aradeild kvenna. Miðvikudagur 23. júní Kl. 20.00 Víkingur - ÍBV í Landssímadeildinni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.