Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Qupperneq 15
Fimmtudagur 20. janúar 2000
Fréttir
15
Gjugg í borg með Flugfélagi íslands
30 miða sundkort frá Iþróttamiðstöðinni
10 tímar í sólarlampa frá íþróttamiðstöðinni
Svefnpoki frá Eðalsport
Fila bakpoki frá Eðalsport
ÍBV íþróttagalli
Peningapottur
Glæsilegar vörur frá Kúltúra
Bingo
Mætum öll á bingó Unglingaráðs IBV
Stjóm ÍBV-íþróttaféalgs vill koma eftirfarandi á framfæri:
Til foreldra bama sem stunda æfingar
hjá ÍBV- íþróttafélagi
Árgjald er 18.000 krónur á ári fyrir eitt
bam, 30.000 fyrir tvö böm og 36.000
krónur fyrir þrjú böm.
Vakin er athygli á því að um árgjald er
að ræða og það er óbreytt á milli ára.
Seðlamir munu berast mánaðarlega eins
og verið hefur en fólki er í sjálfsvald sett ef
það vill borga árgjaldið með öðmm hætti
en mánaðarlegum greiðslum. Dragist
greiðsla þá er gamli seðillinn í fullu gildi.
Hjá þeim sem nýta sér greiðsluþjónustu
eða kortagreiðslur verður engin breyting.
Eins og áður er komið fram er um
árgjald að ræða og skal því sagt upp með
þriggja mánaða fyrirvara.
Hvetjum fólk til að gera upp eldri skuldir
Stjóm ÍBV-íþróttafélags.
LANDAKIRKJA
Aheit og gjafir
Frá og með 1. janúar til og með 31.
desember 1999 bárust eftirfarandi gjafir og
áheit til Landakirkju.
Ml kr. 1.000, HB kr. 5.000, NN kr. 1.000,
H. Jónsson kr. 15.000, GB kr. 3.000, HF kr.
I. 000, HT kr. 2.000, TM kr. 60.000, Jóna
Sveinsdóttir kr. 1.000, Brynja Pétursdóttir
kr. 20.000, KE kr. 2.000, MS kr. 1.000, GS
kr. 5.000, Þóra Steingrímsdóttir kr. 2.000,
NN kr. 5.000, KG kr. 10.000, HÓ kr. 1.000,
HT kr. 5.000, ÞS kr. 2.000, Dóra G. Þórar-
insdóttir kr. 1.000, Sigurlín Árnadóttir kr.
1.000, GT kr. 1.000, Margrét Þórarinsdóttir
kr. 1.500, Sigurbára Sigurðardóttir kr.
2.000, OO kr. 7.000, GS kr. 7.500, NN kr.
10.000, LS kr. 3.000 NN kr. 5.000, Inga kr.
5.000, JJ kr. 11.000, Hörður Jónsson kr.
5.000, NN kr. 6.000, NN kr. 2.000, HÓ kr.
5.000, HG kr. 5.000, M&J kr. 1.500,
Sigurfinnur og Guðrún kr. 2.000, GT kr.
1.000, GT kr. 2.500, Shellmót IBV kr.
15.000 og KA mót ÍBV kr. 10.000. Auk
þess var talið úr söfnunarbauk 30.12. kr.
15.100. Þetta eru samtals 267.100
Sóknarnefnd Landakirkju færir gefendum
og velunnurum Landakirkju nær og fjær
þakkir fyrir hlýhug í garð kirkjunnar okkar,
og biður þeim Guðs blessunar.
Sóknarnefnd Landakirkju.
Fjármál á
f immtudegi
Eftir Bjarka Brynjarsson
Hlutabréfa-
kaup fyrir lánsfé
Talsvert hefur borið á því að
undanfömu að einstaklingar ijánnagni
hlutabréfakaup sín með lánsfé. Ekki
þarf að fjölyrða um að slík kaup fela í
sér talsverða áhættu því hækkun
hlutabréfanna verður að nema a.m.k.
þeim vöxtum sem lántaki þarf að
greiða (margínu kaup). Oftar en ekki
em hlutabréf lögð að handveði í
slíkum viðskiptum. Slík lán bjóðast í
flestum bankastofnunum og jafnframt
bjóðast sérstakir skiptasamningar hjá
verðbréfaíyrirtækum.
Skiptasamningar fela í sér að kaupa
má hlutabréf íyrir t.d. þrefalda þá upp-
hæð sem kaupgeta með beinum kaup-
um segir til um. Slíkir samningar geta
gilt um jafnt innlend sem erlend
hlutabréf. Vert er að hafa í huga að
vegna þeirrar gírunar sem felst í þre-
földuninni getur breyting eignarhluta
orðið mjög hröð, t.d. ef heildarfjár-
festing lækkar um 10% lækkar
eignarhluti um 30% og öfugt ef
hækkun verður. Áhættan er því tölu-
verð.
Alan Greenspan lýsti sérstaklega
yfir áhyggjum sínum af aukningu í
lánveitingum fyrir hlutabréfakaupum
í ræðu sinni síðastliðinn fimmtudag. Á
síðustu tveimur mánuðum hefur verið
sett met í slíkum kaupum. Þegar bréf
eru keypt út á margínu er sagt að þau
séu á veikum höndum, ástæðan fyrir
þeirri nafngift er sú að ef bréfin byrja
að lækka er hætt við að margir eig-
endur þeirra uppfylli ekki lengur
eiginíjár skilyrði lánveitenda og því
verði bréfin seld. Það getur komið af
stað „dómínó-áhrifum", leiðrétting á
verði hlutabréfa leiðir til sölu á þeim
sem leiðir til enn meiri lækkunar og
þar af leiðandi enn meiri sölu og svo
koll af kolli. Slíkar lánveitingar eru
sérlega varasamar í mjög áhættu-
sömum félögum þar sem verð getur
sveiflast um tugi prósenta á dag.
Margir óttast að auknar lántökur til
hlutabréfakaupa hafi runnið til kaupa
á tæknifyrirtækjum en þar má einmitt
færa sterkust rök fyrir að eignabóla
hafi myndast, sérstaklega í félögum
sem ganga kaupum og sölum á 50-
100 faldri veltu, skila ekki neinum
hagnaði og hafa ekki upp á neina vöru
að bjóða sem sannað hefur gildi sitt á
markaði. Til að sporna við mögu-
legum „dómínó-áhrifum" eru í gildi
strangar reglur um lánveitingar út á
veð, þar á meðal fjárfestingahæfis-
reglan (e. suitability of investment)
sem kveður á um að ef íjár-
festingabanki bæði selur einstaklingi
bréf og lánar honum fyrir þeim ber
honum að leggja mat á hvort fjár-
festingin sé við hæfi viðkomandi
einstaklings.
Bjarki A. Brynjarsson
Forstöðumaður
Kaupþings hf. á Suðurlandi
Nýársfagnaður
Kvenfélagið Líkn heldur árlegan
nýársfagnað eldri borgara í Akógeshúsinu
föstudaginn 21. janúar nk. kl. 20.00
Allir 60 ára og eldri velkomnir.
Akstur í síma 481 1995
Háls-, nef- og
eymalæknir
Sigurður Júlíusson, háls- nef- og eymalæknir, verður
til viðtals 26. til 28. janúar á Heilbrigðisstofnuninni.
Tímapantanir 24. janúar kl. 9 -14 í síma 481 1955
Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
FRÉTTIR