Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Page 16
16
Fréttir
Fimmtuudagur 20. janúar 2000
íþróttaannáll Frétta 1999
Gróska á flcstum sviðum
Knattspyrna, meist-
araflokkur karla
IBV hafði verið með yfirburðalið í tvö
ár, 1997 og 1998 og voru væntingar
stuðningsmanna því miklar fyrir
síðustu leiktíð, fólk vildi áfram-
haldandi sigurgöngu um sumarið en
það gekk ekki eftir. Niðurstaðan var
annað sæti í deildinni og uppskeran,
enginn meistaratitill en Steingrímur
Jóhannesson varði nrarkakóngstitil
sinn.
Leikmannahópurinn breyttist nokk-
uð milli ára. Leikmenn eins og Sig-
urvin Ólafsson, Kristinn Lárusson,
Steinar Guðgeirsson og Gunnar
Sigurðsson héldu á braut og einnig
fóm þeir Hjalti Jónsson og Rútur
Snorrason á miðju tímabili. Nýir leik-
menn voru hins vegar fengnir til að
fylla skörð þessara leikmanna og ber
þar hæst Eyjamanninn Birki Krist-
insson sem kom frá enska liðinu
Bolton. Baldur Bragason kom frá
Leiftri, Jóhann Mölier kom frá KS og
Kristinn Guðmundsson frá Val. Þegar
tímabilið var rétt komið af stað voru
fengnir tveir til viðbótar, Færey-
ingurinn Allan Mörköre og Júgó-
slavinn Goran Aleksic, sem var dálítið
spumingamerki í byrjun en kom
sterkur til leiks þegar leið á og
gjörbreytti hann leik liðsins til hins
betra.
I deildarbikarnum unnu Eyjamenn
sinn riðill sannfærandi, lögðu IR í 8
liða úrslitum eftir vítaspymukeppni 5
- 4. ÍBV tapaði hins vegar hér í Eyjum
gegn IA í undanúrslitum og varð því
að sjá á eftir fyrsta titlinum í sumar.
íslandsmótið byrjaði frábærlega
með 5-0 sigri gegn Leiftri heima.
Steingrímur skoraði fjögur mörk og
menn vom bjartsýnir um framhaldið.
Brotalamir komu hins vegar í ljós í
leik liðsins í næstu umferðum þegar
liðið gerði 0-0 jafntefli gegn
Valsmönnum, unnu Grindvíkinga
aðeins með einu marki heima, 2-1,
tap gegn Breiðabliki vó þungt á
metunum þegar á leið og einnig
jafnteflið gegn Fram hér heima.
Þegar mótið var hálfnað var IBV
samt sem áður í öðru sæti með 18
stig, tveimur stigum á eftir
erkifjendunum KR. Þegar fjórar
umferðir vom til loka Islandsmótsins
var IBV enn í öðru sæti, tveimur
stigum á eftir KR eftir að hafa gert
jafntefli gegn Valsmönnum heima. ÍRIS fyrirliði, Hrefna markakóngur og Lind léku allar vel á síðasta
ÍBV tapaði gegn KR-ingum í tímabili.
Frostaskjóli og missti^ þá fimm
stigum fram fyrir sig. ÍBV endaði
eins og áður sagði í öðru sæti með 38
stig sem nægði til sigurs í deildinni
árið á undan en KR var einfaldlega
besta liðið í ár og átti skilið að standa
uppi sem íslandsmeistarar.
I bikamum gekk vel framan af.
ÍBV lagði Leikni R. í 3. umferð,
Keflavík á útivelli í 4. umferð og
Sindra Jfomafirði á útivelli í 5.
umferð. í undanúrslitum mætti ÍBV
Skagamönnum á Skipaskaga og þar
spilaði ÍBV einn sinn lélegasta leik á
leiktíðinni. Lokatölur urðu 3-0 og
verður það að teljast vel sloppið.
Evrópukeppnin varð keimlík frá
því árið áður. ÍBV mætti frekar
slöku albönsku liði í fyrstu umferð
forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Fyrri leikurinn var heimaleikur ÍBV
og unnu þeir aðeins 1-0 sigur hér
heima, en unnu svo góðan sigur á
útivelli 2-1 og komust áfram. í
næstu umferð mætti liðið ungversku
meisturunum frá Búdapest, MTK.
ÍBV fékk á sig ódýr mörk í heima- IRIS Sæmundsdóttir fyrirliði meistaraflokks fagnar marki með
leiknum um leið og þeir misnotuðu öðrum leikmönnum liðsins.
hvert dauðafærið af öðru. Úrslitin urðu
0-2 fyrir þá ungversku og með það í
farteskinu var haldið til Ung-
verjalands. Það var því á brattann að
sækja en það skipti ekki máli því
leikurinn ytra tapaðist 3 - 1.
Sumarsins 1999 verður fyrst og
fremst minnst sem sumarsins sem KR
varð meistari. ÍBV var ekki nógu
stöðugt í leik sínum, tapaði stigum
gegn lakari liðum og verr gekk að
skora mörk en árin á undan. Stein-
grímur skoraði að vísu sín 12 mörk í
deildinni en liðið vantaði meiri
sóknarþunga og fjölbreytni í sókninni.
Þá var eins og einhvem neista vantaði,
hvort sem það var þjálfaranum að
kenna eða einfaldlega að hungrið
vantaði?
Kristinn R. Jónsson var ráðinn
þjálfari liðsins fyrir næsta tímabil í
staða Bjarna Jóhannssonar. Kristinn
hefur verið þjálfari 2.flokks og að-
stoðarþjálfari meistaraflokks.
Yngri flokkarnir
Af yngri flokkum karla í knattspymu
ber hæst árangur A-liðs 6. flokks IBV.
Liðið gerði sér lítið fyrir og varð
Shellmótsmeistari 1999, sigraði Þrótt
R. örugglega 5-1 í úrslitaleiknum. 6.
flokkur stóð sig einnig með mikilli
prýði í öðmm mótum sem hann tók
þátt í.
Annar flokkur karla stóð sig mjög
vel framan af og var í toppbaráttunni,
en undir lokin meiddust Gunnar
Heiðar og Maggi Ella. Liðið mátti illa
við því og töpuðust síðustu fjórir
leikimir og möguleikar á titli urðu að
engu.
Þriðji flokkur átti undir högg að
sækja, var í fallbaráttu lengi vel en
náði að rétta úr kútnum á loka-
sprettinum og halda sínu sæti í A-riðli.
Aðrir flokkar komust ekki í úrslit.
KFS
Annað árið í röð sendu Framherjar og
Smástund sameiginlegt lið til leiks í
íslandsmótinu. Liðið var nokkuð
sterkt á pappírnum, reyndar var liðið
það reyndasta í 3. deildinni með sex
fyrrverandi leikmenn ÍBV. Vom þeir
með rúmlega 400 leiki samtals í efstu
deild.
KFS var í toppbaráttunni í sínum
riðli en gaf eftir undir lokin og tapaði
síðasta leiknum gegn toppliði Njarð-
vrkur á heimavelli. Lenti KFS því í
þriðja sæti og komst ekki í úrslit.
Liðið stóð sig með ágætum í bikar-
keppninni, komst í 32 liða úrslit en
tapaði naunrlega á heimavelli gegn 1.
deildar liði ÍR.
Meistaraflokkur
kvenna
Árið 1998 náðu ÍBV stelpumar í fót-
boltanum sínum besta árangri til þessa
og náði fjórða sætinu í deildinni.
Stefnt var að því fyrir tímabilið 1999
að gera betur enda hafði hópurinn ekki
breyst mikið nema að sterkar enskar
gengu til liðs við IBV. Þær komu
reyndar seint til leiks og liðið var þar
af leiðandi lengur að stilla saman
strengi sína. ÍBV endaði í fimmta sæti
með 23 stig, sem verður að teljast
nokkur vonbrigði.
IBV bytjaði reyndar nokkuð vel,
stelpurnar stóðu lengi vel í KR á
útivelli en urðu að lokum að játa sig
sigraðar. En í næsta leik völtuðu þær
yfir lið IA hér í Eyjum 5-1 þar sem
Kelly Shimmin gerði tvö mörk.
Þegar mótið var hálfnað var IBV í
fimmta sæti með 10 stig, aðeins 4
stigum frá 3 sæti. En ósigur í fjómm
leikjum af 7 í seinni umferð var liðinu
mikið áfall. Seinni umferðin var
liðinu reyndar erfiðari, bestu liðin KR,
Valur og Breiðablik komu til Eyja og
sigmðu en upp úr stóð þó góður úti-
sigur gegn IA. 1 bikarkeppninni komu
stelpumar sterkar til leiks. IBV vann
ömggan sigur á Fjölni, vann svo
glæsilegan sigur á heimavelli gegn
Val, 2-0 og mætti svo KR í
undanúrslitum hér í Eyjum. Karen
Burke kom Eyjastelpum yfir strax í
byrjun en KR var sterkari aðilinn í
mjög skemmtilegum leik og sigraði 1 -
3.
Eftir tímabilið ákvað Hrefna
Jóhannesdóttir að yfirgefa herbúðir
ÍBV og ganga til liðs við Breiðablik.
Heimir Hallgrímsson verður áfram
þjálfari meistaraflokks.
Yngri flokkarnir
Framtíð kvennaknattspymunnar í
Eyjum er björt og IBV orðið eitt af
stórveldum á Islandi í þessum geira.
Hæst stendur árangur A-liðs 4. flokks
kvenna, en liðið sigraði með fá-
heyrðum yfirburðum í sínum riðli.
Liðið vann alla leiki sína í Islands-
mótinu af öryggi og var með marka-
töluna 122-8 úr aðeins 11 leikjum.
Frábær árangur hjá nýkrýndum
Islandsmeistumm. B-lið flokksins
stóð sig líka vel og varð í ijórða sæti.
Annar flokkur náði ekki að verja
íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra.
Liðið virtist vera að stinga önnur lið af
og vann 10 fyrstu leiki sína, en síðustu
tveir leikimir töpuðust og liðið endaði
því í öðm sæti í ár, sem er ágætis
árangur.
Þriðji flokkur átti frábært tímabil.
Liðið endaði í öðm sæti í A riðli og
sigraði svo Breiðablik í undanúrslitum
4-0. I úrslitum töpuðu svo stelpumar
0-2 í framlengdum leik gegn KR.
SINDRI Þór Grétarsson og Steingrímur Jóhannesson markakóngur
með silfurverðlaunin.
ÍBV átti góðu gengi að fagna á heimavelli. Ingi, Allan, Hjalti og
Guðni Rúnar fagna sigri á Hásteinsvelli.