Fréttir - Eyjafréttir - 20.01.2000, Síða 19
Fimmtudagur 20. janúar 2000
Fréttir
19
augum til smíði stafkirkju. „En það
vantar kraft í að auka ferðamanna-
strauminn og við megum laga ýmis-
legt hjá okkur. Það gengur t.d. ekki að
ruslahaugur sé það fyrsta sem blasir
við ferðamönnum í skoðunarferð,“
segir Páll og kallar eftir samstöðu og
virkari ferðamálasamtökum.
Hann segir að ýmislegt megi gera til
að gera dvölina hér eftirminnilega
fýrir ferðamenn. „Stemmningin við að
grafa upp brauð, sem við bökum í
hrauninu og finna hitann úr því finnst
fólki skemmtileg. Það þarf oft ekki
svo mikið tíl.“
Páll er jákvæður gagnvart Keikó og
segir að umfjöllunin um hann eigi eftir
að skila sér í framtíðinni. „En besta
markaðssetningin fyrir Eyjamar eru
þó íþróttamótin sem haldin eru á
sumrin eins og Pæjumótið og Polla-
mótið. Krakkar sem koma á þessi mót
koma alltaf aftur,“ sagði Páll sem
þegar er farinn að fá fyrirspumir fyrir
árið 2001.
Ólafur Jónsson:
Osnortin náttúra
heillar
Olafur Jónsson er einn eigenda Viking
Ferða sem á og gerir út ferða-
mannabátinn PH-Viking. Hann lætur
vel af rekstrinum og segir að aukning
haft orðið hjá sér sl. tvö ár og í sumar
hefðu 12 þúsund til 13 þúsund manns
siglt með þeim ffá byrjun apríl.
„Það er ósnortin náttúran og fugla-
lífið sem heillar fólk mest. Hér upplifa
menn náttúmna mjög sterkt, sam-
félagið við fuglana þar sem lífs-
baráttan birtist oft á grimmdarlegan
hátt. Þá heilla hellamir lika og í
flestum ferðum má einnig sjá hvali.“
Ólafur segir að Keikó haft valdið
vonbrigðum og hann hafi ekki aukið
ferðamannastrauminn. „En okkar
tromp er, að ferðamennska í Vest-
mannaeyjum er græn þar sem hin
ósnortna náttúra er höfð í fyrirrúmi,"
sagði Ólafúr að lokum.
Grímur Gíslason:
Ovissuferðir og
borðaðúti í
náttúrunni
Grímur Gíslason rekur fyrirtækið
Veisluþjónustuna sem meðal annars
sérhæfir sig í sjávarréttahlaðborðum.
„Það er hægt að fá sjávarréttahlaðborð
á ólíklegustu stöðum t.d niðri í fjöm
eða um borð í PH-Viking,“ sagði
Grímur. „Við fömm líka með mat út í
úteyjar og höfum eldað fyrir hópa sem
em í sjóstangveiði."
Grímur segir mest að gera á sumrin
en aukning sé í alls konar óvissu-
ferðum þar sem m.a. er boðið upp á
mat úti í náttúmnni.
Aðalvertíðin er yfir sumarmánuðina
og á haustin. Að sögn Gríms hefur
verið aukning undanfarið á að hópar
fari í óvissuferðir um Heimaey og þá
vilja menn lfka mat og drykk. „Hægt
er að lengja ferðamannatímann en
veðrið gerir okkur stundum grikk
þegar hópar komast ekki vegna
veðurs. Það er erfitt að fá hópa hingað
sem vilja gista en það er hægt að gera
ýmislegt til að breyta því. Til dæmis
að skipuleggja þemahelgar yfir
vetrartímann. Þetta gætu verið
einhvers konar lúxushelgar fyrir fólk
sem vill koma og gista í nokkrar
nætur. Hægt er að bjóða upp á skoð-
unarferðir um eyjuna og einhvers
konar skemmtiatriði," sagði Grímur.
Sigurgeir Scheving:
Vantar minjar úr
gosinu
Sigurgeir Scheving rekur ásamt
konu sinni, tvö gistiheimili í Eyjum
og hefur sýnt kvikmynd um Heima-
eyjargosið í 15 ár.
Hann sagðist merkja aukningu
ferðamanna ár frá ári og að síðastliðið
sumar hafi verið gott. „Það voru um
og yfir 50 manns á nær hverri sýningu
og oft voru þær nokkrar á dag," sagði
Sigurgeir.
Hann sagði fólk ánægt með mynd-
ina. „Það fær betri skilning á náttúru-
hamförunum því jafnvel færustu
leiðsögumenn eiga oft erfitt með að
útskýra eldgos fyrir fólki,“ bætti hann
við.
Sigurgeir sagðist sjá ýmsa vankanta
á ferðaþjónustunni í Eyjum. Ekki
væri hugað nægilega að minjum úr
gosinu sem gætu haft mikið að-
dráttarafl fýrir ferðamenn. „Það er líka
nauðsynlegt að merkja betur göngu-
leiðir í bænum og um hraunið.“ sagði
Sigurgeir.
Jóhann Heiðmundsson:
Bæjaryfirvöld
draga lappimar
Jóhann Heiðmundsson hótelstjóri á
Hótel Þórshamri sagði að sér virtist
sem þetta sumar væri svipað og
síðustu tvö til þijú sumur hvað aðsókn
varðaði.
Nefndi hann þó að maímánuður
hefði verið slakur í fjarveru Heijólfs.
„Nýting er ágæt sumarmánuðina en
flestir gista eina nótt.“
Hótel Þórshamar er aðili að
Ferðamálasamtökum Vestmannaeyja
en Jóhann vildi sem fæst orð hafa um
það, enda starfið ekki komið á fullt
skrið. „En það er nauðsynlegt að ýta
undir sérstöðu Vestmannaeyja og í
dag er lítið sem ýtir undir fólk að
koma hingað. Við eigum að nýta
okkur sjóinn, útgerðina og höfnina en
því miður hafa bæjaryfirvöld að vissu
leyti dregið lappimar er kemur að
uppbyggingu ferðamála. Ljósi punkt-
urinn er þó það sem er verið að gera á
Skansinum. Stafkirkjan, Landlyst og
menningarhús í hrauninu eru allt atriði
sem gætu orðið til þess að fleira
ferðafólk sæi ástæðu til að koma til
Eyja.“
Gunnar K. Gunnarsson:
Golfvöllurinn
hefur
aðdráttarafl
Gunnar K. Gunnarsson, formaður
Golfklúbbs Vestmannaeyja, sagðist
ekki vera í nokkmm vafa um að golf-
völlurinn væri að skila miklum tekjum
til bæjarins.
Hann sagði að golfvöllurinn fengi
samt sem áður lítið af þessum pen-
ingum, einu tekjumar séu að-
gangseyrir og sala í golfskálanum.
„Við tökum ekki nema um 10% af því
íjármagni sem þetta fólk eyðir héma,“
sagði Gunnar.
Gunnar segir golfvöllinn í Eyjum
mjög vinsælan og bendir á í því
sambandi könnun meðal meistara-
flokks kylfinga, 33% hefðu kosið
hann besta völl landsins en næstur
kom völlurinn á Akureyri með 17%.
Gunnar sagði að þrátt fýrir
vinsældir berðist golfklúbburinn í
bökkum fjárhagslega og ekki væri
fyrirsjáanlegt að breytingar yrðu á því
í nánustu framtíð. „Við höfum ekki
bolmagn til að auglýsa völlinn upp,
það er svo gífurlega dýrt að auglýsa í
erlendum tímaritum en eftirsóknar-
verðasti markhópurinn em erlendir vel
stæðir golfáhugamenn sem skilja
kannski eftir 50 þúsund til 100 þúsund
krónur.“
Það kom fram hjá Gunnari að
völlurinn væri þeirra besta auglýsing
og orðspor hans skilaði orðið er-
lendum golfurum. „Golfvöllurinn
hefur fengið töluverða umíjöllun í
erlendum blöðum og alls staðar væri
vel af honum látið. Hann var
t.d.valinn einn af 200 bestu völlum í
Evrópu af hinu þekkta golftímariti
Golf Digest. Við höfum átt gott
samstarf við þýska ferðaskrifstofu
sem skipuleggur hingað golfferðir.
Þá höfum við í þrjú ár staðið fyrir
alþjóðlegu golfmóti þar sem um 30
erlendir golfspilarar hafa mætt.
Næsta ár verður norrænt golfmót með
um 100 manns sem dveljast hér í
viku. Þetta á eftir að skila sér þegar til
lengri U'ma er litið.“
Unnið afHlín Jóhannesdóttur,
Jakobínu Bimu Zoega og Maríu
Olafsdóttur
nemum í hagnýtri fjölmiðlun.
AURÓRA Friðriksdóttir.
SIGRÍÐUR Sigmarsdóttir.
GRÍMUR Gíslason.
PÁLL Pálsson.
SIGURGEIR Scheving.
ÓLAFUR Jónsson.
JÓHANN Heiðmundsson.
GUNNAR K. Gunnarsson.
Dulræn og ásælin fegurð
-er meðal annars það sem erlendir ferðamenn upplifa hér
ÁNÆGÐIR ferðamenn í siglingu með PH-Viking.
Blaðamenn tóku tali Banda-
ríkjamennina Mike Johnson og
Barry Moss, sem staddir voru á
Upplýsingamiðstöð ferðamála.
Sögðust þeir hafa verið í Eyjum í
tvo daga og líkað vel. Komu þeir
félagar á seglbát. Lá leið þeirra frá
Bandaríkjunum til Kanada, þaðan
fóru þeir til Grænlands og voru nú
komnir til íslands.
Þeir höfðu ekki grænan grun um
það að í Vestmannaeyjum byggi
frægur fyrrum bandarískur þegn að
nafni Keikó. Sú staðreynd virtist ekki
hafa mikil áhrif á þá. Þeir höfðu hins
vegar mikinn áhuga á að fræðast um
eldgosið frá 1973 sem og Surts-
eyjargosið. Þeir sögðust vera að bíða
eftir réttu vindáttinni til þess að halda
leið sinni áfram til Færeyja.
Laura og Jen frá Bandaríkjunum
og Alan frá Frakklandi voru á rölti
um bæinn. Þau sögðust vera búin að
fara í rútuferð, skoða hraunið og áttu
eftir að fara í bátsferð. Þau lýstu yfir
sérstakri ánægju með hraunið og
sögðu það vera afar áhugavert. Laura
og Jen hefðu meira að segja fengið
stein til minja. „Landslagið hér er svo
víðáttumikið, engin tré eða neitt. Eg
veit ekki hvemig ég á að lýsa því í
orðum en það er ótrúlega fallegt
héma, á einhvem dularfullan, ásælinn
hátt,“ sagði Laura að lokum og hljóp
í átt að bryggjunni til þess að komast
í bátsferð.
Brigitte Braham og Emma Brown
vom í bátsferð með Víkingi ásamt
hóp af skólasystrum sínum úr
Watford Grammar School for Girls í
N-London. Þær sögðust vera hér á
landi í jarðfræðiferð og voru ákaflega
hrifnar af landi og þjóð. Þær voru
báðar ánægðar með bátsferðina og
fannst áhugavert að sjá hraunið.
Emma var einnig mjög hrifin af
hellinum í Klettsvík og fannst afar
gaman að heyra Ólaf spila inn í
honum og sagði að það hefði verið
mikil upplifun. Báðar nefndu þær
einnig ótrúlegan hreinleika hafsins og
sögðu að það væri allt annað en þær
ættu að venjast frá sínu heimalandi.