Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Side 18
18 Fréttir Fimmtudagur 18. maí 2000 Menningarmiðstöðin í Nýjahrauni: Miðjan á Heimatorgi Nú liggja fyrir tillögur að Menn- ingarmiðstöð í Vestmannaeyjum en það er hugmyndaverkefni sem Pétur Jónsson, landslagsarkitekt hefur unnið í samvinnu við Vest- mannaeyjabæ. Eins og sést á meðfylgjandi af- stöðumynd er gert ráð fyrir mið- stöðinni inni í hrauninu og yrði mið- punktur hennar hið gamla Heimatorg sem árum saman var miðpunktur bæjarlífs og fengi nú ámóta hlutverk á ný. Þar er reiknað með fjölnota sal með möguleika sem tónleikasalur, fyrir ráðstefnur, til sýningarhalds og annars samkomuhalds. Ut frá Heimatorgi sitt til hvorrar handar yrðu gosminjasafn og náttúru- gripasafn. Gosminjasafnið yrði að hluta til í Rafstöðvarhúsinu og yrði fræðslu- og sögusetur um gosið 1973. Staðsetning og umhverfi er í nánum tengslum við miðbæinn og höfnina. Megininngangur yrði frá Kirkjuvegi til móts við Miðstræti og þar gert ráð fyrir aðkomu fyrir bæði gangandi og akandi umferð. Sjálf byggingin verð- ur grafin inn í hraunið þar sem áður var Njarðarstígur, rafstöðin og Heima- torg. Einu sýnilegu ummerkin ofan- jarðar yrðu inngangur og hvolfþak sem standa mun upp úr hrauninu. Frá aðalinngangi er gert ráð fyrir 130-150 m löngum aðkomugöngum. Fyrirþeim miðjum yrði veitingahúsið Þingvellir, á grunni samnefndrar byggingar er hvarf undir hraun. Við enda ganganna yrði forrými mið- stöðvarinnar og þaðan myndi Heimatorg blasa við. í dag eru um 15-20 m niður á torgið. Yftr fjölnota- salnum yrði kúpull úr stáli og gleri sem, ásamt hraunveggjunum myndaði meginrými hraunhússins. Þar yrði gert ráð fyrir sviði og búnaði. Þama yrði einnig fundar- og veitingaaðstaða auk minjagripasölu, skrifstofu og miðasölu. Frá forrýminu lægju einnig göng til beggja hliða, annars vegar að náttúrugripasafni og hins vegar að gosminjasafni. Náttúrugripasafnið myndi byggja á núverandi safni sem yrði stækkað og betmmbætt. Fiskasafn með lifandi og uppstoppuðum fiskum, fugla- og steinasafn. Þá yrði þar risastór tankur með lifandi sjávardýrum, milli náttúmgripasafnsins og salarins með sjóntengslum milli rýmanna. Þama yrði og snertiker fyrir sjávardýr og lundapysjur. Gosminjasafnið yrði staðsett á hluta af grunni gömlu Rafstöðvarinnar og reiknað með að framhlið hennar verði endurbyggð og myndi þannig andlit safnsins beint á móti tanki nátt- úrugripasafnsins. Gert er ráð fyrir að nota rústir vélanna í Rafveituhúsinu sem hluta af minjasafninu. Gert er ráð fyrir að Menningarhúsið verði hluti af nánasta umhverfi bæjarins. Við aðalinngang verður að- koma langferðabíla og leigubfla auk skammtímabflastæða. Þessi stæði munu samnýtast með öðmm bygg- ingum í nágrenninu. Þá er gert ráð fyrir aðalgöngustíg frá miðbænum yfir hraunkantinn, framhjá aðalinn- gangi og yfir á Skansinn. Við hvolfþakið, sem fellt er að hluta inn í hraunið, verður áningar- og útsýnis- staður með yfirsýn yfir bæinn, höfn- ina, Heimaklett, Eldfell og Helgafell. Samkvæmt teikningum er heildar- stærð miðstöðvarinnar um 2.450 m2: Fjölnotasalur 630 m2 Náttúrugripasafn 410 m2 Gosminjasafn 400 m2 Sameiginleg rými 450 m2 Gang-, tengirými 560 m2 ÞANNIG er hugmynd Péturs að menningarhúsinu sem hýsa á fjölbreytta menningarstarfsemi. "’nmynd menningarmiðstððvar 1:500 --------- Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Og Rannsóknasetrið Guðj'ón Atli Auðunsson Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Aðskotaefni í lífríki sjávar við ísland, fískur og fuglar. Opinn fyrirlestur í Rannsóknasetrinu 3. hæð í tilefni 5 ára afmælis Setursins Fimmtudaginn 18. maí kl: 20:00 Við minnum á heita matinn í hádeginu Svar við gátunni, eftir vin okkar Einstein, fylgir með hverjum bakka á morgun, föstudag. Verið velkomin í básinn okkar á Vori í Eyjum. Kær kveðja Veisluþjónustan, S:481 2665,heimasíða: www.eyjar.is/veisla netfang: veisla@eyjar.is. Vorfagnaður Vorfagnaður leikskólans Rauðagerði verður sunnudaginn 21. maí frá klukkan 12.00 til 14.00 Allir velkomnir. Spurt er???? Hvernig verður pengi IBV ífót- bolt- anum í sumar? Þuríður Bernódusdóttir, vinnur hjá sýslumanni: „Eg vona það besta en spái 4.-5. sæti, þori ekki að fara ofar.“ Magnús Grímsson frá Felli: „Það er ekki gott að spá en ég held að þetta verði svipað og síðast. Þeir verða ofarlega, ekki fyrir neðan 3. sæti.“ Ólafur H. Sigurjónsson, skóla- meistari: 1 „Vonandi gott. Samkeppnin verður hörð í sumar en ég ætla að spá þeim I. sæti og að þeir i m | endujheimti I titilinn." Páif Zóphóníasson, tæknifræð- ingur: „Eg held að þeir verði í einu af þremur efstu sæt- unum en ég vil svona aðeins lá að sjá framan í þá áður en ég segi rneira." Viktor Ragnarsson, rakari: „Eg er mjög bjart- sýnn á það. Annan hvorn titilinn eða báða til Eyja. Ég blæs alveg á það þótt einhver ælingaleikur hafi tapast gegn Fylki. Það er ekki formið fyrir leiktímabilið sem skiptir máli heldur formið á sjálfu leiktímabilinu."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.