Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Qupperneq 21

Fréttir - Eyjafréttir - 18.05.2000, Qupperneq 21
Fimmtudagur 18. maí 2000 Fréttir 21 FIMM af sex Eyjamönnum sem taka þátt í mótinu. F.v. Sigurjón Eðvarðsson, Ómar Stefánsson, Sæþór Gunnarsson, Sigurður Bjarni Richardsson, Símon Eðvarðsson og Arni Karl Ingason sem ekki tekur þátt í mótinu. íslandsmeistaramótið í motocross í Eyjum: Stærsta mótið til þessa Sigurður Bjarni Richardsson og Pétur Sigurjónsson ætia að taka þátt í niotocrosskepninni sem haldin verður í Eyjum um næstu helgi. Þetta er stærsta motocross- keppni sem haldin hefur verið á Islandi, eru keppendur 34 svo það hvílir mikið á skipuleggjendum mótsins í Eyjum um að vel takist til. Sigurður Bjami hannaði og Iagði brautina sem er um þrír kílómetrar að lengd, en það tekur um tvær mínútur að keyra hringinn. Sigurður Bjami sagði að brautin hafi í raun verið tilbúin frá náttúmnnar hendi, aðeins hafi þurft að búa til einn stökkpall. Sigurður og Pétur keppa báðir á Honda 250 CR hjólum, sem em 97 kg. „Reyndar keppi ég á '93 árgerð af hjóli en Sigurður Bjami á '98 árgerð," sagði Pétur. „En það skiptir ekki svo miklu máli það er þrek og þol mannsins á hjólinu sem þetta snýst um,“ sagði Pétur og klappaði Sigurði Bjama kumpánlega á bakið. Sigurður Bjami sagði að keyrt væri í 15 mínútur. „Það verða keyrð þrjú svona 15 mínútna partý sem heita moto, en eftir hverjar 15 mínútur er fyrsta manni sýnt spjald um að tveir hringir séu eftir. Síðan em gefin stig fyrir hvert moto og sá sem hefur flest stig stendur uppi sem sigurvegari í keppninni. Stigin gilda til Islands- meistaratitils, en þetta er íyrsta ís- landsmeistaramótið á þessu ári.“ Sigurður Bjami hefur keppt lengi í motocross, en hann er að koma inn aftur eftir sjö ára keppnishvíld. Pétur er hins vegar að taka þátt í keppni í fyrsta skipi. ,Já ég er hættur að reka kýr og farinn að keppa,“ sagði Pétur. „Markmiðið hjá mér er að ljúka keppni, en Sigurður Bjami stefnir á að verða í topp fímmtán." Þeir félagar vildu beina því til foreldar að senda ekki böm sín ein á keppnina. „Það getur stafað nokkur hætta frá svona keppni, svo að engin ástæða er til að böm séu á svæðinu án þess að vera í fýlgd með fullorðnum. Það verður rútuferð frá íþróttamið- stöðinni klukkan 13.30 á keppnisstað, en keppnin verður haldin sunnan og austan við gamla hitaveitusvæðið austur á hrauni. Við viljum líka koma á framfæri þakklæti til styrktaraðila keppninnar, Gámaþjónustunnar og Þórðar á Skansinum sem lánuðu tæki og studdu okkur á allan hátt." Ahuginn á vélhjólum eldist ekki af mönnum -og flestir þeirra sem eru í torfærunni eru 30 ára og eldri Laugardaginn 20. ntaí verður haldin motocross keppni í Vest- mannaeyjum, auk þess sem keppnin er fyrsta keppni sumarins í íslandsmeistaramótinu í motocross, en búist er við þrjátíu til fjörutíu þátttakendum á þessu fyrsta móti sumarsins. Steini Tótu sem er Vestmanna- eyingum að góðu kunnur, er einn að- standenda keppninnar og motocross- keppandi til margra ára. Hann sagði að áhugi á motocross væri alltaf að aukast. „Fjöldi þátttakenda í moto- cross hefui' þrefaldast á síðustu þremur árum, sem segir nokkuð um uppgang íþróttarinnar. Þess vegna er baráttan alltaf að verða harðari og hjólin alltaf að verða betri.“ Steini Tótu sagði að keppnin kæmi til með að verða eitilhörð. „Hún hefst fyrir hádegi á tímatöku og prufu- keyrslu, en keppnin sjálf hefst klukkan 14.00 eftir hádegi. Það verður einstaklingskeppni og einnig er mjög vinsælt að keppt sé á milli mótorhjólategunda og ber þar hæst Kawasaki liðið og KTM liðið, einnig er keppt í aldursflokkum og svo framvegis." Steini Tótu sagði að Eyjamenn væru óskrifað blað í þessari íþrótt. „Þetta er í fýrsta skipti sem moto- crosskeppni er haldin í Eyjum, svo erfitt er að segja til um hvar þeir standa. Það verða líklega um tíu þátt- takendur frá Eyjum og það er fastlega gert ráð fyrir að tveir til þrír Eyjapeyjar muni blanda sér í slaginn um efstu sætin. Við erum mjög spenntir að sjá hvemig Eyjamenn koma til með að spjara sig, en þeir hafa verið duglegir við að koma sér upp góðum græjum svo það er hægt að ganga að góðri spennu og mikilli keppni.“ Steini Tótu segist stunda þessa íþrótt af lífi og sál bæði sem keppandi og skipuleggjandi. „Þetta er alveg ný braut, svo við vitum ekki við hverju við eigum að búast, en standardinn er mjög hár. Það er alveg ljóst að áhuginn á vélhjólum eldist ekki af mönnum og flestir þeirra sem eru í torfærunni eru 30 ára og eldri. Þetta eru sérhönnuð keppnishjól, sem ekki má keyra nema í keppnum og á fjöllum og hálendinu. Motocross er talin sú íþrótt sem reynir hvað mest á líkamann af öllum þeim í þróttum sem stundaðar eru í heiminnum og er þá miðað við alhliða átök á alla vöðva líkamans.“ Steini Tótu nefndi sem dæmi um styrkleika mótsins að meðal þáttakenda væm allir íslandsmeistarar síðustu fímmtán ára. „Þetta segir mikið um styrkleika mótsins og full ástæða til að Vestmannaeyingar mæti og hvetji sína menn. Það verða þrjátíu til íjömtíu hjól á ráslínunni og við lofum hörkukeppni frá upphafi til enda,“ sagði Steini Tótu að lokum óþolinmóður að komast í slaginn. Sá elsti og yngsti: Af stað eftir níu ára meiðsli -segir öldungurinn Elsti kcppandinn í hópi Vest- mannaeyinganna er Omar Stef- ánsson sem er 39 ára og sá yngsti er Sæþór Gunnarsson sem er 16 ára. „Eg keypti hjólið í mars og hef verið leika mér í brautinni þegar veður leyfir,“ segir Sæþór sem er á 250 cc Honda hjóli. Aðspurður segist hann auðvitað stefna að því að vinna en hann heldur sig þó við jörðina í þeim efnum. „Eg er ákveðinn í að taka þátt í mótinu af því að mig langar til að prófa þetta. Það að vera með skiptir mestu og það væri flott að ná að klára brautina," segir knapinn ungi. „Gamli maðurinn“ í hópnum er líka á Hondu 250 cc en þar býr meiri reynsla að baki en hjá Sæþóri. „Eg byrjaði að keppa 20 ára en síðast keppti ég 1991. Það var héma í Eyjum og ég varð í 3. sæti. Eg hef keppt fjómm til fimm sinnum og þriðja sætið er minn besti árangur til þessa,“ segir Ómar þegar hann rifjar upp ferilinn í mótocrossinu. Þegar Ómar er spurður að því hvemig standi á þessu langa hléi frá keppni kemur í ljós að hann er fyrst núna að fá sig góðan af meiðslum sem hann hlaut árið 1991. „Eg meiddist á öxl fyrir níu ámm, fór úr axlarliðnum. Eg fór tvisvar í aðgerð og eftir seinni aðgerðina fékk ég mig loks góðan.“ Ómar er ákveðinn í að láta aldurinn ekki aftra sér og er ákveðinn að sýna yngri mönnunum hvar Davíð keypti ölið. „Eg ætla að sjálfsögðu að bæta árangurinn og vinna. Eg er til í slaginn en gaman væri að sjá fleiri á mínum aldri í mótocrossinu,“ sagði Ómar að lokum. ÓMAR og Sæþór eru tilbúnir í slaginn á laugardaginn. PÉTUR er byrjandi í þessari íþróttagrein en Sigurður Bjarni á langan feril að baki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.