Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 29. júní 2000 Efasemdir um að nám til pungaprófs standist lög -Smábátaskóli Vm. hespar náminu af á einni viku en kennsla við Framhaldskólann tekur átta vikur Til að fá réttindi til að stjórna 30 rúmlesta bát þarf að hafa lokið samtals 140 kennslustunda námi við viðurkennda skóla auk 28 kennslu- stunda í Slysavamaskóla sjómanna. Til að ná þessum tímafjölda hefur Framhaldsskólinn í Vestmanna- eyjum boðið upp á átta vikna námskeið, fjögur kvöld hverja viku og nokkra laugardaga. Ekki hefur gengið allt of vel að fylla námskeiðin sem er ekki nema von því í Smábátaskóla Vestmannaeyja hefur verið boðið upp á vikunám- skeið sem gefa sömu réttindi. Sýslumannsembættið hefur viður- kennt bæði námskeiðin og hefur gefið út eins skírteini, sama hvort nám- skeiðið menn hafa sótt. Ekki eru allir sáttir við hvernig þessum málum er háttað. Á það bæði við þá sem reynt hafa að standa fyrir námskeiðum og bjóða upp á nám samkvæmt námsskrá og eins nemendur sem finnst hart að þurfa að leggja á sig allt þetta nám á meðan aðrir hespa þessu af á einni viku. Mótmæli Guðjón Ármann Eyjólfsson skóla- meistari Stýrimannaskólans í Reykja- vík og Friðrik Ásmundsson fyrrum skólastjóri Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum hafa mótmælt þessu ítrekað við menntamálaráðuneytið við litlar undirtektir og er það ekki fyrr en þeir sneru sér til samgönguráðu- neytisins að þeir fá hljómgrunn fyrir kvörtunum sínum. I bréfí til sam- gönguráðuráðherra í mars sl. vitna þeir í kynningarbækling menntamálaráðu- neytisins þar sem nám á skip- stjórnarbrautum er kynnt. Þar kemur fram að aðeins sex skólum á landinu sé heimilt að bjóða upp á nám á þessum brautum og eru Stýrimanna- skólinn í Reykjavík og Framhalds- skólinn í Vestmannaeyjum meðal þeirra. Guðjón Ármann og Friðrik vitna líka til frumvarps til laga um áhafnir íslenskra skipa sem ráðherra lagði fyrir Alþingi þar sem segir að sjómannaskóli sé menntastofnun sem viðurkennd er af menntamálaráðherra eða samgönguráðherra og uppfylli skilyrði alþjóðasamþykktar um nám og kennslu. Námskeið á heimilum óheimil „Hvergi kemur ífam að heimilt sé að gefa út prófskírteini til 30 rúmlega skipstjómarréttinda að loknu nám- skeiði sem haldið er á heimilum fólks út í bæ. I námsskrá menntamála- ráðuneytisins um sjávarútvegsbraut er kveðið á um kennslu í tækjum og samlíki," segja þeir í bréfinu. Vilja eftirlitsnefnd með náminu Þó þeir telji að námsskrá sé ígildi reglugerðar segja Guðjón Armann og Friðrik að nauðsynlegt sé og setja þurfi skýr ákvæði um framkvæmd námsins og leggja til að skipuð verði eftirlitsnefnd með náminu. Það ætti að koma í veg fyrir að hægt sé að sniðganga námsskrá sem kveður á um fjölda kennslustunda og kennslu á viðeigandi tæki. Þeir vísa til ástandsins í Eyjum þar sem boðið er upp á 30 tonna nám í grunnskóla auk heimakennslu. Á meðan er boðið upp á fullkomið nám við Framhaldsskólann en því sé ekki hægt að halda úti vegna þátttökuleysis. Þetta hafi viðgengist með þegjandi samþykki menntamálaráðuneytisins sem hafi hundsað ábendingar um þessa lögleysu. Hvað um virðingu og metnað „Þetta er óviðunandi og til þess fallið að að bæði nemendur og þeir sem starfa að þessum málum hafa ekki þá virðingu og metnað sem til þarf. Skip- stjómamámið er með þessu flokkað þriðja flokks og talið litlu skipta hvemig fram fer. Er unnt að búast við aðsókn dugandi nemenda við þessar aðstæður? Samviskusamir og færir fagkennarar munu með sama áfram- haldi leita í önnur störf,“ segja þeir í bréfinu. Námsskráin í námsskrá um 30 rúmlesta réttindi segir að kennslustundir í siglingafræði og samlíki skuli vera 56, Siglinga- reglur og vélfræði, 28 og siglingatæki 28 kennslustundir. Undir liðnum siglingatæki falla fræðileg umfjöllun 4 kennslustundir, dýptarmælar 6 kennslustundir, fjarskiptatæki verklegt 6 kennslustundir, GPS verklegt 6 kennslustundir og ratsjá verklegt 6 klukkustundir. Sjóhæfni og veður- fræði em spyrt saman þar sem fjalla á um stöðugleika og sjóhæfni í 19 kennslustundir og veðurfræði í 9. Alls gera þetta 140 kennslustundir. Auk þess skal veita kennslu um öryggismál og skyndihjálp í 28 kennslustundir og fer námið fram hjá Slysavamaskóla sjómanna. Samtals em þetta því 168 kennslustundar og er miðað við kennslu í 14 vikur á önn. Athugasemdir Friðrik Ásmundsson, sagðist vilja koma á framfæri ýmsum athuga- semdum við það sem haft er eftir Helga Georgssyni kennara við Smábátaskóla Vestmannaeyja í Veri Morgunblaðsins þann 21. júní sl. um þetta mál. „Þar telur Helgi upp hvaða námsgreinar em kenndar við skólann og hann segir að fyrirmælum aðalnámsskrár sé fylgt til hins ýtrasta. Telur hann m.a. upp kennslu á siglingatæki. Samkvæmt upplýsingum Karls Gauta Hjaltasonar sýslumanns í Vestmannaeyjum og Kristjáns Bjömssonar, prests Landakirkju, sem nýverið hafa lokið 30 rúmlesta námskeiði frá Smábátaskólanum, var engin kennsla á siglingatæki, engin í veðurfræði eða vélfræði og tvær kennslustundir í siglingareglum þar sem eiga að vera 19 kennslustundir," sagði Friðrik. Hraðnámskeið fyrir háskólaborgara Hann segist hafa staðið fyrir nám- skeiðum þar sem námsskrá til 30 rúmlesta skipstjómamáms er fylgt til hins ýtrasta á meðan Smábátaskólinn hespi þetta af á sex kvöldum. „I Smábátaskólanum er kennt frá sjö til tíu á kvöldin eða samtals í 18 klukkustundir samkvæmt upplýs- ingum sýslumanns og prests. Sam- kvæmt námsskrá á að kenna í 93 klukkustundir sem em 140 kennslustundir þannig að þama vantar mikið upp á,“ sagði Friðrik og hélt áfram. „Georg Stanley segir í sama blaði að fyrir skömmu hafi verið haldið sérstakt námskeið fyrir háskóla- borgara og það sé ekki tíðkað að láta stúdenta af máladeild sitja í enskutímum. Þetta er skrýtin tilvitnun því engin enska er tilskilin í 30 rúmlesta skipstjómamáminu. I þessu sambandi vill Friðrik taka fram að háskólaborgarar séu á engan hátt færari en aðrir til náms í 30 rúmlesta skipstjómarfræðum. Ég tel reyndar að sjómenn séu miklu betur undir það búna en sýslumenn og presta að öllu jöfriu,“ sagði Friðrik og lagði áherslu á að hann væri á engan hátt að gera lítið úr háskólamenntun. „Skipstjómar- námið er bara allt annað en þar er kennt." Enn vitnar Friðrik í Morgunblaðið og nú er það viðtal við Karl Gauta Hjaltason sýslumann í Vestmanna- eyjum. „Hann segir að nám við Smátabátaskólann hafi verið til athug- unar að tilmælum samgönguráðu- neytisins og niðurstaðan verið sú að námið gildi til útgáfu atvinnuskírteinis til að stjóma 30 rúmlesta bát. í þessu bréfi sem Karl Gauti vitnar í er lögð áhersla á að 30 tonna skírteini verði ekki gefnin út nema sannreynt verði að kennsla sé í fullu samræmi við aðalnámsskrá. Það er makalaust af sýslumanni að geta þess að nám við Smábátaskólann gildi til útgáfu 30 tonna atvinnuskírteinis þar sem hann er sjálfur búinn að sitja námskeið í skólanum þar sem allt er skælt og bjagað miðað við námsskrána. Ég vil líka taka fram að í lögum nr. 112 frá 1984 og nr. 118, 7. gr. kemur einnig fram að menntamálaráðuneytið skipi prófdómara að höfðu samráði Stýri- mannskólann í Reykjavík og hagsmunaaðila. Þessu ákvæði laganna hefur Georg Stanley aldrei framfylgt og það virðist sýsla þykja gott og gilt. Eins að hann skuli hespa þessu af á einni viku sem miðað við kvöld- kennslu tekur átta vikur.“ Að lokum sagði Friðrik að ótrúlega margir teldu það sjálfsagt að fara á svig við lög og reglur í kringum skipstjómamámið. „Hér í Eyjum hópast þeir í Smábátaskólann því þar er þetta allt fært í stílinn og lög og námsskrá þverbrotin." Samþykkir Smábátaskólann Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, sagði að í bréfi sem sent hafi verið til allra sýslumanna frá samgöngu- ráðuneytinu hafi verið bent á að haldin væm 30 tonna námskeið sem stæðust ekki ákvæða 7. gr. laga nr. 112 frá árinu 1984 um aðalnámskrá framhaldsskóla. „Þar er fjallað unt 30 tonna skipstjómamámið," sagði Karl Gauti. „Ráðuneytið vildi leggja áherslu á að 30 rúmlesta atvinnu- skírteini yrðu ekki gefin út nema að sannreynt sé að nám umsækjenda sé í fullu samræmi við aðalnámskrá frá 1999. Einnig var beðið um nöfh þeirra sem fengið hafa skírteini hjá okkur síðustu fimm árin.“ I framhaldi af bréfinu sagðist Karl Gauti hafa farið fram á það við skólastjóra Smábátaskólans hvemig þeir höguðu námi í skólanum. „Við höfum fengið svör frá skólanum þar sem fullyrt er að kennsla hjá þeim sé í samræmi við námsskrá framhalds- skóla. Þar með er málinu lokið af minni hendi.“ Ómerkilegar aðdróttanir Helgi Heiðar segir fleira gagnrýnivert af því sem Guðjón Armann hefiir látið hafa eftir sér í fjölmiðlum og hann geti alls ekki talist dómstóll í þessu máli. M.a. virðist það vera stórmál að Friðrik Ásmundsson fái ekki fleiri nemendur til sín. „Hann segir lika í Morgunblaðinu að verið sé að selja prófskírteini. Hann ætti kannski að líta sér nær því það er iðja sem ég þekki ekki. Þá má benda á að sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum hefur tekið út námið hjá okkur án þess að gera athugasemdir við það.“ Helgi Heiðar segir það umhugs- unarefni hvort vinnubrögð skólastjóra stóru stýrimannskólanna séu ekki dragbítur á allt skipstjómamám í landinu. „Stefna þeirra hefur valdið skólamönnum áhyggjum og ekki síst ráðuneytismönnum og menntamála- ráðherra. Því eftir að náminu var breytt, að undirlagi Stýrimannaskólans í Reykjavík hefur aðsókn hrapað niður á núll. Ekki nóg með það, heldur hefur Stýrimannskólinn í Reykjavík komið því til leiðar að hætt er að kenna til skipstjómarréttinda alls staðar annars staðar á landinu,“ sagði Helgi Heiðar að lokum. PY S JUÞJOFURINN Leitað að leikurum á aldrinum frá 8 til 10 ára. Mæting milli kl. 17.00 og 21.00 í dag, fimmtudag í Amardrangi, Lionssalnum til prufu Qptik Ragnheiður verður hjá Axel Ó. dagana 4.-8. júlí. Munið 30% Visa afsláttinn af gleraugum Qptik Lækjartorgi 35 ára þjónusta í Vestmannaeyjum Góð gleraugu á enn betra verði

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.