Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 29.júní 2000 • 26. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax:481 1293 FJÖR á íþróttahátíð leikskólanna. Nýir sjálfvirkir jarðskjálftamælar innan tveggja vikna -Líklega hefur styrkur 17. júnískjálftans verið 4 til 4,5 í Eyjum Á fundinum sem Almannavarna- nefnd Vestmannaeyja boðaði til síðastliðinn fímmtudag varð fólki nokkuð tíðrætt um uppsetningu og staðsetningu jarðskjálftamæla í Vestmannaeyjum. Kom fram á fundinum að í dag eru tveir jarðskjálftamælar í Eyjum, annar þeirra er staðsettur austur á Nýja- hrauni og er á vegum Náttúrustofu Suðurlands en hinn er staðsettur á Stórhöfða og er á vegum Raun- vísindastofnunar Háskóla íslands. Þótti það nokkrum undrum sæta meðal fundarmanna að engar upplýs- ingar lægju fyrir um stærð skjálftanna frá Eyjum. Kom fram í máli Armanns Höskuldssonar, eldfjallafræðings og forstöðumanns Náttúrustofu Suður- lands, að styrkur skjálftanna sé alltaf mestur við upptökin og að síðan dragi úr áhrifunum eftir því sem tjær dregur upptökum þeirra. Að teknu tilliti til þess taldi Armann ekki óvarlegt að áætla að skjálftamir á dögunum hafi mælst um 4 til 4,5 stig á Richters- kvarða í Eyjum. „Þetta eru ekki sjálfvirkir mælar og það er ekki lesið reglulega af þeim, nema upp komi eitthvað sérstakt. Hins vegar þá nemur jarðskjálftamælinetið uppi á landi ef mikil og óvenjuleg hreyfmg verður í Eyjum, þannig að það er fylgst með hreyfmgum jarðskorpunnar hér.“ Um stöðu jarðskjálftamælinga í Eyjum nú sagði Ármann að innan tveggja vikna yrði búið að setja upp þá jarðskjálftamæla sem beðið hefði verið eftir frá því í janúar. „Þetta er sjálfvirkt kerfi sem sett verður upp og saman stendur af einum jarðskjálfta- mæli sem staðsettur verður undir Litla Klifi og svo GPS staðsetningartæki sem verður komið fyrir í Helga- fellshrauni. En GPS-mælirinn mælir staðsetningu Heimaeyjar upp á brot úr millimetra." Ármann sagði að því miður hefðu ýmis atriði valdið því að ekki væri búið að setja mælana upp. í raun er allt tilbúið fýrir uppsetningu mælanna og því ætti ekki að taka langan tíma að koma þeim fyrir þegar þeir koma til Eyja. „Þessi dráttur helgast af önnum, fýrst vegna Heklugoss fyrr á árinu, vegna nauðsynlegrar viðhaldsvinnu við mælana sem þegar eru í notkun, svo vegna þeirra jarðhræringa sem skekið hafa Suðurland að undanfömu. En við vonum að nú fari að finnast tími til að klára þetta mál og mælamir vonandi komnir upp innan tveggja vikna. Tilvera mælanna hér í Eyjum mun að sjálfsögðu auka öryggi okkar Eyjamanna." Ármann vildi koma því að ekkert beint samhengi væri á milli þeirra Suðurlandsskjálfta og eldvirkni í Eyjum út af fyrir sig. „Það verður hins vegar að líta á hreyfmgar jarðskorp- unnar í stærra samhengi. Það sem er að gerast í jarðskjálftunum á Suður- landi er í samgengi við jarðskorpu hreyfingar á norðurhveli jarðar, megin hreyfingin er gliðnun á gosbeltum landsins, sem hefur aftur áhrif á þessar hreyfingar á Suðurlandi. Allt er þetta eðlilegt og vísindamönnum kunnugt. Hins vegar ber að hafa í huga að íslensk jarðskorpa er til muna þynnri og heitari en jarðskorpan á megin- löndunum og þess vegna fáum við aldrei eins sterka jarðskjálfta og þar geta orðið. En auðvitað er ekkert óeðlilegt við að fólki bregði með tilheyrandi áhrifum á sálarlífið,“ sagði Armann. F Rífandi gangur í frystingunni hjá Isfélaginu Mikill kraftur hefur verið í bol- fískvinnslunni í Isfélaginu og hafa ekki fleiri starfað við frystinguna en einmitt nú. Um er að ræða fisk af eigin skipum félagsins og eins hefur verið mikið framboð á fiskmörk- uðum hér og uppi á landi og það hefur Isfélagið nýtt sér. Er fram- leiðslan að skila ágætri framlegð fyrir félagið. Jón Ólafur Svansson, framleiðslu- stjóri Isfélagsins, segir að í dag starfi um 130 starfsmenn við frystinguna og hafi starfsfólk ekki verið fleira við bolfiskvinnsluna hjá félaginu í annan tíma. „Við höfum fengið mikinn karfa og höfum við getað nýtt humar- krakkana við lausfrystinn," segir Jón Ólafur. „I sumar hefur verið góð sigling hjá okkur bæði í humri og bolfiski. Humarkvótinn okkar er tólf tonn af skottum og hann er búinn. Bolfisk- vinnslan heldur áfram á fullu fram að miðvikudegi fyrir þjóðhátíð en þá lokum við í fjórar vikur vegna sumarleyfa.“ Bolfiskskip Isfélagsins hafa verið að í sumar en auk þess hefur mikið verið keypt á fiskmörkuðum. „Við höfum keypt mikinn fisk á mörkuðum, bæði hér og uppi á landi enda nægt fram- boð og gott verð. Ástæðan er held ég mikið fiskirí og að sumarfrí eru farin að segja til sín en þá setja frystihús, sem eru með skip í beinum við- skiptum, fisk á markað til að hafa undan." Jón Ólafur segir afkomuna góða í frystingunni og framleiðslan fer aðallega á markað í Evrópu og Bandaríkjunum. „Það er ágætis framlegð hjá okkur annars værum við ekki að þessu af svona miklum krafti. Karfinn fer mest á Evrópu en þorskur, ýsa og ufsi fara á Bandaríkjamarkað.“ í dag vinna 130 manns í frystingunni í ísfélaginu. ÖRVGGI á öllum svcium1 TM-ÖRYGGI FYRIR FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll Iryggsngamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Réttingar og sprautun Flötum 20 - Sími 4811535 Viögerðir og smurstöö m Sumaráætlun Frá Eyjum Frá Þorlákshöfn Alladaga. kl. 08.15 kl. 12.00 Aukaferðir fimmtud., föstud. og sunnud. kl. 15.30 kl. 19.00 4f^HerjóHur Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.