Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 29.06.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 29. júní 2000 Daggarmessuævintýri í Skvísusundi Jón heitir reyndar Jóhannes Árleg Jónsmessuhátíð IBV var haldin í Skvísusundi síðastliðið föstudagskvöld með tilheyrandi gleði til anda og efnis ef svo mætti að orði komast. Jónsmessa, messa Jóhannesar skírara, er 24. júní. Hún kom í staðinn fyrir forna sólhvarfahátíð í Róm, en sólhvarfahátíð er þegar sólin er í þeirri stöðu að dagurinn fer annað hvort að lengjast eða styttast. Hún virðist einnig hafa komið í stað slíkrar veislu á Norður- löndum. í Suður-Evrópu var Jónsmessan talin vera miðsumarsnótt og var mikil alþýðuhátíð með brennum, dansi og nomamessum. Á íslandi var mun minna um hátíðahöld þennan dag en í nágrannalöndunum ef til vill vegna þess að á þjóðveldistímanum lenti dagurinn á miðjum alþingistímanum. Jónsmessunótt, aðfaranótt 24. júní er þó ein af fjóram mögnuðustu nóttum ársins og fylgir henni ýmis þjóðtrú, meðal annars að kýr tali og selir fari úr hömum sínum. Þessa nótt er gott að fara í töfragrasaleit og fmna náttúru- steina og Jónsmessudöggin þykir afskaplega heilnæm til lækninga ef menn velta sér í henni allsberir. Jónsmessa var numin úr tölu helgidaga árið 1770, en er greinilega í heiðri höfð víða um land enn þá og ljóst að tilskipanir geistlegrar náttúra hafa lítið að segja ef alþýða manna er annarrar skoðunar. Reyndar hefur Jónsmessuhátíðin í Eyjum verið haldin inni í Herjólfsdal fram til þessa, en sökum skriðufalla í fjöllum Eyjanna sem afleiðing lands- skjálftanna undanfama daga þótti ekki forsvaranlegt að Eyjamenn veltu sér upp úr Jónsmessudögginni á slíkum háskastöðum. Þess vegna girtu þeir ÍBV bændur Skvísusundið af í báða enda og buðu upp á margvíslega skemmtan og þá aðallega fyrir hlustimar. Auglýst hafði verið grill- veisla, en einhverra hluta vegna varð skrifari þessara lína ekki var við hana og kann að vera fullkomlega eðlileg skýring á því, nefnilega að viðkom- andi hafi ekki kennt hungurs innan Jónsmessugirðingar ÍBV. Eins og endranær eru Eyjamenn ekki mikið fyrir að mæta snemma til fagnaðar af téðu tagi, en samkvæmt auglýsingu átti hátíðin að hefjast kl. 20.00. Munu fáir hafa verið mættir svo snemma, enda fór svo að lítið fór 1 ■ :hli - !■ j . . . .VM; II.. P : - 1 h 71 | . Æ ; ;7í ' ' H 1 * í. II i{ i| 1 , i Eins og sjá má fjölgaði skyndilega undir hatti Jóns (Jóhannesar) og döggin flaut um allt hvort heldur innanlíkama ellegar utan. Stuðkrappur dans í Skvísusundi. 200.000 naglbítar á sokkabuxunum. fyrir einhverjum skemmtikröftunum sem áttu að troða upp. Eins og svo oft áður kemur maður í manns stað, reyndar samkvæmt auglýstri dagskrá, en ekki verra fyrir það, þar sem var Ámi Johnsen sem hélt uppi því fjöri sem Eyjamenn eru annálaðir fyrir hvort heldur heima eða að heiman ásamt hljómsveitinni Dansi á rósum. Hljómsveitin 200.000 naglbítarkom fram við mikinn fögnuð í þar til gerðum klæðnaði sem gestum hryllti við utan þeim sem hugnast sæmilegur perrismi. Kaffí Timor var virkur þátttakandi, ef hægt er að segja sem svo, því gestum stóð til boða að tylla sér þar inn við drykk og dans, spjall og sprell. Þegar tíðindamaður kom þar við lék j arðskj álftaframköl lunarhljóms vei ti n Fjórir bjórar af miklu listfengi og allt þóknanlegt þeim ágætu öflum sem losa um hömlur manna og náttúru í víðasta skilningi þess orðs. Mátti í leik þeirra þetta kvöld kenna miskunnar og nærgætni, enda mun það vera liður í áfallaaðstoð að þolendur skelfmgar horfist í augu við ógn sína hvort heldur hún kemur að innan eða utan. Var mikil líkn í leik þeirra þetta kvöld. Að öllu leyti fór hátíðin vel fram eftir því sem unnendur sannleikans segja. Jón og messa hans, sem er reyndar engin Jónsmessa heldur Jóhannesarmessa eins og segir hér að framan og sagt er frá í fomum bókum, var aðstandendum sínum til sóma og Jóhannesi, sem þessi daggarveltihátið er gjaman kennd við. Að minnsta kosti láta aðstandendur hátíðarinnar vel af henni og komu ekki upp nein vandamál og auðsjáanlegt að fólk hafði komið til þess að skemmta sér, eins og sést á meðfylgjandi myndum frá hátíðinni. Þegar flest var munu alls um um tvöhundruð manns hafa verið á hátíðinni. Er það í samræmi og nokkuð svipað og íyrri hátíðir að sögn aðstandenda. Þessar Jónsmessunæturdætur /Jóhannesarmessunæturdætur t.h. höguðu sér að sjálfsögðu í anda þeirra beggja. Mikið gaman og mikið grín og þetta góða fólk vildi mjög svo gjarna deila daggargleðinni með lesendum Frétta, sem fara nú ekki í neinar grafgötur um hina góðu stemmningu A gúmmíhvölum hafa í myrkrinu misjafnleg kynni Um síðustu helgi var opnuð sýning á gúmíhvölum í fullri stærð í gamla vélasalnum við Vesturveg. Sýningin er farandsýning sem ferðast hefur um mörg lönd og hvarvetna hlotið mikla athygli og umtal. Það er Ásbjöm Björgvinsson forstöðumaður Hvalamið- stöðvarinnar á Húsavík, sem á heiðurinn af því að fá sýninguna til Islands, en hugmyndasmiður og reyndar sá sem dundar sér við að búa til gúmíhvalina er Andy Peters sérlegur áhugamaður um hvali og velferð þeirra í höfunum. Sýningin gengur undir nafninu The Whale & Dolphin Roadshow, eða „Hvala og höfrunga farandsýningin.“ Eins og segir á kynningar- blaði með þessu framtaki er sýningin sögð vera spennandi leið fyrir fólk til þess að kynnast sjávar- spendýrum, því auk þess að sýna hvalina í eðlilegri stærð, þá er og hvers kyns fróðleik annan að hafa um lifnaðarhætti þeirra, auk þess meðal annars hvemig bjarga má strönduðum hvölum. Aðspurður sagðist Andy ekki gera út sýningu sína á vegum hvalfriðunarsamtaka. Hann væri einungis hugfanginn af þessum stærstu sjávarspendýmm jarðarinnar. Hann sagist þó vera á móti hvalveiðum, en á hinn bóginn tæki hann ekki pólitíska afstöðu til þessara dýra. „Markmiðið hjá mér er að sýna hvalina og við hvaða aðstæður þeir lifa. Þannig er starf mitt fyrst og fremst fræðslustarf, sem ég vona að efli skilning á þessum skepnum.“ Ásbjörn og Andy hampa hér sæli gúmmílíkingu af háhyrningi

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.