Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 12. október 2000 Ekkert ákveðið með samruna Ekki hefur enn neitt verið ákveðið í samrunaáætlunum ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar. Fyrr á þessu ári virtist vilji stjórna beggja l'yrir- tækjanna að af sameiningu mætti verða. í sumar vildu stjómendur Vinnslustöðvarinnar fresta því enn um sinn og því eru þessi mál enn í biðstöðu. í fyrradag var haldinn starfs- mannafundur í Vinnslustöðinni og áttu þá margir von á að dregið hefði til tíðinda sem boðuð yrðu á þeim fundi. Svo var þó ekki. „Stjóm Vinnslustöðvarinnar er enn ekki búin að skrifa undir samrunaáætlun. Þegar, eða el' það gerist. þarf að auglýsa hluthafafund og það ferli tekur a.nr.k. fjórar vikur, þannig að ef stjórnin skrifaði undir núna, þá gæti orðið af slíku um áðurnefnd mánaðamót. Aftur á móti hefur stjórnin ekkert ákveðið um slíkt, þannig að þessi orð mín voru einungis vangaveltur um væntan- lega möguleika og tíma,“ sagði Binni framkvæmdastjóri VSV. En á Binni von á því að af sameiningu muni verða fyrir áramót? „Síðan í byrjun ágúst het'ég sagt að málin kláruðust í næstu eða þar næstu viku. Sú vika cr ekki komin og ég er hættur að spá,“ sagði Binni. Rólegt hjá lögreglu Alls voru 192 færslur í dagbók lögreglu í síðustu viku, svipað og í vikunni á undan. Lögreglumenn segja að rólegt hafi verið að undan- förnu og þykir það hið besta mál. Tvö skemmdarverk Tvö skemmdarverk voru kærð til lögreglu í vikunni. Þann 5. október var tilkynnt um skemmdir á bún- ingsaðstöðu við malarvöllinn í Löngulág og 9. október var tilkynnt að tveir ungir drengir hefðu valdið skemmdum á húsi við Dali. Þær skemmdir reyndust litlar en rætt var við drengina og þeim gerð grein l'yrir alvarleika málsins. 25 brotlegir í umferðinni Alls lágu fyrir 25 kærur vegna umferðarlagabrota eftir vikuna. Langflestar þeina, eða 17 talsins, voru vegna vanrækslu á að færa ökutæki til aðal- og endurskoðunar. í hinum tilvikunum víir um að ræða þrjár kærur vegna hraðaksturs, þrjár fyrir að leggja ólöglega og í einu tilviki fyrir akstur utan vega. Vinningar í happdrætti mfl. kvenna Dregið hefur verið í happdrætti meistaraflokks kvenna ÍBV í hand- bolta. Vinningar komu á eftirtalin númer: 209. 64, 114, 32, 152, 88, 59, 215, 43, 145, 127,102, 115,41,62,196, 158, 212, 130, 17, 12, 67, 95. 40, 60, 13,31,28. Vinningshafar geta haft samband við Ingibjörgu í síma 481 2826 eða Vigdísi í síma 481 3616. (Birl án ábyrgðar) RÁÐSTEFNUHÚSH) á vatnstanknum rís nú með undraverðum hraða. Það hefur þegar tekið á sig mynd þannig að fólk getur séð hvernig það kemur til með að líta út. Tekist á um skóla- mál í bæjarstjórn Á fundi bæjarstjórnar Vestmanna- eyja, sem haldinn var á fimmtudag í síðustu viku, var tekist á um skóla- mál og þó öllu frekar uppbyggingu grunnskólanna. Fulltrúar Vestmannaeyjalistans báru fram svohljóðandi tillögu á fundinum: „Bæjarstjóm samþykkir að skipa sér- stakan starfshóp til þess að gera tillögu til bæjarstjómar um uppbyggingu gmnnskólanna til næstu ára eða þar til þeir verða einsetnir árið 2004. I hópnum eigi sæti tveir fulltrúar dlnefndir af Vestmannaeyjabæ, einn fulltrúi tílnefndur af hvomm gmnn- skólanna og tveir fulltrúar foreldra barna úr skólunum. Hópurinn skal leitast við að flýta starfi sínu sem frekast er kostur svo ekki verði frekari tafir við að hefja þá uppbyggingu sem framundan er við skólana." Þessu svömðu bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins með svohljóðandi bókun: 1 framhaldi af 1. máli bæjar- ráðs frá 15. sept. og I. og 2. máli bæjarráðs frá 21. sept. er Ijóst að mikil breyting mun verða á húsnæðismálum Bamaskólans. Framtíðin mun síðan leiða í ljós hvernig staðið verður að áframhaldandi uppbyggingu og mun reynsla af þessari framkvæmd verða metin í samvinnu við skólayfirvöld og Foreldrafélag Bamaskólans." I þessari bókun er verið að vísa til þess að samþykkt hefur verið að kaupa a.m.k. tvær lausar kennslustofur sem komið verður fyrir við Bama- skólann. Eiga þær að verða tilbúnar í byrjun næsta árs. I framhaldi af þessari bókun lagði Guðjón Hjörleifsson fram tillögu um að vísa tillögu fulltrúa Vestmanna- eyjalistans frá. Var sú frávís- unartillaga samþykkt með fjómm atkvæðum sjálfstæðismanna gegn þremur atkvæðum fulltrúa Vest- mannaeyjalistans. UNDANFARIN ár höfum við hundavinir hist á Haugunum, sunnan Fldfells fyrir þá sem ekki vita hvar þeir eru, á laugardögum kl. 13.00. Þarna kemur fólk með eða án hundanna og eru allir velkomnir. Tilgangurinn er að leyfa hundunum að hitta að hunda og ærslast örlítið saman. Einnig miðlar fólk af reynslu sinni af hundaþjálfun og hundahaldi. Allir eru velkomnir, hvort sem fólk er hundlaust, með hreinræktaða hunda, blendinga, vel þjálfaða eða óþjálfaða. Hundavinir. Vilja rann- sóknanefnd sjóslysa til Eyja Á síðasta fundi bæjarráðs bar Guðrún Erlingsdóttir fram tillögu um að beina því til samgöngu- ráðherra að starfsemi rannsókna- nefndar sjóslysa verði flutt til Vest- mannaeyja. Þetta er gert með vísan til greinar Sturlu Böðvarssonar, ráðherra, í Morgunblaðinu frá 29. september sl. þar sem viðraðar eru hugmyndir um að starfsemi nefnd- arinnar verði á landsbyggðinni. Þessi tillaga var samþykkt í bæjar- ráði. 760 þúsundir afskrifaðar Samkvæmt tillögu lögmanns bæjar- ins hefur bæjarráð samþykkt að afskrifa kröfur sem taldar eru óinn- heimtanlegar. Nemur upphæð þeina kr. 760.830. Ánægja með heitan mat í haust hefur verið í gangi tilraun á leikskólunum Kirkjugerði og Sóla með heitan mat handa börnum á leikskólunum. Mikil ánægja ríkir innan leikskólanna með þessa til- raun og verður henni haldið áfram. Fleiri stöðugildi Á síðasta fundi félagsmálaráðs lá frammi bréf frá Leu Oddsdóttur, hjúkrunarforstjóra Hraunbúða, þai' sem óskað er eftir aukningu stöðugilda uni 85% vegna þess sem nefnt er aukin hjúkiunarþyngd í húsinu. Sérstaklega er óskað eftir að bætt verði við 50% stöðugildi virka daga fyrir hádegi og 35% á kvöldvaktir. Félagsmálaráð hefur samþykkt tímabundna aukningu urn 35% á kvöldvaktir fram til áramóta. Þá hefur félagsmálastjóra verið falið að afla upplýsinga um starfsmanna- hald á öðrum sambærilegum stofn- unum. Verndað starf Samþykkt hefur verið til reynslu í bæjarráði nýtt 50% vemdað starf á bæjarskrifstofunum, ef samkomu- lag næst við Tryggingastofnun ríkisins um öryrkjavinnustaða- samning. Markmiðið með þessu starfi er að auka fjölbreytni fyrir fatlaða sem farið hafa gegnum starfsþjálfun og hæfingu á vemd- uðum vinnustað, til starfa á almennum markaði. Tvö grömm af hassi I vikunni sem leið kom upp eitt fíkniefnamál. Þá lagði lögregkm liald á tvö grömm af hassi. Einn aðili er grunaður um að hafa átt efnið og er málið í rannsókn. FRETTIR Útgefandi; Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.