Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. október 2000 Fréttir Spurt er. mætast Á brúðkaupsdaginn. Brúðkaupsveislan var hreint frábær, segja þau bæði. elska mig og nú hefur það færst yfir á Jobba,“ bætir hún við. Þegar Kristina er spurð að því hvort hún hafi í æsku séð fyrir sér að hún ætti eftir að setjast að einhvers staðar utan Rússlands svarar hún játandi. „Eg gat vel hugsað mér að setjast að í öðru landi. Ég ferðaðist víða vegna sundsins þannig að ég var ekki alveg ókunnug í öðrum löndum.“ Dóttirin mín gullverðlaun Þrátt fyrir ungan aldur á Kristina glæsilegan sundferil að baki og státar meðal annars af Evrópumeistara- titlum. „Ég náði í tvenn gullverðlaun á Evrópumeistaramótinu 1995 en því miður náði ég ekki lágmörkum fyrir Olympíuleikana í Atlanta árið eftir. Auðvitað fylgdist ég vel með Olympíuleikunum í Sydney, ekki síst sundinu. Ég hefði að sjálfsögðu viljað taka þátt í þeim en þegar maður stundar keppnisíþróttir verður maður að gera sér grein fyrir því að ekkert varir að eilífu og það á ekki síst við í íþróttum. A móti er ég kominn með mann, búin að stofna heimili og eign- ast dóttur. Dóttur sem er mín gullverðlaun," segir Kristina og leggur áherslu á orð sín. Er stefnan tekin á að eignast mörg böm? J dag hef ég engar áætlanir um fleiri böm,“ segir Kristina og hlær. „En maður veit aldrei hvað gerist þegar ffá líður." Hvomgt þeirra vill gera mikið úr því þegar þau er spurð hvort ekki sé munur á hugsunarhætti Islendinga og Rússa. „Hann er ekki meiri en það að við emm gift og höfum stofnað fjöl- skyldu,“ segir Jobbi og hún tekur undir það. „Það eitt að við skulum vilja eyða ævinni saman afsannar allt tal um mikinn mismun." „Smá bara,“ segir Kristina þegar hún er spurð um íslenskukunnáttu sína. „Ég get skilið nokkuð vel þegar fólk talar við mig en mér gengur verr að tjá mig á málinu ykkar. Ég er líka að reyna að lesa en ég næ því ekki að skilja allt.“ Saman em þau bjartsýn á framtíð- ina eins og ungt og nýgift fólk á að vera og þeim er brúðkaupsveislan ofarlega í huga. „Við ætlum að nota þetta tækifæri til að koma þökkum til allra, ættingja, vina og samstarfsfólks, fyrir hreint frábæra brúðkaupsveislu," sagði Jobbi sem fékk þama tækifæri til að eiga síðasta orðið í viðtalinu. Heilsuhorn Hressó Líkamsrækt Til hvers? Til þess að eiga mun síður hættu á því að deyja fyrir aldur fram. Hjartasjúkdómar em stærsti einstaki sjúkdómurinn sem orsakar ótíma- bæran dauða. Þeir sem em í mestri hættu með að fá hjartasjúkdóma era þeir sem ekki hreyfa sig. Númer tvö koma svo þeir sem reykja. Til þess að vöðvar líkamans rými ekki. Ef engin þjálfun á sér stað rýmar vöðvamassi líkamans um 10 - 20 % eftir 25 ára aldur. Minni vöðvamassi þýðir minni brennslu í líkamanum sem leiðir svo til þess að fólk fer að fitna. Til þess að þjálfa hjartavöðvann og auka þol okkar. Þeir sem aldrei stunda þolþjálfun missa smátt og smátt þol sitt mikið niður. Þá getur það að ganga upp stiga eða skúra stofuna heima hjá sér orðið mikil raun sem annars er okkur leikur einn. Til þess að eiga hamingjurík efri ár. Ef við emm í góðu formi skiptir aldur engu máli, þá getum við ferðast og stundað áhugamál okkar að vild. Með reglulegri þjálfun getum við haldið líkama okkar ungum langt fram á effi ár. Gefumst aldrei upp á þjálfun. Láttu það ekki einu sinni hvarfla að þér að hætta að hreyfa þig. Ef þér fmnst þetta ekki gera þér gagn, af því að þú ert ekki að léttast, þá ertu bara ekki að hugsa rökrétt. Þjálfun er það besta sem þú getur gert fýrir heilsuna og með þjálfun eiga sér stað undra- verðar breytingar á líkamanum sem engin lyf geta framkallað. Fólk sefur betur, lítur betur út, líður betur andlega, það hægir á öldmn og hrömun og líkur minnka á ýmiss konar sjúkdómum og kvillum. Það að verða grannur er því bara aukaaúiði. Þeir sem gera líkamsrækt að lífsstíl sínum verða þó yfirleitt grannir að lokum en það getur tekið góðan tíma, þolinmæði og þraut- seigju. SÁLARHORNIÐ Sjálfsásökun Öll þekkjum við söguna um Pétur, lærisvein Jesú, sem afneitaði honum þrisvar áður en haninn galaði. Hafið þið afneitað og hafnað einhverjum sem þið elskið? Þekkið þið angistina, sjálfsfyrirlitninguna og sektarkennd- ina sem því fylgir? Það segir í sögunni að Pétur fór út og grét beisklega. Er hægt að lifa með þá skömm að skilja eftir svo djúpt sár í hjarta annarrar manneskju? Það er ekki talið merki um sterkan og göfugan persónuleika að svíkja einhvem með slíkum heigulshætti. Það er langur og strangur skóli að lenda í slíkum aðstæðum. Það getur tekið mörg ár að fyrirgefa sjálfum sér slík svik, ekki bara við hinn aðilann, heldur einnig við sínar eigin tilfmningar. Sumir ná sér aldrei. Það em nefni- lega ekki bara þeir sem er hafnað sem bíða tjón af heldur geútr það verið lífstíðarsár í hjarta og sálarlífi gerandans. Þetta þurfti Pétur að horf- ast í augu við eftir að hann á svo opinberlegan hátt afneitaði og hafn- aði Jesú. Hann grét beisklega í mik- illi angist og var niðurbrotinn á sál og líkama. Hann flúði og fór í felur. Hversu lengi getum við falið okkur í skömm? Sennilega hafa sumir talið það vera betra fyrir alla að vera í felum allt sitt líf. Ég skil Pétur fullkomlega að fara niðurbrot- inn og í skömm í burtu. Munurinn á því sem henti Pétur og svo þegar við svíkjum ástvin er sá, að sá sem Pétur afneitaði var ekki bara maður, hann var líka Guð sem er kærleiksrfkur, miskunnsamur og hann fyrirgefur! Hann fyrirgaf Pétri og setti hann yfir söfnuðina, sem sálnahirði! Heig- ulinn! Þann sem flúði í skömm! Þann sem afneitaði tilfmningum sínum og hafði svo ekki stjórn á þeim! Grenjuskjóðu og heigul. Guð er tilbúinn að fyrirgefa, hvað með mig sjálfa? Hvort heldur við emm gerendur eða þolendur í þesskonar svikum er okkur nauðsynlegt að fýrirgefa sjálfum okkur og öðrum! Iris Hálft í hvoru og VOX Heilmikið verður um að vera í skemmtanalífinu um helgina. Föstudags- og laugardagskvöld verður hin síkáta gleðisveit Hálft í hvoru á Lundanum en nokkuð er um liðið síðan sú sveit kom síðast til Eyja. Sveitina skipa þeir Eyjólfur Kristjánsson, Ingi Gunnar Jóhannsson, Bergsteinn Björgúlfsson og Örvar Áðalsteinsson. Á föstudagskvöld verður hljómsveitin VOX með tónleika á Lundanum en sveitina skipa söngkonan Rut Reginalds og gítarleikararnir og söngvaramir Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson. Rut er Vestmannaeyingum vel kunn þar sem hún bjó hér um nokkurra ára skeið og söng þá m.a. með tríóinu Náttsól á Gestgjafanum. Innan skamms er væntanleg ný sólóplata með henni. Þeir Eyjólfur og Ingi Gunnar eru Vestmannaeyingum einnig að góðu kunnir sem meðlimir Hálft í hvom. VOX flytur einkum notalegar ballöður, íslenskar og erlendar, og er markmiðið að tónleikagestir geti átt notalega kvöldstund í huggulegri stemmningu. Tónleikamir hefjast kl. 20.30 og seinna um kvöldið mun Hálft í hvoru leika og syngja. tankinum? (Vel gengur að reisa húsið og sést gliigglega hvernig það kemur til með að líta út) Sólveig Þóra Arnfinnsdóttir og Steinunn Hiidd: Jónína Kristín I’orvaldsdóttir og Herdís Hermannsdóttir: Ei nar F riðþj ófsson „Bara vel. Það blas- ir við úr kal'fi- stofunni í skólanum og ég sé ekki annað en þetta verði hið myndarlegasta hús og til prýði." Rannveig Gísladóttir: vona bara að jraö gangi allt vel hjá þeim." Þorsteinn Þorsteinsson: Davíð Guðmundsson:

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.