Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 12.10.2000, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 12. október 2000 Fréttir 19 Nissandeildin: Valur 31 - IBV 30 Æsispcnnandi Karlalið ÍBV mætti Val á Hlíðar- enda á laugardaginn en í gegnum tíðina hefur ÍBV náð ágætis úr- slitum gegn Valsmönnum og leikir liðanna í flestum tilvikum verið jafnir og spennandi. Leikurinn á laugardaginn var engin undatekn- ing á því og þurfti m.a. að fram- lengja leikinn eftir að Valsmenn höfðu jafnað á lokasekúndum leiksins. Valsmenn höfðu svo betur í framlengingu og sigruðu með einu marki, 31-30. ÍBV átti erfitt uppdráttar allan leikinn, komst reyndar í 0 - 1 en var undir allt þar til rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum. Vamarleikur liðsins var ekki nógu góður, sérstak- lega í fyrri hálfleik, enda fékk liðið á sig fimmtán mörk á þrjátíu mínútum sem er allt of mikið. Lélegum vamar- leik fylgir oft slök markvarsla enda fór svo að markmenn ÍBV vörðu aðeins 11 skot í öllum leiknum, sem segir kannski meira til um vamarleik IBV en markmennina sjálfa. Valsmenn höfðu þó aðeins tveggja marka forystu íhálfleik, 15-13. Seinni hálfleikur var betur leikinn af hálfu ÍBV, munurinn minnkaði fljót- lega niður í eitt mark. Reyndar komust Valsmenn fjórum mörkum yfir um miðjan hálfleikinn en ÍBV jafnaði þegar um fimm mínútur vom eftir og leiddu leikinn allt þar til tvær sekúndur vom eftir, að Valsmenn jöfnuðu úr frekar erfiðu færi. Þetta kallaði á framlengingu sam- kvæmt nýju reglunum og í henni átti ÍBV aldrei möguleika. Liðið byijaði einum færri þar sem Erlingur Richardsson fékk tveggja mínútna brottvísun í lok venjulegs leiktíma og í framlengingunni fékk Boris Bjami, þjálfari liðsins, sömuleiðis tveggja mínútna brottvísun sem þýddi mann út af. Valsmenn komust tveimur mörkum yfir en IBV náði að minnka muninn í lok leiksins. IBV spilaði mjög óagaðan leik gegn Valsmönnum, útlendingamir tveir og landamir Aurimas Frovolas og Mindausgas Andriuska tóku til að mynda alls á fjórða tug skota en skomðu aðeins fimmtán mörk, þar af sex úr víti og ljóst að Boris Bjami þarf að hemja þessa sterku leikmenn til að nýta krafta þeirra til fulls. Svavar Vignisson var ljósi punkturinn í liði ÍB V, skoraði sjö mörk en liðið á mikið inni sem er jákvætt í upphafi móts. „Það var sannarlega súrt að tapa leiknum. Eg horfði á leikinn aftur áðan og ég hélt að vömin hefði verið verri hjá okkur. Við klúðruðum fjómm vítum strax í fyrri hálfleik en við náðum alltaf að halda okkur inni í leiknum. Það sem vantaði var að við nýttum okkur ekki tækifærin til þess að komast yfir fyrr en í lokin. Við hefðum átt að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið en í fyrri hálfleik framlengingarinnar emm við nánast einum færri allan tímann og lentum því tveimur mörkum undir. Menn em mjög vonsvikinir eftir leikinn og við verðum ekki sáttir fyrr en við sigmm í næsta leik,“ sagði Erlingur Richards- son eftir leikinn. Mörk ÍBV: Mindaugas Andriuska 9/6, Svavar Vignisson 7, Aurimas Frovolas 6, Jón Andri Finnsson 3/1, Erlingur Richardsson 2, Daði Pálsson 1, Guðfmnur Kristmannsson 1. Varin skot: Gísli Guðmundsson 6, Sigurður Sigurðsson 5. Motocross: Vestmannaeyjannótið S133Í Bjarni meistari Um helgina fór fram á svæði moto- crossmanna í Vestmannaeyjum æfingamót þar sem áhorfendum gafst kostur á að skoða fáka keppendanna í nærmynd. Þorsteinn Marel, betur þekktur sem Steini Tótu, mætti á svæðið með ný hjól en mótið var ennfremur Vestmannaeyjamót ársins í motocrossi. Sigurður Bjami Rich- ardsson bar sigur úr býtum en Sigurður náði hvað bestum árangri Eyjamanna á Islandsmótinu. Sigur- vegari mótsins var hins vegar Steini Tótu en þar sem hann keppti sem gestur var Sigurður, sem lenti í öðru sæti, krýndur Vestmannaeyjameistar í lokahófi motocrossmanna á laugar- dagskvöldið. Sæþór Gunnarsson fékk Braggabikarinn fýrir mestu framfarir í sumar, en Bragginn gaf verðlaunin á mótinu og Steingrímur Benediktsson gaf vinnu sína við gripina. Urslit mótsins urðu þessi: Steini Tótu 57 stig Sigurður Bjami 54 stig Omar Stefánsson 45 stig Símon Eðvarðsson 39 stig Sæþór Gunnarsson 33 stig Sigutjón Eðvarðsson 30 stig Pétur Blikk 27 stig Darri 16 stig Jón Gíslason 14 stig. SIGRI fagnað, Ómar, Stein og Siggi Bjarni með verðlaunagripina. Körfuboltinn: IV 76 - ÍA 69 IV 61 - Ármann 77 Tap og sigur í fyrstu leikjum ÍV hefur byrjað leiktímabilið á misjöfnum nótum. Liðið lék fyrst gegn ÍA en Skagamenn spiluðu í Urvalsdeildinni í fyrra og því búist við erflðum róðri Eyjamanna. Leikurinn byijaði þó vel íyrir ÍV og heimamenn náðu fljótlega forystu í leiknum. Skagamenn náðu hins vegar að jafna leikinn og vom yfir eftir fyrsta leikhluta, 18-20. Eyjamenn gáfust hins vegar ekki upp og tryggðu sér þriggja stiga forystu í leikhléi, 39- 36. Leikurinn varíjámumalltþartilí síðasta leihluta þar sem ÍV seig fram úr og tryggði sér sigur í íyrsta leik í 1. deildinni í ár, 16-69. Stigahæstir hjá IV: Davíð Amórsson 25, Kristinn Þór Jóhannesson 14, Eggert Baldvinsson 13. Tap gegn Ármanni Um helgina mætti liðið svo einu tveggja liða sem spáð hefur verið falli í vetur, sameiginlegu liði Ármanns og Þróttar. Eitthvað mættu leikmenn IV væm- kærir í leikinn. Nýttu gestimir sér það til fulls og náðu afgerandi forystu strax í fyrsta leikhluta, 11-22. Lið ÍV spilaði sinn versta leik í mörg ár og munurinn hélt áfram að aukast allt þar til í síðasta leikhluta þegar hann var orðinn 21 stig, 25-56. Þá vöknuðu Eyjamenn loksins til lífsins. Mestur varð munurinn á liðunum 26 stig en leikmenn ÍV náðu að minnka hann niður í átta stig þegar tæplega þrjár mínútur vom til leiksloka. En of mikil orka fór í að minnka niður muninn og gestimir hirtu bæði stigin og sigmðu, 77-62. Stigahæstir hjá ÍV: Eggert Bald- vinsson 16, Ragnar Már Steinssen 13, Amsteinn Ingi Jóhannesson 13, Davíð Amórsson 10. Sjö með landsliðunum í Tékklandi Eyjamenn áttu sjö fulltrúa ineð landsliðunum tveimur sem spiluðu gegn Tékkurn í Tékklandi um helgina. f A-landsliðinu vom þrír leikmenn, Hennann Hreiðarsson og Birkir Kristinsson spiluðu allan leikinn og Tryggvi Guðmundsson kom inn á, en liðið tapaði eins og öllum er kunnugt, 4-0. MeðU-21 Iandsliðinu áttu Eyjamenn svo Ijóra fulltrúa, Páll Almarsson lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar og stóð sig vel, Hjalti Jónsson og Bjami Geir Viðarsson vermdu hins vegar varamannabekkinn allan leikinn. Hjalti Kristjánsson, þjálfari KFS var rneð í för og er læknir liðsins. Hjalti Jóns fótbrotinn Miðjumaðurinn sterki hjá ÍBV, Hjalti Jónsson, fótbrotnaði á æfingu með U-21 árs landsliðinu á mánu- dagsmorgninum. Hjalti hefur verið með landsliðinu undanfama daga í Tékklandi þarsem liðið tapaði 2-1 fyrir heimamönnum. Liðið spilar svo gegn N-ímm á miðvikudaginn og var æfingin liður í undirbúningi fyrir þann leik. Að sögn Hjalta Kristjánssonar læknis ungmenna- landsliðsins verður nafni hans Jónsson frá í allt að þijá mánuði. Lind með U- 18 óra landsliðinu Lind Hrafnsdóttir, knattspymu- konan efnilega úr ÍBV, hefur verið valin í 22 manna hóp sem mun taka þátt f milliriðli Evrópukeppninnar, en riðillinn verður spilaður á Spáni dagana 26. nóvember-2. desember. í riðlinum em auk íslands, heirna- menn, Holland og Pólland en tvö liðfaraáífamúrriðlinum. Lindátti stóran þátt í að koma íslandi úr forriðlinum, skoraði eitt mark og var ein af bestu leikmönnum liðsins. Vetrargolf framundan Golfvertíð sumarsins er nú lokið hjá GV en síðasta mót sumarsins var á laugardag. Þá hófst einnig svonefnt vetrargolf en ætlunin er að leika níu holur á hverjum laugardegi fram til vors, ef veður leyfir. Góð verðlaun em í boði, bæði fyrir bestan árangur og einnig lyrir besta mætingu. Mótin heQast á laugardögum kl. 10 en unnt að velja rástíma fram til kl. 13. Framundan Föstudagur 13. október Kl. 20.00 ÍBV-Stjaman karlar Laugardagur 14. okt. Kl. 16.30 KA/Þór-ÍBV konur Sunnudagur 15. október Kl. 14.00 IBV-Stjaman 2.fl. karla

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.