Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Síða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 6. desember 2001 SIGURLIÐ Hamursskóla, Magnús Berg Magnússon sem hampar verðlaununum, Björgvin Már Þor- valdsson og Steinunn Hödd Harðardóttir. Það var mikið um dýrðir í Höllinni í síðustu viku þegar sjöundu, áttundu og níundu bekkingar grunnskólanna héldu sína árlegu 1. des. skemmtun. Liður í skemmt- uninni var spurningakeppni milli Barnaskólans og Ham- arsskóla þar sem kennarar og nemendur kepptu innbyrðis. Kennarar Barnaskólans lögðu félaga sína í Hamars- skóla. Keppni nemenda var æsispennandi og það var ekki fyrr en í lokaspurningunni sem úrslit réðust. Þetta var vísbendingaspurning þar sem spurt var unt land og var fyrsta vísbendingin að landið væri ekki sjálfstætt. Þetta gripu keppendur Hamars- skóla á lofti og sögðu Færeyjar sem reyndist vera rétt. Þar með varð sigurinn þeirra. A eftir var stiginn dans við undirleik tveggja skólahljómsveita. MADE in China lék fyrir dansi og heillaði söngvarinn, Haraldur Ari Karlsson, stúlkurnar upp úr skónum. KJARTAN Þór Ársælsson, Sigurhanna Friðþórsdóttir og Björn Elíasson voru í sigurliði Barnaskólans. MIKIÐ fjör var á skenimtuninni og voru bæði stúlkur og drengir klædd í sitt fínasta púss. Tónlist fyrir alla: KK söng sig inn í hjörtu nemenda Verkefni á á vegum menntamála- ráðuneytis sem nefnist Tónlistfyrir ctilti hefur orðið til þess að listantenn llytja tónlist á hverju ári fyrir nent- endur Hamarsskóla og Bamaskóla Vestmannaeyja. Er þetta hugsað til að gera landsbyggðinni jafnt undir höfði og höfuðborgarsvæðinu. I vetur var ákveðið að kynna vísna- söng og þjóðlög. KK og Guðmundur Pétursson voru hér á ferðinni sl. þriðjudag og miðvikudag og fluttu lög við góðar undirtektir nemenda skólanna. Dagskráin var flutt fyrir nemendur 1. til 10. bekkjar. Mjög hefur verið vandað til verkefnisins og fjölbreytt verkefnaval milli ára . Aður hafa tónlistarmennimir Egill Olafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir heimsótt skólanna. Nemendur og kennarar skólanna em að vonum ánægðir nteð þetta framtak. GUÐMUNDUR I’étursson og KK á tónleikunum í Hamarsskóla. KRAKKAR á öllum aldri hlýddu á tónlist KK og Guðmundar. Undirbúningsfélag til að kanna nýtingu borholunnar Á fundi bæjarráðs á föstudegi í síðustu viku barst svohljóðandi tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins: ..Bæjarráð Vestmannaeyja samþykk- ir að fela Þróunarfélaginu að stofna undirbúningsfélag með aðild Bæjar- veitna og fleiri aðila. Væntanlegt undirbúningsfélag hafi þann tilgang að kanna möguleika á nýtingu bor- holunnar við Skiphella. og hugsan- lega á fleiri stöðum með frekari nýtingu í þágu atvinnurekstrar þ.m.t. fiskeldi og heilsurækt tengda ferða- þjónustu.'1 Bæjarráð samþykkti tillöguna og óskaði Ragnar Oskarsson eftir því að fá að vera meðflutningsmaður að tillögunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.