Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Page 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 6. desember 2001
Ótrúlegar lýsingar frá árinu 1968 þegar mörg hundruð sjómenn börðust fyrir lífinu í
Isafjarðardjúpi - Sumir urðu að lúta í lægra haldi bæði Eglendingar og Islendingar
í febrúarbyrjun
1968 brast á
aftakaveður við
/
norðanvert Island
og börðust á
fimmta hundrað
sjómanna við að
halda skipum sínum
á floti í
Isafjarðardjúpi í tíu
stiga gaddi og
cjífurlegri ísingu.
I þessu veðri fórst
659 tonna breskur
togari, Ross Cleve-
land, nánast við
mynni Skutulsfjarðar
og með honum
átján menn.
Heiðrún II frá
Bolungarvík fórst
með sex manna
áhöfn undan
Bjarnarnúpi og
breski togarinn
Notts County
strandaði við
Snæfjallaströnd
með 1 9 menn um
borð. Ekki mátti
miklu muna að fleiri
skip færust í
ofviðrinu. ^
Bretar og Islend-
ingar stóðu á
öndinni er fréttist að
einn maður, Harry
Eddom, hefði
komist af þegar
Ross Cleveland
fórst. Ahöfnin hafði
þá verið talin af í
tæpa tvo sólar-
hringa. Fjórtán ára
drengurfrá bænum
Kleifum í Seyðisfirði,
Guðmann Guð-
mundsson, fann
Harry nær dauða
en lífi.
Atburðurinn vakti heimsathygli og
þótti með ólíkindunt að maðurinn
skyldi lifa af þá erfiðleika sem hann
hafði gengið í gegnum. Um fjörutíu
breskir fjölmiðlamenn komu til lands-
ins og brutust út slagsmál á Kefla-
víkurflugvelli og á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Isafirði þegar fréttamenn
kepptust um að fá að taka myndir af
endurfundum Harrys og Ritu eigin-
konu hans.
í bókinni Útkall í Djúpinu eftir
Óttar Sveinsson er þessum atburðum
lýst. Óttar hefur talað við marga sem
að málinu komu, meðal annars skip-
verja um borð í Notls County. Richard
Moore, sem lýsir angistinni um borð í
strandaða togaranum. Varðskipsmenn
á Óðni segja frá atburðunum eins og
þeir upplifðu þá, en þeir sýndu mikið
hugrekki við að bjarga áhöfn Notts
County frá borði á strandstað við erfið
skilyrði. Björgunarmenn við Isa-
fjarðardjúp lýsa aðstæðum og bjarg-
vættur Harrys, Guðmann Guðmunds-
son, sem var ungur sveitapiltur þegar
atburðurinn átti sér stað, lýsir því er
hann gekk fram á skipbrotsmanninn.
Síðast en ekki síst tjáir Harry Eddom
sig um reynslu sína, en til þessa hefur
hann lítið viljað tala um þessa
örlagaríku atburði. Við grípum niður
þegar Notts County hefur strandað við
Snæfjallaströnd og Ross Cleveland er
sokkinn. Harry Eddom veltist um á
öldunum í gúmbát ásamt tveimur
skipsfélögum sínunt. Félagtu' hans em
mjög fáklæddir og annar þeirra er
látinn þegar hér er komið sögu;
króknaður úr kulda;
Ef skipverjunum á Notts County
þótti hlutskipti sitt vonlaust var staða
Harrys Eddoms, sem var gegndrepa í
gúmbátnum í úfnu ísafjarðardjúpinu.
þó enn verri.
Hann hugsaði heim til eiginkonu
sinnar og dóttur sem hann vissi ekki
HARRY Eddom ásamt Ritu, eiginkonu sinni, og sjö mánaða dóttur þeirra, Natalee,
hvort hann fengi nokkurn tíma að sjá
aftur:
„Eg hugsaði unt Ritu og Natalee,
dóttur mína, er ég lá þama í ísköldum
gúmbátnum. Mun ég deyja núna? Og
lífið sem hafði brosað svo við okkur
Ritu." hugsaði ég. „I september höfð-
um við keypt okkur hús í Cottingham
í útjaðri Hull. Við Rita höfðum verið
svo heppin að fá hús með litlum garði
þar sem Natalee litla gæti leikið sér.
Við höfðum einmitt rætt um að ég
gæti verið heima um sumarið þegar
hún færi að ganga. Ég sá ekki fram á
að það myndi rætast. Stúlkan myndi
ekki sjá pabba sinn aftur. Hún myndi
ekki einu sinni muna eftir mér."
Háskalegar aðstæður
Varðskipsmenn töldu ljóst að ekkert
væri hægt að aðhafast við strandstað
Notts County eins og veðrið var.
Akveðið var að svipast um eftir
Heiðrúnu II og reyna að freista þess að
komast í heldur meira skjól til að
höggva ís af neðri ratsjánni.
Torfi Geimtundsson háseti var með
Pálma stýrimanni á vaktinni:
„Ég var á fjögur-átta-vaktinni með
Pálma. Um nóttina var ég sendur upp
með honum í þessu brjálaða veðri til
að hjálpa honum við íshöggið. En það
var ekki mikil hjálp í mér. Aðstæð-
urnar voru svo háskalegar að ég hélt
mér aðallega utan um mastrið. Eitt
sinn hrasaði Pálmi í tröppunum og
hékk á annarri hendi.
Eftir þetta skipaði hann mér að fara
TORFI Geirmundsson, 17 ára háseti, við ísbarning um borð í Óðni.