Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Blaðsíða 16
16
Fréttir
Fimmtudagur 6. desember 2001
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar: Verulega bætt afkoma milli ára
Engin lausn að flytja vandamál
frá einu byggðarlagi til annars
-En af hverju er þessi umræða sífellt um Vestfirði? Þegar kvótakerfið var sett á var til staðar
útgerð á Vestfjörðum og þeir útgerðaraðilar voru jafnstæðir öðrum og hafa því átt sömu
möguleika og aðrir innan þessa kerfis, sagði Jakob Bjarnason stjórnarformaður á fundinum
HARALDUR Gíslason stjórnarmaður, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri, Gunnar Birgisson stjórnarmaður, Jakob
Bjarnason stjórnrformaður, Magnús Kristinsson stjórnarmaður og Þorvarður Gunnarsson endurskoðandi.
Á aðalfundi Vinnslustöðv-
arinnar á föstudaginn
sagði Jakob Bjarnason,
stjórnarformaður að
reksturinn hefði á heildina
litið verið með miklum
ágætum á liðnu rekstrar-
ári. Hann sagði þó einn
skugga bera á, mikið
gengistap upp á 700
milljónir króna, sem leiddi
til þess að félagið var
rekið með 276 milljóna
króna halla. Hann kom
víða við í ræðu sinni, m.a.
finnst honum lítið hafa
heyrst til þingmanna
Suðurlandskjördæmis á
meðan héðan hafa horfið
500 störf í fiskvinnslu og
ekki kannast hann við
viðbrögð frá Byggða-
stofnun sem virðist
einbeita sér að Vest-
fjörðum.
Á réttri leið
Jakob sagði það mikið gleðiefni fyrir
þá, sem að Vinnslustöðinni standa, að
reksturinn skilaði á rekstrarárinu rúm-
lega þúsund milljóna króna framlegð
og hefur framlegð rekstrarins þá aukist
um hátt í 900 milljónir króna frá
vordögum 1999. „Það ár stóð stjóm
félagsins frammi l'yrir gríðarlega
erfiðum ákvörðunum sem m.a. fólu í
sér að selja og eða leggja niður hluta
af starfsemi félagsins með tilheyrandi
stórfækkun starfsmanna. Stjómin tók
ákvörðun, erfiða ákvörðun, en sú
ákvörðun hefur að mínu mati lagt
gmnninn að stöðu fyrirtækisins í dag,“
sagði Jakob.
Kom fram hjá honum að fram-
legðarhlutfallið hækkaði úr 4%
rekstrarárið 1998/1999 í 21%
rekstrarárið 1999/2000 og í 32% á
síðastliðnu rekstrarári. Aætlanir
félagsins gera ráð fyrir að fram-
legðarhlutfall félagsins lækki í 27% á
yfirstandandi rekstrarári þar sem gert
er ráð fyrir verðlækkunum á afurðum
félagsins.
Gengisfall og hækkandi
afurðaverð
Jakob sagði fjóra þætti vega þyngst
þegar litið er yfír síðastliðið ár. 1 fyrsta
lagi hefði íslenska krónan veikst um
22% frá 1. september 2000 til 31.
ágúst 2001. Gengisfallið leiddi til
mikils gengistaps en að sama skapi til
tekjuaukningar og þar með bættrar
framlegðar. í öðru lagi hélst afurða-
verð bolfisks hátt á árinu og
bræðsluafurðir hækkuðu mikið þegar
leið á árið. „Það er einkar ánægjulegt
að sjá á ný hækkun á verði mjöls og
lýsis eftir tvö ákaflega erfíð og mögur
ár.“
I þriðja lagi var það sjómanna-
verkfallið sem Jakob sagði að hefði
kostaði félagið og starfsmenn þess
mikla fjármuni. „Það er vissulega
áhyggjuefni að sjómannaforystan
hvetur ávallt til verkfalla á veharvertíð
og beinir spjótum sínum þannig að
vertíðarplássum eins og Vestmanna-
eyjum. Langt verkfall á vetrar- eða
loðnuvertíð veldur miklum skaða hjá
fyrirtækjum eins og Vinnslustöðinni
og veikir samfélögin sem þau starfa í.“
Fjórði þátturinn sem Jakob nefndi
er að stjómendum og starfsfólki fé-
lagsins tókst að halda föstum
rekstrarkostnaði svipuðum á milli ára
þrátt fyrir aukin umsvif.
„Þegar litið er til baka er ekki
nokkur vafí á því að það voru teknar
réttar ákvarðanir á vordögum árið
1999. Þessar ákvarðanir voru erfiðar,
bæði lokun og sala fískvinnslunnar í
Þorlákshöfn og uppsagnir starfsmanna
í Vestmannaeyjum.
í Þorlákshöfn kom Vinnslustöðin
að stofnun á nýju fyrirtæki, Frostfiski
hf„ sem keypti frystihús félagsins þar
og hóf vinnslu á fiski til útflutnings
með flugi. Ekki er hægt að segja
annað en vel hafi til tekist því áætluð
velta Frostfísks á þessu ári er um
1.200 milljónir sem er þrisvar sinnum
meiri velta en þegar starfsemin þar var
í höndum Vinnslustöðvarinnar. Margt
af fyrrum starfsfólki okkar í Þorláks-
höfn fékk vinnu hjá hjá Frostfiski og
býr líklegast við meira atvinnuöryggi
en áður.
í Vestmannaeyjum sagði félagið
upp 70 starfsmönnum sínum. Það var
nauðsynleg aðgerð en um leið
sársaukafull fyrir það fólk sem fyrir
uppsögnum varð. Það er von okkar að
í dag hafí flestir ef ekki allir þeir sem
sagt var upp fengið aðra vinnu við sitt
hæfi. An þeirra aðgerða sem gripið
var til er allsendis óvíst að félagið
hefði náð að rétta úr sér eins og raun
ber vitni. Þeir starfsmenn sem eftir
standa í fyrirtækinu hafa haft góðar
tekjur og búa við atvinnuöryggi."
sagði Jakob.
Næst kom Jakob inn á mikilvægi
þess fyrir sjávarbyggðir að þar sé
atvinnurekstur, sem skilar viðunandi
árangri, og styrki þar með stoðir
byggðarinnar. „Ekkert vekur meiri
ugg í brjósti starfsmanna en að
fyrirtækið, sem það starfar hjá, sé illa
statt. Ovissa starfsmannanna og þar
með samfélagsins alls leiðir til
brottflutnings og atgervisflótta."
Kvótakerfið og
byggðaþróun
Næst gerði Jakob að umtalsefni kvóta-
kerfíð og meint áhrif þess á
byggðaþróun í landinu. Sagði hann að
birtar hefðu verið skýrslur og lærðar
greinar urn tengsl sjávarútvegs, þar
með talið kvótakerfísins, við byggða-
þróun hér á landi. „Nú síðast kom út
skýrsla um „Ahrif kvótasetningar
aukategunda hjá krókabátum á
Vestfjörðum". Ekki vil ég trúa öðru en
því að Byggðastofnun gangi gott eitt
til með þessari skýrslu en meira að
segja Vestfirðingum sjálfum er farið
að blöskra hvemig hlutimir em þar
settir fram,“ sagði Jakob og taldi
Vestfirðinga eiga allt gott skilið.
„En stjómmálamenn verða að gera
sér grein fyrir því að tilflutningur
veiðiheimilda er tilflutningur frá einu
sjávarplássi til annars en ekki útdeiling
úr einhvetjum sameiginlegum potti til
viðkomandi sjávarpláss. Það kann
ekki góðri lukku að stýra að vandamál
í einu byggðarlagi sé leyst með því að
flytja það yfir í annað byggðarlag. En
af hverju er þessi umræða sífellt um
Vestfirði? Þegar kvótakerfið var sett á
var til staðar útgerð á Vestfjörðum og
þeir útgerðaraðilar vom jafnstæðir
öðmm og hafa því átt sömu mögu-
leika og aðrir innan þessa kerfis.
Eg spyr: Er það fiskveiðistjóm-
unarkerfmu einu um að kenna að
Vestfirðingar hafa dregist aftur úr?
Koma kannski einhverjir aðrir áhrifa-
þættir þar við sögu?
En hvað með Vestmannaeyjar?
Skyldu margir gera sér grein fyrir því
að á síðasta áratug töpuðust um 500
störf í fiskvinnslu hér í þessu bæjar-
félagi? Að auki fækkaði störfum til
sjós. Hvar er Byggðastofnun og
hennar margföldunarstuðlar? Hvar er
rödd þingmanna Vestmannaeyja í
þessu máli? Eru þeir hræddir við að
tjá skoðun sína á þessari staðreynd
opinberlega? Hvers vegna heyrist ekki
í þeim af þessu tilefni?"
Allur floti Eyjamanna var til
sölu 1978
í framhaldi af þessu spurði Jakob,
hver verður staða sjávarútvegsfyrir-
tækja í Vestmannaeyjum ef til
stórfelldrar uppstokkunar kemur á
núverandi fiskveiðistjómunarkerfi?
„Em menn virkilega búnir að gleyma
því að árið 1978 var nær allur skipa-
floti Eyjamanna auglýstur til sölu á
einu bretti. Kaupendur þá gátu keypt
Eyjaflotann án þess að greiða krónu
út, bara yfirtaka skuldir. Þá var ekki
biðröð þeirra sem vildu komast í
útgerð. Arið 1984 stóð sjávarút-
vegurinn frantmi fyrir gjaldþroti þrátt
fyrir að úthlutaður þorskafli væri í
kringum 250 þúsund tonn, en þá þegar
var fiskiskipaflotinn orðinn allt of stór.
Og til hvaða ráða gripu stjómvöld? I
stað þess að grípa til styrkja líkt og
gert hefur verið í nágrannalöndunum
var sjávarútveginum sjálfum ætlað
það hlutverk að hagræða. Allar götur
síðan hafa útgerðarmenn keypt óhag-
kvæmar útgerðir út gegn greiðslum í
formi peninga eða með yfirtöku
skulda þess sem hætti eða sameinað
fyrirtæki sín í þeim tilgangi að nýta
skip sín og aðrar fjárfestingar með
hagkvæmari hætti. Þannig hafa um
80% veiðiheimildaskipt um eigendur.
Allan tímann hefur hverjum og einum
verið fijálst að kaupa sér aðgang að
fiskvinnslu eða útgerð. líkt og er í
öðmm atvinnurekstri."
Smábátar auka sinn hlut
Baráttan á milli hefðbundinnar út-
gerðar, í aflamarkskerfinu annars
vegar og smábáta og kvótalausra báta
hins vegar, hefur fengið mikla
opinbera umfjöllun að undanfömu.
Smábátar hafa stöðugt aukið hlutdeild
sína í heildarafla margra tegunda í
allmörg undangengin ár.
Hve margir hér inni vita að bátar
undir 10 tonnum veiddu jaftt mikið af
þorski og allur frystitogaraflotinn?
Hve margir vita að frystitogarar veiða
minna af ýsu og steinbít en smábát-
amir?
Svo halda menn því fram að veiðar
smábáta hafi engin áhrif á stærð ein-
stakra stofna og unnt sé að gefa veiðar
þeirra ftjálsar! Vestmannaeyingum er
ýsuveiði sérstaklega mikilvæg. Ef við
skoðum ýsuna og þróun veiða
smábáta af heildarafla í henni frá 1992
sjáum við hve mikil aukningin er.