Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Blaðsíða 22
22
Fréttir
Fimmtudagur 6. desember 2001
Landakirkja
Landakirkja - í lífi og leik
Sunnudagur 9. desember
Kl. 11.00 Sunnudagaskóli með
undirbúningi jólanna. Við flytj-
um gleðifréttir með tali og
tónum, söng og gleði.
Kl. 14.00 Guðsþjónusta.
Kl. 20.00 Æskulýðsfundur
Landakirkju og KFUM&K í
safnaðarheimilinu. Unglingar í
8. til 10. bekk eru hjartanlega
velkomnir.
Mánudagur 10. desember
Kl. 16.45 Bamastarf fatlaðra,
yngri deild
Þriðjudagur 11. desember
Kl. 10.00 og 13.30 koma
leikskólar í kirkjuheimsókn.
Miðvikudagur 12. desember
Kl. 10.00 og 13.30 koma
Leikskólar í kirkjuheimsókn
Kl. 18.00 - 19.00 Æfing hjá
Litlum lærisveinum í Safn-
aðarheimilinu.
Kl. 20.00 Opið hús í KFUM
&K-húsinu fyrir unglinga.
Kl. 23.30 Jólatónleikar Sam-
kórsins.
Fimmtudagur 13. desember
Kl. 17.30 Jólafundur TTT (tíu
til tólf ára starfið)
Kl. 20.00 Kóræfmg Kórs Landa-
kirkju.
Föstudaginn 14. desember
Kl. 18.00 Eldri hópur fatlaðra,
lokaæfing fyrir jólastund.
Viðtalstímar prestanna eru
þriðjudaga til föstudaga kl. 11.00
lil 12.00.
Hvítasunnukirkjan
Fimmtudagur 6. desember
Kl. 20.30. Biblíufræðsla
„Meistarinn er hér og vill finna
þig.“ Jóh. 11:28.
Föstudagur 7. desember
Kl. 20.30. Unglingakvöld,
allt ungt fólk velkomið.
Laugardagur 8. desember
Kl. 20.30. Bænasamvera,
beðið fyrir landi og þjóð.
Sunnudagur 9. desember
Kl. 15.00. Samkoma,
söngur og prédikun í krafti Guðs.
Allir velkomnir.
Þriðjudagur 11. desember
Kl. 17.00 KRAKKAKIRKJAN,
öll börn velkomin.
Aðventkirkjan
Fimmtudagur 6. desember
Kl. 17.30 Samverustund í safnaðar-
heimilinu
Laugardagurinn 8. desember
Kl. 10:00 Biblíurannsókn
Kl. 11.00 Guðsþjónusta. Gestur hel-
garinnar er Eric Guðmundsson.
Allir velkomnir.
§nmm
Sæli
kvaddur
með
virktum
Á laugardaginn héldu Streini
og OIli mikla veislu þar sem
fráfarandi framkvæmdastjóri,
Ársæll Sveinsson var kvaddur.
Ársæll er að flytjast búferlum
til Danmerkur þar sem hann og
Sigrún Oskarsdóttir, kona hans
hafa komið sér vel fyrir. Hún
rekur skóverslunina Ástu G. á
Strikinu en sjálfur fer Ársæll í
byggingavinnu. Ingi
Sigurðsson, sem gegnt hefur
starfí byggingafulltrúa
bæjarins undanfarin ár tekur
við framkvæmdastjórastöðunni
af Ársæli.
Ingi er fremst til vinstri og
Ársæll situr fyrir miðju.
Sýna í
í kvöld fímmtudaginn 6.
desember verður haldin
tískusýning á nýrri fatalínu
Selmu Ragnardóttur fata-
hönnuðar í versluninni Dýrinu
Laugavegi 47 í Reykjavík.
Þessa nýju línu hefur Selma
hannað í samstarfí við Sigurdísi
Hörpu Arnarsdóttur
myndlistarmann, sem jafnframt
mun opna sýningu á nýjum
verkum sínum í versluninni.
Selma og Sigurdís eru
Eyjamönnum að góðu kunnar
fyrir frumkvæði og áræði í
sköpun sinni og ætti að vera
ánægjulegt fyrir Eyjamenn að
verða vitni að nýjum
landvinningum þeirra á fasta-
landinu. Selma sagði í stuttu
spjalli að hún hefði hannað
ákveðna haustlínu sem verið hafi
til sölu í Dýrinu og í Flamingo í
Eyjum, og hafi ákveðið að bæta
inn í þá línu núna. „Það verður
kynning á þessari nýju línu og þá
jafnframt á mér sem nýjuin
liönnuði fyrir verslunina Dýrið.“
Selma segir að ekki séu miklar
breytingar í sníðagerð línunnar
frá því í haust, en breytingin felst
aðaílega í efnisnotkun og áferð
þeirra. „Eg verð áfram með
buxur, toppa, pils og vesti, en
núna bætast við kjólar. Eg nota
nú fínni efni, bæði í áferð og um
leið dýrari.“
Hvemig kemur Sigurdís inn í
þessa hönnunarvinnu?
„Við höfðum lengi talað um að
gera eitthvað saman og núna
fannst okkur rétti tíminn til þess.
„Mig langaði til að breyta um
efni og fékk þá hugmynd að
gaman væri að fá hana til þess að
mála á nokkrar flíkur. Ég vil nú
ekki fara út í það í smáatriðum
hvernig hennar þáttur er
Gullið er komið!
Scndi lyrsö pokkinn
frítt liwrttcm tií
Langar þig að léttast og líða betur?
2-5 kíló á viku!
Rétt leið líkamans til að léttast!
Upplýsingar oggóða þjónustu veitir:
Kristín s. 861-7667
Sjálfstæður Herballfc drciflngaradili
artemis(®islandia.is - www.islandia.is/herbalife.gladningur
hugsaður, en ef hægt er að taka
einhverja líkingu má segja að
tengsl séu milli minnar hönnunar
og gömlu
„ömmuflauelspúðanna“ sem til
eru heima hjáiimmum og öfum
um allt land. Ég stend hins vegar
ekkert yfir Sigurdísi né stjórna
hvernig hún útfærir sinn þátt í
þessu, þó að ég leggi kannski
ákveðnar línur. Reyndar eru ekki
allar flíkurnar málaðar sem
kynntar verða, en
hver flík er einstök
og engar tvær eins.“
Sigurdís sýnir
verk sem hún kallar
Stillimyndir. Hún
segir að verkið og
framsetning þess
hafi verið lengi að
gerjast í henni og sé
í beinu samhengi og
framhaldi af
málverkum hennar
og ljósmynda-
verkum. Stilli-
myndir er þrívítt
verk sem byggist á
stuttum frásögnum,
eins og atriði í
kvikmynd, þó án
eiginlegs upphafs né
endis. Þannig eru
stillimyndir
Sigurdísar
tímalausar um leið
og þær vísa til
sammannlegs
veruleika. Einsog
áður segir verður
kynningin í versl-
uninni Dýrinu
Laugavegi 47 í
Reykjavík og hefst
klukkan 20.30. í
kvöld fimmtudag-
inn 6. desember.
Sýning Sigurdísar
verður uppi út
desember og er opin
á verslunartíma.
Myndin er eftir
Sigurdísi og er hluti
af stærra verki sem
heitir
„Stillimyndir“.