Fréttir - Eyjafréttir - 06.12.2001, Side 24
Frétta- og auglýsingasími: 481-3310 * Fax 481-1293
Vikutilboð 6. -13. des.
S.S. hangilæri, úrbeinað U7S kí. ■ áður 205S kr/kg
S.S. hangiframpartur, úrbeinaður IHS kí. ■ áður 138G kr/kg
Svínahamborgarahryggur m. beini SSS kf. ■ áður 1389 kr/kg
Plúsapótek komið til Eyja
Apótek Vestmannaeyja hefur
gengið til samstarfs við Plús-
apótek ehf., seni er hópur sjálf-
stætt starfandi apóteka um allt
land.
Hanna María Siggeirsdótdr apó-
tekari sagði í viðtali að ástæða þess
að hún fer út í þetta samstarf væri
m.a. sú að markmið Plúsapóteka
væri að komast að sem hagstæðust-
um samningum við birgja og þjón-
ustufyrirtæki. „Þannig geta þau
boðið upp á verð sem eru sambæri-
leg við apótekskeðjuverð, og sam-
einast um auglýsingar og markaðs-
setningu. Jafnframt er hvert Plús-
apótek sjálfstætt starfandi eining,
sem nýtir kosti einkareskturs, hver
lyfsöluleyfishafi er ábyrgur fyrir
rekstri síns Plúsapóteks og ber
umhyggju fyrir sínum viðskipta-
vinum og býður þeim persónulega
þjónustu. Þannig sameina Plúsapó-
tekin bæði kosti einkareksturs og
keðju,“ segir Hanna María.
Plúsapótekin hafa tekið upp nýtt
sameiginlegt merki og markaðs-
ímynd, sem leggur áherslu á per-
sónulega þjónustu og gott verð.
Hanna María segir að fyrsta átakið
sem Plúsapótekin gera sameigin-
lega er Jólaplúsinn, sem er sérstak-
lega hagstætt tilboð á ýmsum gjafa-
vörum. Einnig verður sett upp
sameiginleg heimasíða.
„Plúsapótekið í Vestmannaeyjum
verður með ýmis opnunartilboð á
lyfjum í gangi fram að jólum, fylg-
ist vel með. Apótek Vestmannaeyja
býður upp á eftirfarandi þjónustu:
neyðarþjónusta um helgar, heim-
sendingar, lyfjaskömmtun fyrir ein-
staklinga, blóðþrýstingsmælingar,
faglega ráðgjöf og ýmislegt annað."
sagði Hanna María.
STJÓRN ísfélagsins hélt sérstakan hátíðarfund á laugardaginn í tilefni 100 ára afmælis
félagsins. Svo skemmtilega vildi til að þetta var 1100. stjórnarfundur ísfélagsins frá upphafi. Frá
vinstri, Eyjólfur Martinsson, Ágúst Bergsson, Þórarinn Sigurðsson, Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson stjórnarformaður, Guðbjörg Matthíasdóttir, Birkir Leósson endurskoðandi,
Hörður Óskarsson fjármálastjóri og Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri.
Kynning fnstudag 7. des. kl. 16 ■ 13
S.S. hangikjöt eg Egilsmalt og appelsín
Jólakökudiskur 569,- áíur685,-
Jólakaffistell, 18 stk. 1496,- áður 1796,-
Jólaglös, 3 stk. 249,- áður329,-
Lambijóla m. pappír
349, - áíur 398,-
Celebrations konfekt, 288 gr.
559, - áiur 689,-
Morpiparkökur
249, - áður299,-
öuni kerti 38 stk. 849,- áður879,-
Rútuferðir - Bus TOURS
Móttaka ferðamanna, skóla- og íþróttahópa
ÓDÝRASTIKOSTURINN í EYJUM
0)4811909/896 6810 • Fax 481 1927
Sendibílaakstur - iiinanbæjar
Vilhjálmur B ® 481-2943 * 897-1178 ergsteii stAúim tisson
ísfélagið kaupir
frystitogara
-með 1900 tonna karfakvóta
ísfélagið hefur keypt frystitogar-
ann Snorra Sturluson af Granda
h/f ásamt 1.900 tonna karfakvóta.
Kaupverðið, á skipinu og kvót-
anum, hefur verið greitt að fullu
með 11,5% hlut í Isfélaginu og er
Grandi þar með orðinn einn
stærsti hluthafí Isfélagsins.
1 fréttatilkynningu frá Isfélaginu
segir ennfremur: „Isfélag Vest-
mannaeyja hf. er með þessum
kaupum að auka bolfiskkvótann um
1.045 þorskígildi eða sem nemur
þriðjungi í þorskígildum talið.
Eiginfjárstaðan er styrkt og áhætta
félagsins gerð dreifðari. Með kaup-
unum fetar félagið sig inn á nýjar
brautir í starfsemi sinni.
Stjómendur ísfélagsins stefna að
því að styrkja kvótastöðu félagsins
enn frekar í framhaldi af þessum
kaupum."
Ægir Páll Friðbertsson fram-
kvæmdastjóri segir þessi kaup liður
í endurskipulagningu á skipastóli
félagsins. „Við höfum byggt upp
landvinnsluna og bræðslurnar, eins
höfum við nýlega tekið í notkun
nýtt uppsjávarvinnslukerfi og næsta
skref okkar er útgerðin," sagði Ægir
Páll og bætti við að stefnan væri að
reka landvinnsluna með svipuðu
sniði og gert hefur verið undanfarna
mánuði.
Ægir Páll sagði að Snorri Sturlu-
son verði gerður út sem frystitogari
og því nýr kafli að hefjast í rekstr-
inum.
Má búast við frekari breytingum á'
skipastólnum? „Við munum skoða
þau mál á næstunni en engar
ákvarðanir hafa verið teknar.“ Ekki
hefur verið ákveðið nafn á skipið.
Snorri Sturluson sem er 1286
brúttótonn, 75 m langur og tæplega
tólf m breiður er upphaflega smíð-
aður 1973 en var breytt verulega
árið 1996, m.a. var þá skipt um vél
og spil.Búist er við að 27 manna
áhöfn.
II
:
n
ii
ii
Heimsiglingin
gengur að óskum
ii
:
:
ii
ii
Heimsigling Guðna Ólafssonar
VE gengur vel en skipið lagði af
stað heim 25. nóvember sl.
Að sögn Guðna Sigurðssonar hjá
Sæhamar var allt gott að frétta af
þeim í gærmorgun þegar hann
talaði við Sigmar Sveinsson skip-
stjóra. „Þeir voru staddir 18,51°
norður og 159,51° austur í blíð-
skaparveðri og er skipstjórinn mjög
ánægður með stöðugleikann í skip-
inu, þeir láta vel af dvölinni um
borð og báru fyrir bestu kveðjur
heim,“ sagði Guðni.
Sjö skipverjar eru um borð en
vonir stóðu til að skipið kæmi til
Eyja fyrir þrettándann en ekki lítur
út fyrir að það takist.
II
:
:
n
ii