Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 8

Vesturland - 20.11.2014, Blaðsíða 8
8 20. Nóvember 2014 Skuldaleiðréttingin: Bætt eiginfjár- og skuldastaða 56 þúsund heimila Forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra, ásamt verk-efnisstjórn um höfuðstólsleið- réttingu, kynntu 10. nóvember sl. niðurstöður skuldaleiðréttingarinnar á fundi í Hörpu. Aðgerðin vegur þyngst fyrir fólk undir meðaltekjum, sem var innan við fertugt við hrun, á lítið eigið fé í húsnæði sínu og skuldar á bilinu 15 til 30 milljónir króna. Verður lánum skipt upp í tvo hluta, frum- og leið- réttingarlán, og mun skuldari einungis greiða af frumláni frá og með uppskipt- ingu lánsins. Leiðréttingin lækkar höfuðstól íbúðalána um 150 milljarða króna á næstu 3 árum og við fullnýt- ingu leiðréttingar lækkar höfuðstóll íbúðalána um allt að 20%. Með beinu og óbeinu framlagi ríkisins er öll verð- bólga umfram 4% á árunum 2008-2009 leiðrétt til fulls. Eiginfjárstaða 56.000 heimila styrkist með beinum hætti og um 2500 heimili færast úr því að eiga ekkert eigið fé í fasteign sinni yfir í jákvæða eiginfjárstöðu. Fjármögn- unartími aðgerðanna verður styttur úr þremur árum í eitt. Það tryggir betri nýtingu fjármuna sem ella hefðu farið í vaxtagreiðslur til fjármálastofnana og gerir stjórnvöldum kleift að greiða hærri fjárhæðir inn á höfuðstól lána. Verða 40 milljarðar greiddir inn á leið- réttingarlánin á þessu ári, 20 milljarðar í upphafi næsta árs og 20 milljarðar í byrjun árs 2016. Leiðréttingin styrkir þannig forsendur frekari hagvaxtar og léttir skuldabyrði heimilanna. Öflugur hagvöxtur og lítil verðbólga getur stutt frekar við eiginfjárstöðu íslenskra heimila á næstu misserum. Inngreiðslur séreignarsparnaðar á höf- uðstól hefjast um næstu mánaðamót og höfuðstólslækkun með leiðréttingar- leið eftir staðfestingu skuldara í des- ember. Hver og einn getur kynnt sér niðurstöðu höfuðstólslækkunar lána sinna á vefnum leidretting.is Framsókn með opinn fund um skuldaleiðréttinguna Framsóknarflokkurinn boðaði til fundar um skuldaleiðréttinguna um síðustu helgi þar sem forsætis- ráðherra, Sigmundur Davíð Gunn- laugsson kynnti niðurstöðurnar, en í pallborðsumræðum tóku þátt Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðis- málaráðherra, Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Norðvesturkjördæmis, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Guðbjörn Guðbjörnsson stjórnsýslufræðingur en umræðum stjórnandi Vigdís Hauks- dóttir þingmaður. Elsa Lára Arnardóttir sagði í upphafi síns máls að það væru ekki nema milli tvö til þrjú ár síðan hún gekk til liðs við Framsóknarflokkinn. Ástæða þess var sú að frá efnahagshruninu haustið 2008, höfðu þingmenn flokksins barist fyrir almennri skuldaleiðréttingarað- gerð fyrir heimili landsins er voru með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Framsóknarflokkurinn varði myndun minnihluta ríkisstjórnar Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna gegn vantrausti, vorið 2009 með þeim skil- málum að unnið yrði að því að færa til baka þann forsendubrest sem varð á verðtryggðum húsnæðislánum. „Framsóknaflokkurinn lagði á þeim tíma til 20% niðurfærslu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum. Skemmst er frá því að segja að sú að- gerð náði ekki fram að ganga. Ríkis- stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem kenndi sig við réttlæti og jöfnuð, hlust- aði ekki. Taldi sig ekki geta komið fram með almenna aðgerð til hjálpar heim- ilum landsins. Síðan þá hafa þingmenn Framsóknarflokksins komið fram með tillögurnar Þjóðarsátt árið 2010 og Plan-B haustið 2011. Í kosningabar- áttunni árið 2013 setti Framsóknar- flokkurinn heimilin í forgang, talað var um almenna skuldaleiðréttingaaðgerð og afnám verðtryggingar. Flokkurinn er nú komin í ríkisstjórn og lætur verkin tala. Nú, aðeins einu og hálfu ári eftir kosningar er leiðréttingin í höfn. Leiðréttingin skiptist í tvær að- gerðir. 80 milljarða króna leiðréttingu sem kemur til framkvæmdar í einu lagi og skiptir láninu niður í frumlán og leiðréttingalán. Lántaki greiðir ein- göngu af frumláni og leiðréttingarlánið fellur niður á einungis rúmu ári. Það er styttri tími en áætlað var. Ástæða þess að ákveðið var að stytta tímann var að minnka vaxtakostnað til fjár- málastofnanna og setja meira til heim- ilanna. Það er afar jákvætt. Hinn hluti leiðréttingarinnar eru 70 milljarðar sem fara í skattleysi séreignasparnaðs við inngreiðslu á höfuðstól lána. Leið- réttingin nær til 54 þúsund heimila, rúmlega 90 þúsund einstaklinga í gegnum beina niðurfellingu en meðal fjárhæð leiðréttingarinnar er 1,350,000 krónur, meðal fjárhæð fyrir hjón er 1,510,000 krónur og hver einstaklingur fær að jafnaði 1,100,000 krónur. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með umræðunni. Sömu þingmenn stjórn- arandstöðunnar sem töluðu um að ekki væri hægt að sækja þennan skatt, segja í dag að hægt hefði verið að sækja hann en nota eigi fjármagnið í aðra hluti. Þingmenn stjórnarliðsins benda þá á og segja að til þessara verka vorum við kosin, til að koma á móts við heim- ili með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Það erum við að gera, „sagði Elsa Lára Arnardóttir. Tíu liðir aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar „Leiðréttingin, það að leiðrétta verð- tryggð húsnæðslán, er eingöngu einn liður af 10 úr aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna. Aðgerðaáætlunin tekur jafnframt á öðrum mikilvægum þáttum eins og t.d. leigumarkaðnum og verðtryggingunni. Á næstu vikum koma frumvörp inn í þingið er varða leigumarkaðinn. Taka þau til þátta eins og húsnæðisbóta sem er jöfnun á stuðningi við þá sem eiga og leigja húsnæði. Uppbyggingu leigufélaga, framboðs og leiguhúsnæðis og lækkun leigugjalda. Vert er að benda á að aldrei hefur jafn mikið samráð verið haft við ýmsa hagsmunaaðila er koma að leigumarkaðnum og í vinnunni sem fór fram í ráðuneyti Eyglóar Harðar- dóttur síðasta vetur. Ráðherra kallaði um 120 manns að borðinu við gerð tillagna að bættum leigumarkaði. Strax og tillögunum var skilað var byrjað að vinnu frumvarpa. Engin drög að frum- vörpum voru til frá fyrri ríkisstjórn, þeirri sem gagnrýnt hefur núverandi ríkisstjórn í málefnum leigjenda. Það voru eingöngu til skýrslur, engin vinna er varðar frumvörp þessa efnis.“ Mál að stemma stigu við vaxtarokri En hvað segja stjórnarandstöðuþing- menn. Á heimasíðu sinni segir Ög- mundur Jónasson m.a. að því miður hafi ríkisstjórnin brugðist í því að lag- færa skuldaleiðréttingarráðstafanir sínar og gera þær félagslega ásættan- legri eins og lagt var til þegar þingið lögfesti ráðstafanirnar síðastliðið vor. „Ég gerði þá grein fyrir þeirri grund- vallarafstöðu minni að ég væri þessum ráðstöfunum hlynntur en gæti ekki greitt þeim atkvæði mitt nema tilteknar breytingar yrðu gerðar á heildarpakk- anum. Horfði ég þá til lánsveðshóps- ins, leigjenda og búseta sérstaklega auk þess sem tekjutengingar þyrftu að vera markvissari. Þá hef ég sett þá fyrirvara sem standa mjög stífir af minni hálfu að öll fjármögnunin komi frá bönk- unum og þá sérstaklega þrotabúum þeirra sem fram til þessa hafa ekki verið skattlögð. Ég gef mér enn að öll þessi fjármögnun komi úr þessari átt. Það er algert grundvallaratriði. Hvers vegna er ég þessu fylgjandi? Allar götur frá því að ég fór að hafa afskipti af þjóðfélagsmálum hefur mér þótt skipta gríðarlegu máli að stemma stigu við vaxtaokri. Hefur þá einu gilt hvort hluti vaxtanna eru kallaðir verðtrygging eða einvörðungu vextir. Frá því við tókum upp verðtryggingu hefur almenna reglan verið sú að fjár- magnseigendur hafa búið við varnir en lántakendur ekki. Tekjur þeirra hafa sveiflast til en verðtryggingin og breytilegir vextir hafa búið til beltið og axlaböndin fyrir lánveitendur. Þá hef ég og alla tíð bent á hættuna af því að færa verðmæti frá heimilum og framleiðslu yfir til fjármagnisins með háum vöxtum og óeðlilegri arðtöku. Á árinu 1983 þegar launavísitalan var tekin úr sambandi í óðaverðbólgu varð alvarlegur forsendubrestur. Almenn- ingur krafðist þess að því sem oftekið var yrði skilað aftur. Sigtúnshópurinn var hreyfingin yfirleitt nefnd sem að þessum kröfum stóð. Þar átti ég hlut að máli. Í verkalýðsbaráttunni hamraði ég alla tíð á óhóflegum fjármagnsflutn- ingum frá heimilum og almennu atvinnulífi yfir í fjármagnsgeirann. Í október 2008 lagði ég síðan, sem for- maður BSRB, formlega til við þáver- andi ríkisstjórn að lánskjaravísitalan yrði tekin úr sambandi og reyndar aðrar vísitölur tímabundið á meðan fyrirsjáanlegt verðbólguskot gengi yfir. Á þetta var ekki fallist. Verðbólgu- skotið kom og hækkaði öll vísitölulán í einu vetfangi um meira en tuttugu prósent. Það var þungt högg því ofan á vísitölunni voru til þess að gera háir vextir. Þessu var hafnað,“ segir Ög- mundur Jónasson. Ögmundur segir að skattlelggja eigi fjármálakerfið til frambúðar á þann hátt sem telst eðlilegt og framar öllu setja því regluverk sem verji samfé- lagið. Verkefnið nú er svo einnig að knýja stjórnvöld til að draga ekki úr vaxtabótum einsog gert er ráð fyrir á fjárlögum. Enda þótt miklu máli skipti að færa niður höfuðstól húsnæðislána verða mörg heimili eftir sem áður mjög þurfandi fyrir ríflegar vaxtabætur. Sigmundur Davíð Gunnlaugssonf forsætisráðherra ávarðar fund Framsóknar- manna sem nefndist ,,Leiðréttingin loks í höfn.” Í pallborði voru m.a. eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra, elsa Lára Arnardóttir þingmaður Norð- vesturkjördæmis og vilhjálmur birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness. Ögmundur Jónasson.

x

Vesturland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturland
https://timarit.is/publication/989

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.