Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Side 1
HERJÓLFUR VETRARÁÆTLUN Frá Frá Veitm.cyjum Porl.höfn Mánu- til laugardaaa.....08.15 12.00 Aukaferö föstudaga........16.00 19.30 Sunnudaga.................14.00 18.00 HERJÓLFUR Landjkjtnngnr Upplýtingfttími: 481-2800 ■ www.hcrjolfur.it 30. árg. • 3. tbl. • Vestmannaeyjum 16. janúar 2003 • Verð kr.180 • Sími 481 1300 • Fax 481 1293 • www.eyjafrettir.is Met í ofbeldisbrotum Veðrið hefur leikið við Eyjamenn sem og aðra landsmenn í haust og vetur. Á þriðjudag brá hins vegar svo við að það snjóaði við mikinn fögnuð barna í bæn- um. Þau voru ekki lengi að taka við sér og mættu með sleða og þotur á Stakkó, þó ekki entist nú snjófölin lengi. Á myndinni má sjá glaða og káta krakka sem sannarlega gripu tækifærið. í skýrslu ríkislögreglustjóra þar sem borin er saman tíðni afbrota víðs vegar um land kemur ýmis- legt forvitnilegt í ljós. Tölurnar miðast við fjölda afbrota á hverja 10.000 íbúa og samanburður gerður milli tuttugu og fimm lög- regluembætta. Skoðaðir voru nokkrir brotaflokkar og gerður samanburður milli emb- ætta, þ.e. líkamsmeiðingar, kyn- ferðisbrot, fíkniefnabrot, skemmd- arverk, áfengislagabrot, auðgunar- brot og brot gegn friðhelgi einka- lífs. Vestmannaeyjar eru með lang- flest ofbeldisbrot á landinu. önnur en kynferðisbrot, eða 97,3 á hverja 10.000 íbúa. Reykjavík kemur næst á eftir með 67,5 ofbeldisbrot og Isafjörður er í þriðja sæti með 67,4 brot. Landsmeðaltal er 51,4 en Vest- mannaeyjar hafa reyndar toppað þennan lista undanfarin ár. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður segir þetta ekki ný tíðindi. „Við höfum verið efst yfír landið um langt skeið, þar spilar Þjóðhátíð stórt hlutverk, en það er þó bara hluti skýringarinnar. „Eg tel ástæð- ur þessa heist vera leifar af ákveð- inni vertíðarstemmingu í skemmt- analífinu hér, það virðist ekki vera í karakter manna að kjá hver upp í annan ef kemur til ágreinings." Ef fjöldi fíkniefnabrota er skoð- aður þá kemur fram að Vest- mannaeyjar eru með 55,3 brot á hverja 10.000 íbúa eða næstflest brot, en á toppnum trónir Hafnar- fjörður sem er með flest brot eða 57,8. Um skýringar á þessu sagði Karl Gauti engan vafa vera á því að hér í Eyjum sé unnið mikið að fíkniefnamálum og þá koma auð- vitað fleiri mál upp á yfirborðið. „Það er alls ekki rétt að fíkniefni séu algengari hér en annars staðar, það eru einmitt sterkar vísbendingar um að ungmenni í Eyjum fikti minna við þetta en jafnaidrar þeirra uppi á landi.“ Ef brot vegna skemmda á eignum eru skoðuð kemur fram að Kópa- vogur er með 204,5 brot á hverja 10.000 íbúa, Reykjavík er í öðru sæti með 192,5 brot og Selfoss í þriðja með 185,6 brot. Það eru því önnur bæjarfélög sem toppa skemmdarvargalistann en Vest- mannaeyjar eru í fjórða sæti með 163,6 brot en landsmeðaltal er 157,8 brot. Ef önnur afbrot eru athuguð þá eru Vestmannaeyjar langt fyrir neðan meðaltal ef kynferðisafbrot eru skoðuð en hér eru 4,4 brot á móti landsmeðaltali sem er 10,0. Brot á friðhelgi einkalífsins eru 19,9 hér í Eyjum á móti 26,8 þegar landið er tekið og áfengislagabrot eru 75.2 hér á móti landsmeðaltali sem er 78,8. Auðgunarbrot eru 185,8 á móti landsmeðaltali sem er 372,2. Ánægð með viðtökurnar „Við vorum auðvitað spennt fyrir viðbrögðum Vestmanna- eyinga,“ sagði Margrét Jónas- dóttir, einn aðstandenda Storms sem framleiðir þátta- röðina, Eg lifi.Vestmanna- eyjagosið, í samtali við Fréttir. „I vinnu eins og þessari er mik- ils virði að þeir sem fjallað er um séu ánægðir með útkomuna. Við vonum að Vestmannaeyingar og aðrir sem sjá þættina verði ánægðir. Þá verðum við himin- sæl,“ bætti hún við. Margrét segir að reynsla þeirra af viðbrögðum við þáttum þeirra um Þorskastríðin hafi strax verið jákvæð hjá Islendingum en þar sem Bretar voru þeir sem urðu að láta í minni pokann voru þau spennt fyrir hvað þeim fyndist. „Það kom í Ijós að Bretarnir voru líka ánægðir og þá fannst okkur að tilgangnum væri náð.“ Margrét segir að fólk hafi mjög mismunandi skoðanir á öllu sem tengist gosinu og það komi fram í þáttunum. „En við köfum ekki mjög djúpt í viðkvæm mál enda ekki tilgangur okkar að ýfa upp gömul sár. Það er ekki okkar hlutverk. Við erum-ánægð með viðtökurnar sem fyrsti þátturinn fær. Þættirnir þrír eru ólíkir en þeir eru ein heild og það er því ekki hægt að dæma verkið fyrr en fólk hefur séð alla þættina. Við verðum því að bíða enn um sinn eftir lokaúrskurðinum,“ sagði Margrét að lokum. Fyrsti þátturinn verður endursýndur á Stöð 2 kl. 17.40 á laugardaginn. Um 140 án atvinnu í Vestmannaeyjum, voru 132 skráðir án atvinnu þann 8. janúar. Samkvæmt upplýsingum frá þjónustuskrifstofu Svæðisvinnu- miðlunar í Eyjum hafa 17 ný- skráningar bæst við listann síðan þá. A móti kemur að á síðustu dögum hafa um tíu manns fengið tímabundna vinnu og nærri lætur að um 140 manns séu atvinnu- lausir. Fjöldi nýskráninga skýrist að hluta til af því skólafólk sem lauk prófum um áramót eða hefur hætt námi er án atvinnu og einnig skipsverjar vegna skipa í tímabundnu stoppi. TM-ÖRY6GI fýrir fjölskylduna sameinar öll tryggingamálin á einfaldan og hagkvæman hátt Bílaverkstæðið Bragginn s.f. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð Sími 481 3235 Rettmgar og sprautun Sími 481 1535 Skíp og bíll EIMSKIP (Mífí&zéB sfmi: 481 3500 sími: 481 3500

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.