Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 15
Fimmtudagur ló.janúar 2003 Fréttir 15 kstrarstjóri Landflutninga í Eyjum: skoðun á Herjólfi er eitthvað að Þorlákshöfn í ákveðnum veðmm. Það má ekki einblína of mikið á þessa einu ferju. Ég er viss um að það em til ferjur sem gætu hentað okkur og ég skil eiginlega ekki alveg út af hverju það er verið að einblína svona mikið á þessa tilteknu feiju.“ Björgvin segist hafa rætt þetta nokkuð við skipstjómarmenn á Herj- ólfi og þá sérstaklega við Láms skipstjóra. „Ég held að það sé raunhæft að koma siglingunni niður í tvo tíma. Þá eram við að tala um skip sem gengur 20 til 22 mflur og getur siglt við flest skilyrði. Við megum nefnilega ekki gleyma því að Heijólfur er hluti af almannavamakerfinu þannig að það er mjög mikilvægt að skipið komist þegar við þurfum á því að halda.“ Hafa Samskipsmenn verið ánægðir með reksturinn? , Já, það hafa þeir verið. Þetta er vel smíðað og sterkt skip. Reyndar er komið viðhald á suma hluti, eðlilega, enda er skipið tíu ára gamalt. Við höfum svolítið verið að fá það í hausinn, samanber þegar hliðarskrúf- an bilaði í sumar. Þetta er mjög gott skip og er mjög gott í rekstri.“ Em Eyjamenn of kröfúharðir gagnvart Hetjólfi? „Nei, það finnst mér ekki. Við eigum rétt á því að vera kröfuharðir. Þetta er hagsmunamál okkar allra og það em margar skoðanir og þær eiga allar rétt á sér. Smá gagnrýni heldur manni á tánum, þannig að það er bara gott mál. Það væri fyrst eitthvað að ef Herjólfur sigldi hér á milli og enginn hefði skoðun á því.“ HERJÓLFUR Verður alltaf litla bamið -FRA því að við tókum við hefur farþegum á ársgrundvelli fjölgað úr 85.000 í yfir 110.000 á síðasta ári. Það er gaman að segja frá því líka að Herjólfur er „stærsta“ hótel á landinu með yfír 28000 gistingar á ári, segir Björgvin. Er þetta starf sem þú tekur með heim? ,Já, það var verið að hringja í mig allan sólahringinn og fólki þótti það alveg sjálfsagt. Eins þurfti maður að vera tilbúinn ef eitthvað kom upp á, veður var slæmt og fleira. Það þurfti að koma tilkynningum til fjölmiðla ef eitthvað var og þeir á fréttastofunni hafa verið mjög hjálplegir að lesa fyrir okkur tilkynningar. Reksturinn á svona feiju er vinna allan sólahring- inn, skipið siglir 360 daga á ári og það er farið að nota skipið allt öðmvísi en áður. Frá því að við tókum við hefur farþegum á ársgmndvelli fjölgað úr 85.000 í yfir 110.000 á síðasta ári. Það er gaman að segja frá því líka að Herjólfur er „stærsta“ hótel á landinu með yftr 28000 gistingar á ári. Þeir ráku upp stór augu þeir sem vom að bjóða í þvottinn þegar við vomm að byrja þegar við lögðum fram magn- tölumar." Ertu sáttur við að hætta núna? „Já, ég er það. Ég er búinn að gera fullt af góðum hlutum hér og er ánægður með rekstur Landflutninga í heild sinni. Hér em mjög góðir starfsmenn og Samskip er orðið stórt og sýnilegt fyrirtæki í Eyjum, hjá fyrirtækinu vinna um fjömtíu starfs- menn. Auðvitað verður þetta alltaf litla bamið manns, maður tók þátt í að koma þessu á koppinn." Sendi konunni sms Björgvin bætti við að starfíð hafi verið mjög lifandi og skemmtilegt og alltaf hafi verið nóg að gera. „Það var kominn tími hjá manni að taka næsta skref sem þeir hjá Samskip hafa nú boðið mér. Það verður gríðarlegur skóli að fara út og búa í öðm landi fyrir fjölskylduna en mér h'st mjög vel á þetta þó ákvörðunin hafi verið erfið á sínum tíma.“ Björgvin segir að þegar þeir hringdu og buðu honum starfið hafi þau hjónin verið að ganga í gegnum greiðslumat vegna kaupa á einbýlishúsi á Bröttu- götu 15. „Við vomm búin að ákveða að kaupa héma og búa bara hér. Konan var úti á Kýpur þegar þeir hringdu í mig og buðu mér starfið. Það er ekkert sérlega gott gsm samband þangað út þannig að ég sendi henni sms skilaboð:, AHt gott að frétta, allir hressir, var að fá vinnu í Englandi, heyri í þér.“ Þannig að hún sat þama úti í sjokki." Þegar hún svo sneri aftur heim til íslands höfðu kaupin gengið í gegn og Björgvin á fullu við að dytta að nýja húsinu. En hún var í gamla húsinu okkar á Asaveginum að þrífa og pakka niður. „Þannig að við töluðumst eiginlega ekkert við í tvær vikur. Svo eitt sunnudagskvöld þegar það mesta var gengið yfir settumst við niður og ræddum málin. Ég átti að svara fyrir hádegi daginn eftir þannig að það þurfti að taka ákvörðun. Hún setti þetta í hendumar á mér og sagði að ég yrði að ráða þessu. Ég ákvað eftir tals- verða umhugsun að láta slag standa og pmfa þetta, þá komum við bara heim aftur, það er auðvelt að koma heim aftur.“ Sölustjóri í öllu Bretlandi Starfið sem Björgvin bauðst var sölu- stjórastaða yfir Bretlandi og stökkið því stórt fyrir rekstrarstjórann í Eyjum. „Þetta er mikið stökk en nú er bara að standa sig. Það sem þeir em að sjá í mér er reynsla mín af flutningi á fiski. Til Bretlands kemur mikið af fiski og hann fullunninn þar. Skrifstofan er í Stallingborough sem er í úthverfi Grimsby. Þetta er mjög þekkt svæði fyrir matvælaiðnað og er hreint. Lenti t.d. ekki í gin og klaufaveikinni. Það er mikið af íslenskum fyrirtækjum á svæðinu, bæði SIF og SH sem reyndar gætu verið sameinuð þegar þetta kemur á prent.“ Björgvin sagði tólf manns í vinnu hjá Samskip á skrifstofunni í Grimsby. „Öll hafnarvinna er unnin í verktaka- vinnu. Það em fimm í yfirstjóm á skrifstofunni og ég verð eini Islend- ingurinn þar.“ Auðveldara að keyra í Englandi en í Reykjavík Em þá bara Englendingar í vinnu hjá Samskip úti? ,Já, sá sem ég er að hluta að taka við af kom heim og tók við forstjóra- starfinu hjá Jónar - transport sem Samskip á einnig. Þá réðu þeir Breta yfir skrifstofuna en það er þannig að ef hægt er að koma því við að hafa íslending úti á skrifstofunum þá er það gert hjá Samskipum. Við Islendingar emm bara svo ferkantaðir að sumu leyti að við viljum bara tala íslensku til að skilaboðin komist til skila. Við emm ekkert öðmvísi en aðrar þjóðir hvað þetta varðar." Björgvin gerði þriggja ára samning við fyrirtækið og er hann svo fram- lengjanlegur, eftir því hvemig honum og íjölskyldunni líst á. Björgvin er ekki ókunnugur í Bret- landi, segist hrifinn af Englandi og Englendingum. „Ég hef nú oft komið til Bretlands, sigldi þama í gamla daga með Gísla Sigmars á Katrínu. Það hefur verið skemmtilegt að koma til Bretlands í gegnum tíðina og eitt skemmtilegasta sumarfrí sem við hjónin höfum farið í var þegar við sigldum út með gámaskipi og með í för var Siggi tollari og Marta kona hans. Við keyrðum um Bretland í vikutíma. Það var öðmvísi ferðamáti en það er alger lúxus að ferðast með þessum gámaskipum. Varstu ekki í vandræðum að keyra „vitlausu" megin á götunni? „Það er nú svoleiðis að mér finnst betra að keyra í Bretlandi heldur en í Reykjavík. Það eina sem mér finnst vont við breska kerfið er að gírkassinn í bílunum er eins og hjá okkur þannig að þegar maður situr hægra megin í bfinum við stýrið þá er fyrsti gírinn frá manni og fram, það getur ruglað mann. Þannig að ég mæli með því að þegar þú ert að fara að keyra í Bretlandi í fyrsta skipti, þá fáir þú þér sjálfskiptan bfl.“ Bjartsýnn á framtíð Eyjanna Björgvin segist nokkuð bjartsýnn á framtíð Samskipa í Eyjum.,Jiins er ég bjartsýnn fyrir hönd Eyjamanna, að vísu fylgir þróun á veiðum og kvótamálum byggðarlaginu mikið en ég sé t.d. ekki að það fækki mikið meira héma í Eyjum. Menn virðast halda kvótanum mikið í bænum sem er brýnt. Eins er eignarhlutur í stærstu fyrirtækjunum Eyjamanna eins og nýlegt dæmi í Vinnslustöðinni sýnir, það er gríðarlega mikilvægt." Björgvin kom svo aftur inn á göngin. „Það myndi breytast mikið mynstrið uppi á landi ef það kæmu göng héma, þá sérstaklega á Suður- landi og eins myndi þetta opna möguleika fyrir Suðausturland en forflutningar á útflutningsvöm em dýrir. Við verðum að halda þessari umræðu gangandi, þróunin er mjög hröð í gangagerð og svo fer að koma tími á að endumýja hér lagnir á milli. Það er dýrt og það væri hægt að nýta þetta svolítið saman, hvort sem um er að ræða stokk eða almennileg göng. Við verðum fyrst almennilega sam- keppnishæfir þegar við getum keyrt á milli 24 tíma á sólahring. Svo ekki sé minnst á ferðamannaþjónustuna og mótin sem haldin em hér á sumrin, hvað verða þau stór þegar flutnings- getan verður ótakmörkuð? Og ekki síst hvað verða þau mörg í bæjarfélagi sem gefið hefur sig út fyrir að vera íþróttabær? Ég er mjög hrifinn af málflutningi Inga Sigurðssonar bæjar- stjóra í samgöngumálum. Að mínu mati er það nú þannig að göng til Eyja em ekki einkamál Eyjamanna þau em hagsmunamál fyrir Suðurland allt.“ Erum á pari í flutningunum Guðfinnur Þór Pálsson heitir sá sem tekur við af Björgvin. Hann segir að Guðfinnur Þór sé nýkominn frá námi í Danmörku. „Hann er markaðshag- fr æðingur og kemur með opnum huga til Eyja. Konan hans er þroskaþjálfi sem er einnig mjög gott fyrir okkur. Það er líka ánægjulegt að við erum á pari í þessum flutningum, þau em einnig með tvö böm þannig að það em íjórir inn og fjórir út. Hann hefur verið fljótur að koma sér inn í hlutina héma.“ Björgvin sagði að lokum að þau eigi nú eftir að sakna Eyjanna og eigi eftir að koma hér oft. „Hér eigum við okkar vini og kunningja og eins hefur verið mjög ánægjulegt að starfa með öllu starfsfólki Samskipa. Þá er svo fallegt héma og gríðarlega gott mannlíf. Eyjamar munu alltaf eiga stórt pláss í okkar hjörtum og minningum. Svo em bömin okkar bæði Vestmannaeyingar. Ég vil óska byggðarlaginu alls velfamaðar og ég veit náttúmlega ekki hvort við eigum afturkvæmt hingað en það er þó aldrei að vita. Maður veit aldrei sína ævi fyrr en öll er.“ svenni @ eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.