Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 16.janúar2003 Litið um öxl og fram á við um áramót Við áramót er ágætt að líta yfir farinn veg og meta árið út frá þeim tækifærum sem buðust og því sem betur mætti fara. Fréttir báðu nokkra bæjarbúa að rifja upp síðasta ár og hvað þeim fannst markverðast. Það kemur ekki á óvart að atvinnumál eru ofarlega í huga fólks sem og sam- göngumál. Þá finnst nokkrum viðmælendum að bæjarbúar mættu temja sér jákvæðara hugarfar og benda á að Vestmannaeyjar eru ákjósan- legur kostur og tækifærin allt um kring. Varð afi á árinu Agúst Halldórsson í Olíufélaginu segir ekki spurningu um hvað var mark- verðast í hans lífi. „Ég varð afi á síðasta ári og hefði ekki triiað því hvað það er mikil upplifun að hljóta þennan titil. Það er frábær tilfinning og litli sólargeislinn er sannkallaður gleði- gjafi.“ ^ Þegar Agúst er spurður út í stöðu mála í Eyjum þá segir hann ekki neitt eitt standa upp úr. „Ég er frekar bjartsýnn í eðlinu og vil frekar velta upp björtu hliðunum og því sem er jákvætt en því sem miður fer. Ég tel bættar samgöngur og tjölgun ferða með Herjólfi vera skref í rétta átt. Það þýðir fjölgun ferðamanna og eflingu ferðamannaiðnaðarins. Tilraunir með áframeldi á þorski í Klettsvík finnst mér vera spennandi og ég bind vonir við að vel muni takast til í þeim efnum. Það skapar atvinnu og ég vona að önnur og ný tækifæri bjóðist en ég lít þannig á að það birti til hjá okkur á þessu ári,“ sagði Agúst. Skipti um vinnu Friðsteinn Vigfússon, vélstjóri, segir að hann hafi skipt um vinnu á síðasta ári þannig að það standi helst upp úr hjá honum. „Ég hef miklar áhyggjur af því hvað plássum á fiskiskipum hefur fækkað í Vestmannaeyjum en fiskveiðar og fiskvinnsla eru undir- staða alls hér. Ég fagna því að Eyjamenn eru komnir með meirihluta í Vinnslustöðinni og menn eru gera allt sem þeir geta til að halda okkar hlut í fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. Ég vona að áform um fiskeldi og aukna atvinnuuppbyggingu gangi eftir. Þá vona ég að bæjarstjórnin hætti þessu dægurþrasi og bæjar- fulltrúar snúi bökum saman og beiti sér að alefli fyrir aukinni nýsköpun og alvöru framfaramálum." Friðsteinn segir jákvæða þróun hafa orðið varðandi samgöngumál með aukinni ferðatíðni Herjólfs. „Flugsam- göngur milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur mættu batna, mér finnst hafa orðið afturför hjá okkur varðandi flugið. Flugfélag Islands þyrfti að koma inn í flugið aftur þar sem þeir bjóða upp á betri flugvélar. Ég hef áhyggjur af atvinnuástandinu en vona að úr rætist og að árið verði okkur hagstætt," segir Friðsteinn. Stolt af syninum Sigurbima Ámadóttir, launadeild ísfélagsins, segir að hjá henni standi ferðalag lil Tælands á síðasta ári helst upp úr. „Það kom á óvart hvað landið er fallegt og einnig hvað fólkið er vinsamlegt og virðist sælt og ánægt þrátt fyrir fátækt. Þá útskrifaðist sonur minn úr Vélskólanum síðastliðið vor og ég er auðvitað stolt af honum og ánægð með það. Ef ég fer yfir árið hér í Eyjum þá er Ijörið í kringum bæjarstjórnar- kosningamar mér minnisstætt. Þá var þjóðhátíðin sérstæð vegna þess hvað veðrið var leiðinlegt og ekki síður fyrir það hversu vel tókst að vinna úr aðstæðum og bjarga því sem bjargað var. Ástandið í atvinnumálum var ekki nógu gott á síðasta ári sérstaklega ef tekið er tillit til fiskvinnslu. Atvinnutækifæri hefðu þurft að vera fleiri og atvinnulífið íjölbreyttara en ég vona að ný tækifæri skapist á árinu." Annasamt ár að baki Margrét Hjálmarsdóttir, starfsmaður Rannsóknaseturs, segir síðasta ár hafa verið sérlega annasamt þar sem hún er í fullri vinnu og í fjarnámi í rekstrar- fræði frá Háskólanum á Akureyri. „Auk þess er ég með heimili þannig að það hefur verið nóg að snúast en ég endaði árið með því að taka það rólega um jólin með fjölskyldunni. Ef ég lít yfir árið þá voru bæjar- stjórnarkosningar sem settu auðvitað sinn svip á árið. Það er slæmt hvað margir eru á atvinnuleysisskrá en ég tel að átaksverkefni á vegum fyrir- tækja og bæjaryfirvalda skipti miklu máli. Það verður ráðin manneskja á vegum bæjarins til að aðstoða starfsmann Svæðisvinnumiðlunar Friðsteinn Suðurlands við að kynna fyrirtækjum möguleika á átaksverkefnum og ég tel að það skipti miklu máli. Þá er að koma Fræðslumiðstöð sem ég tel skipta miklu máli en mér fmnst vanta bjartsýni í fólk því þó svo að það gangi ekki allt upp hjá okkur þá hjálpar að líta björtum augum á hlutina. Ég hef trú á samfélaginu hér og er bjartsýn á framtíð Eyjanna en öll uppbygging tekur ákveðinn tíma,“ segir Margrét. Dóttirin byrjaði að búa Unnur Katrín Þórarinsdóttir, þjónustu- fulltrúi, segir að í hennar lífl standi ferð til Portúgals upp úr á síðasta ári. „Þá fannst mér skemmtilegt að eldri dóttir mín keypti sér sína fyrstu ibúð og fór að búa með kærastanaum. Ef ég skoða ástand mála í Eyjum þá eru atvinnumál ekki í nógu góðum farvegi. Samgöngumál þarf að endur- skoða þó svo að fleiri ferðir með Herjólfi séu til mikilla bóta. Ef farið er yfir þetta eins og það er núna þá er það ekki ásættanlegt. Ég er ekki að segja að við þurfum tvær ferðir alla daga vikunnar allt árið en mér finnst að fimmtudaga, föstudaga og sunnu- daga þurfi tvær ferðir, líka yfir vetrarmánuðina." Unnur segir Vestmannaeyinga ekki nógu jákvæða og umræðuna innan- bæjar oft niðurdrepandi. „Ég tek sjálf þátt í þessu spjalli en við þurfum að vera bjartsýnni og jákvæðari í okkar garð. Það hefur ýmsa kosti að búa hér í Eyjum og það er gott að ala upp böm héma. Báðir mínar dætur eru í Reykjavík og ég er oft spurð að þvf hvort ég ætli ekki að flytja til þeirra og nánast eins og fólk reikni með því að við fömm. Mér finnst Eyjar vera ákjósanlegur kostur að búa á og ég veit að grasið er ekkert grænna hinum megin. Við eigum að hlúa að því sem höfum þannig að hver og einn íbúi njóti sín,“ segir Unnur. Flutti í nýtt hús Anna Elísabet Sæmundsdóttir, trygg- ingafulltrúi, segir að fjölskyldan hafi flutt í nýtt hús á árinu og frábært hversu krökkunum lfki vel í hverlinu en þar er mikið af krökkum. Unnur Katrín sömu möguleikar á samgöngum og til dæmis milli Reykjavíkur og Selfoss. Mitt fólk býr flest fyrir norðan og mér finnst auðvitað ókostur hvað það er langt þangað. Vestmannaeyjar eru útgerðarsam- félag og ég vona að hægt verði að byggja meira á þeirri sérstöðu. Hér er hellings þekking, fólk býr yfir mikilli reynslu af fiskvinnslu og öllu í kringum hana. Fólkið er hörkudug- legt og svolítið mótað af vertíðar- stemningu og því skorpufólk. Þetta sérkenni er meira ríkjandi hér en á Sauðarkróki en atvinnulífið þar byggist á sjávarútvegi og landbúnaði. Fiskeldi hlýtur að vera framtíðin og vonandi verður hægt að byggja það upp hér í Eyjum, ekki endilega frumeldi heldur líka áframeldi. I framhaldinu gætu opnast frekari möguleikar á vinnslu afurða á neytendamarkað," segir Anna Elísabet. Göng innan fimm ára Þorkell Húnbogason, gistihúseigandi, segir hugmyndir um þorskseiðaeldi vera það athyglisverðasta sem fram kom á síðasta ári. „Þorskseiðaeldi kemur til með að skapa atvinnu. ef af verður, og störf fyrir háskólamenntað fólk og þar með fjölbreyttara atvinnulíf. Hefðbundin fiskvinnsla í landi er á undanhaldi, fullkomnari tækni þýðiraukin afköst en samhliða fækkar störfum. Þar af leiðandi þarf eitthvað annað að koma til. Fjölgun ferða með Hetjólfi breytti ótrúlega miklu fyrir Eyjamenn og Anna Elísabct Sigurbirna „Það var skemmtilegt hvað margir ættingjar og vinir notuðu tækifærið og heimsóttu Eyjamar. Þetta var því gestkvæmt sumar ásamt því hvað það var sólríkt og gott. Mér finnst mikill kostur hvað stutt er í allt hér en þar sem við bjuggum í Danmörku fór klukkutími í ferðir til og frá leikskóla. Þttr af leiðandi hefur maður meiri tíma fyrir bömum þegar vinnutíma lýkur.“ Anna Elísabet segir atvinnumál vera aðalmálið og það þurfi átak í þeim málum. „Mér finnst atvinnumál skipta meim máli en samgöngur þó svo ákveðin tengsl séu þama á rnilli. Ég gerði mér grein fyrir þv> ég væri að flytja á eyju og þar af leiðandi ekki ferðaþjónustuna. Ég er samt sem áður óánægður með hvað heyrist lítið um göng sem samgönguleið. Þau myndu skapa ótrúlega möguleika í atvinnu- málum til dæmis mætti setja upp stórskipahöfn fyrir utan hafnargarða sem gæti orðið lokahöfn fyrir Evrópusiglingar. Ég vil að menn fari að hugsa alvar- lega um þennan möguleika. Frekar en nýtt skip vil ég sjá Herjólf lengdan um 15 til 20 metra. Þá er upplagt að setja í hann tvær nýjar vélar því þá verður gangurinn betri en með þessu ættu að sparast tveir milljarðar sem mætti nota upp í göng. Mér finnst að menn ættu að stefna að því að þau yrðu klár innan fimm ára,“ sagði Þorkell. Brúðkaupið stendur upp úr Sigmar Hjartarson, heilbrigðisfulltrúi og útibússtjóri Rf, segir að af per- sónulegum málefnum standi brúðkaup sitt og Dóm upp úr. „Umræðan um Þróunarfélagið og fleira eru farin að skaða hagsmuni Eyjanna og ég held að menn ættu að koma félaginu í starfhæft horf í stað þess að brjóta það niður. Mér finnst allt of mikið um að menn séu að vinna hver á móti öðrum í sveitar- stjómarmálum í stað þess að vinna saman að framgangi málefna Eyjanna og því að skapa hér blómlegt samfélag. Samgöngumál löguðust heilmikið á árinu og menn þurfa að vinna áfram að því að finna framtíðarlausn á samgöngumálum Vestmannaeyja, hvort sem það er nýtt skip, höfn í Bakkaijöru eða göng. Ég held að það ráðist talsvert af þessu hvers konar búseta verður hér í Eyjum í framtíðinni. Varðandi atvinnumál þá er það mjög jákvætt að íjölbreytni er smám saman að aukast í fiskvinnslu og sjávarútvegi með tilkomu íslenskra matvæla, Godthaab í Nöf og fiskréttaverksmiðjunnar sem vonandi hefúr framleiðslu áður en langt um líður. Einnig má nefna liskeldi þar sem ég tel okkur eiga nokkuð góða möguleika ef rétt er á haldið, bæði jrorskeldi og ekki síður nýtingu jarðvarma til eldis á landi. Umhverfismál eru nokkuð sem Sigmar Vestmannaeyingar þurfa að huga vel að í náinni framtíð. Til dæmis er gryijan umdeilda í Eldfelli óðum að fýllast og það þarf að finna ný úrræði í tíma. Einnig væri æskilegt að huga að jarðgerð á lífrænum úrgangi og framleiða þannig gróðurmold sem er af skomum skammti á eyjunni okkar. Veðrið síðasta sumar var mjög gott og sama má segja um haustið og það sem af er vetri enda blóm og tré farin að kræla á sér í görðunum okkar. Ég er farinn að sakna þess að hafa ekki vetur í stað þess að það sé endalaust haust hjá okkur árið um kring,“ segir Sigmar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.