Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Page 2
2
Fréttir
Fimmtudagur 9. janúar 2003
Þvingunarúr-
ræði vegna
hávaða
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur
ákveðið að grípa til ráðstafana
gagnvait Höllinni vegna vanefnda á
úrbótum vegna hávaðamengunar.
í bréfl sem sent var Karató ehf.
sem á og rekur Höllina þann 8.
janúar sl. kemur fram að mcð bréft
þann 17. október sl. hafi Heil-
brigðiseftirlitið farið fram á það við
forsvarsmenn Hallarinnar að skilað
yrði inn skriflegum upplýsingum
varðandi úrbætur vegna hávaða-
mengunar ásamt tímasettri fram-
kvæmdaáætlun innan mánaðar frá
dagsetningu bréfsins.
Við því var ekki orðið og á fundi
Heilbrigðisnefndar Suðurlands
þann 18. desember sl. var samþykkt
að beita þvingunarúrræðum og
takmarka opnunartíma fyrirtækis-
ins. Frá og með 1. febrúar nk. er
opnunartími Hallarinnar takmark-
aður við klukkan eitt eftir miðnætti
alla daga vikunnar þar til fullnægj-
andi úrbætur hafa verið gerðar
varðandi hávaðavarnir fyrirtækis-
ins. El' fyrirtækið hefur einhverjar
athugasemdir frarn að færa við
þessa ákvörðun er þeirn bent á að
senda skriflegar athugasemdir innan
tveggja vikna. Bæjarráð vísaði
erindinu dl afgreiðslu bæjarstjórnar.
Fílcniefnamál,
rúðubrot og
líkamsárás
Fyrsta fíkniefnamál ársins kotn upp
í vikunni en við húsleit lagði lög-
reglan hald á smáræði af kanna-
bisefnum og áhöldum til neyslu
iTkniefna. Málið er í rannsókn.
Á sunnudagsmorgun vartilkynnt
um rúðubrot í Hamarsskóla. Stuttu
síðar var ölvaður maður handtekinn
grunaður um verknaðinn og fékk
hann að gista fangageymslur lög-
reglu þar til víman rann af honum.
Þá var tilkynnt um rúðubrot í bifreið
sem stóð við Iþróttamiðstöðina og
var sami maður grunaður um að
hafa brotið rúðurnar. Viðkomandi
neitaði hins vegar að hafa brotið
rúðurnar og er málið í rannsókn.
Ein líkamsárás var kærð til lög-
reglu í vikunni en um var að ræða
par sem var að rífast og endaði það
með því að karlmaðurinn sló kon-
una þannig að hún var með áverka í
andlid á eftir. Ekki var um alvar-
lega áverka að ræða.
Umferðarmál
Af umferðarmálum er það helst að
alls vom 22 bifreiðaeigendur kærðir
vegna vanrækslu á að l'æra ökutæki
sín til skoðunar. Einn var kærður
fyrir að leggja bifreið sinni á
öfugurn vegarhelmingi.
Eldur í geymslu
Einn bruni var tilkynntur í vikunni
en um var að ræða eld í
ruslageymslu að Foldahrauni 42.
Leikur grunur á að vindlingi haft
verið hent niður í ruslarennu með
þeim afleiðingum að kviknaði í
ruslapoka senr var undir rennunni.
Ekki var um miklar skemmdir að
ræða.
jSísli Valur og fjölskylda kaupa Þórshamar hf:
Úr útgerð í hótelrekstur
-Þarf ekki að stóla á misvitra fiskifræðinga í þessum geira
Gísli Valur Einarsson fyrrum
útgerðarmaður á Björgu VE hefur
liaslað sér völl á nýjum vettvangi
með kaupum á Hótel Þórshamri
ehf.
Félagið rekur samnefnt hótel og
Hótel Hamar og einnig er með í
kaupunum húsnæðið að Heiðarvegi I
en þar var lengi vel skemmtistaðurinn
Höfðinn til húsa. Gísli Valur sagði að
með kaupunum væri hann að stuðla
að atvinnu í Eyjum. „Við höfum
mikla trú á Eyjunum og þess vegna
viljum við fjárfesta hér.“
Aðspurður sagðist hann sjá mikla
möguleika í ferðaþjónustu í Vest-
mannaeyjum. „Ef það em ekki
möguleikar hér, þá eru þeir hvergi.
Það sem menn þurfa að gera er að
vinna saman að hlutunum, ekki vera
að narta hver í annan.“
Gísli sagðist lítið hafa getað kynnt
sér hinn daglega rekstur enda nýbúið
að skrifa undir samninga og nú tæki
við lærdómur hjá sér og sinni
fjölskyldu. „Við þurfum að kynna
okkur rekstur hótelsins og vera klár í
slaginn fyrir næsta sumar," sagði Gísli
og bætti við að þó stæði til að opna
nýjan veitingastað þar sem áður var
Hertoginn. „Við ætlum að færa
morgunverðinn þarna niður og hafa
þar einnig veitingastað."
Gísli sagði að ein af ástæðunum
fyrir því að hann ákvað að fjárfesta í
þessu væri að nú loks virtust menn í
fyrsta skipti ætla að standa saman í
ferðamannageiranum í Eyjum og
þannig væri hægt að gera virkilega
góða hluti. Gísli tók strax við
rekstrinum og sagðist aðspurður vera
bjartsýnn á framhaldið. “Ánnars væri
ég nú ekki að fara út í þetta, maður
þarf alla vega ekki að stóla á misvitra
fiskifræðinga í þessum geira.“
GÍSLI Valur og Björg eru að hasla sér völl í ferðamennsku eftir að hafa staðið í útgerð og
verslunarrekstri.
Binni í Gröf í Eyjum á ný
Binni í Gröf VE, tíu tonna
plastbátur í eigu Friðriks Benó-
nýssonar og fjölskyldu, kom til
heimahafnar í Vestmannaeyjum á
fimmtudaginn í síðustu viku. Er
hann búinn öllum nýjustu fisk-
leitar- og siglingatækjum.
„Báturinn er nýr, af gerðinni Seigur
og er frá Siglu í Reykjavík,“ sagði
Friðrik f samtali við Fréttir. „Þetta er
tíu tonna bátur, tíu metrar á lengd og
þrír á breidd. Vélin er 450 hestafla
Volvo Penta og gengur hann 30 sjó-
mílur. Hann er búinn tækjum frá
Simrad, Olex siglingatölvu, radar,
plotter og öllum nýjustu fiskleitar-
tækjum. Hann er með 30 sm fellikjöl
sem hægt er að setja niður á rekinu.
Hann er með eina nýjung, hliðar-
skrúl'u sem tengd er sjálfstýringunni.
Kostaði báturinn 21 milljón með
öllu.“
Skipstjóri á Binna í Gröf er Har-
aldur Sverrisson og verður báturinn
gerður út á línu og handfæri. Kvótinn
er 150 þorskígildi og gerir Friðrik ráð
fyrir að útgerðin skapi fjögur störl'.
Friðrik segist viss um að þarna sé
hann kominn með góðan bát og er
hress með að vera kominn í slaginn á
ný eftir nokkurt hlé en hann gerði út
Gullborgu VE ásamt Benóný bróður
sínum. Gerði faðir þeirra, Binni í
Gröf, garðinn frægan á Gullborginni.
„Við stöndum á ákveðnum tíma-
mótum því á næsta ári, þann 7. janúar prestanna, Kristjáns Björnssonar og
2004, eru 100 ár liðin frá fæðingu Þorvaldar Víðissonar sem blessuðu
pabba," sagði Friðrik sem að lokum bátinn við komuna til Eyja.
vildi koma á framfæri þakklæti til
NÝJUM hát fagnað, Frá vinstri Haraldur skipstjóri, Sverrir Bergsson og
fjölskyldan, Ragnheiður Alfonsdóttir, Benóný Friðriksson, alnafni afa síns,
Binna í Gröf, og Friðrik Benónýsson útgerðarmaður.
Vorleikurinn
byrjaður
Þá er vorleikur ÍB V getrauna kom-
inn af stað og næstu vikur verður
háð æsispennandi keppni um ferð á
knattspymuleik á Englandi. Enn er
hægt að skrá sig í leikinn og eru
hópamir þá settir í riðil og þeir fá
lægsta skor síns riðils í fyrstu
umferðinni.
Eins og áður sagði þá var fyrsta
umferðin í vorleiknum spiluð um
síðustu helgi og var skorið ágætt.í
A-riðlinum em hinir gamalreyndu
Pömpiltar efstir með 11 stíg og þar
á eftir með 10 stig em hópamir
Horft heim til Eyja og Halli Ári.
í B-riðlinum var hæsta skorið 10
og það vom Kári Yfirbryti og
STAR sem náðu því. Á eftir þeim
fylgja svo nokkrir hópar með 9 stig.
I C-riðli em hópamir Eis og
Mánabar efstir með 11 stig en fast á
hæla þeirra er svo hópurinn Bekkjó
með 10 stig.
Og að lokum f D-riðlinum em
það Mortens bræður og Týspúkar
sem em efstir og jafnir með 10 stig
og Bæjarins bestu og LE og LI þar
á eftir með 9.
En ég vil að lokum minna alla á
að hægt er að koma á Mánabar og
tippa þar og styrkja um leið
unglingastarf IBV. Þar er alltaf heitt
á könnunni og fjömgt fótbolta-
spjall. Einnig vil ég minna menn á
að enn er hægt að skrá sig til
þátttöku í leiknum. Síminn hjá ÍBV
getraunum er 481 -3431 og e-mailið
er ibvtipp@simnet.is. Svo merkja
að sjálfsögðu allir við 900 á
seðlinum !
Ovíst hvenær
samgöngu-
hópurinn
skilar af sér
Samgönguhópur ráðherra sem á að
skila framtíðartillögum í sam-
göngumálum Eyjamanna hefur enn
ekki skilað af sér og segir Guðjón
Hjörleifsson, einn nefndarmanna,
að enn sé óvíst hvenær nefndin
skilar af sér. „Við emm með
ákveðna vinnu í gangi, það em
verkfræðingar og fleiri að vinna
fyrir okkur og eftir að þeir skila af
sér getum við lokið okkar vinnu.“
Sæfaxi VE-30
seldur úr bænum?
Fyrir bæjarráði á mánudag lá bréf
vegna forkaupsréttar á Sæfaxa VE-
30 eða hlutafjár Eyfaxa ehf. Komið
hefur tilboð frá Þuríði Halldórs-
dóttur, löggiltum fasteigna- og
skipasala í Reykjavík, upp á rúmar
60 milljónir króna í skipið og
aflaheimildir upp á tæp 85 tonn.
Sæfaxi VE er 108 brúttórúmlesta
skip smíðað í Vestmannaeyjum
1964. Það sigldi áður undir nafni
Glófaxa. Bæjarráð tók ekki afstöðu
til málsins.
FRÉTTIR
Utgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Sigursveinn Þórðarson,
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson.
Prentvinna: Eyjasýn/Eyjaprent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47. Símar:481 1300 & 481 3310.
Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: http//www.eyjafrettir.is
FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Krónunni,
ísjakanum, Bónusvídeó, verslun 11-11, Skýlinu í Friðarhöfn og í Jolla í Hafnarfirði og afgreiðslu Hejrólfs í Þorlákshöfn. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR
eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.