Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Qupperneq 4

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Qupperneq 4
4 Fréttir Fimmtudagur 16. ianúar 2003 EYJAMAÐUR VIKUNNAR Róluvöllurinn fyrir utan húsið mitt fallegasti staður sem ég hef séð Allra veðra von er heiti á tónleikum sem ungirog efnilegir tóniistarmenn í Eyjum standa fyrir á iaugardaginn. Einn þeirra sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi tónieikanna er meðiimur hljómsveitarinnar Made in China, Haraldur Ari Karlsson. Hann er Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn? Haraldur Ari Karlsson. Fæðingardagur og ár? 12. september 1987. Fæðingarstaður?E\nhver fæðingar- deild á spítala Vestmannaeyja. Fjölskylda? Sigga Bjama í bankanum og Kolla systir mín. Hvað ætlaðirþú að verða þegar þú yrðir stór? Jahh, það er auðséð hvað ég ætla að verða núna en ég ætlaði að verða smiður og stefni enn á það. Hvernig bíl vildir þú helst eiga? Ford Mustang. Uppáhaldsmatur? Það er Pizza, takkó og kjúlli. Hvaða tónlist kemurþér í gott skap? Punk rock (háskóla rokk) Hvaða frægu persónu vildirþú helst hitta? Ég held hún viti hver hún er. Aðaláhugamál? Það er óhætt að segja það að tónlist er mitt eina áhugamál. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Róluvöllurinn sem er fyrir utan húsið mitt. Uppáhalds- íþróttamaður eða íþróttafélag? Ég veit ekki um neitt. Stundarþú einhverja íþrótt? Nei. Ertu hjátrúarfull? Nei. Uppáhalds sjónvarpsefni? Já, ætli það sé ekki Silfur Egils. Besta bíómynd sem þú hefur séð? Það veit ég ekki. Ertu hjátrúafullur? Já og nei, ég trúi bara að það gerist allt fyrir ástæðu. Hvað finnst þér gera fólk aðlaðandi? Ef það er kvenfólk Hvað finnstþér gera fólk fráhrindandi? Ef það er með leiðinlega stæla. Hvernig tókust tónleikarnir í fyrra? Þeirgangabaramjögvel. En það er alltaf eitthvað sem má fara betur. Haraldur Ari Karlsson er Eyjamaður vikunnar Eruð þið búnir að vera lengi að undirbua tónleikana? Já, við erum eiginlega ekki búnir að hafa mikinn tíma í það. Við erum að semja alveg á fullu núna og gaman að segja frá því að ég var að klára að semja lag með Hreim Erni. Eruð þið með einhver frumsamin lög núna?óá við spilum eitt núna. En það eru fleiri á leiðinni. Eruð þið bjartsýnir á góða mætingu? Já ég er ekki frá því að það eigi einhver eftir að mæta. Eitthvað að lokum? Gerið það sem ykkur langar, lifið samkvæmt draumum ykkar. 1 1 1 ' ’• ''í/ m MATGÆÐINGUR VIKUNNAR Humarrétturinn Pikkaló Ég þakka Gumma fyrir áskorunina og þakka honum ennfremur fyrir uppskriftina að einu gæsinni sem luinn hefur veitt. Humarrétturinn Pikkaló 1 kg humar 5-6 msk olía 8 tómatar salt og pipar 3 tsk. karrý 2 tsk. hvítlauksduft 1 peli rjómi 1 paprika 1 haus iceberg nokkrir dropar tabascosósa Humarinn þerraður og kryddaður. steiktur í olíunni. Allt grænmetið saxað niður og sett á pönnuna og síðan rjóminn settur út á, látið malla á pönnunni í smástund. Borið frant með hvítlauksbrauði og hrísgrjónum. Ekki er verra að hafa gott hvítvín með þessu. Léttsteiktar toppskarfabringur (Uppskrtff fyrir fjóra) Bringur af 3 skörfum salt og pipar 2 msk olía Hitið ofninn í 180°. Hitið olíuna á pönnu og brúnið bringumar í mínútu á hvorri hlið. Setjið pönnuna í ofninn og látið bringumar steikjast í 5-6 mínútur. Sósa 5 dl vatn og villibráðarkraftur 2 dl malt 1-2 msk rifsberjahlaup 30 gr smjör 30 gr hveiti 1 peli rjómi salt og pipar Hitið soðið og hrærið berjahlaupið út í. Búið til smjörbollu og þykkið sósuna eftir þörfúm. Sjóðið í 10 mín, bætið þá ijómanum út í, sjóðið í 2-3 mín. Kryddið með salti og pipar. Ég vil að endingu skora á Pál Marvin Jónsson. Hann lumar á ýmsu sem er mjög gott og tala ég þar af reynslu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður. Gylfa Harðarsonar Vestmannabraut 33 Gylfi Anton Gylfason, Linda Hrönn Ævarsdóttir, Ólafur Þór Gylfason. Ingibjörg Amarsdóttir, Unnur Heiða Gylfadóttir, Þröstur Friðberg Gíslason, Bjarki Týr Gylfason, Sigríður Reynisdóttir, Unnur Jónsdóttir, bamaböm og systkini hins látna. Atvinna - skrifstofustarf Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum auglýsir eftir starfsmanni á skrifstofu embættisins. Um er að ræða tímabundna ráðningu, 1 ár. Umsóknir skulu berist embættinu eigi síðar en í föstudaginn 31. janúar 2003. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum BÓN Á laugardögum frá klukkan 9.00 í Áhaldahúsinu Sápuþvottur, tjöruhreinsun, bón, ryksugun, þrif að innan. Þetta er liður í fjáröflun ÍBV knattspyrna kvenna með hjálp ESSÓ Olíufélaqið hf vww.esso.is Á döfinni t Janúar 13-27. Leiklistarnámskeið hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. 16. Bingó í Þórsheimilinu kl. 20.30. 17. Iþróttamaður ársins valinn. Þórsheimilið kl. 20.00. 17. Nýársfagnaður Líknar í Akóges kl. 20.00. 18. ALLRA VEÐRA VON. Tónleikar unglingahljómsveita í Höllinni frá kl. 20.00 - 01.00. Aðgangseyrir kr. 800.- 20. Fundur með þingmönnum Suðurlands um atvinnumál kl. 17.00Í Alþýðuhásinu. 23. 30 ára upphaf Heimaeyjargoss minnst. Blisför frá þremur stöðum kl. 19.10. Við norðurenda íþróttamiðstöðvar, við kyndistöðina hjá malarvellinum og frá Ráðhúsinu. 23. Stutt athöfn á Básaskersbryggju kl. 20.50. 24. Essó deild kvenna: ÍBV - Víkingur kl. 20.00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.