Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Side 7

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Side 7
Fimmtudagur ló.janúar 2003 Fréttir 7 Ómar Garðarsson skrifar: Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar ó ekki mikið inni hjá Vestmannaeyingum HEFÐI ríkisstjórnin látið vera að færa veiðiheimildir af aflamarksskipum yílr á aðra útgerðarflokka væru örugglega fleiri skip gerð út frá Eyjum í dag og færri sjómenn atvinnulausir. Fréttir munu í næstu blöðum fara yfir stöðu mála í Vestmannaeyjum og reyna að fletta upp sem flestum hliðum á málefnum sem snúa að hagsmunum þeirra sem hér búa. Er þetta ekki síst gert í Ijósi þess að kosningar eru í vor og þá getur verið hollt að minnast verka stjórn- málamannanna í fortíð um leið og spáð er í hvers sé af þeim að vænta. Arið 2002 hefur á margan hátt verið svolítið sérstakt í Vestmannaeyjum, bæði er hægt að benda á jákvæða hluti og neikvæða en enn og aftur stöndum við frammi fyrir fyrir þeirri óhrekjanlegu stað- reynd að öll eigum við allt undir því sem sjórinn gefur hverju sinni. A þeim vettvangi byrjaði árið vel með einni bestu loðnuvertíð sögunnar og bolfiskveiðar gengu vel. Síðari hluta ársins snerist dæmið við þar sem síldveiðar brugðust að miklu leyti og lengst af í haust var tregt í bolfiski og ekki var gæftaleysi til að bæta úr. Virkjanir og álver skipta Eyjamenn engu Þegar aðrir landsmenn horfa til fram- kvæmda við virkjanir og byggingu og stækkanir álvera verða Vestmanna- eyingar að sætta sig við að horfa á úr fjarlægð. Er þetta enn ein staðfestingin á sérstöðu Vestmannaeyja sem verður að taka tillit til þegar staða okkar er skoðuð. Og möguleikamir eru margir eins og alltaf kemur fram þegar menn vilja á góðum stundum hræra hjörtu Eyjamanna en þá þarf að nýta. Ekki er þó allt svart og ýmislegt að gerast sem vonandi á eftir að koma byggðar- laginu tíl góða þegar fram í sækir. Eins og stundum áður ætla ég að staldra við framgöngu stjómmála- manna í málum Vestmannaeyja. Þó að horft sé á hlutina frá Vestmannaeyjum er þetta því miður saga alltof margra sjávarplássa sem hafa mátt þola miklu meiri niðurlægingu undanfarin ár en við þekkjum en nóg er hún samt. I blaðinu hefur stundum lítið verið gefið fyrir vinnu stjómmálamanna í málum Vestmannaeyja og þau em ekki mörg tilefnin sem gefa til kynna að einhver breyting sé í vændum. Það er frekar á hina leiðina, að þeir séu að leggja stein í götu sjávarútvegs eins og hann er rekinn frá Vestmannaeyjum. Er það eitthvað sem snertír okkur öll. Liggur beinast við að beina spjótunum að ríkisstjóminni en erfitt er að meta þann skaða sem aðgerðir hennar hafa valdið sjávarútvegsfyrirtækjum hér. Hefði hún látið vera að færa veiði- heimildir af aflamarksskipum yfir á aðra útgerðarflokka væm örugglega fleiri skip gerð út frá Eyjum í dag og færri sjómenn atvinnulausir. Að skerða lífsbjörgina Nú ætla ég ekki að gera lítið úr þeirri viðleitni fiskvinnslufyrirtækja í Vest- mannaeyjum að sækja um byggða- kvóta en því miður er hann bara eitt dæmi um þann fáránleika sem sjávarútvegurinn býr við í dag. Af aflahlutdeild Vestmannaeyja em tekin um 180 tonn sem fara í pott sem deilt er út til fyrirtækja vítt og breitt um landið. Skilyrðið er að aflinn sé unn- inn í viðkomandi byggðarlögum. Þegar kom að úthlutun þessa árs komu 40 tonn í hlut Eyjamanna. Fyrir utan þetta er búið er að reyta þorsk og ýsu af Eyjaflotanum svo nemur samtals þúsundum tonna á undanfomum ámm og flytja annað. Þá var kvótasetning á löngu, keilu, skötusel og kolmunna enginn gleði- gjafi fyrir sjómenn og útgerðarmenn hér. Hápunkturinn var svo veiðileyfa- gjaldið sem getur numið allt að 200 milljónum á ári fyrir sjávarútvegs- fyrirtæki í Eyjum. Stjómmálamenn tala um að þessir peningar, allt að tveir milljarðar króna, eigi að fara til uppbyggingar á landsbyggðinni. Hver trúir því? Ekki ég og ég held að aðrir Eyjamenn hljóti að komast að sömu niðurstöðu. Fleiri afrek Allt em þetta verk ríkisstjómar Davíðs Oddssonar sem hefur gert margt ágætt en hún á ekkert inni hjá Eyjamönnum. Fleiri má nefna, eins og til dæmis niðurskurð hjá Landhelgisgæslunni en ákveðið var á síðasta ári að fækka skipum Gæslunnar úr þremur í tvö. Ekki hef ég heyrt eina einustu sveitar- stjóm á landsbyggðinni mótmæla þessu en skipin verða að teljast mikilvægur liður í almannavömum landsbyggðarinnar. í því sambandi má minnast eldgossins í Eyjum og snjóflóðanna á Vestfjörðum þar sem skip Landhelgisgæslunnar komu mikið við sögu. Það geðleysi sveitarstjómarmanna á landsbyggðinni sem kemur fram í þessu máli er e.t.v. ástæða þess hvað hún hefur farið halloka fyrir Reykja- víkursvæðinu. Þeir láta alltof lítið til sín taka þegar verið er að taka ákvarðanir á Alþingi þar sem hags- munir landsbyggðarinnar em í húfi. Þá kemur upp í hugann löggæslu- kostnaður á þjóðhátíð en það var ákvörðun dómsmálaráðherra að skatt- leggja mótshaldara á landsbyggðinni á meðan menningamótt í Reykjavík með sín 60.000 til 70.000 manns þurfti ekki að leggja fram krónu í löggæslu eða eftirlitsstörf. Eitthvað fleira má örugglega tína tíl en nóg að sinni en á meðan þingmenn og ráðherrar í öðrum kjördæmum hafa notað stöðu sfna til að hygla sínum heimaslóðum með flutningi stofnana og eða stofnun nýrra undir þeim formerkjum; að styrkja landsbyggð- ina. En man einhver eftir einu einasta atvinnutækifæri sem þingmenn eða ráðherrar hafa haft forgöngu um að koma til Eyja? Ekki ég, en meira um það síðar. Af hveiju ekki að nýta Heijólf betur? í þessum kafla ætla ég líka að fara aðeins yfir mál málanna, samgöng- umar sem vom svo ofarlega á baugi í Eyjum á síðasta ári. Það er kannski of snemmt að fara nákvæmlega ofan í saumana á samgöngumálunum, bæði er mikið búið að skrifa um mála- flokkinn og skýrsla samgönguhóps samgönguráðherra er rétt handan homsins. En tvær spumingar em undirrituðum ofarlega í huga. Fyrri spumingin er; af hveiju er ekki búið að bjóða út flug til Vestmannaeyja? Sú seinni er; af hverju er Herjólfur ekki nýttur betur? Fyrri spumingin er borin upp vegna þess hvað Homfirðingum gekk greið- lega að fá útboð á sína flugleið en hér Fyrir utan þetta er búið er að reyta þorsk og ýsu af Eyjaflotanum svo nemur samtals þúsundum tonna á undanfömum ámm og flytja annað. Þá var kvótasetning á löngu, keilu, skötusel og kolmunna enginn gleði-gjafi fyrir sjómenn og útgerðarmenn hér. Hápunkturinn var svo veiðileyfagjaldið sem getur numið allt að 200 milljónum á ári fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í Eyjum. Stjómmálamenn tala um að þessir peningar, allt að tveir milljarðar króna, eigi að fara til uppbyggingar á landsbyggðinni. Hver trúir því? Ekki ég og ég held að aðrir Eyjamenn hljóti að komast að sömu niðurstöðu. hefur ekkert gerst. Sú seinni er tilkomin vegna alltof fárra ferða með Hetjólfi. Það var sjálfsagður áfangi í samgöngumálum Eyjanna þegar ferðum Herjólfs var fjölgað í 11 á viku þann 1. október sl. En Adam var ekki lengi í Paradís, því dýrðin stóð aðeins til 1. desember þegar tóku við aðeins átta ferðir á viku og verður svo til 1. mars. Þessi áætlun er ekki Eyjamönnum bjóðandi og hlýtur það að verða krafa þéirra að aldrei verði færri en tíu ferðir á viku, tvær á sunnudögum, mánudögum og föstudögum. Hressileg samkeppni við Hressó Að lokum í þessum kafla langar mig aðeins að minnast á Hressómálið svokallaða þar sem bærinn hefur sannarlega brotið gegn fyrirtæki hér í bæ með samkeppni sem á engan rétt á sér. Bæjarbúar hafa skipst í hópa, með og á móti Hressó, sem er að sumu leyti skiljanlegt en til að skýra málið aðeins er rétt að nefna annað íyrirtæki, Eyjablikk sem var stofnað um svipað leyti og Hressó. Þessi fyrirtæki eiga margt sameiginlegt, t.d. var í báðum tilfellum um að ræða ungt fólk, Eyja- menn, sem flutti hingað og stofnaði sín fyrirtæki. Þau eiga það líka sam- eiginlegt að vera rekin af miklum myndarskap og væm Vestmannaeyjar fátækari ef þau væm ekki til staðar. Það er einnig sammerkt með þeim báðum að Vestmannaeyjabær var með að nokkm leyti skyldan rekstur og bæði þessi fyrirtæki. í tilfelli Eyja- blikks var það Áhaldahús bæjarins en í tilfelli Hressó var það líkams- ræktarsalur í íþróttamiðstöðinni. Það sem gerist er að engin breyting verður hjá Áhaldahúsinu en í fþrótta- miðstöðinni er orðinn til einn besti búni líkamsræktarsalur landsins. Auðvitað má alltaf deila um það hvenær tími er kominn til að endumýja tæki en, sama hvað hver segir, þama var verið að mæta sam- keppni frá Hressó. Bærinn hefur hunsað dóm Samkeppnisstofnunar í máli Hressó og einhvem veginn læðist að manni sá gmnur að ekki verði látið staðar numið fyrr en tekst að koma fyrirtækinu á kné sem er heldur nöturleg framkoma gagnvart eigend- um, starfsfólki og þeim sem nýta sér þjónustuna. Fyrst bæjarsjóður er í svona miklum vandræðum með peningnana, hefði ekki verið nær að laga útísvæðið við sundlaugina? Þar er löngu kominn tími á að gera endurbætur. Omar Garðarsson ritstjóri.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.