Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 16.01.2003, Side 17
Fimmtudagur 16-janúar 2003 Fréttir 17 ÞEIR komu allir við sögu í gosinu, Guðmundur Karlsson framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar, Arnar Sigurmundsson var framkvæmdastjóri Viðlagasjóðs og Páll Zóphóníasson var þá bæjartæknifræðingur. Þeir koma allir fram í þættinum Ég lifi og er myndin tekin á forsýningu fyrsta þáttar í síðustu viku. Þrjátíu árfrá upphafi goss næsta fimmtudag: Blysför frá þremur stöðum Fimmtudaginn í næstu viku, 23. janúar og helgina þar á eftir, verður þess minnst að þrjátíu ár er liðin frá upphafi eldgossins á Heimaey. Þann dag verður safnast saman til blysfarar frá þremur stöðum í bænum. Göngufólki verða lögð til blys til að bera í göngunni meðan birgðir endast. íbúar Illugagötu og þar fyrir vestan eiga að safnast saman við Iþrótta- miðstöðina en þeir sem búa á Skóla- vegi og svæðinu vestur að Illugagötu ásamt Skeifunni safnast saman við kyndistöðina hjá malarvellinum. Ibúar úr austurbæ og miðbæ að Skóla- vegi safnast saman við Ráðhúströð. Göngumar halda af stað þegar klukkur Landakirkju hringja klukkan 19.25 og mætast á homi Hásteins- vegar og Heiðarvegar. Þar slæst Lúðrasveit Vestmannaeyja í hópinn og mun leiða gönguna að bryggju- svæði Hetjólfs á Básakersbryggju. Ingi Sigurðsson, bæjarstjóri, ávarp- ar göngufólkið og Kór Landakirkju ásamt Samkór Vestmannaeyja syngur. Hr. Karl Sigurbjömsson, biskup, flytur hugvekju og bæn. Heimaklettur í nýju ljósi, kveikt verður á lýsingu á Heimakletti. Að lokum syngja viðstaddir, Yndislega eyjan mín, við undirleik Lúðrasveitar Vestmannaeyja. Föstudaginn 24. janúar verður opnuð sýning á málverkum og ljósmyndum, Hinar mörgu hliðar Heimakletts, í húsnæði Listaskólans. Einnig mun Friðbjöm Valtýsson Ilytja erindi sem heitir Kynni mín af Heimakletti. Sýningin verður einnig opin laugardag og sunnudag og helgina 31. janúar til 2. febrúar. Aflatölur síðasta árs frá Fiskistofu: Vestmannaeyjar hæsta löndunarhöfn landsins Talsverð aukning varð á síðasta ári á afla sem landað var í Eyjum. Rúmlega 200 þúsund tonn komu á land hér á móti rétt rúmlega 175 þúsund tonnum árið 2001. Aukningin er í flestum tegundum en þó hlutfallslega mest í ýsu en árið 2001 var aðeins 1909 tonnum landað hér en 3958 tonnum í fyrra. Þetta er aukning upp á tæp 109% á milli ára en þess má þó geta að árið 2001 var talsverður samdráttur á úthlutuðum afla á ýsu. 1140 tonna aukning varð á lönduðum ufsa, fór úr 5198 tonnum upp í 6338 tonn. Tæplega 2000 tonn af karfa komu á land á síðasta ári í Eyjum umfram það sem landað var 2001, fór úr 3051 tonni í 5012 tonn. Talsverð aukning varð einnig í síld og loðnu, tæpum 130 þúsund tonnum af loðnu og rúmlega 29 þúsund tonnum af síld var landað í Eyjum á síðasta ári. Samdráttur varð aftur á móti í lönd- uðum þorski og kolmuna. 9473 tonn- um af þorski var landað hér á síðasta ári en 10.174 tonnum árið á undan. Rúmlega 15 þúsund tonn af kolmunna árið 2001 á móti tæplega 10 þúsund tonnum á síðasta ári. Vestmannaeyjahöfn er sú höfn þar sem mestur alli kemur á land eða um 9,4% af heildarafla Islendinga á síðasta ári, eða rúmlega 200 þúsund tonn. Næst mestur afli kom á land á Neskaupstað, rúmlega 182 þúsund t. svo á Eskifirði, tæp 172 þúsund t. Uppsjávarafli er langstærsti hlutinn af lönduðum afla, í Vestmannaeyjum nam hann rúmum 84% af heildar- aflanum. Þó eru það Norðfirðingar sem slá þar öll met með tæp 96%. Á Neskaupstað er 10.95% af heildarupp- sjávarafla Islendinga landað en aðeins 1,44% af botnfiskafla. Bæjarráð: Framkvæmdastjóri Steina og Olla gagnrýnir bæjar- tæknifræðing Á fundi bæjarráðs á mánudag var tekið fyrir bréf frá Magnúsi Sig- urðssyni framkvæmdastjóra Steina og Olla ehf. Þar kemur fram hörð gagnrýni á bæjartæknifræðing vegna greinar í Fréttum þann 3. janúar sl. Þar er fjallað um versnandi hljóð- vist í sundlaugarsalnum og kemur m.a. fram að bæjartæknifræðingurinn hafi ekki samþykkt málun á austur- vegg eftir að plötur blotnuðu þegar unnið var að viðgerð á þaki sund- laugarinnar. Magnús gerir alvarlegar athuga- semdir við þetta og leggur máli sínu til stuðnings fram fundargerðir verk- funda fyrir íþróttamiðstöðina frá 2. febrúar 2001. Þar er rætt um leka og að Tryggingamiðstöðin sé tilbúin að bæta tjónið með þvf að láta mála hluta af veggnum. Verkkaupinn, þ.e. Vestmannaeyjabær, samþykkir það svo fremi sem Tryggingamiðstöðin kosti málun á öllum veggnum. Undir fundargerðina ritar svo m.a. Ólafur Ólafsson bæjartæknifræðingur. Það var svo samþykkt af Trygg- ingamiðstöðinni og á næsta l'undi var þetta mál afgreitt með undirskrift sömu aðila og sátu fundinn 2. febrúar 2001. Magnús vill svo fá svör við nokkrum spurningum: „Hvernig getur bæjartæknifræðingur haldið því fram að málunin hafi ekki verið gerð í samkomulagi við sig þar sem bæjartæknifræðingur sat ofangreinda verkfundi og samþykkti umræddar verkfundargerðir? Plötumar í loftinu eru málaðar 1985. Voru einhverjar hljóðmælingar framkvæmdar eftir þessa málun og áður en viðgerð fer fram árið 2000?“ Eins spyr Magnús hvort ekki hafi verið vitað mál að málun platnanna drægi úr hljóðdeyfmgu og að á verktímanum hafi verið skipt um þakblásara og þá hvort loftræsti- úrtökin haft verið klædd með hljóðdempandi plötum. Magnús segir að eftir að hafa farið yfir málið eins og unt það er fjallað í síðustu Fréttum sé eins og bæjar- tæknifræðingurinn sé að fría sig allri ábyrgð og kannist ekki við að hafa samþykkt málun í sal sundlaug- arinnar. „Steini og Olli ehf. fara fram á að umræddar fullyrðingar bæjar- tæknifræðingsins verði leiðréttar og þeim komið á framfæri á sama stað og þær voru birtar. Það er brýnt að þetta verði gert formlega með afsökunar- beiðni frá bæjartæknifræðingi því eins og Ijallað er um málið er eins og verið sé að skella skuldinni á verktakann, þ.e. Steina og Olla ehf.“ Magnús segir það alltaf hafa verið skýran ásetning Steina og Olla að tryggingafélagið bætti skaðann enda fyrirtækið með verktakatryggingu eins og verktökum er skyll að hafa. Því hafi Steini og Olli ehf. engan ávinning af því að gera minna heldur en meira við að lagfæra plötur vegna lekans. „Það er einnig athyglisvert að nú standa yfir lagfæringar á salnum. Það er skipt um plötur bæði í lofti og suður- og norðurveggjum en ekki austurvegg. Einmitt veggurinn sem bæjartæknifræðingur hefur fullyrt ranglega að hafi verið málaður án vitundar hans og hafi haft mikil áhrif á hljóðvist.'1 Bæjarráð óskar eftir svari frá bæjartæknifræðingi vegna málsins. Oddur Júlíusson vill land undir skógrækt Á fundi skipulags- og bygg- inganefndar í byrjun desember var tekið fyrir bréf frá Oddi Júlíussyni þar sem hann spyr hvort til sé land í Vestmannaeyjum undir skógrækt og ef svo sé fer hann fram á að fá úthlutað landi til skógræktar. Nefndin svaraði því til að samkvæmt gildandi aðalskipulagi sé svæði við Helgafell skipulagt undir skógrækt. Svæðið lýtur forræði garðyrkjustjóra og er Óddi bent á að ræða við hann til að fá skika til trjáræktar. Einnig er bent á Skógræktarfélag Vestmannaeyja. Nýr rennibekkur Nýverið festu eigendur Vélarverkstæðisins Þórs kaup á nýlegum rennibekk. Þorbjörn Númason rennismiður sagði þetta löngu tímabæra fjárfestingu og þetta hafi fleytt þeim fram um marga áratugi. „Við vorum að vinna í 70 ára gömlum rennibekkjum og því er sá nýi algjör bylting.“ Þorbjörn segir mestu breytinguna felast í tölvustýringu. „Nú teiknum við einfaldlega hlutina í tölvu og vélin sér svo um afganginn.“ Þorbjörn sagði að engin kennsla á tölvubúnaðinn hafi verið í boði og því hafi hann einfaldlega þurft að prófa sig áfram og læra þannig á gripinn. Miðað við sýnishornin sem hann sýndi blaðamanni þurfti hann ekki á námskeiði að halda. Vélin sem er fjögurra ára gömul var keypt fyrir um mánuði síðan úr Reykjavík og segir Þorbjörn að þessi fjárfesting verði fljót að borga sig. „Það sem tók okkur áður hálftíma í gömlu rennibekkjunum klárar þessi vél á tveimur mínútum. Auk þess þarf aðeins að teikna hlutina einu sinni, svo eru þeir bara til í tölvunni og alltaf hægt að grípa í það og keyra þá aftur út.“ Þorbjörn við nýja rennibekkinn sem er algjör bylting að hans mati.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.