Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 6. mars 2003 Gauragangur frumsýndur 15 mars: Erum fyrst og fremst að búa til skemmtilega sýningu -segir leikstjórinn, Agnar Jón Egilsson í allt koma uni 50 manns að Gauragangi, þar af eru 30 leikendur. Myndir Sigfús Gutinar. Þann 15. mars næstkomandi mun Leikfélag Vestmannaeyja frumsýna gamanleikritið Gauragang. Leik- stjórinn, sem fenginn hefur verið til að setja upp verkið, er þrítugur Reykvíkingur, Agnar Jón Egilsson sem hefur síðustu fimm ár verið starfandi sem leikstjóri. Hann hóf Ieikstjóraferil sinn strax eftir útskrift frá Leiklistarskóla Islands. „Eg fór til Akureyrar, kláraði þar menntaskóla og lék og leikstýrði með skólanum," segir Agnar sem síðustu vikur hefur verið við undirbúning og æfingar. Jafnframt hefur hann unnið að uppsetningu leikrits vegna árs- hátíðar Barnaskólans sem fram fór sl. þriðjudagskvöld. Agnar segir þetta hafa verið mjög gaman en jafnframt erfítt og rám rödd hans ber þess glögglega vitni að undanfarna daga hefur hann verið með þrjátíu manns á daginn í Barna- skólanum og svo á kvöldin eru æfingar á fullu í Leikfélaginu. Hann segir aðstæður Leikfélags Vestmannaeyja frábærar. „Öll aðstaða og aðbúnaður er með því besta sent sést á landinu og rós í hnappagat þeirra sem þar hafa komið að.“ Aðspurður um leikritið segir Agnar að um sé að ræða skemmtilegt verk. „Það er byggt á bestu unglingabók sem ég hel' lesið en hún er eftir Ólaf Hauk Símonarson og er textinn sérstaklega hnyttinn. Aðalpersóna leikritisins, Ormur Óðinsson, er skáld en vill ekki vera það. Hann þolir ekki fullorðið fólk og þykir heimurinn almennt frekar hcimskur," sagði Agnar og bætti við að tónlistin í verk- inu sé eftir hljómsveitina Ný dönsk og er undirspil þeirra frá uppsetningunni í Þjóðleikhúsinu notuð. „Það eru um fimmtfu manns sem koma að sýn- ingunni, þrjátíu á sviði og margir þeirra eru að stíga sín fyrstu skref. Þar sem mikið er um tónlist og söng í verkinu voru margir mjög stressaðir þegar æfingar byrjuðu en þær hafa gengið gríðarlega vel. Við tökum okkur ekki of hátíðlega og ef okkur dettur það í hug þá má vel vera að við tökum eina senuna á ensku. Við erum fyrst og fremst að búa til skemmtilega sýningu." Aðalhlutverkið er í höndum Guð- mundar Lúðvíks Þorvaldssonar sem leikur Orm en aðrir í aðalhlutverkum eru Sindri Freyr Ragnarsson, Gunnar Þór Guðbjörnsson, formaður LV, Ingveldur Theódórsdóttir og Egill Andrésson. Agnar segir að í hópnum sé ótrúleg samstaða og allt santfélagið sé tilbúið að hjálpa til. „Það er öllu reddað sem er alveg frábært, ef það vantar renni- smið þá er honum bara reddað og ef það þarf að smíða eitthvað þá er það bara gert. Svo hafa búningadömurnar staðið sig alveg gríðarlega vel en sýningin þarf um 100 búninga. Krakkarnir í Leikfélaginu standa sig gríðarlega vel og hafa tekið mér alveg frábærlega og fyrir það ber að þakka.“ Agnar Jón sagði að lokum að honum þætti gaman að koma aftur til Eyja en hér bjó hann í tvö ár þegar hann var barn. „Ég man reyndar ekkert eftir því en því er ekki að neita að í mér er ein lítil Eyjataug og ég er meðal annars búinn að komast af því í hvaða húsum ég bjó.“ LEIKSTJÓRINN, Agnar Jón hefur haft í niörg horn á líta í Eyjum því hann hcfur leikstýrt bæði hjá Leikfélaginu og í Barnaskólanum. Vinningar í happdrætti ÍBV handbolta I. Sólarlandaferð frá Urvali Utsýn 30.000,- 167 15.Dömusnyrtitaska frá Snyrtistofu Anítu 4.000,- 156 2. Úttekt í Flamingo 25.000,- 48 ló.Afmælistilboð frá Pizza 67 4.000,- 72 3. Flug fyrir tvo VES-REY með íslandsflugi 20.000- 524 17.ÍBV klukka 4.500,- 104 4. Nokia 3310 frá Símanum 12.640,- 5 18.ÍBV bolurfráTölvun 1.500,- 726 5. Úttekt í Brimnesi 10.000,- 691 19.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 625 6. Úttekt í Eyjaradíó 8.000,- 332 20.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 47 7. Ferð með Herjólfi fyrir tvo og bíl 7.800,- 579 21 .ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 58 8. Æfingagalli frá Axel Ó. 7.500,- 402 22.ÍBV bolur fráTölvun 1.500,- 443 9. Mánaðarkort í Hressó 6.000,- 36 23.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 357 lO.Úttekt hjá Steingrími gullsmið 5.000,- 125 24.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 578 ll.Úttekt í Callas 5.000,- 97 25.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 460 12.Klipping og strípur hjá Ragga 4.500,- 621 26.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 597 13.Matur fyrir tvo hjá Café María 5.000,- 184 27.ÍBV bolur frá Tölvun 1.500,- 387 lá.Herrasnyrtitaska frá Snyrtistofu Anítu 4.000,- 654 SAMTALS 207.940,- / / ■ Smáar íbúð til leigu Mjög góð 4ra herb. íbúð til leigu með bílskúr, að Foldahrauni 39c. Uppl. í síma 481 -2236 / 860-4646. Tapað/fundið Gleraugu fundust við íslandsbanka. Eigandi vinsamlegast vitji þeirra á ritstjórn Frétta. Bfll til sölu Til sölu er Deawoo Nubira II Sx wagon, árgerð 2000, ekinn 64 þús. km. 1600cc vél, skoðaður ‘04, bein- skiptur, dráttarkrókur, CD spilari. Ásett verð kr. 8.700,- áhvílandi bílalán kr. 620.000,- greiðslubyrði kr. 22.000,- á mánuði. Upplýsingar í síma 481-1304 eða 847-3155. Tapað-fundið Svört læða, gengur undir nafninu Jóla. Er með skær-appelsínugula ól með áletrað heimilisfang Hásteins- vegur 50. Týndist sl. þriðjudag. Uppl. ísíma481-2161 /481-2540. Bíll til sölu Hyundai Accent, árg. 1998, keyrður aðeins 55 þús. km. Nýskoðaður, nýviðgerður, í mjög góðu lagi. Áhv. 335 þús og greiðslubyrði 15 þús. á mánuði, 2 ár eftir af láni. Listaverð bílsins er 600-650 þús. en selst á aðeins 450-500 þús. s. 864-3525. Krossari til sölu Honda XR 600R, árg'87. Ný upptekin mótor og gírkassi ný dekk. Tilboð óskast. Uppl. í s. 695-5910 (Valdimar). Tölvuþjónusta Veiti alhliða tölvuþjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. S. Guðni Valtýsson Kerfisfræðingur 0) 481-1844 & 897-1844 Netfang: vbo@slmnet.ls Til hamingju með fertugs afmælið kveðja frá öllum heima P.s Hjalti hellir uppá á föstudagskvöldið fyrir gesti og gangandi Þessi ÍBV gæji er orðinn 18 ára. Innilegar hamingjuóskir með daginn. Þínar vinkonur Stína, Erna og Óla Nudd er heilsurækt! Nudd er lífsstíll! Erla Gísladóttir nuddari' Faxastíg 2a Sími: 481 1612 Teikna og smíða: SÓLSTOFUR ÚflHUWKR UTANHÚSS- ÞAKVlÐGtRVVR klæðningar mótauppsláttur Ágúst Hreggviðsson - Sími: 481 2170 Trésmíðaverkstæði: Miðstræti 23, sími: 481 2176 - GSM: 897 7529 ^ÚRVALÉTSÝN UÍTÍboð í Eyjum Friðfinnurdlinnbogason Símar 481 1166 481 1450 Snyrtistofa & verslun Skólavegi 6 - 4813330 Fanney öísladót+ir snyrtifræSingur Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu? Al-Anon fyrir ættingja og vini alkóhólista Fundirá þriðjudögum kl. 20.30 Byrjendafundir kl. 20.00 að Heimagötu 24 Athafnafólk: www.bestoflife4u.com Léttast-þyngjast-hressast Frábærar vörur sem hafa hjálpað tugum milljóna manna um allan heim í þyngdar- stjórnun og heilsu. Sífelldar endurbætur og nýjungar. Frí sýnishorn, stuóningur, ráðgjöf Helga Tryggva • Sími 862 2293 Faeðu og heilsubót AA fundir AA fundir eru haldnir sem hér segir að Heimagötu 24: sun.kl. 11.00 mán.kl. 20.30 Sporafundur, reyklaus þri. kl. 18.00 Nýliðadeild þri. kl. 20.30 Kvennafundur mið. kl. 20.30 reyklaus fundur fim. kl. 20.30 fös. kl. 19.00 reyklaus fundur lau. kl. 20.30 opinn fjölsk.fundur, reykl. Móttaka nýliða hálfri klst. fyrir hvern auglýstan fundartíma. Ath. símatíma okkar, sem eru hvern dag, hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru 2 klst. í senn. Sími 481 1140 ER SPILAFIKN VANDAMÁL? G.A. fundir alla fimmtudaga kl. 17.30. að Heimagötu 24

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.