Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 14
14 Frcttir Fimmtudagur 6. mars 2003 Hvað eru ungir Eyjamenn að gera - Fréttirtaka púlsinn á unga fc Oft er því haldið fram að ungt fólk og unglingar hafi ekki nóg fyrir stafni og safni spiki fyrir framan sjónvarpið sem taki alltof mikinn tíma. Fréttirfóru á stúfana til að kanna hvað krakkar, sem ekki eru í íþróttum eru að gera. Það kom í Ijós að ekki sitja allir undir tvítugu með hendur í skauti og stara út í loftið eða á skjáinn. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri unglinga hljómsveitir starfað hér og hefur a.m.k. ein þeirra náð eyrum pressunnar í Reykjavík. Einn var heldur óhress með tónlistarval í Eyjum og brá á það ráð að fá hingað þungarokkssveitir sem voru með tónleika í Týssheimilinu á laugar- daginn. Loks eru það ungar stúlkur sem eru að gera það gott í dansi. HLJÓMSVEITIN Brútal sem vakið hefur mikla athygli, f.v. Viktor Smári, Jón Kristinn, Birgir Már, Björgvin Már, Aron Örn og Andri. Markmiðið að fá greitt fyrir gigg -segja strákarnir í Brútal sem stefna á sigur í Músíktilraunum HLJÓMSVEITIN Brútal á sviðinu í Höllinni á tónleikunum Allra veðra von. Tónlistarlíf í Eyjum hefur verið að taka mikinn kipp undanfama mánuði og sprettur nú upp hver unglinga- hljómsveitin á fætur annarri. Ein af þeini sem hefur náð góðum árangri undanfarið er rokkhljómsveitin Bmtal sem hefur meðal annars spilað hjá Óla Palla á Rás 2 og á Grand Rokk með Fræbblunum. Hljómsveitin var stofnuð í lok þjóðhátíðarinnar 2001 og em meðlimir sex. Andri Eyvindsson spilar á hljóm- borð, Aron Örn Brynjólfsson er á trommum, Jón Kristinn Ágústsson og Viktor Smári Kristinsson spila á gítara, Björgvin Már Þorvaldsson á bassa og Birgir Már Friðriksson er söngvari. Þeir hafa undanfarið verið að gera góða hluti á höfuðborgar- svæðinu og meðal annars spilað í Hinu húsinu við góðar undirtektir. Þeir stefna ótrauðir á Músíktilraunir síðar í þessum mánuði. Þorsteinn Kolbeinsson, tónlistar- gagnrýnandi á hugi.is, ber mikið lof á strákana eftir að hafa heyrt í þeim tvívegis í Reykjavík á dögunum. í gagnrýni hans segir m.a. „Brútal vom næstir á svið og komu mjög á óvart. Hún sker sig svo sannarlega úr hvað varðar aðrar þungarokkssveitir hér á landi fyrir það að nota hljómborð (sem annars virðist vera einhvers konar bannorð í tónlistarsköpun hér á landi) en þeir nota það nokkuð grimmt og hátt í mixinu. Tónlistin er nokkuð fjölbreytt, flakkaði frá einu svona hálfgerðu pönklagi, yfir í melódískt trash, yfir í gothie meta og svo létt-black metal með þykkum hljómborðshljómi. Söngurinn skiptist á milli þess að vera í dauðarokkshamnum í sumum lögum og svona trash metal söng í öðmm og svo mátti jafnvel heyra sterk Tom Waits áhrif í einu laganna." Fræbblamir aukaatriði þar sem Brútal var að spila Þorsteinn gerði sér svo ferð á Grand Rokk ásamt Steen, bassaleikara frá London sem var einnig mjög hrifinn af því sem hann heyrði. Þeir sögðust vel tilbúnir til að borga sig 500 krónur inn til að hlusta á Brútal en Fræbbl- arnir og Halli Reynis voru aukaatriði kvöldsins en þeir spiluðu ásamt Brútal. Þeir sögðu kvöldið á Grand Rokk betur heppnað en í Hinu húsinu. „Líklega vegna þess að ég var að heyra sum lögin í annað sinn sem varð til þess að ein 3 til 4 lög var ég alveg að ffia í botn og meira að segja byrjaður að syngja með sumum.“ Þorsteinn gerir notkun hljómborðs í tónlist Brútal að aðalatriði gagn- rýninnar og segir það ljósasta punkt þessarar sveitar. „Andri hljómborðs- leikari notar allnokkrar stillingar á hljóm, allt frá einföldu píanói yfir í týpíska hljómborðstóna og svo heyrði ég einnig nokkra framandi tóna. Steen félagi minn sagði að notkun hljóm- borðsins minnti hann svolítið á sveitimar Tiamat og Amorphis, svona helst í rólegu köflunum þegar á skiptust hraðir og hægir kaflar og píanótónarnir gerðu tónlistina mjög fallega og jafnvel rómantíska." Eina sem Þorsteinn fann að hljómsveitinni var sviðsframkoman og kenndi hann ungum aldri hljóm- sveitarmeðlima um. „Þetta er samt sem áður eitt allra efnilegasta bandið á landinu í þessum aldurshóp sem ég hef heyrt í og þeir geta ekkert gert nema bætt sig enn frekar í framtíðinni. Eg hlakka mikið til að heyra í þeim á músíktilraunum með sín þrjú lög, en þeir geta valið úr svona 4 til 5 mjög góðum lögum og eru bara í nokkuð góðum málum. Eg spái því að þeir komist langt...“ Stefnum á sigur í músíktilraunum Blaðamaður Frétta hitti þá í æfinga- húsnæði þeirra í gömlu Fiskiðjunni sem framkvæmdarstjóri Vinnslu- stöðvarinnar lánaði þeim. Þeir sögðust að sjálfsögðu mjög ánægðir með dóm Þorsteins á netinu og vonuðust til að þessi ferð þeirra hafi komið þeim á kortið. Eins voru þrjú lög frá þeim spiluð í Rokklandi hjá Óla Palla sem hefur verið að kynna sér tónlistarlíf í Eyjum undanfarið. „Við fórum upp á Rás 2 og tókum upp íjögur lög, svona life upptökur. Lögin heita My domain, Set me free, Goi noi og Breytingar. Hann spilaði ensku lögin þrjú en sleppti þessu íslenska,“ útskýrði Andri Eyvindsson, hljóm- borðsleikari. „Fyrsta giggið okkar var í afmæli hjá henni Lilju Dröfn en svo höfum við spilað víða, t.d. á vörubfi þar sem raninn datt af,“ sagði Björgvin Már bassaleikari og við það hlógu hljóm- sveitarmeðlimimir og fleiri. uppá- komur rifjuðust upp. „Við höfum lika spilað í sundi hjá Sparisjóðnum, uppi í Höll, í Týs- heimilinu og svo má alls ekki gleyma gigginu okkar í Þorlákshöfn." Þeir segja það þó vera megin- niarkmið hljómsveitarinnar að fá borgað fyrir gigg og að vinna Músíktilraunir. „Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna Músíktilraunir, annars væmm við ekkert að fara í keppnina. Aðspurðir um stfi sveitar- innar segja þeir erfitt að setja sig í einhver hólf. „Við emm ennþá að þróa okkar stfl, hlustum mikið á hljóm- sveitir eins og Metalica, Ramstein og fleiri,“ segir Andri. Fyrir rúmu ári síðan kom fyrsta lag þeirra út á netinu og vakti talsverða athygli þá. Andri segir að lagið hafi verið tekið úr spilun enda hljómsveitin gjörbreytt síðan þá. „Við emm orðnir miklu músíkalskari.“ Þeir munu stíga á svið í Músíktil- raunum í lok mars á síðasta kvöldi undankeppninnar. „Við stefnum hátt og ætlum að vinna,“ voru þeir allir sammála um. svenni@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.