Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 06.03.2003, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 6. mars 2003 Fréttir 13 Eygló Harðardóttir skrifar: Er aivinnuleysi í Eyjum fiskveiði- stjórnunarkerfinu að kenna? Hin meginorsökin er mun sjaldnar rædd. Hún er aukinn þáttur þekkingar í sjávarútvegi. Störfum í beinni framleiðslu hefur fækkað en störfum fjölgar á meðan í svokölluðum afleiddum störfum sem byggja á sjávar- útvegi. Þau geta verið allt frá kennslu, gæðastýringu, markaðssetningu og sölu yfir í hafrannsóknir og eftirlit með starfsemi sjávarútvegsfyrirtækjanna. Þessi störf hafa orðið til á höfuðborgarsvæðinu en ekki í sjávarbyggðunum. Hvar er t.d. Hafrannsóknastofnun staðsett? Fiskistofa eða Rannsóknastofnun Fisk- iðnaðarins? Marel og SÍF hafa höfuðstöðvar sínar í Hafnarfirði og mestallt nám tengt sjávarútvegi hefur farið fram í Reykjavík. Háskólinn á Akureyri hefur að vísu eitthvað rétt hlut landsbyggðarinnar með auðlinda- deildinni en betur má ef duga skal. í nýlegri blaðagrein eftir Magnús Þór Haf- steinsson, frambjóð- anda Fijálslynda flokksins, kom fram sú skoðun að allir erfið- leikar í at- vinnulífí Eyjamanna myndu hverfa eins og dögg fyrir sólu, ef aðeins við skiptum um fískveiðistjómunarkeifi. Færeyska sóknardagakerfmu er veifað eins og töfralausn á öllum okkar vanda og lofað að það muni koma eins og „....vítamínsprauta fyrir lífsham- ingju fólks í sjávarbyggðunum..." (Fréttir, 13.febrúar2003). Þrátt fyrir hástemmdar lýsingar Magnúsar er það staðreynd að deilt er um ágæti færeyska kerfisins alveg eins og þess íslenska. Fiskifræðingar og sjómenn hafa sett fram kosti og galla við bæði kerfm og sýnist sitt hveijum. Á meðan sérfræðingana, jafnt þá háskólagengnu sem og sjómennina, greinir á um hvort færeyska kerfið henti hér er ekki hægt að ætlast til þess að stjómmálamenn taki ákvarðanir um umbyltingu núverandi kerfis án nægjanlegra upplýsinga. Framsóknar- menn hafa lagt til að gerð verði nákvæm úttekt á kostum og göllum færeyska sóknardagakerfisins í samanburði við núverandi fiskveiði- stjómunarkerfi. Ef í ljós kemur að kostir þess em ótvíræðir umfram gallana verður að skoða að skipta um kerfi. Sjávarútvegurinn er undistöðu- atvinnugreinin okkar og við höfum hreinlega ekki efni á að hafa annað en besta fiskveiðistjómunarkerfi í heimi. En er það eina leiðin til að snúa við núverandi byggðaþróun í sjávar- byggðum landsins? Þá væri gaman að lifa Gott væri ef hlutimir væm í raun jafn einfaldir og Magnús setur fram. Þá væri gaman að lifa. Raunvemleikinn er bara annar. Atvinnuleysi og erfið- leika í atvinnulífi Vestmannaeyinga og annarra sjávarbyggða er aðeins að litlu leyti hægt að skýra með minnkandi aflaheimildum og fisk- veiðistjómunarkerfinu sjálfu. Ef litið er til tölfræðinnar hefur verðmæti og magn íslenskra sjávarafurða hækkað að mestu leyti jafnt og þétt frá 1979 til dagsins í dag eins og fram kemur á meðfylgjandi graíi sem byggist á tölum frá Hagstofu Islands. Útvegur 2001, rit Hagstofu íslands, www.hagstofa.is Samdráttur í íslenskum sjávar- byggðum hefur vissulega orðið vegna þess að störfum í fiskvinnslu og útgerð hefur fækkað. Meginástæða þess er hins vegar ekki fiskveiðistjómunar- kerfið, heldur gmndvallarbreytingar í atvinnugreininni sjálfri. Líkt og Magnús bendir réttilega á mynduðust sjávarbyggðimar vegna nauðsynlegrar nálægðar við fiskimiðin. Þessi nálægð er farin að skipta minna máli með stærri og fúllkomnari skipum sem geta geymt aflann lengur en áður var. A sama tíma hefur tækniþróun og aukin krafa um hagkvæmni og arðsemi í rekstri vinnslu á landi leitt af sér stærri og sérhæfðari einingar. Þar sem sjávarútvegurinn okkar er útflutnings- grein em okkar afurðir oft að keppa við afurðir frá löndum þar sem launakostnaður er mun minni en hér á landi. Aukin tæknivæðing Til að auka samkeppnishæfni okkar á erlendum mörkuðum hefur þvf þurft að draga úr kostnaði og hafa mörg störf í fiskvinnslu verið tæknivædd, þ.e.a.s. vélar hafa komið í stað fólks. Þetta er önnur meginorsökin fyrir fækkun starfa í sjávarbyggðum. Hin meginorsökin er mun sjaldnar rædd. Hún er aukinn þáttur þekkingar í sjávarútvegi. Störfum í beinni fram- leiðslu hefur fækkað en störfum fjölgar á meðan j svokölluðum af- leiddum störfum sem byggja á sjávarútvegi. Þau geta verið allt frá kennslu, gæðastýringu, markaðs- setningu og sölu yfir í hafrannsóknir og eftirlit með starfsemi sjávarút- vegsfyrirtækjanna. Þessi störf hafa orðið til á höfuðborgarsvæðinu en ekki í sjávarbyggðunum. Hvar er t.d. Hafrannsóknastofnun staðsett? Fiski- stofa eða Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins? Marel og SÍF hafa höfuð- stöðvar sínar í Hafnarfirði og mest allt nám tengt sjávarútvegi hefur farið fram í Reykjavík. Háskólinn á Akureyri hefur að vísu eitthvað rétt hlut landsbyggðarinnar með auðlinda- deildinni en betur má ef duga skal. Ómar Garðarsson, ritstjóri Eyja- frétta bendir t.d. á í grein sinni Er til leið upp úr táradalnum? að eitt mesta áfall sem skólastarf í Eyjum hefur orðið fyrir var þegar Stýrimanna- skólinn hætti starfsemi hér. Nem- endum í Framhaldsskólanum hefur einnig fækkað jafnt og þétt og við vitum öll hvað gerist ef fram heldur sem horfir. Starfsmenn Rannsókna- setursins í Hvíta húsinu eru einnig í stöðugri baráttu við höfuðstöðvamar í Reykjavík við að halda þeim verk- efnum sem þeir þó hafa og rekast yfirleitt á vegg ef þeir leggja til Ilutning verkefna út á land. Getum ekki farið aftur í tíma Það er rétt hjá Magnúsi að í hundruð ára og allt fram á miðja síðustu öld var sérstaða hinna dreifðu sjávarbyggða í landinu nálægð þeirra við fiskimiðin. Það er hins vegar ekki rétt hjá Magn- úsi að eina leiðin til að halda þeim í byggð sé að færa fiskveiðar Islendinga 50 til 100 ár aftur f tímann til gullaldarára mótorbáta og handverk- unar á fiski. Engum dettur í hug að banna vélvinnslu á fiski til að fjölga störfum í fiskvinnslu. Á sama hátt dytti fáum í hug að banna vélar og vinnslulínur í stórum fiskiskipum svo þau gætu nú ekki siglt með afiann til bæja fjær miðunum. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að berjast gegn framförum í fiskveiðum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að gefa hinum dreifðu byggðum landsins færi á að skapa sér nýja sérslöðu í ljósi breyttra aðstæðna. Veiðigjald, sem innheimt er af afla- heimildum, á að nota til að efla nýsköpun og atvinnuþróun á lands- byggðinni. Við eigum að nýta það fé til að efia menntun og byggja upp mannauð í sjávarþorpum landsins. Við getum nýtt okkur byggðakvóta og reglur um löndun á fiskmarkaði sem hvata til aðlögunar að nýjum for- sendum. Viðeigumaðgefaíbúunum tækifæri til að skapa sína eigin fram- tfð, byggða á eigin forsendum en ekki byrgja þeim sýn með eilífum lof- orðum um að grasið sé miklu grænna á eyjunni handan við hafið. Höfiindur er ífjórða sœti á lista Framsóknar. Magn og verðmæti útfluttra sjávarafurða 1979-2001 900000 800000 700000 600000 c 500000 c B 400000 300000 200000 100000 0 1979 1982 1985 1988 1991 1994 1997 2000 Ár I .uuu,u 1.400,0 1.200,0 1.000,0 800,0 600,0 400,0 200,0 n n </^ Q cn Q Spurt er: Er gaman á öskudaginn? 02 0 ekki að vera skóli þennan dag?) Brynja Þrastardóttir 10 ára -Já, en við vorum eiginlega rétt að byrja. Nei, það er kennarastarfs- dagur. Krist ján Tóniasson 11 ára -Já, svolílið. Byrjuðum klukkan níu. Nei, því mér finnst leiðinlegt í skólanum. Sigrún kagnarsdóttir 9 ára -Já, byrjuðum klukkan níu og við erum búin að safna mikið. Nei, þá getur maður ekki sungið á morgnana. I’óla María Guðmundsdóttir 12 ára -Já, við erum búin að safna lalsvert. Byrjuðum að sal'na klukkan níu. Nei, mér finnst það ekki. Jón Jakob Magnússon 10 ára Já, búin að safna mikið. Já, mér linnst það.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.