Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 1. maí 2003 Fréttir 15 ÍBV er og verður stórveldi -segir Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV-íþróttafélags Á dögunum fór fram aðal- fundur IBV-íþróttafélags og það sem vakti helst athygli var góð afkoma félagsins. Oskar Freyr Brynjarsson er formaður félagins og hefur verið það ó annað ór en ó ýmsu hefur gengið ó þeim tíma. Nú styttist óðum í sumarið og þar bíður mikið verk og því ekki úr vegi að fó formanninn í stutt spjall fyrir ótökin. Sáttur við reksturinn Ef við byrjum á aðalfundinum, ertu sátturvið útkomuna eftir aðalfundinn? „Já mjög, við fengum góða einkunn fyrir fjárhagshliðina frá endurskoð- endum og félagið skilaði hagnaði þetta árið. Mér reiknast til að það hafí orðið viðsnúningur upp á rúmar 20 millj- ónir. Þjóðhátíðin skilaði töluvert meira af sér en árið áður enda var lögð áhersla á að ná niður útgjöldum. Við erum einnig í ákveðnum breytingum á sjálfum rekstrinum, nýr starfsmaður er byrjaður á skrifstofu félagsins sem kemur til með að vinna náið með deildunum auk þess að sjá um bókhaldsvinnu eins og áður.“ Hvemig gengur reksturfélagsins? „Samgöngur setja auðvitað strik í reikninginn hjá okkur en aðalstjórn borgar fargjöld keppenda upp að vissu marki, setjur ákveðna upphæð á hvem og svo vinna deildimar út úr því. Handboltafólkið okkar hefur verið duglegt að ferðast með Herjólfi þegar leikið er um helgar. Þess vegna hefur þetta gengið upp fjárhagslega hjá þeim. I sumar er hins vegar leikið í miðri viku og það er hreinlega ekki hægt að fara með Herjólfi á virkum dögum þannig að þá eykst ferða- kostnaðurinn. Það er ódýrast fyrir okkur að fljúga upp á Bakka eða fara með Herjólfi og keyra svo á keppnisstað. Nú hefur félagið fengið umráðarétt yfir tveimur bílum og okkur reiknast til að við spömm rúmar tvær milljónir á því þar sem þá dettur niður kostnaður við rútur og bíla- leigubíla. Við vitum að það kemur fyrir að þrír flokkar þurfa að fara á sama tíma sem er of mikið í bílana og þá þurfum við að leigja bíl en samt sem áður þá sparar þetta okkur hellings vinnu og rétt að þakka Isfélagi og Vinnslustöðinni kærlega íyrir þetta framtak þeirra.“ Góður samningur við Ölgerðina IBV náði á dögunum mjög góðum samningi við Olgerð Egils Skalla- grímssonar og Oskar Freyr segir að þrátt fyrir góðan samning félagsins við Vífilfell komi nýi samningurinn til með að hjálpa mikið í rekstrinum. „Við náðum mjög góðum samningi við Ölgerðina sem kemur að öllu okkar starfi, Þjóðhátíð, Shell- og Vömvalsmóti, knattspymu og hand- bolta og starfi yngri flokkana. Samningurinn við Vífilfell rennur út í sumar en við höfum átt mjög gott samstarf við þá. En við verðum að hafa í huga hvað þetta er viðamikill rekstur, fyrir utan þjóðhátíð, Shell- og Vöruvalsmót sendum við 25 flokka í íslandsmót í handbolta og fótbolta." starfsmönnum félagsins auk þess sem við fáum alltaf duglega einstaklinga til að hjálpa okkur í skipulagningu. Svo eru auðvitað ótal sjálfboðaliðar sem koma að þessu og leggja mikla vinnu á sig.“ Hvernig hefur gengið aðfáfólk til að starfa fyrir félagið, eru þetta alltaf sömu andlitin? „I þessum föstu viðburðum, Þjóð- hátíð, Shellmóti og þrettándanum hefur þetta ekki verið neitt vandamál. Þar mætir sama fólkið ár eftir ár og gengur hreinlega í þau störf sem það var í árið áður. Þetta getur vissulega haft slæmar afleiðingar ef engin endumýjun á sér stað og allt þetta fólk hætti. Við höfum passað upp á að taka inn nýtt fólk svo að þekkingin berist milli kynslóða. Annars er yfirleitt ekki neitt mál að fá fólk til að vinna fyrir félagið, við fáum krakkana lil að vinna fyrir okkur líka í því sem hægt er en flestir eru tilbúnir að hjálpa til þegar leitað er til þeirra og það er þess vegna sem IBV er svo sterkt félag.“ Skrifstofur félagins verða fluttar Nú liggur fyrir að skrifstofur félagsins flytji yfir í Týsheimilið og verður þá öll starfsemi íþróttafélagsins komin undir eitt þak. Óskar Freyr segir að markmiðið hafi verið að flytja I. maí en einhverjar tafir verða á því. Samhliða flutningunum voru uppi hugmyndir að sameina starfsemi ÍBV og unglinga og æskulýðsstarfsemi bæjarins en hvemig standa þau mál? „Hugmyndin var að fiytja alla starfsemi í Týsheimilið og að þar væri aðili á vegum bæjarins sem sæi um og skipulegði allt starf fyrir unga fólkið okkar. Þannig gæti strákur í sjötta flokki æft þær íþróttir og tekið þátt í l.d. æskulýðsstaril kirkjunnar án þess að rekast á. Þetta myndi skila sér í ánægðari krökkum þar sem valið væri Ijölbreyttara en það er í dag, því við vitum um krakka sem em að velja á milli þess sem þá langar til að gera í stað þess að geta tekið þátt í því sem þá langar. Við emm klárir, höfum sagt upp okkar starfsmönnum og ráðið þá aftur en bærinn er ekki búinn að gera það sama hjá sér þannig að boltinn erhjáþeim.“ Göng kærnu sér vel Svona í lokin, ef við látum hugann aðeins reika, hvernig vœri staðan hérna í Eyjum ef vegtenging yrði að veruleika, vœri IBV stórveldi í íslensku íþróttalífi eða vœrum við í sömu sporum og t.d. Selfoss? „Eg er á því að ÍBV sé stórveldi enda erum við stórveldi í íslensku íþróttalífi. Við erum með fjóra meistaraflokka í efstu deild, 25 yngri flokka í Islandsmóti auk þess að vera með ýmiss konar aðra starfsemi þannig að ÍBV er vissulega stórveldi. Við ætlum okkur hins vegar stærri hluti, hvort það kemur með veg- tengingu eða ekki verður tíminn að leiða í ljós en það er gaman að segja frá því að við tókum saman kosti þess fyrir IBVef göngin yrðu að vemleika. Þar kemur fram að vegtenging myndi ekki bara auðvelda rekstur íþrótta- greinanna heldur einnig auka tekju- möguleika þar sem fólksflutningar á t.d. Þjóðhátíð yrði allt annað mál. Mál íþróttahreyfmgarinnar í Vestmanna- eyjum myndu gjörbreytast til hins betra með göngum." julis @ eyjafrettir. is ÓSKAR Freyr: -Ég er á því að ÍBV sé stórveldi enda erum við stórveldi í íslensku iþróttalífí. Við erum með fjóra meistaraflokka í efstu deild, 25 yngri flokka í Islandsmóti auk þess að vera með ýmiss konar aðra starfsemi þannig að IBV er vissulega stórveldi. Tók á síðasta sumar Nú ertu búinn að vera fonnaður í á annað ár, hvemig hefur þér líkað? „Ég hef alltaf starfað mikið með yngri flokkum handboltans og hef haldið því áfram eftir að ég varð formaður. Ég stefni hins vegar á að minnka við mig þar en að vinna með krökkunum er það skemmtilega við þetta starf. Það komu upp leiðindamál á síðasta ári og það reyndi virkilega á félagið þegar þjálfurunum tveimur var sagt upp. En við náðum að leysa þau mál í samvinnu við aðra." Þetta hefur ekkert dregið lir áhug- anum hjáþér ínýju starfi? „Nei ég get ekki sagt það. Þegar Elísabetu Gunnarsdóttur var sagt upp þá átti ég hlut að máli og kenni sjálfum mér svolítið um hvemig fór. En eins og ég sagði áðan þá held ég að við höfum unnið ágætlega út úr þess- um málum og séum reynslunni ríkari.“ Er eitthvað sem kom þér á óvart í starfi fonnannsins ? „Það sem ég hafði minnsta reynslu í voru samningagerðir en ég get leitað til góðra manna eins og Þórs Vil- hjálmssonar, forvera míns, Guð- rnundar Þ.B. Ólafssonar, Jóhanns Jónssonar og fleiri. Menn eins og þeir eru mikilvægir fyrir félagið þar sem þeir em alltaf til í að gefa góð ráð. Þeir em reyndir í þessum málum og gott að leita til þeirra.“ Mikið starf sjálfboðaliða Eins og allir vita er mikil starfsemi á vegum IBVyfir sumartímann en hvað telur fonnaðurinn að séu stœrstu verkefhi sumarsins? „Það em fyrst og fremst mótin tvö, Shell- og Vöruvalsmót og svo Þjóðhá- tíðin. I Shellmótinu og Þjóðhátíðinni er kominn fastur kjami sjálfboðaliða sem sjá alfarið um þau. Það er í raun ótrúlegt hvað þetta fólk er að vinna gott og mikið starf. I fyrra gat ég leyft mér að fylgjast með og læra af þeim. I Vömvalsmótinu hefur ekki myndast þessi kjami, það lendir meira á þeim Samgöngur setja auðvitað strik í reikninginn hjó okkur en aðalstjórn borgar fargjöld keppenda upp að vissu marki, setjur ákveðna upphæð á hvern og svo vinna deildirnar út úr því. Handboltafólkið okkar hefur verið duglegt að ferðast með Herjólfi þegar leikið er um helgar. Þess vegna hefur þetta gengið upp fjárhagslega hjá þeim. I sumar er hins vegar leikið í miðri viku og það er hreinlega ekki hægt að fara með Herjólfi á virkum dögum þannig að þá eykst ferðakostnaðurinn. Það er ódýrast fyrir okkur að fljúga upp á Bakka eða fara með Herjólfi og keyra svo á keppnisstað

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.