Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 22

Fréttir - Eyjafréttir - 01.05.2003, Blaðsíða 22
18 Fréttir Fimmtudagur 1. maí 2003 Landa- KIRKJA 2. maí Kl. 13.00 Litlir lærisveinar, æfing hjá báðum hópunr. Sigurlína Guð- jónsdóttir kórstjóri. Síðasta æfing fyrir vorhátíð. Laugardagur 3. maí Kl. 14.00 Tónleikar Bamakórs Kársnesskóla í Safnaðarheimili Landakirkju. Sungin verða sumar- lög og lög frá ýmsum löndum. Aðgangur ókeypis. Kórstjóri er Þórunn Björnsdóttir, undirleikarar Marteinn H. Friðriksson og Matti Kallio. Sunnudagur 4. maí Kl. 13.00 VORHÁTÍÐ BARNA- STARFSINS í LANDAKIRKJU. Vorhátíðin hefst á helgistund í umsjón presta og barnafræðara. Litlir lærisveinar syngja ásamt Skólakór Kársness. Stjórnendur eru Sigurlína Guðjónsdóttir og Þórunn Björnsdóttir. Undirleikari Marteinn H Friðriksson. Farið verður í alls konar skemmtilega leiki á kirkjulóðinni, sólin í hjartanu látin skína í leik og góðu samfélagi. Pylsur grillaðar. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 20.00 Æskulýðsfélag Landa- kirkju og KFUM&K. Skyldumæt- ing fyrir þá sem eru að fara í utanlandsferð. Hulda Lfney Magnúsdóttir og leiðtogamir. Miðvikudagur 9. apríl Kl. 11.00 Fundur og kaffi fyrir atvinnulausa í Safnaðarheimili Landakirkju. Vilborg Þorsteinsdóttir Ijallar um styrki sem konum með góðar hugmyndir standa til boða frá Jóhönnu/Pálssjóði. Kl. 20.00 Opið hús í KFUM&K fyrir æskulýðsfélagið. Hulda Líney Magnúsdóttir og leiðtogarnir. Hvítasunnu- KIRKJAN Verkalýðsdagurinn 1. maí Kl. 20.30 Biblíufræðsla og notaleg samvera, allir velkomnir. Föstudagur 2. maí Kl. 20.30 Unglingakvöld, mikið fjör og gleði, allt ungt fólk vel- komið. Laugardagur 3. maí Kl. 20.30 Bænasamvera og brauðs- brotning. Sunnudagur 4. maí Kl. 13.00 Sunnudagaskólinn. Öll börn yngri sem eldri eru vel- komin. Kl. 15.00 SAMKOMA.Lofgjörð, einsöngur, kórsöngur og að sjálf- sögðu lifandi og kröftugt Guðsorð. Blessun og fyrirbænir. Allir em hjartanlega velkomnir. Þriðjudagur 6. maí Kl. 17.00 Krakkaklúbburinn. Öll böm velkomin. Miðvikudagur 7. maí. Kl. 20.00 AGLOW fundur í Safnaðarheimili Landakirkju. Séra María Ágústsdóttir talar. Kaffi- veitingar 500 kr.. Allar konur velkomnar. Bænastundir á hverjum morgni kl. 7.30. Aðventkirkjan Laugardagur 3. maí Kl. 10.30 Biblíurannsókn. m ýjlúQ V B.; í '• i Æ 1 Wá'.;' '-Æt$'f "IÆ\’ 4 S /1 K 1 '1 'Jflf /m í STELPURNAR í 6. flokki B ÍBV, urðu í þriðja sæti íslandsmótsins í handbolta. Þær fengu aHienta verðlaunapeninga í hálfleik á leik ÍBV og Hauka á laugardag. Hér eru þær með þjálfurum sínum, Eddu Eggertsdóttur og Björgu Ólöfu Helgadóttur. Hljómsveitin Santiago með tónleika í kvöld: Gaman að fó þetta tækifæri til að kynna sveitina og tónlistina -Því ræturnar liggja í Eyjum, segir Eyjamaðurinn Birgir Ólafsson gítarleikari sveitarinnar Hljómsveitin Santiago, sem er þriggja ára gömul, verður með tónleika í Höllinni á morgun I. maí. Hún er skipuð þeim Sigríði Eyþórs- dóttur söngkonu, Jökli Jörgensen bassaleikara, Oddi Sigurbjörnsyni trommara, Birgi Ólafssyni gítar- leikara og Ragnari Emilssyni gítarleikara. Birgir er Vestmanna- eyingur og Jökull er tengdur Eyjum í gegnum konu sína, Ástu Ólafs- dóttur. Sigríður ætti að vera með tónlistina í blóðinu þvi hún er dóttir Ellenar Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunnars- sonar. Sveitin gaf út sína fyrstu plötu, Girl nú um jólin. Allt efni plötunnar er samið af meðjimum og var platan tilnefnd til íslensku tónlistaverð- launanna. Það eru Jón Skuggi og Mix sem gefa Santiago út og má heyra hljóð- dænti á heimasíðu Mix.. „Eg útskrifaðist með 4. stig úr Vélskóla íslands vorið 2001 og vinn núna við rafeindavirkjun hjá Öryggis- miðstöð Islands,“ sagði Birgir í samtali við Fréttir en hann er sonur Ingu Jónu Jónsdóttur frá Gerði og Ólafs Óskarssonar. „Með vinnunni er ég svo í Tónskóla FIH þar sem ég stunda tónfræði- og gítarnám. Á meðan ég var í Vélskólanum byrjaði ég að spila með Jökli, Siggu og öðtum gítarleikara en sú hljómsveit starfaði í tvö ár saman. Málin þróuðust svo þannig að ný hljómsveit var stofnuð og fékk hún nafnið Santiago sem starfað hefur í 3 ár.“ Birgir segir að þau leggi mesta áherslu á að spila frumsamda tónlist og núna eru þau á tónleikaferðalagi til að kynna geislaplötu sína, Girl, sem kont út fyrir síðustu jól. „Platan var tekin upp í Mix hljóðrita hjá Jóni Skugga sem jafnframt er útgefandi. Jökull er aðaltextahöfundur hljóm- sveitarinnar og svo erum við öll í því að semja lögin en til gamans má geta að trommari sveitarinnar, Oddur, hefur samið flest lögin á plötunni. Oft fáum við þá spumingu hvemig tónlist HLJÓMSVEITIN Santíago, f.v. Ragnar, Jökull, Sigríður, Oddur og Birgir. við séum að flytja og satt best að segja höfum við ekki ennþá fundið neitt eitt orð yfir það. í tónlistinni er smá blús, country og rock og í rauninni allt þar á milli en umfram allt er þetta þægileg tónlist að hlusta á. Fyrir þá sem vilja taka forskot á sæluna er hægt að fara á www.mix@mix.is og heyra hvað platan hefur uppá að bjóða. Stefnan er svo að halda bara áfram að semja og spila góða tónlist. Koma henni á framfæri eins og við emm að gera þessa dagana og það verður gaman að fá tækifæri til að kynna sveitina og tónlistina fyrir Eyjamönnum þar sem rætumar em,“ sagði Birgir að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.